Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 31
32 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
. . . . . . . . . .
21. janúar 1996: „Samtök
iðnaðarins eru í hópi öfl-
ugustu atvinnuvegasamtaka
landsmanna. Í bréfi til Al-
þingis hafa þau lýst ein-
dregnum stuðningi við
þingsályktunartillögu þing-
manna Þjóðvaka um að tekið
verði gjald fyrir veiðirétt úr
sameiginlegri auðlind lands-
manna. Í bréfinu segja þessi
fjölmennu atvinnuvega-
samtök að „fámennur hópur
fái gefins stórkostleg verð-
mæti, sem lögum samkvæmt
eru sameign okkar allra“.
Auk þessarar almennu rök-
semdar, sem byggist á rétt-
lætissjónarmiðum, benda
Samtök iðnaðarins á hag-
kvæmnisrök máli sínu til
stuðnings. Þannig segir í
bréfi þeirra, að það skekki
samkeppnisstöðu atvinnu-
greina, ef ein atvinnugrein
fær gefins aðföng umfram
aðrar.
. . . . . . . . . .
20. janúar 1991:
„Fólkið í lýðveldunum þrem-
ur við Eystrasalt berst nú
fyrir lífi sínu, frelsi og sjálf-
stæði í skugga Persaflóa-
stríðsins. Hinar alþjóðlegu
sjónvarpsstöðvar sýna þeirri
baráttu nánast enga athygli,
eins og við Íslendingar get-
um nú fylgzt með frá degi til
dags. En þótt sú barátta sjá-
ist ekki á sjónvarpsskjám er
hún kaldur veruleiki eftir
sem áður.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins, sem þessa dagana er á
ferð í Eystrasaltsríkjunum
ásamt Jóni Baldvini Hanni-
balssyni, utanríkisráðherra,
lýsti ástandinu í Riga með
þessum orðum: „Andrúms-
loftið í miðborg Riga er ólýs-
anlegt. Þúsundir Letta,
margir komnir allt að tvö
þúsund kílómetra leið til
þess að standa vörð um lýð-
veldið, ganga um götur,
sumir gyrtir gasgrímum.
Þeir syngja þjóðernissöngva
eða ræða saman við yl frá
varðeldum, sem kveiktir eru
á flestum götuhornum. “
Ri t s t jó rnargre inar
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KENNSLA NÆSTA HAUST
Í VIÐSKIPTALÖGFRÆÐI
REYKINGAR OG OFFITA
Ógnin sem steðjar að heilbrigði Ís-lendinga frá reykingum og offituverður seint tíunduð um of. Hér í
Morgunblaðinu sl. fimmtudag var frá-
sögn af erindum sem flutt voru á mál-
þingum heilbrigðisstéttanna í vikunni á
svonefndum læknadögum.
Á málþinginu um faraldsfræði krans-
æðasjúkdóma kom m.a. fram að reyk-
ingar eru eitt helsta heilbrigðisvanda-
mál á Íslandi í dag og árlega deyja um
370 Íslendingar af völdum þeirra.
Sömuleiðis kom þar fram að offita er
talin vaxandi vandamál, sem leiðir til
hærri tíðni ýmissa sjúkdóma og veru-
lega aukinnar dánartíðni.
Til sanns vegar má færa að offita sé
heilbrigðisvandamál hins vestræna vel-
ferðar- og velmegunarþjóðfélags. Þetta
vandamál hefur aukist jafnt og þétt hér
á landi sem annars staðar á Vesturlönd-
um frá ári til árs.
Nýlegar rannsóknir hér á landi sýna
að líkamsþyngd bæði barna og fullorð-
inna hefur aukist og var trúlegasta skýr-
ingin á aukinni ofþyngd og offitu meðal
Íslendinga talin sú að ekki hefði tekist að
laga orkuneyslu að minnkaðri orkuþörf
sem fylgir minni líkamlegri áreynslu nú-
tímalegra lifnaðarhátta.
Síauknar rannsóknir á skaðsemi reyk-
inga fyrir heilsufar hafa í síauknum mæli
fært okkur heim sanninn um hversu
skelfilegur skaðvaldur og heilsuspillir
þær eru og er nú svo komið að enginn
mælir lengur í mót skaðsemi þeirra.
Offita er ásamt reykingum talin einn
helsti áhrifaþáttur ýmissa sjúkdóma
sem hægt er að hafa áhrif á.
Það er einmitt í þeirri staðreynd, að
hægt er hafa áhrif á þróun sjúkdómanna
með breyttu líferni og breyttum neyslu-
venjum, sem von um breytt ástand til
hins betra er fólgin.
