Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 33

Morgunblaðið - 21.01.2001, Side 33
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÞAÐ ÞEKKJA ALLIR ÚTSÖLURNAR Í Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 ÞEGAR hugmyndir um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðis- sviði komu fram var ljóst að um var að ræða stórbrotnar hugmynd- ir um gagnanámu- vinnslu (data mining) á íslenskum heilbrigðis- upplýsingum. Rök hafa verið færð fyrir því að árangri mætti ná með því að beita nútímaleg- um aðferðum við grein- ingu á heilsufarsupp- lýsingum íslensku þjóðarinnar þó ábatinn sé óviss. Ekki þarf að minna á hve mikilli gagnrýni þessar hugmyndir mættu. Nú þegar nokkur tími er liðinn og komið er að útfærslu hugmyndanna virðist rétt að staldra við og endur- skoða þau atriði sem mest var deilt um og virðast gagnrýnisverð áður en lagt er í miklar fjárfestingar. Eftir- farandi fjögur atriði þarfnast m.a. skoðunar: 1. Meðferð persónuupplýsinga. Ein þeirra grundvallarreglna, sem gilda um notkun persónuupplýsinga til vísindaiðkana, er að þær séu að- eins nýttar að fengnu svokölluðu upplýstu samþykki. Samþykkið skal gefið af viðkomandi einstaklingi eða forsjármanni hans. Ef það er ekki unnt skulu eftirlitsnefndir gæta hagsmuna einstaklingsins. Með upp- lýstu samþykki er átt við að sá sem veitir samþykkið hafi verið upplýstur um öll meginatriði rannsóknarinnar, þar með talinn væntanlegan árangur hennar. Þar sem slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir við flutning gagna í miðlæga grunninn mun aldrei verða hægt að uppfylla þessi skilyrði. Ef hins vegar öll auðkenni sjúklingsins eru afmáð þarf ekki slíkt samþykki af augljósum ástæðum. Því var reynt að fara þá leið í gagnagrunnslögun- um að brengla kennitöluna og lýsa því einfaldlega yfir að gögnin væru ópersónugreinanleg. Þessi leið er í besta falli illfær þar sem upplýsing- arnar eru eftir sem áður aukenndar sjúklingum því það er nauðsynlegt til þess að hægt sé að uppfæra gögnin. Ef til vill má líta svo á að upplýsing- arnar séu ópersónu- greinanlegar frá örygg- issjónarmiði þótt það sé langsótt. En erfitt er að sjá að þetta standist frá sjónarmiði annarra laga, svo sem laga um réttindi sjúklinga. Þau gefa sjúklingi rétt til þess að skoða heilbrigð- isupplýsingar sem um hann eru skráðar. Það er skoðun margra að gagnagrunnslögin brjóti gegn persónu- verndarákvæðum Evr- ópusambandsins, sem Íslendingar eru bundir af. Ekki verður þetta þó vitað með vissu nema á reyni fyrir dómstólum. En vandinn snýst þó e.t.v. ekki síður um afstöðu annarra þjóða en hugsanlega dóma. Íslend- ingar eru afkastamiklir hvað varðar birtingu vísindagreina í virtum tíma- ritum. Margar rannsóknanna eru fjölþjóðlegar. Ef stjórnvöld eða hagsmunasamtök í öðrum löndum komast að þeirri niðurstöðu að Ís- lendingar uppfylli ekki lágmarks- kröfur um persónuvernd getur það útilokað íslenska vísindamenn frá þátttöku í fjölþjóðarannsóknum. Ef einstakir ritstjórar tímarita komast að sömu niðurstöðu gæti það girt fyr- ir birtingu í þeim. Þetta gæti haft í för með sér óbætanlegar afleiðingar fyrir íslenska vísindastarfsemi. Í því sambandi er rétt að benda á að gagnagrunnslögin virðast ekki sam- rýmast HIPAA-lögunum, sem sett voru í Bandaríkjunum árið 1996, um meðferð og verndun heilsufarsupp- lýsinga eða reglugerð með þeim, sem birt var í lok síðasta árs. 2. Réttaróvissa. Í gagnagrunns- lögunum stendur: „Að fengnu sam- þykki heilbrigðisstofnana eða sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfs- manna er heimilt að afhenda rekstr- arleyfishafa upplýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Heil- brigðisstofnanir skulu hafa samráð við læknaráð og faglega stjórnendur viðkomandi stofnunar áður en geng- ið er til samninga við rekstrarleyf- ishafa.