Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.01.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 35 G etur maður með störfum sínum í stjórnmálum (og öðrum málum) unn- ið að almannaheill og hagsmunum heildarinnar, fremur en bara manns eigin heill og hagsmunum? Nú vakna tvær spurningar. Í fyrsta lagi sú, hvort maður geti í raun gert skarpan greinarmun á manns eigin viðhorfum og hagsmunum annars vegar og sjónarhorni heildarinnar og svonefndri al- mannaheill hins vegar. Er ekki óhjákvæmilegt að þegar maður telur sig vera að hugsa um al- mannaheill og hagsmuni heildar- innar sé maður einkum að hugsa um og út frá eigin hagsmunum? Það er afar ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að nokk- ur maður sé fær um að þekkja svo gjörla eig- in fordóma að hann geti ýtt per- sónulegri sannfæringu sinni og hagsmunum til hliðar. Í bókinni Ríkinu hélt forn- gríski heimspekingurinn Plató því fram að ein væri sú stétt manna sem væri betur en aðrar til þess fallin að fara með völdin í samfélaginu þannig að það kæmi öllum til góða. Þessi stétt var stétt heimspekinga. Þeir, sagði Plató, eru færir um að ýta eiginhagsmunum til hliðar og hugsa út frá hagsmunum heild- arinnar. En þessi hugmynd Plat- ós hefur alltaf þótt svolítið vafa- söm. Í öðru lagi er spurningin þessi: Hvað eiga menn nákvæm- lega við þegar þeir tala um „al- mannaheill“? Það sem er al- menningi til heilla, væntanlega. Er það þá eitthvað eitt, einhver tiltekin gæði, sem skipta í raun máli fyrir alla (jafnvel þótt sum- ir geri sér ekki grein fyrir því)? Og ef svo er, hver skyldu þá vera þessi gæði sem skipta máli fyrir alla? Efnilegir kandídatar sem koma strax upp í hugann eru heilbrigði og menntun. Er það þá það sem „almannaheill“ merkir? Er það þá að stuðla að almannaheill að stuðla að góðri heilsugæslu og öflugu mennta- kerfi? (Hvað nákvæmlega felst í slíku er svo annað mál). Kannski. En almanna- heillarhugtakið er samt, ef nánar er að gáð, ekki nærri svona ein- falt. Eftir því sem best verður munað er þetta hugtak sprottið úr hugmyndagarði franska spek- ingsins Jean-Jacques Rousseaus. (Á ensku er talað um „the common good“). Samkvæmt honum var það svonefndur al- mannavilji sem skal ráða ferð- inni, og mótast hann af því að allir hugsi um það sem er heild- inni til góða fremur en bara sjálfum sér. Þetta lítur ekki illa út, svona óhlutbundið. En hvernig verður þetta í raun? Rousseau var klár á því, að almannavilji væri hvorki vilji meirihlutans, né væri hægt að finna hann með því að leggja saman vilja allra ein- staklinga. Almannavilji er sam- kvæmt þessu eitthvað annað og meira. En það verður aldrei al- veg ljóst, að minnsta kosti ekki af lestri á Rousseau, hvað hann á nákvæmlega við. Þess vegna er ekki nema von að maður fari að halda að þetta almannaheillarhugtak hans sé, þegar öllu er á botninn hvolft, tómt. Svona eins og hugmyndin um einhyrning. Eitthvað sem maður getur hugsað sér en er ekki til í rauninni. Og ef „al- mannaheill“ er bara eitthvað óhlutbundið, hvernig er þá hægt að vinna að því í raunveruleik- anum? Aðrir spekingar hafa orð- ið til að benda á að hinn svo- nefndi vilji almennings geti á endanum einungis komið fram með tvennum hætti. Annaðhvort sem vilji meirihlutans (eins og í vestrænum lýðræðisríkjum) eða sem vilji einvalds þjóðhöfðingja (eins og til dæmis í eiginlegum konungdæmum eða einræðis- ríkjum). Í hvorugu tilfellinu er þó í raun um að ræða sannan „almannavilja“ eins og