Vísir


Vísir - 02.01.1979, Qupperneq 10

Vísir - 02.01.1979, Qupperneq 10
10 Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson, Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helqarblafii: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigúrður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Jón Öskar Hafsteinsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreifisla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sifiumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verfi i lausasölu kr. .125 eintakifi. Prentun Blaöaprent h/f Skattaár Nýtt ár er runnið upp, framámenn þjóðarinnar hafa flutthenni boðskapsinn og landsmenn hafa strengt ýmis heit i tilefni nýja ársins. Þótt dagurinn lengist nú óðum og skammdegið hörfi virðast litlar líkur á að verulega birti til í efnahagsmál- um þjóðarinnar á þessu nýbyrjaða ári ef haldið verður áf ram í þá áttsem vinstri stjórnin hef ur ákveðið að sigla þjóðarskútunni. Rekstrargrundvöllur atvinnufyrirtækjanna í landinu virðist vera að gliðna í sundur. Ýmis fyrirtæki leggja sennilega upp laupana á nýja árinu og margir sjá f ram á atvinnumissi. Síaukin skattbyrði atvinnurekstrarins veldur þar mestu um. Skattaáþjánin er orðin svo mikil að almenningur í landinu er að sligast undan henni og einsýnt er að ríkisstjórnin mun með skattastefnu sinni draga verulega úr áhuga landsmanna á því að vinna. Það eru eðlileg viðbrögð fólks, sem sér f ram á að þurfa að borga um 70 krónur af hverjum 100, sem það fær í kaup beint í ríkiskassann. Einstaklingsf ramtakið og at- gerfi þjóðarinnar er beinlínis verið að brjóta niður. Aukin verðbólga, stöðugar verðhækkanir, litlar kaup- hækkanir og ný islandsmet í skattpíningu verða ekki til þess að vinnandi fólk í þessu landi horfi með bros á vör fram á nýhafið skattaár. g Barnaar Ef að líkum lætur munu börnin og málef ni þeirra setja meiri svip á nýja árið en flest annað .Arið 1979 verður alþjóðaár barnsins samkvæmt ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. A þessu ári eru 20 ár liðin f rá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Af þessum ástæðum munu aðildar- þjóðirnar beina athyglinni að stöðu barnanna i þjóðfélaginu og reyna að leggja velferðarmálum þeirra Mð. Þau réttindi,sem kveðiðerá umbörnunum tilhanda í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur áratug- um munu í flestum tæknivæddum þjóðfélögum þykja sjálfsögð. I þróunarlöndunum vantar aftur á móti mikið á að börn njóti þessara réttinda. Hér á landi er ef laust ýmsu ábótavant að þvi er snertir réttindi og æskilegar aðstæður barna og er ekki að efa, að margir aðilar munu benda á það sem miður fer í von um að hægt verði að kippa þeim málum í liðinn með samstilltu átaki. Þetta á við um það sem ópersónulegir opinberir aðilar telja sér skylt að sinna í tilefni barna- ársins. Ef til vill er hætt við, að þýðingarmikill hlutur f oreldra og forráðamanna barna í lífi þessarar uppvaxandi kynslóðar gleymist vegna þess að athyglinni verði beint meira að ytri aðstæðum en hinum mannlega uppeldis- þætti. í því sambandi má minna á að í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir meðal annars: ,, Barnið á rétt á alúð, kærleika og skilningi." Þarft væri að foreldrar litu sér nær á barnaárinu og leggðu niður fyrir sér, hvort ekki mætti eitthvað betur fara í samskiptum þeirra við börn sin og hvort þau gull- vægu réttindi, sem nef nd voru hér að f raman, væru ekki of oft fótum troðin af þeim sem standa börnunum næst. Sumt af upplausninni í þjóðfélaginu og iosinu, sem komið hefur á fjölskyldulífið, má eflaust rekja til ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar og stöðugrar vinnu foreldranna til þess að halda í við lífsgæða- kapphlaupið og verðbólguna. Margir foreldrar hafa allt of lítinn tíma til að sinna börnunum og uppeldi þeirra. Sá þáttur heimilislífsins og uppeldismálanna, sem var i höndum af a og ömmu eða annarra af þeirra kynslóð, en nú víðast hvar úr sögunni, illu heilli. Börnin komin á barnaheimili og dagheimili en afarnir og ömmurnar á dvalarheimili ýmiss konar. En mikil vinna foreldra og nýir þjóðfélagshættir koma víst um sinn í veg fyrir að hægt verði að sameina f jölskylduna að nýju, þannig að á heimilinu verði þrjár kynslóðir en ekki tvær. Þriöjudagur 2. janúar 1979. VÍSIR Á allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna 21. desember 1976 var samþykkt aö áriö 1979 skyldi meö aöildarþjóðum helgaö máiefnum barna, en þá eru iiöin tuttugu ár frá þvi aö Sameinuöu þjóöirnar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Rlkisstjórn tslands hefur faliö menntamálaráöuneytinu aö hafa ums jón meö skuldbindingu þeirri, sem I þessari samþykkt feist. Ráöuneytiö hefur skipaö 7 manna framkvæmdanefnd til aö vinna aö þvi aðsem bestur árangur náist i starfi á ári barnsins 1979. Hlutvérk framkvæmda- nefndarinnar er aö örva sem flesta tilstarfs iþágu barnaársins og aö samræma aögeröir þeirra, en hiö raunverulega starf hvilir á félagasamtökum, sveitarfélög- um, stofnunum ogeinstaklingum. Margvisleg verkefni á árinu Unniö veröur aö verkefnum meö ýmsu móti, haldnar veröa ráöstefnur, f ræös lufundir, skemmtanir, gefin veröa út fræöslurit. Gerö veröur athugun og úttekt á einstökum málefnum sem varöa börn, tillögur til úrbóta samdar og þær siöan Börn eru oft og iöuiega misskilin og hinir fuilorðnu vilja ekki hlusta á þau. ynntar viökomandi aöilum. Hér r ekki rúm til aö lýsa þessum erkefnum, en stutt upptalning átin nægja: Endurskoöun laga er varöa réttarstööu barna og foreldra ungra barna. Kynning á stööu barna i þróunarlöndum og fjársöfnun til þeirra. Skipulag og framkvæmd for- eldrafræöslu. Barniö, fjölskyldan og atvinnu- lifiö, hvernig má samræma betur þarfir fjölskyldna meö börn og kröfur atvinnullfsins. Skilgreining á markmiöi dag- vistarheimila og könnun á innra starfi þeirra. Trúarlegt uppeldi barna. Fræösla um hollustu i mataræöi barna. Börn, fjölmiðlar og listir. öryggi barna i umferðinni og á heimilum. Heilsugæsla barna og heil- brigðisþjónusta fyrir börn. Aöstæður fatlaöra og þroska- heftra barna. Samvera foreldra og barna. Leikaðstaða barna. Skólinn og vinnutimi barna. Samstarf foreldrafélaga við skóla og dagvistarheimili. Ahrif skipulags bæja á lifshætti og leikmöguleika barna. Hér á lslandi hafa flest ef ekki öll börn nóg aö bita og brenna, þótt ýmislegt annaö kunni aö vera aö. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.