“ Þeim sem fylgdust með af- greiðslu Alþingis á lögum þessum er ljóst að það var ætlun þingmanna að þar með mundu starfsmenn heil- brigðisstofnana afhenda upplýsingar úr sjúkraskrám ef stjórn stofnunar gæfi sína heimild til þess. Ekki er þó ljóst af lögunum hvort löggjafinn taldi sig þar með vera að veita stjórn- um sjúkrastofnana rétt til aðgangs- stýringar að sjúkraskrám eða hvort einfaldlega var gert ráð fyrir að und- irmenn þeirra, þ.e.a.s ábyrgðarmenn sjúkraskránna afhentu upplýsing- arnar samkvæmt fyrirmælum. Hafa ber í huga að um aðgang að sjúkra- skrám gilda strangar reglur og bera ábyrgðarmenn þeirra sjálfstæða ábyrgð á því að þeim sé fylgt. Það er viðtekin venja og lögfest á Íslandi að yfirlæknar viðkomandi deilda (ekki yfirlæknar sjúkrahúsa) stjórna að- gangi að sjúkraskrám. Þeir eru enda í bestri aðstöðu til að þekkja og meta gögnin og þeir eða þeirra starfsmenn hafa tekið við upplýsingunum frá sjúklingnum og heitið honum fullum trúnaði. Þeir bera því mesta ábyrgð á öryggi gagnanna. Samkvæmt ís- lenskum lögum geta læknaráð einnig veitt aðgang að sjúkraskrám (reglu- gerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál nr. 227 frá 1991) og persónuvernd getur veitt aðgang til einstakra vísindarann- sókna (lög um réttindi sjúklinga nr. 74 1997). Þannig er komið í veg fyrir að einstakir yfirlæknar geti hindrað nýtingu sjúkraskrárgagna til vís- indarannsókna að geðþótta sínum. En ber ekki yfirlæknum að fara að fyrirmælum yfirboðara sinna? Jú, en þeim ber einnig að hlíta siðareglum lækna og að fara að lögum. Að sjálf- sögðu fara læknar ekki að fyrirmæl- um sem stangast á við lög. Í Hels- inki-yfirlýsingunni segir: „Í læknis- fræðilegum vísindarannsóknum á mönnum skal ávallt setja umhyggju fyrir velferð þátttakandans ofar þörfum vísinda og samfélags.“ Læknum ber því að túlka allar reglur þröngt í þágu sjúklinga. En hvers vegna orðaði löggjafinn gagna- grunnslögin ekki skýrar? Hvers vegna stendur ekki að skylt sé að af- henda gögnin þegar stjórn stofnunar gefur heimild sína? Hvers vegna hef- ur heilbrigðisráðherra ekki breytt reglugerð um sjúkraskrár og sett í hana ákvæði sem heimila stjórn stofnunar að stýra aðgangi að sjúkraskrám? Því er til að svara að slíkt væri fordæmislaust. Hér er um að ræða ólæknisfróða aðila sem ekki þekkja til gagnanna né þeirra vís- inda sem rannsóknirnar snúast um. Þeir hafa að jafnaði ekki umgengn- isrétt við sjúkraskrár og myndu að- eins fá í undantekningartilvikum að skoða sjúkraskrá eða hluta hennar. Vandi löggjafans er, að ef lög og reglugerðir yrðu skýrari að þessu leyti, kæmu gallar þeirra einnig bet- ur í ljós. Margt bendir til að afhend- ing upplýsinga úr sjúkraskrám til vísindarannsókna, sem enn hafa ekki verið skilgreindar eða skipulagðar í smáatriðum, stangist á við alþjóða- samþykktir sem Íslendingar eru að- ilar að og einföld lagasetning á Ís- landi ógildir ekki. 3. Nýting gagnagrunnsins. Óneit- anlega hefur ströng viðleitni til þess að koma til móts við gagnrýnendur og auka öryggi grunnsins rýrt nota- gildi hans mikið. Meðal annars er óheimilt að skoða einstakar skrár til þess að kanna gæði gagna. Óheimilt er veita upplýsingar um einstaklinga úr grunninum. Það felur í sér að ef til verða upplýsingar í grunninum sem gagnast gætu einstaklingi er óheim- ilt að veita upplýsingar um það. Í því sambandi má benda á að í Helsinki- yfirlýsingunni segir: „Þegar könnun- inni er lokið, ætti að tryggja hverjum sjúklingi sem gengur inn í könn- unina, aðgengi að bestu sönnuðu for- varna-, greiningar- og lækningaað- ferðum, sem könnunin leiðir í ljós.