Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.01.2001, Qupperneq 13
FRÉTTIR 14 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SENDINEFND Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands (ÞSSÍ) heldur til A-Tímor 23. janúar á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um þró- unaraðstoð við A-Tímorbúa. Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Hjálmar Jónsson, alþing- ismaður og stjórnarmaður ÞSSÍ, hafa lokið undirbúningi fyrir förina, en tilgangur hennar er ekki síst fólginn í að ræða við heimamenn sjálfa hvernig þróunaraðstoð Íslend- inga, 8 milljónum króna, verði best varið til uppbyggingar í sjávarút- vegi. Fyrsta framlag Þróunarsam- vinnustofnunar var afhent af Guð- mundi Kristjánssyni, starfsmanni Útflutningsráðs í Malasíu, er hann hafði viðkomu á A-Tímor í ágúst sl. Þá afhenti hann verðandi veiðieft- irlitsmönnum myndavélar, sjónauka og vasareikna. Samkvæmt upplýsingum Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna voru um 80– 90% sjávarútvegs A-Tímor nánast lögð í rúst í átökunum við Indónesíu haustið 1999. Þörf á að kynna sér aðstæður á A-Tímor Aðdraganda þróunaraðstoðarinn- ar við A-Tímor má rekja til þess er Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hitti nóbelsverðlaunahaf- ann Jose Ramos Horta, talsmann A-Tímor í utanríkismálum, á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1999. Var þá lauslega rætt um þróunaraðstoð Íslendinga í sjáv- arútvegsmálum. Í júlí sl. dvaldi Horta á Íslandi, ásamt aðstoðar- manni sínum Juan Federer, og ræddi nánar við Halldór um mögu- leika á þróunarsamvinnu landanna. Ljóst var að til að Íslendingar gætu aðstoðað við uppbyggingu sjávarút- vegsins þyrfti að afla frekari upplýs- inga um aðstæður í landinu, hvar þörfin væri brýnust og hvernig að- stoðin kæmi best að notum. „Við viljum fyrst og fremst ræða við heimamenn um það hvernig við viljum nýta þá aðstoð sem lofað var í heimsókn Horta til Íslands sumarið 2000,“ segir Björn Dagbjartsson. „Við væntum þess að geta aðstoðað A-Tímorbúa við að koma upp helstu stofnunum sjávarútvegsins út frá þeirri reynslu sem Íslendingar búa yfir. Það er ekki ólíklegt að heima- menn muni með aðstoð okkar að byrja á einhverju í líkingu við okkar gamla Fiskifélag Íslands, sem nú er orðin allgömul samkoma og undan- fari allra hinna fjölmörgu stofnana sjávarútvegsins.“ Hjálparstofnun kirkjunnar hefur einnig heitið fjármunum til upp- byggingar og hjálparstarfs og munu þeir Björn og Hjálmar sömuleiðis finna þeim fjármunum réttan stað. Upphæðin hefur ekki verið ákveðin. Mörg sár ógróin „Menn lifa mjög frumstæðu lífi á A-Tímor nú þegar verið er að hefja enduruppbyggingu landsins,“ segir Hjálmar Jónsson. „Atvinnuleysi er mikið og að sjálfsögðu eru mörg sár ógróin eftir grimmilegt frelsisstríð. Þær stofnanir sem veita þegnum lýðræðisríkja öryggi, s.s. lögregla, dómstólar, löggjafar- og fram- kvæmdavald, eru ekki til á A-Tímor núna og það er afar spennandi að fylgjast með því hvernig menn búa til stofnanir þjóðfélagsins frá grunni. Nú er fjölþjóðlegt gæslulið í landinu, en engin gæsla sem er skipulögð af heimamönnum sjálfum. Það er ekki hættuástand í landinu, enda borgarastyrjöldin að baki og íbúarnir farnir að takast á við end- uruppbyggingu samfélagsins. Engu að síður er talsvert um rán og grip- deildir og fjölþjóðlega gæsluliðið hefur í nógu að snúast.