Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 35
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                         !    "#$ % & '        !""  #"   !""  $  % & '   !""                        !"!! # $  !%                                        !   "  #    & '  !  ) * ! !+  ! , -!+   *. ! !+  ++/ ! +   01 - *0 1! +   2! *   % +   "! !"'  * '  +!                                 ! ""      #$$        !      "         ! #   $%     &     !  ' (  ! ) )*                ! "# $  %   &  $ '          ( #''    ( #''  (   ( )  (  ( )! ✝ Ingileif Stein-unn Guðmunds- dóttir fæddist á Mosvöllum í Ön- undarfirði 6. ágúst 1907. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík 14. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóna Guðmundsdóttir, húsfreyja og Guð- mundur Bjarnason, bóndi á Mosvöllum. Ingileif átti fjögur systkini, þau eru: 1) Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 25. október 1902, d. 7. apríl 1991, húsfreyja á Mosvöllum og í Reykjavík, gift Ólafi Hjálmarssyni, f. 26. ágúst 1903, d. 30. ágúst 1986, bónda og birgðaverði. 2) Halldóra Ó. Guð- mundsdóttir, f. 29. apríl 1906, d. 15. október 1998, netagerðar- maður. 3) Ólafur E. Guðmunds- þeirra þrjú eru: 1) Elín Óskars- dóttir, f. 26 desember 1933, kenn- ari á Eskifirði síðar í Reykjavík. Maður hennar var Kristján Ing- ólfsson, f. 8. október 1932, d. 31. janúar 1977, fræðslustjóri á Aust- urlandi. Börn þeirra eru: Stein- unn, Ingólfur og Óskar. 2) Val- gerður Óskarsdóttir, f. 30 júlí 1938, húsmóðir og verkakkona á Reyðarfirði. Maður hennar er Rúnar Halldórsson, f. 28. maí 1937, múrari. Börn þeirra, Guð- rún, Ragna Dóra, Inga Ósk og Sigurjón Gísli. 3) Gísli Óskarsson, f. 27. apríl 1947, mælingamaður í Kópavogi. Kona hans Vilborg Guðmundsdóttir, f. 8. júní 1950, sjúkraþjálfari. Synir þeirra eru Jóhann V. og Óskar V. Barna- barnabörn Ingileifar eru orðin tólf og barnabarnabarnabarn eitt. Ingileif verður jarðsungin frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 22. janúar og hefst athöfnin klukkan 15. son, f. 29 desember 1908, d. 15. febrúar 1993, húsgagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Þorvalds- dóttur, f. 13. ágúst 1913, d. 17 ágúst 1993, húsmóður. 4) Margrét Guðmundsdóttir, f. 6. júní 1912, húsfreyja á Hóli í Önundarfirði, síðar í Kópavogi, gift Jóni Jónatanssyni, f. 3. febrúar 1902, d. 29. febrúar 1991, bónda á Hóli. Maður Ingileifar var Óskar Gíslason, f. 8. ágúst 1910, d. 4. júní 1982, frá Stokkseyri, múrarameistari og ökukennari í Reykjavík. Foreldrar hans voru, Valgerður Grímsdóttir frá Ós- eyrarnesi og Gísli Gíslason, skó- smiður frá Eyrarbakka. Ingileif og Óskar hófu búskap árið 1932. Þau bjuggu lengst af á Skeggjagötu 5 í Reykjavík. Börn Mig langar hér að raða saman nokkrum minningabrotum um tengdamóður mína, þá miklu hvunn- dagshetju. Þau urðu 20 árin sem við urðum samferða og ekki nein óveð- ursský á lofti okkar í milli. Hún var létt á fæti og í lund, mjög fljót að kynnast fólki og kunni ógrynnin öll af ljóðum og lögum. Eftirherma var hún listagóð. Beitti jafnt líkamsmáli, og látbragði sem orðfæri, þess er hún tók fyrir. Heyrði ég hjá henni marga frasa og skondin tilsvör ömmu minn- ar í móðurætt enda fjölskyldurnar tengdar þar eð Halldóra systir Ingu var lengi ráðskona Torfa Her- mannssonar afabróður míns. Voru þau nágrannar í Norðurmýrinni. Foreldrar mínir þekktu hana einnig frá ungdómsárunum í Dýrafirði og Önundarfirði. Inga var tvo vetur í Núpsskóla 1925–1927, eins og reynd- ar öll hennar systkini, sem segir mikið um menningarlegt uppeldi þeirra. Fyrri veturinn var Steinn Steinarr einn skólabræðra hennar og er kafl- inn um Núpsskóla í nýútkominni bók Gylfa Gröndal um ævi Steins, mjög lærdómsrík lesning fyrir okkur af- komendur nemenda þeirrar merku menningarstofnunar Vestfirðinga. Síðari veturinn voru Ólafur bróðir hennar og Guðmundur Gíslason faðir minn með henni í skólanum. Þarna ásamt heimilislífi fjölskyld- unnar á Mosvöllum var lagður grunn- ur að bókmenntaáhuga og listilegri meðferð íslenskrar tungu, ásamt