“ Hartnær tuttugu þúsundir manna hafa nú þegar hafnað því að upplýs- ingar um þá verði settar í grunninn. Þar með eru upplýsingarnar í grunn- inum ófullkomnari en upplýsingar í frumgagnagrunnum. Ef almenning- ur missir trú á öryggi grunnsins (hvort sem það er að ástæðulausu eða ekki) gætu nægilega margir sagt sig frá þátttöku til þess að eyðileggja notagildi grunnsins og þar með gætu miklar fjárfestingar orðið verðlaus- ar. 4. Fjármál. Svo virðist sem Alþingi og heilbrigðisstjórn hafi hugmyndir um að sú uppbygging sem framund- an er í tölvuvæðingu heilbrigðisþjón- ustunnar verði kostuð af sérleyfis- hafa gagnagrunnsins. Ekki er þó ljóst með hvaða hætti þetta skuli gerast. Sá mikli hagvöxtur sem orðið hefur á Vesturlöndum síðasta ára- tuginn byggist að verulegu leyti á nýtingu framfara sem orðið hafa í upplýsinga- og tölvutækni. Þar er heilbrigðisþjónustan mikill eftirbát- ur annarra starfsgreina. Í Banda- ríkjunum er talið að rúm 2% rekstr- arkostnaðar í heilbrigðisþjónustu fari til tölvuvinnslu. Í framleiðsluiðn- aði er þessi tala 10% og flugfélög nota 12% af rekstrarkostnaði sínum til tölvuvinnslu. Þó geta líklega fáar starfsgreinar notið jafn mikillar hag- ræðingar með því að nýta þessa tækni. Talið er að um 43% af vinnu- tíma heilbrigðisstarfsmanna fari að meðaltali í að meðhöndla eða miðla upplýsingum. Talið er að stytta megi þennan tíma um helming með góðum upplýsinga- og tölvukerfum. Kostn- aður af íslensku heilbrigðiskerfi er um 80 milljarðar samkvæmt fjárlög- um ársins 2001. Laun eru að jafnaði 70% kostnaðarins. Það eru því um 24 milljarðar sem fara á ári til með- höndlunar upplýsinga. Tölvuvæðing heilbrigðiskerfisins er stutt á veg komin á Íslandi og hún er ekki farin að skila verulegri hagræðingu. Það má því leiða rök að því að góð upplýs- ingakerfi geti sparað allt að því 10 milljarða á ári. Því er nauðsynlegt að heilbrigðisstjórnin beiti sér af alefli við tölvuvæðingu heilbrigðiskerfis- ins. Það er í meira lagi óskynsamlegt að bíða eftir óvissum hagnaði af gagnagrunninum og óskynsamlegt og óréttlátt að krefja rekstrarleyf- ishafann um greiðslu kostnaðar sem ekki tengist beint starfi við grunn- inn. Það er grundvallaratriði að upp- byggingin miðist við þarfir heilbrigð- isþjónustunnar en ekki þarfir rekstr- arleyfishafans. Hvað er til ráða? Það eru sameiginlegir hagsmunir allra Íslendinga að mál þetta verði farsællega til lykta leitt. Til þess þarf að sætta andstæð sjónarmið. Yfir- lýstum markmiðum gagnagrunns- laganna má t.d. ná með leið sem lýst verður hér á eftir. Með henni má leysa stærstu vandamálin sem rædd hafa verið hér að ofan. Einnig má leysa þannig önnur vandamál sem tengjast meðhöndlun trúnaðarupp- lýsinga. Breyta þarf gagnagrunnslögunum þannig að: 1. Aðeins megi skrá til framtíðar- geymslu í miðlægum gagnagrunni upplýsingar um hvar heilbrigðisupp- lýsingar eru geymdar. Skylda þarf alla aðila sem skrá heilbrigðisupplýs- ingar að tilkynna til ráðuneytis að þeir hafi slíkar upplýsingar undir höndum um tiltekinn einstakling. Þessar upplýsingar yrðu gagnlegar þeim læknum sem fá til meðferðar meðvitundarlausa sjúklinga eða sjúklinga sem gleymt hafa hvar upp- lýsingar um þá eru geymdar auk þess að auðvelda vísindarannsóknir. 