Rousseau hafði hugsað sér hann. Menn hafa nú samt verið hrifnir af þessari hugmynd hans, þótt ekki væri nema sem efni í draum um betri tíð, og viðmið til þess að nota þegar bent er á að margt megi betur fara í sam- félaginu. Og þannig hefur þessi óhlutbundna hugmynd reynst nytsamleg. En undanfarið hefur fjarað undan þessari hrifningu, og spekingar vogað sér að viðra efasemdir um þessa visku (sem hér er hermd upp á Rousseau). Til dæmis breski heimspeking- urinn Sir Isaiah Berlin sem var alltaf á móti því að í leitinni að góðu samfélagi væri miðað við óhlutbundnar hugmyndir sem ekki gætu átt sér hliðstæðu í raunveruleikanum. Hann mun hafa gengið svo langt að segja að sum aðkallandi vandamál í mannheimum yrðu aldrei leyst. Berlin hélt því fram að grund- vallargildi í mannlífinu væru mörg og mismunandi og stund- um rækjust þau beinlínis á. Ef þetta er rétt er vafasamt að hugmyndin um almannaheill – eitthvað sem er allri heildinni til heilla – geti gengið upp. Við þessar hugmyndir Berlins má bæta að grundvallargildi geti verið breytileg frá einum tíma til annars – það sem var grundvall- aratriði um síðustu aldamót þarf ekki að skipta miklu um þessi aldamót. (Því má efast um að það sem var mikilvægast alls fyrir hina svonefndu aldamóta- menn sé endilega það sem öllu skiptir núna). Annar breskur heimspekingur, Stuart Hampshire, heldur því fram í nýrri bók sinni, sem heitir á ensku Justice is conflict, eða Réttlæti er ágreiningur, að þeg- ar kemur að svonefndum rétt- lætismálum sé grundvallaratriðið ekki leitin að hinni einu réttu niðurstöðu heldur er grundvall- aratriðið það að menn greinir á um hvað réttlæti eiginlega sé. Samkvæmt þessu er megin- boðorðið í mannlífinu ekki það að rétt skuli vera rétt heldur er það öllu einfaldara: að maður eigi að leggja sig fram um að hlusta á þá sem eru manni ósammála. Almanna- heill Berlin hélt því fram, að grundvallar- gildi væru mörg og mismunandi, og stundum rækjust þau beinlínis á. Ef þetta er rétt er vafasamt að hugmyndin um almannaheill gangi upp. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson ✝ Oddur Björnssonfæddist á Klepp- járnsstöðum í Tungu- hreppi 2. janúar 1926. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 5. þessa mán- aðar. Foreldrar hans voru Þuríður Halls- dóttir frá Ásgeirs- stöðum, f. 25.4. 1895, d. 16.7. 1989, og Björn Árnason frá Uppsölum, f. 14.5. 1888, d. 8.5. 1962. Oddur var þriðji elst- ur af systkinum sín- um. Elst var Hallfríður, f. 23.7. 1920, d. 27.8. 1993; Guðlaug, f. 28.10. 1922; þar næst var Oddur; Gunnhildur, f. 15.1. 1928; Sveinn, f. 3.4. 1930; Gísli, f. 24.9. 1933; Soffía, f. 26.1. 1936, d. 18.2. 2000. Árið 1952 kvæntist Oddur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Þórarinsdóttur, f. 21.8. 1932, frá Hallfreðarstaðahjáleigu í Tungu. Börn þeirra hjóna urðu sex en þau eru: 1) Þórarinn, f. 8.10. 1952, kona hans er Ólöf R. Zoëga og eiga þau tvær dætur og þrjú barnabörn. 2) Björn, f. 7.3. 1954, kona hans er Kristín Er- lingsdóttir og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn, Björn átti auk þess einn son fyrir. 3) Laufey, f. 31.5. 1958, á hún þrjú börn með manni sínum Bjarna Kristjánssyni. 4) Alda, f. 1.5. 1960, hennar maður er Friðrik Guðmundsson og eiga þau tvo syni. 5) Þuríður, f. 14.3. 1964, á tvö börn af fyrra hjónabandi, sambýlismaður hennar heitir Rune Johansen. 6) Sólmundur, f. 14.8. 