Í heilbrigðu og reyklausu líferni, með
hollri og reglulegri hreyfingu, ásamt
skynsamlegu mataræði, er fólgin besta
forvörnin gegn ýmsum þeim sjúkdómum
sem rætt var um á læknadögum.
Með slíkum forvörnum má stórlega
bæta almennt heilsufar landsmanna,
auk þess sem þannig má draga mjög úr
kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfis-
ins.
Nýjar leiðir munu opnast næsta haustvið Viðskiptaháskólann á Bifröst og
lagadeild Háskóla Íslands fyrir þá nem-
endur, sem áhuga hafa á að leggja stund
á svonefnda viðskiptalögfræði. Það eru
veruleg tíðindi, að breytt sé út frá hefð-
bundnu lögfræðinámi við HÍ og að hin
gamla lagadeild þar fái samkeppni í öðr-
um háskólum hér á landi. Þessar breyt-
ingar eru til að svara kröfum tímans, því
skortur hefur verið á sérmenntuðu fólki á
lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar.
Þar endurspeglast þær víðtæku umbæt-
ur í íslenzku fjármálalífi, sem orðið hafa
síðustu árin, svo og síaukin útrás ís-
lenzkra fjármálafyrirtækja og annarra
fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi.
Þessi opnun laganámsins, og samkeppni
á því sviði, er því ánægjuefni fyrir at-
vinnulífið og þjóðfélagið í heild.
Forseti lagadeildar HÍ, Páll Sigurðs-
son, segir, að frá næsta hausti muni laga-
nemar við skólann geta stundað hluta af
námi sínu í viðskiptadeild, svo og hafi
verið tekin upp kennsla í þremur kjör-
greinum við lagadeildina, sem tengjast
viðskiptalífinu, einkum fjármálamarkaði.
Páll tekur þó fram, að nám af þessu tagi
muni ekki veita sömu starfsréttindi og
nám almennt í lagadeild HÍ.
Við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefst
þriggja ára nám í viðskiptalögfræði
næsta haust. Lýkur náminu með próf-
gráðu. Markmiðið er að mennta stjórn-
endur með sérþekkingu á lagalegum
þáttum í rekstri og viðskiptum. Rektor-
inn á Bifröst, Runólfur Ágústsson, segir,
að um ákveðna samkeppni við lagadeild
HÍ sé að ræða, en námið verði ekki stutt
útgáfa af hefðbundnu laganámi. „Áherzla
verður lögð á viðskiptatengd fög jafn-
hliða fögum á sviði lögfræði. Það verður
tæplega kenndur refsiréttur heldur ein-
blínt á viðskiptarétt í víðu samhengi
ásamt úrvali af grunnfögum í viðskipta-
fræði,“ segir Runólfur.
Fjölgun háskóla er augljóslega að leiða
til aukinnar samkeppni í háskólakennslu,
sem verður bæði þessum menntastofn-
unum og nemendum til hagsbóta.
S
TJÓRNMÁLAMENN starfa
undir miklu álagi. Ekki sízt
þeir, sem gegna ráðherrastörf-
um eða öðrum áþekkum störf-
um. Þetta á við um Ísland og
þetta á við í öllum löndum.
Mikið álag er ein helzta skýr-
ingin á því, að það er undan-
tekning en ekki regla, að menn gegni slíkum
störfum mjög lengi. Flestir þeirra, sem gegnt
hafa slíkum störfum komast að þeirri niður-
stöðu, að þau sé ekki jafn eftirsóknarverð og
þeir töldu í upphafi.
Það má deila um, hvort álag á íslenzka stjórn-
málamenn hafi aukizt á seinni árum. Engin
spurning er hins vegar að það hefur breytzt.
Fram eftir 20. öldinni einkenndist stjórnmála-
baráttan ekki sízt af því, hversu persónulega
óvægin hún var. Ekki er ólíklegt að persónu-
legar ófrægingarherferðir gegn einstökum
stjórnmálamönnum hafi náð hámarki á árunum
milli 1930 og 1940. Og er enn vitnað til þess
tímabils, þegar menn vilja finna samanburð við
það, sem verst gerist í okkar samtíma.
Um miðja síðustu öld kom kalda stríðið til
sögunnar. Þá og næstu áratugi á eftir varð
stjórnmálabaráttan mjög óvægin vegna harka-
legra átaka á milli fylkinga í kalda stríðinu, milli
þeirra, sem skipuðu sér í lið með frjálsum þjóð-
um heims og hinna, sem gerðust talsmenn hins
sósíalíska einræðis- og kúgunarkerfis í Sovét-
ríkjunum og leppríkjum þeirra.
Þótt stjórnmálabaráttan hafi á stundum verið
persónulega óvægin á undanförnum árum er þó
líklegt að tvennt hafi öðru fremur orðið til þess
að auka álag á stjórnmálamenn.