“ Ferðalagið til A-Tímor er langt, allt að 22,5 klst. flug með þremur millilendingum, í London, Singapúr og Darwin í Ástralíu. Sjálf dvölin í A-Tímor stendur yfir í fimm daga og hefst á ráðstefnu SÞ. Þeir Björn og Hjálmar segjast þó leggja áherslu á að ræða við heimamenn um aðstoð- ina. „Það er ekki laust við að maður hlakki til að sjá með eigin augum hvernig ástandið er í landinu um þessar mundir,“ segir Björn. Björn kvaðst aðeins hafa hitt tvo A-Tímorbúa, þá Horta og Federer, og bar þeim vel söguna. Hann sagði að vitaskuld væri órói í A-Tímor um þessar mundir, enda mætti segja að menn væru rétt sloppnir frá dauð- anum í þeirri grimmu borgarastyrj- öld sem geisaði í landinu. Hins vegar mætti gera sér vonir um að þar mætti með tímanum byggja upp gott þjóðfélag. Björn Dagbjartsson og Hjálmar Jónsson heimsækja A-Tímor og ræða þróunaraðstoð frá Íslendingum Borgarastyrjöld að baki og tekist á við enduruppbyggingu Morgunblaðið/Ásdís Björn Dagbjartsson og Hjálmar Jónsson halda á næstunni til Austur- Tímor þar sem þeir munu ræða m.a. þróunaraðstoð frá Íslendingum við heimamenn og sækja ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. FÓLK sem reykir pakka á dag ber höndina að munni 200 sinnum á dag miðað við að 10 sinnum þurfi að bera hönd að munni til að reykja eina sígarettu. Þetta þýðir 1.400 sinnum á viku og 73 þúsund sinnum á ári. Það er erfitt að láta af slíkum vana sem orðinn er mjög ríkur í daglegu lífi og þess vegna finna þeir til tómleika þegar þeir hætta reykingum. Þetta var meðal þess sem breski heimilislæknirinn Chris Steele kom inná í fyrirlestri sínum á læknadög- um sl. fimmtudag. Þar ræddi hann um það að hætta að reykja og mik- ilvægi þess að læknar gefi sér tíma til að ræða við sjúklinga sína um reykingar. Á málþinginu greindi Björn Magnússon, lungnalæknir Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað, frá reynslunni af reyklausu sjúkrahúsi og Sveinn Magnússon læknir kynnti fyrir hönd heilbrigð- isráðherra stefnu stjórnvalda í tóbaksvörnum. Þá var greint frá möguleikum í meðferð fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Rósa Jóns- dóttir kynnti slíka starfsemi á Víf- ilsstaðaspítala, Jónína Sigurgeirs- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri fyrir Reykjalund, Trausti Valdi- marsson læknir fyrir Heilsustofnun NLFÍ, Dagmar Jónsdóttir fyrir Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Alda Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræð- ingur fyrir Krabbameinsfélagið og Dagbjörg Bjarnadóttir hjúkrunar- fræðingur greindi frá ráðgjöf í reykbindindi. Fyrir utan störf sín sem heim- ilislæknir rekur Chris Steele eins konar stofnun í Manchester fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Í samtali við Morgunblaðið segir hann fólk koma þangað af fúsum og frjálsum vilja og nokkuð sé einnig um að læknar beini fólki á námskeið til sín. „Flestir sem koma hafa ein- hvern tíma hætt áður en gefist upp en ég hvet menn til að reyna einu sinni enn og þá ná þeir kannski ár- angri að lokum,“ segir Chris Steele og segir að gæfu læknar sér tíma, þó ekki væri nema hálfa mínútu, til að fræða sjúklinga sína um hættuna af tóbaksnotkun myndi mikið ávinnast í fræðslunámskeiði. „Fólk sem reykir lengir líf sitt um leið og það hættir, það lækkar blóðþrýstinginn og kólesteról í blóði minnkar og þess vegna spar- ast mikill kostnaður ef hægt er að taka þetta fólk af lyfjum sem iðu- lega eru mjög dýr,“ segir Steele. Hann segir