eld- heitum bindindisanda og ást á ætt- jörðinni. Sem dæmi má nefna að hverja kennslustund hófu nemendur með söng ættjarðarljóðs. Á ferðalög- um með Mússu, eins og hún ávallt var kölluð á mínu heimili, var mikið sung- ið.Við fórum saman vestur hvert ein- asta sumar meðan strákarnir voru litlir. Hún söng alla leiðina óháð því hvort ég tók undir og þá leið henni held ég sérstaklega vel. Þægilegri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér, alltaf í góðu skapi og jákvæð út í mínar uppástungur um ferðatilhög- un. Þess utan var hún að sjálfsögðu frábær hjálp með strákana enda hefði hún vaðið eld og brennistein fyrir þá. Margar ferðirnar fór hún líka með okkur Gísla og strákunum um óbyggðir og vílaði ekki fyrir sér að gista í tjaldi eða skála troðfullum af fólki. Á Hveravöllum voru þau Jói stjörnurnar í skála FÍ, hann eins og hálfs og hún 76 ára. Í Þórsmörk nokkrum árum seinna voru Mússa og Malli stjörnurnar, hún 80 hann 90. Malli var faðir vinnusystur minnar og tók hann virkan þátt í gleðskap okkar vinnufélaganna um árabil, náði hann 99 ára aldri. Útivist og hreyfing skipuðu háan sess hjá henni aldraðri. Eftir að hún missti mann sinn, þá 75 ára gömul reri ég að því öllum árum að hún færi að sækja félagsstarf aldraðra í Lönguhlíð, í göngufæri frá heimili sínu. Hún hafði lítinn áhuga á föndr- inu en fékkst loks til að prófa leikfim- ina og eftir það var hún á beinu brautinni. Stundaði hún leikfimina þarna í ein tíu ár ásamt því að ánetj- ast „Gönguhrólfum“ nokkru seinna og gekk með þeim um bæinn á hverj- um laugardegi í hvernig veðri sem var í nokkur ár. Þetta var það eina sem hún vildi ekki láta trufla sig við, en annars var hún alltaf tilbúin að passa fyrir okkur Gísla og kom þá bara með strætó, gisti ef með þurfti og fór svo með strætó þegar hentaði. Slík þjónusta af hálfu tengdamóður er stórhættuleg hverri tengdadóttur því hætt er við að misnotuð verði. En konur hennar kynslóðar kunnu ekki að setja sínar þarfir ofar þörfum barna sinna og barnabarna, alla vega ekki Mússa. Þessi algjöra fórnfýsi var líklega eini þátturinn í hennar fari sem mér mislíkaði enda heila- þvegin af anda Rauðsokkahreyfing- arinnar. Við áttum hin áhugamálin hér að framan talin sameiginleg. Og ekki gat ég merkt á Mússu að henni mislíkaði blakbröltið í mér seint og snemma. Nei, hún var ávallt tiltæk að passa heimilið fyrir mig á meðan. Enda gæti ég best trúað að hún hefði stundað einhverja íþrótt hefði hún fengið að stunda leikfimi í Núps- skóla í stað þess að sitja við hann- yrðir vil hlið leikfimisalarins meðan piltarnir léku sér þar. Þegar ég hins vegar var á Núpi var öldin önnur sem betur fer. Húsmóðir var hún mikil og góð og alltaf til matur í potti ef einhver af- komandinn rakst inn á „Skjeggjó“. Hún gat líka saumað og gert ýmislegt annað sem tilheyrir nytjahanda- vinnu. Slátur tókum við lengi vel saman eða allt þar til að hún veiktist og voru það okkur báðum góðar og notalegar samverustundir. Þar reyndi hún á sinn pena hátt að fá tengdadótturina til að sauma keppina þéttar svo þeir lækju ekki. Sú lét nú ekki tengdó stjórna sér, heldur hélt sig við þau handtök sem hennar móð- ir hafði kennt, en það var að stinga frá sér í hverju spori. Mússa aftur á móti stakk að sér. Það eina sem Mússa var virkilega ósátt við hjá tengdadótturinni var að ekki voru „stórresar“ og gardínur sem hægt var að draga fyrir gluggana í stof- unni. Síðustu sjö ár ævi sinnar var hún haldin ellihrörnunarsjúkdómi sem leiddi til þess að hún vistaðist á Grund síðustu fimm árin. Þar fékk hún það öryggi og þá stöðugu um- önnun sem hún þurfti á að halda og leið vel þar miðað við sinn sjúkdóm. Í okkar nútímasamfélagi er slíkt ekki hægt í heimahúsi, þótt við hefðum reynt það í tvö ár með hjálp frá öldrunardeild Ríkisspítala í Hátúni 10 B. Síðasta aðfangadagskvöldið okkar núna árið 2000 var eins og friður hefði færst yfir hana og sjúkdómur- inn á undanhaldi. Við fjölskyldan munum eiga góða minningu um síð- ustu samveruna og þegar við keyrð- um hana heim á Grund um kvöldið. Óskar keyrði bílinn á