Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 19
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ L ANGT er um liðið síðan Jón- as frá Hriflu reið á vaðið með löngum greinaflokki í Tím- anum sem hann nefndi „Hvíldartími í listum og bók- menntum“. Þar fjallaði Jónas um það sem hann nefndi „andlega hnignun í mikilsverðum menning- argreinum á síðastliðnum mannsaldri“. Síðan tók hann til við að skilgreina þær stefnur sem þá voru rétt að ryðja sér rúms, og sparaði ekki stóryrðin; „Í bókmenntum er það kynóra- eða klámstefnan, í húsagerðarlist kassastíllinn, í höggmyndagerð klossastefnan, en í málaralist klessugerðin.“ Þetta var árið 1941, þegar Ís- lendingar voru að stíga sín fyrstu skref inn í menningu nútímans í tilraun til að vinna sam- kvæmt nýstárlegri hugmyndafræði sem þá hafði rutt sér rúms úti í hinum stóra heimi. Heimsstyrjöldin sem geisaði á þessum tíma hafði orðið þess valdandi að nokkrir helstu listamenn þjóðarinnar höfðu snúið heim, þar á meðal mikilsverður frum- kvöðull íslenskrar mynd- listar á þessum tíma, Þor- valdur Skúlason. Hann var einn helsti skotspónn Jónasar, enda farinn að mála „klessumálverk“ að útlendum hætti. Þó flestum þyki viðbrögð Jónasar frá Hriflu næsta öfgakennd í dag var hann án efa mál- pípa margra samtímamanna sinna. Viðhorf hans til lista mótaðist af gamaldags og íhalds- sömu sjónarhorni þar sem hæfileiki lista- mannsins til að endurskapa raunveruleikann og færa hann þannig inn í líf fólks í yfirfærðu en þó auðþekkjanlegu formi var í fyrirrúmi. Listunnendur dáðust ekki hvað síst að hand- verki listamanna og hæfileika þeirra til að líkja eftir því sem þeir ekki gátu höndlað sjálf- ir, en þann hæfileika mátu þeir eins og Jónas á rómantískum nótum sem „vilja til að sækjast eftir kynnum við sanna fegurð“. Þegar Jónas telur sig geta dæmt „klessumálarana“, á þeim forsendum að þeir þykist „hafa reynslu fyrir bláum engjum, grænum himni og brenni- steinsgulum skýjum“, koma væntingar hans til listarinnar glöggt í ljós, – hann getur ekki sætt sig við að listin lúti vitsmunalegum lögmálum fremur en náttúrulegum, vegna þess að engi eru jú græn, himininn blár og skýin hvít. Þessi krafa um raunsæja vísun til raunveru- leikans í listum var ákaflega rótgróin og sterk í þjóðarvitund Íslendinga enda hafði lítið borið á þeim fagurfræðilegu hræringum hér á landi sem bylt höfðu hugmyndum manna um listir annars staðar um nokkurra áratuga skeið. Heimóttarmenning Jónasar og fylgismanna hans byggðist því beinlínis á hræðslu við að vera hafður að spotti, ótta við hið framandlega og löngun til að samsama sig öruggum heimi gamalla gilda í viðsjárverðum nútímanum. Listþrá þessarar kynslóðar einkenndist af þessum sökum öðru fremur af fortíðarþrá. Borgarana, sem nýfluttir voru á mölina, lang- aði í málverk af fjallinu „heima“ yfir sófann hjá sér, málverk af kunnuglegum veruleika, sem hægt var að nefna og skilgreina, – af Herðubreið eða Þingvöllum. Eins og Ólafur Kvaran bendir á í rit-smíð um Septemsýningu frá árinu1990 þá var Guðmundur Hagalín,rithöfundur einn þeirra sem tók undir orð fylgismanna Jónasar í skrifum um sýningu Septemberhópsins árið 1947. Þar heldur Guðmundur því fram að „...sá listamað- ur, sem er slíkur sjálfbirgingur [...] að hann telur sér trú um að hann geti búið til lífræn listaverk án þess að vera háður nátturunni og mannlífinu, – hann hefur sagt sig úr lögum fyrst og fremst við landið sitt og þjóð – en líka samfélagið yfirleitt, við lífið sjálft.