1967, kona hans er Inga Friðný Sigurðardóttir og eiga þau tvær dætur, Sólmundur átti einn son fyrir. Útför Odds fór fram frá Egils- staðakirkju föstudaginn 12. jan- úar. Kvöldið 5. janúar líður mér seint úr minni. Síminn hringdi og voru vá- leg tíðindi boðuð. Var mér tjáð að pabbi minn hefði dáið þá um kvöldið. Þau tíðindi slógu mig þungt og varð hjarta mitt fullt af sorg á augabragði. Mér finnst svo skrítið að þetta skuli gerast, pabbi var í heimsókn hjá okkur í Mosfellsbænum í byrjun desember og var þá hinn hressasti og lék við hvern sinn fingur. Ekki var annað en gott að heyra þegar ég tal- aði við hann í síðasta sinn á afmæl- isdaginn hans 2. janúar. Það kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka hvað hann var ljúf- ur og góður, margar voru þær stund- irnar sem hann sat með okkur börnin í kjöltu sér, söng og trallaði. Þegar við uxum úr grasi fengu barnabörnin að njóta þess sama. Minningin mun lifa um aldur og ævi. Það var ljóst hverjum þeim sem náði að kynnast pabba hversu mörg- um kostum hann bjó yfir, svo sem manngæsku og væntumþykju fyrir minnimáttar og málleysingjum. Einnig var hann mjög sjálfsagað- ur og stóð fast á sínu, reyndar fannst okkur krökkunum hann ekki alltaf vera sanngjarn en í dag skiljum við að hann bar hag okkar fyrir brjósti öllum stundum. Hann var traustur og trúr, allt sem hann sagði og gerði stóð. Ef hann lofaði greiða stóð hann við þann greiða og sama var hægt að segja um stundvísi og loforð. Heiðarleiki hans stóð upp úr hvert sem hann fór og ekki gat hann gert neitt á annars hlut. Heiðarleikinn og trúin á það góða gerðu hann ber- skjaldaðan, t.d. gagnvart ýmsum at- riðum sem sneru að hestum og stolt- inu hans, Svarti frá Unalæk. Er mér löngu ljóst að betri föður hefði ég ekki getað átt. Hans slysa- og sjúkrasaga var löng og erfið, en mátti einu gilda; alltaf gat hann staðið upp og borið höfuðið hátt. Hann var ekki að eyða krafti í vorkunnarraus gagnvart sjálfum sér og var það varla í mennskum mætti hversu fljótur hann var að jafna sig eftir öll þessi áföll sem yfir hann höfðu dunið. En nú er kallið hans komið og ekki er ég í vafa um að hans bíða ærin störf á öðrum stað og hefur mikill lið- styrkur borist þangað með veru hans þar. Elsku pabbi, ég sakna þín sárt en ég vona að þú getir gefið þér tíma til að styrkja okkur í sorginni, að þú passir hana mömmu og gefir henni kjark og styrk til að halda áfram í þessu jarðneska lífi. Minning um mjög stórbrotinn mann mun lifa um aldur og ævi. Þinn einlægur sonur, Sólmundur. Afi, við munum alltaf eftir því hvað þú varst hress og þú vildir líka alltaf hjálpa til.Við munum alltaf eftir því þegar þú söngst og sagðir okkur sög- ur. Og þegar þú settir upp rauðu húf- una og sagðir kondu gæskur og þá fórum við í bíltúr eða fórum að hesta- girðingunni og gáfum hestunum. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og við munum sakna þín sárt. Elsku amma, við vit- um að missir þinn er mikill en við vonum að við getum verið hjá þér sem oftast. Guðmundur og Valgeir. ODDUR BJÖRNSSON ✝ Haraldur Sigurðssonfæddist á Hörgsholti í Eyjahreppi í Hnappa- dalssýslu 8. ágúst 1913. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir, f. 24. júní 1875, d. 10. maí 1929, og Sigurður Þór- arinsson, f. 20. nóvember 1859, d. 14. maí 1926. Hálfsystkini samfeðra: Kristín, Sigríður og Sig- urður, öll látin. Hinn 10. desember 1940 kvæntist Haraldur Ragnheiði A. Ingólfsdóttur frá Akranesi, f. 15. júlí 1920, d. 1. febrúar 1973. Foreldrar hennar: Ingólfur Sigurðsson og Kristín I. Runólfsdóttir. Börn Haraldar og Ragnheiðar voru fjögur: 1) Krist- ín Ingunn, f. 16.10. 