Morgunblaðið - 21.01.2001, Síða 52
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2001 53
Heimsferðir kynna nú glæsilegar páskaferðir, þar sem þú getur val-
ið sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol, eða heill-
andi menningarviku í Prag, einni fegurstu borg heimsins. Í öllum
tilfellum er beint flug á áfangastað og þar taka reyndir fararstjórar
Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu.
Páskaferðir
Heimsferða
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 48.485
Verð fyrir manninn m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára, Santa Clara.
Innifalið í verði: Flug, gisting,
skattar.
Verð kr. 59.990
M.v. 2 í stúdíó, Santa Clara.
Costa del Sol
11. apríl - 11 nætur
Verð kr. 66.585
Verð fyrir manninn m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára, Tanife.
Innifalið í verði: Flug, gisting,
skattar.
Verð kr. 83.330
M.v. 2 í íbúð, Tanife.
Kanarí
10. apríl - 2 vikur
Verð kr. 27.900
Flugsæti fyrir manninn. Flug-
vallarskattar, kr. 2.820, bætast við
fargjald.
Verð kr. 53.320
Flug og hótel, m.v. 2 í herbergi,
Ariston með morgunmat. Skattar
innifaldir.
Prag
12. apríl - vikuferð
Verð kr. 44.685
Verð fyrir manninn m.v. hjón með
2 börn, 2-11 ára, El Faro.
Innifalið í verði: Flug, gisting,
skattar.
Verð kr. 57.130
M.v. 2 í íbúð, El Faro.
Benidorm
11. apríl - 12 nætur
Rangt fyrirtækjaheiti
Í baksíðufrétt í blaðinu í gær var
sagt frá ráðstefnu um löggæslumál á
nýrri öld. Þar var sagt frá Varnan
ehf. öryggisgæslufyrirtækinu og var
það sagt heita Varan. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
DANSKA leiguskipið Barbara kem-
ur um helgina með eina stærstu
sendingu sem kemur í einu lagi til
Vatnsfellsvirkjunar, en um er að
ræða tvo spenna, sem samtals vega
um 242 tonn. Vegna þyngdar og
rúmmáls eru þessir tveir spennar
með fylgihlutum eini farmur skips-
ins.
Sameiginlegu tilboði frá General
Electric Hydro og Clemessy var tek-
ið í framleiðslu og uppsetningu á vél-
og rafbúnaði virkjunarinnar og eru
spennarnir lokaþátturinn í af-
greiðslu þess búnaðar.
Eimskip sér um móttöku á
spennunum og verða þeir teknir á
land á mánudagsmorgun 22. janúar á
athafnasvæði Eimskip í Sundahöfn
og í framhaldi af því fluttir landleiðis
á sérbúnum þungaflutningavögnum
austur að Vatnsfelli. Hekla er um-
boðsaðili General Electric Hydro á
Íslandi.
Spennar til
Vatnsfells-
virkjunar
með leigu-
skipi
♦ ♦ ♦