“ Í orðum Guðmundar gætir ekki einungis fortíðarþrár heldur einnig mikillar þjóðerniskenndar og ekki síst uggs um að hin hefðbundna fyrir- mynd, landið sjálft og þjóðin, verði afmáð úr listinni – og Ísland nýorðið sjálfstætt lýðveldi. Sem sönnun á litlu gildi „klessumálverk- anna“, eða abstraktlistarinnar, vísuðu gagn- rýnendur hennar iðulega til þess að „hvert skólabarn gæti gert betur“, verkin voru kölluð „litasull“ og jafnvel gengið svo langt að segja að allt á ákveðinni sýningu hafi verið „gert með þeim hætti, að vel hefði sú list mátt koma frá vistmönnum á fávitahæli“. Þessi ummæli um sig og aðra gagnrýnir Þorvaldur Skúlason í grein um myndlist í Tímariti Máls og menn- ingar árið 1950, sem birtist undir fyrirsögninni „Ganga franskir listagagnrýnendur aftur á Ís- landi?“. Þar sýnir hann fram á hvernig for- dómarnir endurtaka sig í sögunni með því að bera viðbrögð „Jónasa Íslands“ saman við við- brögð franskra gagnrýnenda við list impress- ionistanna nærri hundrað árum fyrr, en efn- istök þeirra féllu í álíka grýttan jarðveg. Breski rithöfundurinn og listrýnirinn John Berger bendir á það í sinni frægu bók „Ways of Seeing“ að „myndverk voru fyrst sköpuð til þess að kalla fram mynd af einhverju sem var fjarri. Smátt og smátt kom í ljós að mynd af einhverju gat varað lengur en það sem hún stóð fyrir; þá sýndi hún hvernig eitthvað eða einhver hafði einu sinni verið.“ Þannig þróað- ist listskynjun mannsins í gegnum aldirnar og varð æ flóknari eftir því sem sambandið á milli áhorfandans og myndverksins varð marg- brotnara, fyrir tilstilli sögunnar, menningar- innar og hugmynda mannsins sjálfs um sam- spil efnis og anda. Í samræmi við þessar hugmyndir Bergers má með réttu segja að þegar við horfum á landslagsmálverk þá sé auðvelt fyrir okkur að staðsetja okkur í verkinu. Þegar við horfum á abstrakt mynd reynist það mun erfiðara, enda markmið þeirrar listar fremur að „tjá abströkt geðhrif með aðstoð abstraktra forma og lita án tengiliðs við ytra borð veruleikans“, eins og Kristján Davíðsson komst að orði í grein er birtist um leið og ádrepa Þorvalds í Tímariti Máls og menningar 1950. Slík upplifun á ab- strakt list krafðist könnunar á innri reynslu- heimi sem var mun djarfari en það að virða fyrir sér eftirlíkingu af þekktum veruleika. Þrátt fyrir það varð hugmyndafræðileg fram- vinda þessa tíma ekki stöðvuð: „Listaverkið á ekki að vera eftirlíking neins, heldur samstæð heild, sem lifir í sjálfri sér,“ sagði Kristján ennfremur í tilraun sinni til að útskýra það sem þá var framsæknast í íslenskri myndlist. Þó listunnendur séu ef til vill fæstirmeðvitaðir um þann hugmynda-fræðilega bakgrunn sem býr að bakiabstraktlistinni, eru þeir harla fáir í dag sem ekki geta