2. Stjórnvöld setji reglur sem tryggi að allar heilbrigðisupplýsing- ar séu skráðar á samræmdan hátt. Efla þarf og samræma skráningu upplýsinga í frumgagnagrunna við hverja heilbrigðisstofnun. Gamlar heilsufarsupplýsingar verði skráðar í frumgagnagrunna viðkomandi heil- brigðisstofnunar þó svo sérleyfishafi fái forgang að úrvinnslu úr þeim. Þessar upplýsingar eru best geymd- ar hjá þeim sem söfnuðu þeim. Þar verða þær leiðréttar þegar tilefni gefst til og þegar kemur að nýtingu upplýsinganna er reynsla og þekking vörslumannanna ómetanleg. Setja þarf reglur um samskiptastaðla sem tryggi auðvelda miðlun og sam- keyrslu á heilsufarsupplýsingum. Hér er um afar þýðingarmikið atriði að ræða án tillits til gagnagrunnslag- anna. Auðvelt flæði heilsufarsupp- lýsinga minnkar tvíverknað og þar með kostnað í heilbrigðiskerfinu. 3. Veita skal rekstraraðila gagna- grunnsins einkarétt til reksturs bún- aðar til samkeyrslu upplýsinga úr tveimur eða fleiri gagnagrunnum. Aðeins skal leyfa úrvinnslu í miðlæg- um gagnagrunni á tilteknum fyrir- fram skipulögðum verkefnum sem fengið hafa tilskilin leyfi frá þar til bærum aðilum. Rekstrarleyfishafa skal heimilt með samþykki sömu að- ila að skrá niðurstöður úr tilteknum vísindarannsóknum og keyra þær saman við upplýsingar úr einum eða fleiri gagnagrunnum. Úrvinnsla fari þannig fram að upplýsingar eru sam- keyrðar í miðlæga grunninn og per- sónuauðkennum eytt áður en úr- vinnsla hefst. Eftir tilskilinn tíma að rannsókn lokinni skal gögnum eytt. Ef persónuauðkennum er eytt þarf ekki upplýst samþykki. Búnað þenn- an mætti einnig nota á sama hátt til eftirlits fyrir aðila svo sem Trygg- ingastofnun eða Landlæknisembætt- ið. Keyra mætti saman gagnagrunna eftirlitsaðilans og sjúklingaupplýs- ingar eftir að persónuauðkenni hafa verið afmáð og starfsmenn þessara stofnana skoðað gögnin án þess að sjá hverjir einstaklingarnir eru. Til skamms tíma hefði verið erfitt að safna saman upplýsingum úr mörg- um gagnagrunnum fyrir hverja rannsókn sem gera ætti vegna tak- markaðrar flutningsgetu símalína. Með þeirri miklu bandvídd sem nú býðst í auknum mæli verður þetta æ minna vandamál. 4. Rekstrarleyfishafi greiði aðeins kostnað við uppsetningu miðlæga búnaðarins, flutning gagna í hann og kostnað við skráningu gamalla upp- lýsinga sem ágóðavænlegt er talið að skrá. Hann greiði ekki kostnað við almenna uppbyggingu á tölvukerfum heilbrigðisþjónustunnar. Hins vegar er eðlilegt að hann deili þeim hagnaði sem hlýst af rekstri grunnsins með heilbrigðisþjónustunni þegar og ef hann verður til. Lokaorð Sá sem þetta ritar er ekki lögfróð- ur og má vera að hann hafi skriplað á skötunni hvað varðar sum þeirra lagalegu álitaefna sem hér eru til umfjöllunar. En lög eru ekki skrifuð fyrir lögfræðinga. Þeim er ætlað að lýsa fyrir hinum almenna borgara til hvers er ætlast af honum. Það kostar klof að ríða röftum. Ef íslensk heil- brigðisyfirvöld velja að fara sérís- lenska leið við skráningu heilbrigð- isupplýsinga verður hugsunin að vera ljós og lög skýr og skorinorð. Sú leið verður einnig að vera samrým- anleg alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga. HVERS VEGNA EKKI ENDURSKOÐA GAGNAGRUNNS- LÖGIN Á VORÞINGI 2001? Það eru sameiginlegir hagsmunir allra Ís- lendinga, segir Ólafur Steingrímsson, að þetta mál verði farsællega til lykta leitt. Höfundur er læknir og forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar Landspítalans. Ólafur Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.