æfingaleyfinu í ökukennslunni og Jói hjálpaði henni niður tröppurnar í Lyngbrekkunni sem voru orðnar ansi strembnar fyrir hana. Inni á Grund gat hún svo geng- ið hjálparlaust í sinni göngugrind og varð svo glöð þegar „blessuð stúlkan“ á vaktinni tók á móti henni til að hjálpa henni í háttinn. Síðasta daginn hennar sat ég svo hjá henni með prjónana mína, en þá hafði ég ekki haft tíma til að snerta síðan löngu fyr- ir jól. Biðum við saman eftir Gilla hennar á leið heim úr Svíþjóðarferð og beint að andlátsbeði móður sinnar og var hann þar með systrum sínum á andlátsstund móður þeirra. Blessuð sé minning minnar kæru tengdamóður. Vilborg Guðmundsdóttir frá Höfða. Jæja, þá hefur þú fengið hvíldina, amma mín. Ég var að hugsa áðan, þegar ég stóð við dánarbeð þinn, um allar fallegu minningarnar sem ég á þér tengdar. Minningar um vel gefna glaðlynda konu sem fædd var í torbæ vestur í Önundarfirði. Konu sem fékk mun styttri formlega skólagöngu en gengur og gerist í dag en þó konu sem kunni svo margt. Eftir tvo vetur á Núpi kunnir þú dönsku til þess að lesa hana þér til skemmtunar. Að loknum þeim vetrum kunnir þú líka meira af dróttkvæðum vísum og Ís- landssögu en hægt var að troða í mig alla mína skólagöngu. Þú ólst upp við ungmennafélagshugsjónina og bind- indi á tóbak og áfengi. Ungmenna- félögin voru ljóma vafin í þínum minningum, alltaf tengd söng og sól- skini þegar þú sagðir frá. Og svo varstu á Ströndunum í vist og svo í Flóanum og svo hjá dr. Claessen og svo giftist þú afa og eignaðist með honum fjögur börn og misstir eitt. Þú bjóst aldrei við neina ofgnótt en fórst vel með svo þið komust vel af. Og svo komum við barnabörnin og barna- barnabörnin. Við afkomendurnir vor- um þér alltaf ofarlega í huga og þú vissir hvað allir voru að gera, alveg fram undir það síðasta. Mikið var oft gaman árið sem unga fjölskyldan mín bjó í Vestmanneyjum þegar þú komst og fylltir húsið af kveðskap, glaðværð og hlýju. Já, og þú hélst líka upp á áttræðisafmælið þitt hjá okkur. Fékkst svona skínandi fallegt veður eins og alltaf þegar mik- ið stóð til. Á þessum árum varst þú líka á kafi í gönguklúbbnum Göngu- hrólfum, gekkst úr Norðurmýrinni inn í Laugardal til þess að fara með þeim út að ganga. Og ferðalögin okkar, t.d. áttræð- isferðin til Norðurlanda. Mér, af þotukynslóð, fannst allt verða minn- isstæðara að hafa þig, af torfbæjar- kynslóðinni, með. Þú settir alltaf upp gleraugun áður en við borðuðum og gast talað árum saman um veitinga- staðinn sem við borðuðum á, veit- ingastaðinn sem ég hefði annars ver- ið búinn að gleyma næsta dag. Eða ferðina okkar tveggja vestur í Önundarfjörð í áttræðisafmælið hennar Margrétar systur þinnar. Gott ferðaveður eins og alltaf hjá þér. Þú á áttugasta og sjötta aldursári í íþróttagalla á ferðalaginu. Svo bjóst þú þig upp á og varst sem drottning þennan dag í heimahögunum innan um gamla æskuvini. Og svo suður um kvöldið. Nú ert þú farin í ferðalag sem eng- inn kemur víst til baka úr. Minning- unum um þig fjölgar því ekki úr þessu en þær gömlu eru vandlega geymdar. Ingólfur Kristjánsson. Elsku amma mín. Nú þegar ég kveð þig, streyma fram minningar um einstaka ömmu og frábæran félaga. Ég minnist bílferða með þér og afa til Reykjavíkur og heimsókna á Skeggjagötuna. Þú varst fastur punktur í tilveru lítillar telpu austan af landi og alltaf svo áhugasöm um mína hagi. Þú leiðbeindir mér um rangala stórborgarinnar og kenndir mér á lífið í Reykjavík. Á þessum tíma kynntist ég einstakri kímnigáfu þinni, ljóðaþekkingu og síðast en ekki síst alþýðlegri réttlætiskennd. Þetta veganesti er mér dýrmætt. Seinna þegar ég var flutt til Reykjavíkur og hafði stofnað fjöl- skyldu, fann ég hve mikið lán það var að eiga þig að. Þar sem við hjónin er- um bæði utan af landi og foreldrar okkar oftast víðs fjarri reyndist þú okkur sú stoð sem við getum seint þakkað. Alltaf varst þú tilbúin að hlaupa undir bagga við barnapössun- ina og barnaafmælin voru óhugsandi án þín. Þú gafst okkur öllum óend- INGILEIF STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.