áhrifamestu aðgerð reykingamanns til að bæta heilsu sína vera þá að hætta að reykja og þeir sem helst geta beitt áhrifum í þá átt eru læknar sem geta í við- tölum við sjúklinga sína flutt þeim nokkur varnaðarorð. Hann segir 70% reykingamanna vilja hætta og að 30% þeirra reyni það á hverju ári. Í lokin nefndi Chris Steele að ver- ið væri að rannsaka hugsanlega nikótínbólusetningu. Sagði hann að með henni væri lokað fyrir áhrif nikótíns á heilann og þar með væri kippt grundvelli undan nikótínfíkn. Slík bólusetning kæmi því reyk- ingamönnum að gagni þar sem nikótín næði ekki að hafa nein áhrif á þá. Hann sagði hins vegar að þessar rannsóknir væru á algjöru frumstigi. Björn Magnússon, sérfræðingur í lungnalækningum á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað, skýrði frá reynslu af reyklausu sjúkrahúsi sem hann sagði góða. Í lögum um tóbaksvarnir væru ákvæði um að reykingar á sjúkrahúsum væru óheimilar með öllu en heimilt væri að leyfa reykingar sjúklinga í viss- um tilvikum. Björn sagði reykingar á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum hafa verið bannaðar frá árinu 1992 og að 96% þeirra hlíttu því banni. Innlögn á reyklausan spítala þýddi auknar líkur á reykleysi eftir út- skrift og að reykingamönnum í hópi starfsmanna fækkaði. Þetta sagði Björn vera helstu rökin fyrir því að banna reykingar með öllu á sjúkrahúsum. Hann benti m.a. á margra ára góða reynslu frá lungnadeild Reykjalundar. Sterkust rök í siðareglum lækna Sterkustu rökin fyrir reyk- ingabanni sagði Björn hins vegar vera í siðareglum lækna þar sem segði að hlutverk læknis væri að stuðla að heilbrigði og að hann skyldi leitast við að hjálpa heil- brigðum til að varðveita heilsu sína og sjúkum til að ná henni á ný. Björn sagði reykbanni hafa verið komið á frá 1. ágúst 1997 en ákvörðun hefði verið tekin sama vor eftir starfsmannafund. Áður hefðu reykingar verið leyfðar í reykkompu en í dag væri ekki gert ráð fyrir neinum undanþágum. Hann sagði stutt við reykingamenn sem legðust á spítalann með fræðslu, jákvæðu viðmóti, hrósi, örvun og mælingum á súrefnis- mettun, kolmónoxíði og öndun. Hann sagði vandamál koma upp um fjórum sinnum á ári einkum vegna áfengissjúklinga og fólks með geð- ræn vandamál og ein sængurkona hefði hætt við að fæða á spítalanum vegna reykbannsins. Þá hefðu kom- ið fram efasemdir um siðferðilegt réttmæti bannsins meðal nokkurra starfsmanna og borið hefði á tíðum heimsóknum starfsmanna í íbúðir og aðstöðu aldraðra til að reykja. Í umræðum að loknum erindum málþingsins sagði Pétur Heimisson, læknir á Egilsstöðum, m.a. að allar heilbrigðisstéttir ættu að leggja sitt að mörkum í fræðslu um tóbaks- varnir. Mikilvægt væri að þær gæfu sér tíma til þess. Þá sagði hann vanta fræðslu um tóbaksvarnir í grunnnám lækna og hjúkrunar- fræðinga og hvatti til að úr því yrði bætt. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, sagði starfsmenn spítalans vera þversnið af þjóðinni og mætti gera ráð fyrir að fjórðungur þeirra reykti eða 1.000 til 1.200 manns. Hann taldi erfitt að banna reyk- ingar nema að viðhöfðum und- irbúningi og Björn Magnússon taldi nóg að taka ákvörðun um bann sem tæki gildi sex mánuðum síðar. Reykingar og tóbaksvarnir ræddar á læknadögum Mikilvægt að læknir ræði málið við sjúklinga sína Associated Press Sífellt fleiri vísbendingar koma fram um skaðsemi reykinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.