1941, d. 17.4. 1989, maki, Björn Einarsson, f. 19.5. 1933. Kristín eignaðist fjórar dætur: Ingu, Áslaugu, Sigríði Helgu og Stefaníu. 2) Jón Ingi, f. 29.7. 1946, maki Anna K. Skúla- dóttir, f. 10.1. 1945. Börn þeirra eru: Skúli, Jónína, Haraldur og Björgvin. 3) Sig- þór, f. 12.11. 1951, maki Oddný Ein- arsdóttir, f. 2.6. 1952. Börn þeirra eru, Sigríður, Ragnheiður A. og Þórir. 4) Stefán, f. 21.4. 1955, d. 26.12. 1986, maki Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 16.5. 1955. Stefán eign- aðist tvö börn, Þóru og Harald Arnar. Haraldur átti 20 langafabörn og eitt langalangafabarn. Haraldur var vélvirkja- og pípulagningameistari og lærði hann iðn sína á Akranesi. Árið 1945 fór hann til Njarðvíkur og vann hann þar við vélsmíðar. 1947 flytur hann til Reykjavíkur og gerist eigandi Vélsm. tækni og rak það fyrirtæki til loka ársins 1990. Útför Haralds fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 22. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði’ um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta, ég hitti þig ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum, hið ljúfasta úr lögunum mínum, ég las það úr augunum þínum. Þótt húmi um heiðar og voga mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar, yndi og fögnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (Tómas Guðm.) Það er eitthvað í þessum ljóð- línum Tómasar Guðmundssonar sem minnir mig á afa minn, Harald Sigurðsson, sem nú er horfinn okk- ur sjónum. Kannski var það sól- skinsbros hans sem alltaf tók á móti mér þegar ég kom að heim- sækja hann. Kannski það var fas hans og framkoma sem var ávallt eins og þýður sunnanvindur. Kannski er það ljóðrænan og róm- antíkin í skáldskap Tómasar sem minnir mig svo sterklega á per- sónuleika afa. Afi var sannkallaður herramaður, örlátur, léttur í lund, lítillátur og hógvær. Hann bauð af sér einstakan þokka manns, sem var vandur að virðingu sinni og naut virðingar allra sem til hans þekktu. Úr augum hans skein hlýja og viska og stundum mátti greina glettni, því hann hafði lag á að sjá kómískar hliðar tilverunnar. Tvennt áttum við einkanlega sameiginlegt, afi og ég. Það var áhugi á kveðskap og ferðalögum. Afi hafði yndi af því að ferðast, jafnt innanlands sem utan. Hann var heimsborgari, vel að sér og fróður um margt. Hafði hann einn- ig gaman af því að hlusta á ferða- sögur annarra og skoða myndir úr ferðalögum. Bestu æskuminningar mínar eru um ferðalög með afa um landið. Þá var hann óþrjótandi uppspretta í að nefna helstu kennileiti sem við fórum framhjá. Ekki lét hann þar við sitja því svo hlýddi hann mér yfir þangað til ég hafði lært öll nöfnin! Á sama hátt fór hann gjarnan með vísur og gátur í bundnu máli, sem hann lét mig leysa. Þannig hafði hann oft ofan af fyrir okkur á löngum keyrslum. Síðastliðin 19 ár bjó afi með Margréti Eiríksdóttur, sem var honum stoð og stytta og traustur félagi. Vil ég þakka henni þann tíma sem hún hélt honum heimili og annaðist hann af sinni einstöku natni og umhyggju. Það var alltaf notalegt að sækja þau heim. Elsku afi minn. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona afa eins og þig. Fyrir mér ertu fyrirmynd annarra manna og ég mun búa að því alla tíð að hafa fengið að kynnast sómamanni eins og þér. Sigríður Helga Sverrisdóttir. HARALDUR SIGURÐSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.