sætt sig við hana sem einn þátt í aldalangri framvindu vestrænnar lista- sögu. Enda abstraktmálverkið sem listmiðill þrátt fyrir allt bókstaflega innan hefðbundins „ramma“ listarinnar, öfugt við margt það sem fylgdi í kjölfarið. Það var því ekki fyrr en með tilkomu listhreyfinga sem hvorki byggðu á málverki né höggmyndum í hefðbundum skiln- ingi sem næsta alda fordóma kemur fram á sjónarsviðið. Hún var þó ekki nærri eins af- dráttarlaus og andúðin gegn abstraktlistinni, enda sú vitsmunalega bylting sem í abstrakt- listinni fólst búin að undirbúa jarðveginn fyrir það sem á eftir fylgdi. Með popplistinni, Fluxushreyfingunni og hugmyndalistinni kom samt sem áður fram á sjónarsviðið ný kynslóð listamanna sem alfarið hafnaði abstraktlistinni. Það var ekki nóg með það heldur höfnuðu þessir listamenn að stórum hluta þeim tjáningarmiðlum sem ab- straktlistamennirnir unnu með, ekki síst mál- verkinu. Þeir tjáningarmiðlar sem tóku við, eða þróuðust samhliða hefðbundnari miðlum, voru iðulega byggðir á samþættingu ólíkra listgreina. Þannig urðu gjörningar að list- formi, myndbandslist ruddi sér rúms, ýmsir unnu með landið sjálft, ljósmyndir, texta eða tilbúna hluti. Listamenn nýttu sér hreinlega hvaða efnivið sem best þjónaði hugmynd þeirra að verki eða þeim hugsanatengslum sem þeir vildu ná fram hverju sinni. Í samræmi við róttæka hugmyndafræði sjö- unda áratugarins fólst í þessum nýju miðlum ákveðin afneitun á því upphafna hlutverki sem listin gegndi. „Nýlistarmennirnir“ svonefndu höfnuðu verðmætamati tengdu hefðbundnum listum sem oft á tíðum leiddi til þess að listin þjónaði hlutverki stöðutákna sem urðu jafnvel mikilvægari í sam- félaginu en listræn gildi. Svo kald- hæðnislegt sem það er þá kom þessi uppreisn gegn ríkjandi gildismati þó ekki í veg fyrir að hin nýstárlegu verk yrðu verðmæt í fyllingu tímans. Eftir á að hyggja má auðvitað túlka það sem sönnun á listrænu gildi þeirra og menningarlegu vægi í sam- félaginu – og þá ekki síður sem mik- ilsverða ábendingu um það að listin á uppruna sinn í andanum, sama hvaða hlutlægt form hún tekur á sig. Ílistum samtímans kennir þvíákaflegra margra grasa, sumtá sér langa sögu en annaðstutta, en fjölbreytileiki og skörun ólíkra miðla, hugmynda og markmiða er í fyrirrúmi. Oft á tíðum rennur hefðin saman við nýstárlegri gróanda, í könnun listamanna á upp- runanum, sögunni og samfélaginu. Þannig hefur endurmat á fortíðinni og sjálfsvitund einstaklinga jafnt sem heilla þjóða sett mark sitt á samtím- ann og fortíðarþráin er enn fylgi- fiskur hugmyndafræðilegra umbrota, þó henni sé ekki sniðinn eins þröngur stakkur á stríðsárunum þegar hún myndhverfðist í fjallinu heima. Ástæður þeirra hugarfarsbreytinga sem sjá má stað í myndlist tuttugustu aldarinnar eru fjölþættar og því næsta illskilgreinanlegar. Ýmsar tæknilegar nýjungar, svo sem ljós- myndatækni, kvikmyndagerð og tölvuvæðing leiddu til þess að manninum var ekki lengur eins mikið í mun að búa til eftirmyndir af veru- leikanum. Andstæður sósíalisma og kapítal- isma sköpuðu félagslegar aðstæður er mynd- listarmenn nýttu sér til að lýsa skoðun