Vísir - 17.02.1979, Blaðsíða 16
VISIR
r
sem viö vissum ekki áöur aö væri
til.
En þrátt fyrir þetta trúleysi
mitt, hef ég liklega ekki lagt
minna til trúarlifsins en hver
.annar. Ég var um tima eins konar
þjónn kirkjunnar, þegar ég spil-
aöi á orgel viö messur i kirkjunni
heima i Borgarfiröi. Ég er þó af-
spyrnulélegur músikant og læröi
litiö á orgel. Þó læröi ég svolitiö
hjá Bjarna Bjarnasyni á Skáney,
sem hefur unniö þaö afrek aö
vera organleikari i Reykholts-
kirkju og viöar i Borgarfiröi um
þriggja aldarfjóröunga skeiö.
Þaö hafa fáir reynst kirkjunni
trúrri en hann. t Reykjavik fór ég
svo dálitiö i tima hjá Páli ísólfs-
syni.
Mér hefur alltaf veriö frekar
hlýtt til kirkjulifs. Og sérstaklega
er mér hlvtt til séra Einars
Guönasonar, sem reyndist mér
afskaplega vel og dreif mig út i
nám”.
Börn embættismanna
,,A þessum tima var ekki mikiö
um aö bændasynir sæktu mennta-
skóla. Flestir nemendur voru af
millistétt, börn embættismanna
voru áberandi. Ég hef sjálfsagt
aörar minningar frá mennta-
skólaárunum en flest skólasyst-
kina minna. Ég var mest utan-
skóla og féll illa inn i hópinn.
Þetta geröi ég til aö reyna aö flýta
mér I náminu og spara útgjöld
meö þvi aö lesa heima. Ég spar-
aöi mér eitt ár á þessu, en missti I
staöinn aö verulegu leyti af
menntaskólallfi. Þaö finnst mér
hafa veriö skaði.
En þó ég hafi ekki haft mikil
kynni af skólasystkinum mlnum,
hefur mér meö timanum oröiö æ
hlýrra til þeirra. Eins er þaö meö
sveitunga mina úr Borgarfiröin-
um. Eftir þvi sem ég eldist sé ég
fleiri kosti hjá fólki”.
Smá samfélög best
— Hefuröu trú á mannfólkinu?
,,Já, þaö hef ég, en fólk er háö
þvi hvaöa framkoma er þvi sýnd.
Ég held aö lifiö geti oröiö sælast i
litlum samfélögum, þar sem
millistigiö er milli strjálbýlis og
borgar.
Ég held aö sú kenning um-
hverfisfræöinga sé rétt, aö þar
sem hver maöur er aö mestu
sjálfum sér nógur, geti lífiö oröiö
mannlegra og skemmtilegra.
Hjá okkur er geysimikiö mis-
rétti, þótt nú hafi flestir nóg til
hnifs og skeiöar. Þaö gengur
erfiölega aö uppræta margt mis-
rétti, eins og til dæmis milli karla
og kvenna. t þvi efni erum viö
háöari fordómum en menn halda.
En þeir fordómar eru erfiöastir
sem menn halda aö þeir hafi
ekki”.
Röng verkalýösbarátta
„Viö baráttuna gegn misrétti er
alltaf hætta á aö komi upp nýtt
ranglæti. Ný stétt. ris upp og
heimtar sinn rétt, eins og geröist i
Sovétrikjunum. Þaö veröur aö
koma I veg fyrir aö slikt gerist I
skjóli réttindabaráttu.
Verkalýðshreyfingin hefur
veriö gagnrýnd fyrir aö einblina á
vissan hóp manna eða kjarnann i
hreyfingunni. Sá kjarni er i fullri
vinnu og meö tiltölulega góöa af-
komu. Hins vegar vill henni sjást *.
yfir þá sem verst eru settir og þá
sem standa utan viö hreyfinguna,
lifeyrisþegana.
Mér finnst nauösynlegt aö
verkalýösbaráttan beinist ekki
um of i likan farveg og gerist i
Bandarikjunum, þar sem hún er
litið annaö en mafia, þar sem allir
skara eld aö sinni köku. I Evrópu
hefur hins vegar hugsjónastefnan
ráöiö meiru, þar er frekar barist
fyrir fjöldann. Kjarabarátta flug-
manna núna finnst mér til dæmis
bera meiri keim af ameriskri
verkalýösbaráttu en skyldi. Meö
þvi móti veröur misrétti ekki
upprætt”.
I_______________________________
en rollurnar stangast og
graöhestar frýsa,
meöan bolarnir bölva viö fót.
En brátt mun úr erjum og
illdeilum greiðast,
þegar Albert og Ragnhildur
brosandi leiöast
út um blómskrýddar brekkur og
grund,
og hanarnir prúöir á haugunum
gala,
en hrúturinn jórtrar og
kisurnar mala
og beljurnar fá loksins blund.
Breyttar hugmyndir
— Hvernig fellur Alþýöubanda-
lagiö aö stjórnmálaskoöunum
þinum?
„Þaö fellur alveg sæmilega aö
minum hugmyndum. Þær eru
reyndar alltaf aö breytast. Ungir
menn eru oft einsýnni. f þeirra
augum veröur allt svo miklu ein-
faldara. Seinna fer maöur aö sjá
hinar og þessar hliðar á málunum
og verða varfærnari.