Annars vegar er alveg ljóst, að þau verkefni,
sem þeir fást við eru orðin flóknari og þeir þurfa
að leggja á sig mun meiri vinnu til þess að setja
sig inn í mál og vera vel að sér í því, sem þeir
eiga að fjalla um. Jafnframt er margt, sem bend-
ir til að þeir þurfi á meiri aðstoð að halda en þeir
hafa haft. Sum ráðuneytanna eru afar veik að
því leyti til að þau hafa yfir takmörkuðum fjölda
starfsmanna að ráða og ekki nægilega sérhæfð-
um starfsmönnum til þess að fást við vandamál
og verkefni nútímans.
Hins vegar hefur hin opna fjölmiðlun gjör-
breytt starfsumhverfi stjórnmálamanna. Flest
sem þeir gera fer nú fram fyrir opnum tjöldum.
Þeir mega helzt aldrei misstíga sig opinberlega
án þess, að umsvifalaust séu felldir um þá dómar
meðal almennings, sem fylgist vel með störfum
þeirra í gegnum fjölmiðla. Þetta opna fjölmiðla-
umhverfi er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi en
fyrir stjórnmálamennina sjálfa og fjölskyldur
þeirra er það óvægið.
En það er líka ljóst, að í fæstum tilvikum eru
menn kallaðir til þessara starfa. Þeir sækjast
eftir þeim og vita að hverju þeir ganga. Um leið
og fjölmiðlarnir geta verið óvægnir eru þeir líka
sá vettvangur, sem gerir stjórnmálamönnunum
kleift að skjótast upp á stjörnuhimininn.
Þegar Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, fékk aðsvif í beinni útsend-
ingu í ríkissjónvarpinu fyrir nokkrum dögum og
var flutt á sjúkrahús í kjölfar þess, varð mönn-
um ljóst, að tímabært er að stöðva við og íhuga
hvar við stöndum í þessum efnum.
Ingibjörg Pálmadóttir hefur nú gegnt einu
erfiðasta ráðherraembætti í ríkisstjórninni í tæp
6 ár. Ef frá eru talin embætti forsætisráðherra,
utanríkisráðherra og fjármálaráðherra, er engin
spurning um að heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytið er umfangsmesta og erfiðasta ráðuneytið.
Þegar þar við bætist, að óvenjumikil umsvif hafa
verið í þessum málaflokkum báðum undanfarin
ár fer ekki á milli mála, að sá ráðherra, sem
gegnir þessu tiltekna ráðherraembætti er undir
miklu álagi.
Það er svo til marks um sérstaka hæfni Ingi-
bjargar Pálmadóttur í mannlegum samskiptum,
að vinsældir hennar hafa aukizt og hún hefur
vaxið að virðingu á þeim tíma, sem hún hefur
gegnt ráðherrastörfum, þrátt fyrir afar erfiðar
ákvarðanir, sem hún hefur þurft að taka.
Þetta atvik er vísbending um, að það þurfi að
búa betur að því fólki, sem gegnir ráðherrastörf-
um og öðrum áþekkum störfum í íslenzkum
stjórnmálum. Þá er átt við, að ráðherrarnir
þurfa að hafa í sinni þjónustu fleiri sérhæfða að-
stoðarmenn, þannig að hægt sé að dreifa þung-
anum af þessum störfum á fleiri aðila, þótt ráð-
herrann einn standi að sjálfsögðu ábyrgur fyrir
Alþingi og þjóðinni.
Hér á þessum vettvangi hefur áður verið vikið
að því, að tímabært sé að pólitískur aðstoðarráð-
herra starfi við hlið utanríkisráðherra og létti af
honum einhverjum af þeim ferðalögum, sem nú-
tíminn krefst að utanríkisráðherra leggi á sig.
En það er margt, sem bendir til þess, að þeir
sem gegna umfangsmestu ráðherrastörfunum
þurfi aukna aðstoða til þess að álagið haldist inn-
an viðunandi marka.
Eitt af því, sem hefur aukið álagið á ráðherra
og aðra sem gegna áþekkum störfum, er fjöl-
miðlanávígið. Í okkar litla samfélagi gera fjöl-
miðlarnir gjarnan kröfu til að komast í beint
samband við viðkomandi ráðherra eða ráða-
mann. Þeir á hinn bóginn telja sig hafa hags-
muni af því að veita fjölmiðlum beinan aðgang að
sér. Þegar horft er til þess hve fjölmiðlum hefur
fjölgað er ljóst að umtalsverður tími ráðherra
fer í það eitt að sinna þeirri upplýsingagjöf, sem
fjölmiðlarnir kalla eftir.