sinni á umheiminum, ekki síst þeirri staðreynd að hin „opinbera“ listhefð er einungis hefð Vest- urlanda, aðrir heimshlutar eiga sér allt aðra og ólíka listhefð sem naut lítillar eða engrar við- urkenningar í afar sjálfhverfum skilgrein- ingum Vesturlandabúa á fagurfræði og framþróun. Texta- og táknfræði hugvísind- anna færði einnig listamönnum nýjar skil- greiningar og aðferðir til að nota við úrvinnslu sína á táknmáli og orðræðu menningarinnar, ekki síst hvað snertir neyslusamfélagið og kynhlutverk. „Eiríksjökull kemst ekki fyrir í einni stáss- stofu“ sagði Kjartan Guðjónsson í bæklingi með Septembersýningunni 1947 og vísar þar á áhrifaríkan hátt til takmarka hins hefðbundna landslagsmálverks. Mörgum árum fyrr hafði einn frægasti listamaður tuttugustu aldar- innar, Marcel Duchamp, lýst því yfir að hefð- bundin málaralist og skúlptúrar hefðu beðið „fagurfræðilegt gjaldþrot“. Að því hlaut því að koma að listunnendur, hvort heldur sem var á Íslandi eða úti í hinum stóra heimi stæðu frammi fyrir þeirri athyglisverðu staðreynd að ekki var nóg með að þekkjanleg fyrirmynd væri horfin úr listinni, heldur var „ramminn“ utan um hana - hinir hefðbundnu miðlar - á undanhaldi líka. Í bók sinni um Þorvald Skúlason, sem hann nefndi „brautryðjanda íslenskrar samtíma- listar“ bendir Björn Th. Björnsson á þann mikla sannleika sem fólst í orðum Leo Stein sem var vinur Picasso: „Ef þú segist skilja gömlu meistarana, en skiljir hins vegar ekki nútímalistina, – ja, þá skilur þú ekki gömlu meistarana heldur!“ Sjálfur ítrekaði Þorvaldur í einni greina sinna í Tímariti Máls og menn- ingar að „við sem lifum nú [...] erum fædd með annarri tegund reynslu en kynslóðir Rem- brandts eða Beethovens, og að eins og þeir sköpuðu verk sín innblásnir anda sinnar sam- tíðar, hljóta listamenn allra tíma að vera túlk- ar ríkjandi tíðaranda.“ Þó hálf öld sé liðin síð- an Þorvaldur tók þannig til orða, stendur sannleikskjarni þessarar hugsunar enn óhagg- aður. Ef til vill er kominn tími til að taka Þorvald á orðinu og hætta að líta á framsæknar sam- tímalistir – í hvaða mynd sem þær kunna að birtast – sem hliðarspor frá hinni kunnuglegu hefð fortíðarinnar og skoða þær fordómalaust sem „túlkun á ríkjandi tíðaranda“, þeim tíð- aranda sem við erum öll hluti af, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Því það er eðli list- arinnar að vera á undan samtíma sínum, færa það sem enn er í raun óútskýranlegt inn í menninguna sem að öðrum kosti myndi fyrst og fremst einkennast af hversdagsleika okkar sem einungis getum verið sporgöngumenn. „Hekla“, landslagsmálverk eftir Þórarin B. Þorláksson frá árinu 1922. Verkið gæti talist dæmigert fyrir þá hefðbundnu list sem „Jónasar Íslands“ vildu álíta æðri abstraktlist. „Fljúgandi form“, olíumálverk eftir Þorvald Skúlason frá árinu 1948, þegar umræðan um „klessumálverkin“ var í hámarki. „Mannlýsing no 1“ eftir Birgi Andrés- son frá árinu 1999. Hér er unnið með myndmál texta til þess að skapa verk sem hefur sterka vísun í hefð portrettmynda. Túlkar tíðarandans AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.