Vísir - 13.01.1979, Page 25

Vísir - 13.01.1979, Page 25
25 VÍSIR Laugardagur 13. janúar 1979. ÞULA UM DÝR Litla kvöldsagan: AFMÆLISGJAF1RNAR Mamma átti bráðum afmæli og Kristján ætlaði að gefa henni afmælis- gjöf. Hann átti 500 króna seðil og hann ætlaði að kaupa vasaklútakassa með bláu skrautbandi handa mömmu. Mömmu finnst áreiðanléga gaman að fá svoleiðis gjöf, hugsaði Kristján, þegar hann gekk niður gangstíginn frá húsinu með seðilinn í hendinni. En þá gerðist dálítið óvænt. Kristján datt og missti seðilinn og hversu vel sem hann leitaði þá fann hann ekki seðilinn. Aumingja Kristján. Nú átti hann enga peninga til að kaupa fyrir afmælis- gjöf handa mömmu sinni. en allt í einu fékk hann góða hugmynd. Ég gæti búiðtil snjókarl og gefið mömmu í af- mælisgjöf. Og hann byrjaði strax að velta snjóbolta og þeg- ar snjókarlinn var til- búinn, gat mamma séð hann beint út um eldhús- gluggann. En Kristján var ekki viss um, að mamma hefði gaman af því að fá snjókarl í af- mælisgjöf. Ég get ekki pakkað honum inn í fallegt bréf og sett silki- band utan um, sagði hann við sjálfan sig. En allt í einu sá Kristján eitthvað græn- leitt á maganum á snjó- karlinum. Hann gáði að því, hvað þetta var og þá fann hann að það var peningaseðillinn, sem hann hafði týnt. Hann tók seðilinn og hljóp út í næstu búð. Hann keypti fallegan vasaklút í kassa og konan í búðinni pakk- aði honum inn í skraut- legt bréf og setti silki- band utan um. Þegar Kristján kom heim, sagði hann: Hér er ein gjöfín mín til þfn. Hin gjöfin er fyrir utan eld- húsgluggann. Mömmu þótti mjög vænt um að fá vasaklút- inn og hún kyssti Kristján og þakkaði honum fyrir gjöfina. Og þegar hún sá snjókarlinn, fannst henni reglulega gaman að fá svo óvenjulega afmælis- 9iöf Þetta er fallegasti snjókarl, sem ég hef nokkurn tímann fengið, sagði hún. Ég átti sauð, sem borðaði brauð, ég átti kind, sem málaði mynd, ég átti hest, sem hristi hrossabrest, ég átti kú, sem mjólkaði í bú, ég átti hund, sem var léttur í lund, ég átti svín, sem þoldi ekki grín, ég átti apa, sem aldrei vildi tapa, ég átti gauk, sem langaði í lauk, ég átti fola, sem maulaði mola, ég átti dúfu, sem hafði hvíta húfu ég átti ffl, sem ók í bláum bíl, ég átti Ijón, sem var eins og gult bón, ég átti geit, sem var mátulega feit, ég átti slöngu, sem át alltaf löngu, ég átti hval, sem lék sér við Val, ég átti fisk, sem ég færði upp á disk, ég átti fálka, sem fór i úr neðri kjálka, ég átti hreindýr, sem át alltaf sein dýr, ég átti mús, sem bjó sér til hús. Kannski getið þið svo bætt einhverju við þuluna. Ég átti dúfu, sem hafði hvíta húfu. Ég átti hund, sem var léttur í lund. Myndirnar gerði Harri, sjö ára. HÆ KRAKKAR! Umsjón: Anna Brynjúlfsdótfir GÁTUR 1. Hvað er það, sem fer í skóla á hverjum degi, en lærir samt ekki neitt? 2. Hvað er það, sem hef- ur 21 auga, en ekkert nef og engan munn? 3. Hver er helsti kosturinn við svarta kú? 4. Hvað er það, sem er kringlótt og hefur mörg augu en getur ekkert séð? 5. Hvort er þyngra eitt kíló af blýi eða 1 kg af f iðri? 6. Hvað er það, sem hef ur fingur, en engar tær? 7. Af hverju hefur kýrin horn? 8. Hve mörg Ijón getum við sett í tómt búr? / '4!3 "8 ‘egnus ega jn||oq gaui 6a|euseuæAungQeiAcjfV'Z!>|sueH •9*6uncj ujep 'S 'eife^jex JJipjui e*jAq jn)|>|0 jnja6 ung qv *E Jnöumaj ‘z ue>|seje|p>is 'L WIUV9 GIA UOAS é •• BILAVARAHLUTIR Fronskur Chrysler órg. '71 Toyota Crown órg. '67 Fiat 125 árg. '73 Fiat 128 árg. '73 Volvo Amazon árg. '65 BMW 1600 '69—'70 BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397 Opið frá kl. 9-6.30 'laugardaga kl. 9-3 og ^p sunnudaga kl. 1-3. Verksmiðjvútsalan opin í dag frá 9—7 M.a. Bolir, peysur, skyrtur ffrá kr. 700,0 Barnabuxur ffrá kr. 1.800,0 FullorOinsbwxur ffrá kr. 2.000,0 Mikið úrval aff herraskyrtum og peysum Ulpur ffrá kr. 6.900,0 Mussur, kápur, ffrakkar, töskur o.ffl., o.ffl. Nýjar tískuvörur á stórlœkkuðu verði. Þú getur gert ótrulega góð kaup á verksmið ju - ótsölunni. Grensásvegi 22, gamla Litavorshúsinw Nauðungaruppboð sem auglýst var I 67. 71. og 73. tölublaOi Lögbirtingablaös- ins 1977 á eigninni Arnartanga 9, Mosfellshreppi þingl. eign Sveins Gislasonar, fer fram eftir kröfu Jóns óiafs- sonar, hrl. og Guömundar Þóröarsonar hdl., á eigninni sjálfri þriöjudaginn 16. janúar 1979 kl. 3.30 e.h. Sýsiumaöurinn f Kjósarsýsiu Nauðungaruppboð annaö og siöasta á eigninni Hjallabraut 84, Hafnarfiröi, þingl. eign Eiriks Óiafssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 17. janúar 1979 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.