Vísir - 17.02.1979, Blaðsíða 23
VÍSIR
Laugardagur 17. febrúar 1979
23
©
Private Practice
Dr. Feeigeocl
Hliómplata vikunnar p o c
ab þessu sinni heitir
„Private Practice” og
er breska hljómsveitin
Dr. Feelgood skrifuð
fyrir henni.
Dr. Feelgood, sem skipuð er
Lee Brilleaux söngvara og
munnhörpuleikara, Gypie Mayo
gitarleikara, John B. Sparks
bassaleikara og Big Figure
Martin trqmmuleikara, var
stoínuð árið' 1971 I Canway Is-
land, Essex, sem er smábær
byggður i kringum oliu-
hreinsunarstöð við mynni
Thamesár.
Þeir félagar héldu strax til
London á klúbbamarkaðinn og
1975 eftir að hafa vakið athygli
pressunnarogeignast sæmilega
stóran aðdáendahóp, skrifuðu
þeir undir samning viö hljóm-
plötufyrirtækið United Artists.
Siðan hefur vegur þeirra vaxið
D R
Umsjón:
Páll Pálsson
jafnt og þétt og nú eru þeir i
fyrsta skipti komnir á topp
breska vinsældalistans með
lagið, „Milk And Alcohol”, sem
er eftir Gypie Mayo gitarleikara
og nýbylgjurokkarann fræga
Nick Lowe. Þetta lag er einmitt
tekið af nýjustu plötunni,
„Private Practice”.
A henni erunlu lög til viðbótar
ogeru þau flesteftir Doctorana,
en fleiri koma við söga t.d. á
Micky Jupp (sem er einn af
uppáhaldsmúsiköntum minum
þessa dagana) eitt lag, „Down
AtThe Doctorfe” og Eddie Floyd
á lagið „Things Get Better” svo
eitthvað sé nefnt.
Tónlist Dr. Feelgood er rokk-
aður blús einsog hann tiökaðist
i fyrri hálfleik siðasta áratugs,
en með nýbylgjuáhrifum.t.d. er
greinilegur Stranglerstaktur i
laginu „Every Kind Of Vice”.
Micky Jupp-linan er þó sterkust
i tónlist Dr. Feelgood, enda
hlutu þeir sitt tónlistaruppeldi i
Southend þarsem Micky Jupp er
æðsti prestur.
Það má loks geta þess að Dr.
Feelgood þykja sérdeilis góðir á
hljómleikum. Ég nefni hér á
öðrum stað i blaðinu i dag, að
Elvis Costello og Ian Dury sé
jafnvel væntanlegir hingað til
lands i sumar, en ég veit lika aö
Dr. Feelgood hafa sýnt mikinn
hug á aö koma hingað og spila.
Það bendir þvi allt til þess aö
nýbylgjurokkarar sæki okkur
frónara heim á þessu ári. En
hverjir það akkúrat verða veit
nú enginn, vandi er um slikt að
spa. En eitt er vist að það verð-
ur ákaflega gaman þá.
- PP
©
A SIHMNUDAGSKVOLDIM
1T f rm ^ Bjóddu sjálfum pér (. . . og ástvini pínum, ef pú ert
B i llllfc l»nl lil JÍJP^jplllF % í pannig skapi) út aö boröa á matstofuna
„A nœstu grösumli á sunnudagskvöld. _ Viö bjóöumpá upp á óvenjulegt (óvenju gott!) MATSTOFAN / Laugavegi 42
kalt borö fyrir aöeins 2000 kr. ogpú (piö) boröar (boröiö) eins ogpig (ykkur) lystir. „ÁNÆSTUGRÖSUM”/ 3.hæó
ÍSLENSK HÚSGÖGN FYRIR ÍSLENSK HEIMILI
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822