Svo hafa miklar breytingar
oröiö I kringum mann i þjóöfélag-
inu, og hugmyndirnar hljóta að
breytast töluvert viö þaö”.
Að útrýma misrétti
„Þaö sem alltaf hefur stjórnaö
minum hugsanagangi er löngun
min til að útrýma misrétti, I
hvaöa formi sem þaö birtist. Aö
þvi leyti eru skoöanir minar
óbreyttar frá þvi sem áöur var.
Þaö sem áöur stakk I augun var
hin mikla fátækt bæöi hér og i
Evrópu. Þó bjó mikill fjöldi fólks
við haröan kost. Núna eru aðrir
timar og þaö er ekki hægt aö neita
þvi, aö þaö sem i dag kallast
nauöþurftir, heföi þótt mesti
lúxus á árunum i kringum seinni
heþnsstyrjöldina. Núna er mis-
rétti milli þjóöa mest áberandi.
En þó að búiö sé aö vinna bug á
skortinum og fátæktinni i okkar
löndum, blasa viö önnur viö-
fangsefni. Nú er þaö stærsta
vandamál mannkynsins, hvort
þaö tortimir sjálfu sér. Auölindir
eru þurrkaöar út og allt kæft i
mengun”.
Sósíalismi enn lausnin
— Telur þú enn sósialisma best-
an til aö ráöa viö vandamáliö?
„Já, þaö er ennþá min skoöun
aö sú stefna sé rétt, þótt aöferö-
irnar hljóti aö breytast. Þaö hafa
allir tekiö þátt i aö innleiöa sósial-
isma, nauöugir viljugir. Þaö er
ekki svo ýkja mikill munur á þvi
hver fer meö stjórn. Þannig hafa
Ihaldssamar rikisstjórnir frekar
aukiö á sósialfseringuna en hitt”.
Ekkert æðra vald
— Trúir þú á guölega forsjón?
Heldur þú að æöri máttarvöld
hafi til dæmis áhrif á veöriö?
„Ég hef hugleitt þetta talsvert,
en þaö er hluti minnar lifsskoö-
unar aö allt eigi sér eðlisfræöileg-
ar orsakir. Þau lögmál sem gilda
eru svo flókin aö viö útreikninga á
veörinu er ekki hægt aö taka þau
inn i myndina nema á einfaidan
hátt.
Ef maöur héldi, að þaö væri
undir duttlungum einhvers æöra
valds komiö hvernig veöriö yröi,
þá væri til litils aö vera aö spá um
þaö. Þaö eru engar tiiviljanir til,
allir hlutir eiga sér orsakir.
Þannig geta tiltölulega litlar
breytingar haft mikil áhrif á stór-
um svæðum. Þaö er hætt viö þvi
aö viö tökum ekki nóg tillit til þess
viö útreikninga á veöurspám. Ef
vel ætti aö vera þyrftum viö að
vita ástand alls gufuhvolfsins, en
þaö vantar mikiö á þaö. Viö höf-
um engar athuganir á stóru svæöi
á Noröur-Atlantshafi, Noröur-ls-
hafi, Kyrrahafi og Suðurhveli
jaröar. Þau svæöi gætu sagt
okkur margt. En viö lifum i þeirri
von aö þetta sé hægt aö bæta. Um
leið myndum viö þekkja betur
Páll Bergþórsson og kona hans, Hulda Baldursdóttir, á heimili sinu viö Byggöarenda.
Páli fékk senda bókina um ferö Brendans fljótlega eftir útkomu hennar, enda haföi hann mikil sam-
skipti viö þá félaga.bæöi fyrir feröina og meöan á henni stóö.
byrjunarástand veöurs og gætum
spáð lengra fram i timann”.
Eilíft lif óhugnanlegt
— Trúir þú þá heldur ekki á
framhaldslif?
„Þaö væri óskaplega óhugnan-
legt aö lifa áfram. Hugsaöu þér,
hvaö maöur væri oröinn leiöur
eftir 5000 ár. Og endurfæðing, eöa
eilift lif hér á jöröu, væri hrylli-
legt. Þá væri engin leiö aö losna
við verstu skálkana.
Hins vegar má segja aö þaö sé
framhaldslif, þegar einn einstakl-
ingur tekur viö af öörum.
Jú, ég taldi eitt sinn trúna á
framhaldslif mikilvæga fyrir siö-
gæöiö, en ég hef hvarflaö frá þvi.
Ég held aö þaö sé þýöingarmeiri
hvati til aö lifa góöu lifi aö hafa
aðeins þetta eina tækifæri. Og
margir þeirra, sem hafa predikaö
hvaö mest um næsta lif, hafa
sjálfir lifaö eins og ribbaldar fyrir
þvi. Ég einblini bara á þetta lif og
finnst aö maöur eigi aö reyna aö
fá sem mest út úr þvi. Þetta er
best eins og þaö er, mikið af glöö-
um barnsaugum, en ekki nærri
eingöngu gömul og leiö augu”.
Þjónn kirkjunnar
„Ég tel þaö hins vegar einka-
mál hvers og eins hverju hann
trúir og þaö er mesta synd aö
eyöileggja trú fyrir fólki, ef hún
er þvi mikilvægt Iifsakkeri. Ef
fólki hefur veriö innrætt aö trúa,
hefur þaö þörf fyrir hana, alveg á
sama hátt og auglýsingar skapa
okkur núna þarfir fyrir ýmislegt,
„Þaö þarf aö vera svolitill broddur i þessu...."