Vísir - 29.01.1979, Síða 14
14
Mánudagur 29. janúar 1979
VlSIR
Óskabyrjun á járnblendiverksmiðjunni:
Hagstœtt verð
á heimsmarkaði
Lokakostnaöur fyrri áfanga
járnblendiverksmiðjunnar að
Grundartanga er áætlaöur 298,9
miiljónir norskra króna eða um
18 milijarðar islenskra. Þetta er
7% undir upphafiegri áætlun og
er talin von til þess að loka-
kostnaður, sem áætlaöur var
upphaflega 321,6 milljðnir
norskra króna, lækki enn.
Jón Sigurðsson forstjóri Is-
lenska járnblendifélagsins var
ánægður meö gang mála við
byggingu verksmiöjunnar þeg-
ar fréttamenn heimsóttu Gund-
artanga á fimmtudaginn. Þar
voru einnig Hjörtur Torfason
hrl. stjórnarformaöur járn-
blendifélagsins, Guömundur
Guömundsson stjórnarmaöur,
John Fenger fjármálastjóri,
Jón Steingrimsson verkfræöing-
ur og Guölaugur Hjörleifsson
staðarverkfræöingur, sem gekk
LEVI strauss & co.
SAN FRANCISCO, CAL.. U.S.A
PROUDLY PRESENTSIN
OÐAL TONIGHT
60min. VIDEO kl.9^
SVIPMYNDIR UR GREASE OG SATURDAY NIGHT FEVER
SVIPMYNDIR AF FRUMSÝNINGU Á GREASE OG AF BALLINU SEM
HALDIÐ VAR A EFTIR
VIÐTÖL VIÐ: TRAVOLTA OLIVIU NEWTON-JOHN O.FL.
MEÐAL ANNARA KOMA FRAM'ANDY GIBB OG BEE GEES
KYNNIR: ALICE COOPER
MUNIÐ HINAVINSÆLU
RYDELL BOLI
I RickyVillard
skemmtir 2svar i kvöld
MickieGee
keppir aö heimsmetinu
Guðlaugur Hjörleifsson staðarverkfræöingur útskýrði hvaða hlut-
verki hver bygging þjónar á Grundartanga. (Visismynd SG).
meö fréttamönnum um verk-
smiðjuna og útskýröi þaö sem
fyrir augu bar.
Sem fyrr segir hefur bygg-
ingakostnaður verksmiöjunnar
veriö undir áætlun. Jón Sigurðs-
son sagöi að vélar og tæki heföu
veriö keypt samkvæmt útboöum
og fengist á hagstæöu veröi.
Verölag á kisiljárni haföi verið i
lægð og eflaust mætti þar fá
skýringu á þessum hagstæöu
kaupum. Einnig kynni upphaf-
lega áætlunin aö hafa veriö rif-
lee.
Hagstæð verðþróun
Járnblendiverksmiöjan mun
hefja framleiöslu á kisiljárni
eftir liðlega tvo mánuöi, en þá á
öllum framkvæmdum viö fyrri
ofn verksmiöjunnar aö vera lok-
iö. Kisiljárniö er notað viö stál-
framleiöslu og hefur heims-
markaösverö á þvi sveiflast
meira undanfarin ár en dæmi
eru til.
Hiö skráöa verö breska tima-
ritsins Metal Bulletin fyrir 75%
kisiljárn viö verksmiöjuvegg
notenda i Bretlandi gefur góöa
mynd af þessu. Veröiö var i
lægö 1972-73, allt niður i 1500
krónur norskar fyrir tonnið, en
hækkaöi siöan og á fyrri hluta
árs 1975 var veröiö komið upp I
3.600 norskar krónur á tonn.
Eftir þaö féll veröið og fór lægst
niður i 2.400 krónur á fyrri hluta
siðasta árs.
Um mitt ár 1978 hækkaði
veröið i 2.800 krónur, i lok októ-
ber I rúmlega 3.000 krónur og
um miöjan janúar nú var veröið
komiö upp I nálega 3.400 krónur
norskar fyrir tonniö.
Þessi veröþróun ber vott um
jafnvægi milli framboðs og
eftirspurnar og jafnvel nokk-
urrar eftirspurnar umfram
framboö. Er þetta aö hluta
vegna aukinnar stálframleiöslu
i heiminum.
Kunnáttumenn á þessu sviöi
telja engin merki annars en
verðþróun veröi áfram hagstæö
og fullyrða aö sveifla niður á við
i likingu viö þaö sem geröist
1976-78 sé af ýmsum ástæöum
ekki hugsanleg.
Gerðar hafa veriö áætlanir
sem gefa visbendingu um fram-
leiðslukostnað kisiljárns frá
Grundartanga. Þar er kostn-
aöarverö á tonni aö meötöldum
vöxtum taliö nema 3.250-3.400
norskum krónum miðaö viö einn
ofn, en 3.000-3.150 miöaö viö tvo
ofna. Aö meötöldum afskriftum
á 17 árum hækkar kostnaður
meö einum ofni i 3.950-4.100 og
með tveimur ofnum i 3.550-3.700
Forráöamenn Járnblendifé-
lagsins fullyrða, aö meö tilliti til
markaðsins i dag hrökkvi sölu-
verö kisiljárnsins frá Grundar-
tanga til aö bera allan áfallandi
rekstrarkostnaö og hluta áfall-
andi vaxta aö auki. Hér er átt
við rekstur eins ofns, sem er
mun óhagkvæmari rekstur en
þegar báöir ofnarnir veröa
komnir i notkun haustið 1980.
Að þvi leyti sem vextirnir
greiðast ekki af rekstrinum,
munu þeir greiðast af bygg-
ingarfé samkvæmt upphaflegri,
fjármögnunaráætlun. Undir lok
þess 17 mánaöa tíma, sem ráð-
gert er að reka verksmiöjuna
meö einum ofni, er hins vegar
ekki fráleitt aö ætla, aö þvi
marki verði náö, að þessi vextir
greiðist aö fullu af rekstrinum.
Töldu járnblendismenn fullvist,
að eftir að báöir ofnarnir væru
komnir i gagniö mundi rekstur-
inn skila umtalsveröu fé upp i
afskriftir. Rétt er aö geta þess
aö afborgarnir af lánum byrja
ekki aö falla til greiöslu fyrr en
á miðju ári 1982.
Aö öllu samanlögðu viröist
ljóst eins og nú standa sakir, aö
járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga veröur tilbúin i
rekstur á réttum tima og ekki
útlitfyrir, aö hrakspár sem uppi
hafa verið af og til, rætist á
nokkurn hátt. -SG
SÍMAR: 1-69-75 & 1-85-80
Vegna breytinga ó rekstri aukum við úrvalið af notuðum húsgögnum,
tökum einnig notað upp í nýtt, kaupum eða umboðssala.
Ath. 20-30% staðgreiðsluafsláttur á nýjum húsgögnum þessa viku.