Það er íhugunarefni, hvort hægt er að koma
þessari upplýsingamiðlun í annan og skipulegri
farveg ýmist í krafti hinnar nýju samskipta-
tækni eða með aukinni milligöngu aðstoðar-
manna ráðherranna.
Það hlýtur að vera öllum kappsmál, bæði
stjórnmálamönnunum og þjóðinni, sem kýs þá
til þessara verka, að starfsumhverfi þeirra geti
verið viðunandi þannig að þeir geti sinnt störf-
um sínum á bezta veg.
Að komast
út úr stjórn-
málum
ÞAÐ HEFUR reynzt
mörgum, sem áhuga
hafa á þátttöku í
stjórnmálum erfitt að
fá tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Þetta
blasir við, þegar horft er til prófkjöra á vegum
flokkanna.
En færri gera sér kannski grein fyrir, að það
getur ekki síður verið erfitt fyrir menn að kom-
ast út úr stjórnmálum. Sú skoðun hefur lengi
legið í landi, að þeir, sem hafi starfað á vettvangi
stjórnmálamanna væru lítt hæfir til að gegna
öðrum og almennum störfum.
Þetta er mikið vanmat á þeirri starfsreynzlu,
sem fólk öðlast með þátttöku í stjórnmálum.
Sannleikurinn er sá, að fáir fá jafn mikla innsýn í
þjóðfélag okkar og þá mismunandi krafta sem
þar takast á og einmitt stjórnmálamennirnir.
Fáir byggja upp jafn mikið samskiptanet við
fólk og stjórnmálamennirnir gera. Og fáir hafa
jafn mikla þekkingu á þeim hagsmunum, sem
vegast á í okkar samfélagi og stjórnmálamenn-
irnir.
Af þessum sökum ætti niðurstaðan að vera sú,
að þeir sem hverfa af vettvangi stjórnmálanna
verði eftirsóknarverðir starfskraftar. Þannig er
það líka í öðrum löndum. Í Bandaríkjunum eru
fyrrverandi ráðherrar og æðstu ráðgjafar for-
seta og ráðherra, svo og þingmenn taldir eft-
irsóknarverðir starfskraftar bæði í atvinnulífinu
almennt og í ýmsum sérhæfðum störfum, þ.á m.
í háskólum. Hið sama á við í Bretlandi og hjá
mörgum meginlandsþjóðanna.
Sú afstaða til stjórnmálamanna, sem að fram-
an var lýst og hefur legið hér í landi hefur m.a.
stuðlað að því, að þeir hafa ekki fundið sér leið út
úr stjórnmálum nema með aðstoð pólitískra
samherja og stundum pólitískra andstæðinga,
sem hafa notfært sér aðstöðu sína til þess að
skipa þá í ýmis embætti. Lengi voru banka-
stjóraembætti vinsæl í þessum efnum en breyt-
ingar í fjármálageiranum hafa orðið til þess að
þau tækifæri eru mun færri en áður.
Nú eru nokkrir fyrrverandi stjórnmálamenn í
utanríkisþjónustunni. Það er ekki ástæða til að
gera lítið úr því. Menn sem gegnt hafa ráðherra-
störfum búa yfir yfirburðaþekkingu á mönnum
og málefnum, sem gerir þá vel hæfa til þess að
gegna slíkum störfum í þágu þjóðarinnar.
Vel má vera, að miklar breytingar, sem orðið
hafa í viðskiptalífinu leiði til þess, að fólk með
stjórnmálareynzlu að baki verði eftirsóknarvert
fyrir viðskiptalífið, sem þarf m.a. á að halda
þeim tengslum, sem stjórnmálamenn hafa byggt
upp á löngum tíma um þjóðfélagið allt.
Eftir því sem háskólum fjölgar er ekki ólík-
legt að þeir sem á annað borð hafa menntun til
þess að stunda háskólakennslu verði eftirsóttir
til þeirra starfa eftir þátttöku í stjórnmálum.
Það er tímabært að það almenna viðhorf
breytist að fólk sem hefur tekið þátt í stjórn-
málum séu ónytjungar, sem ekki geti unnið
venjuleg störf og kannski er það að breytast.
Enginn dregur í efa, að séra Hjálmar Jóns-
son, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Norður-
landskjördæmi vestra, sé hæfur til að taka að
sér það starf, sem hann tekur senn við, að verða
dómkirkjuprestur. Það má meira að segja færa
rök að því, að hann sé hæfari til þess eftir þátt-
töku í stjórnmálum vegna þess að hann hefur
með því kynnzt þjóðfélaginu úr annarri átt.
Enginn dregur heldur í efa, að Sighvatur
Björgvinsson, alþingismaður Samfylkingar fyrir
Vestfjarðakjördæmi, fyrrum formaður Alþýðu-
flokks og fyrrum ráðherra, sé hæfur til að taka