Vísir - 17.02.1979, Blaðsíða 27
Herir Varsjárbandalagsins réðust inn i Vestur-
Þýskaland á sex stöðum
Og Luftwaffe hafði ekki nándar
nærri nógu margar herþotur til að
geta sinnt bæöi loftvörnum og
árásum á skotmörk á jörðu niðri.
Arásir á skotmörk á jörðu voru
kannske mikilvægastar þvl land-
herinn átti við margfalt ofurefli
að etja og bráðlá á stuöningi ilr
lofti.
Luftwaffe þurfti þó ekki lengi
að standa einn, þvl um leiö og
breskar hersveitir voru farnar að
berjast geystist „Royal Air
Force” i loftið og Bandarikja-
menn fylgdu fljótlega á eftir.
Óskapleg orrahrlð hófst á himn-
inum yfir Vestur-Þýskalandi.
Báðir aðilar beittu óspart loft-
varnaeldflaugum og ratsjár-
stýrðum loftvarnabyssum. Ekki
sist Varsjárbandalagssveitirnar
sem höfðu tekið þær með sér svo
þúsundum skipti, enda nóg I
vopnabúrunum.
NATO rlkin höfðu hinsvegar
verið að skera niður framlög til
hermála undanfarinn áratug og
vel það. Eldflauganotkunin i
orrustunum var jafn gifurleg og
hún var nauðsynleg og það varö
fljótlega Ijóst að með sama
áframhaldi myndu eldflauga-
birgðirnar I Evrópu þrjóta eftir
fjörutiu og átta klukkustundir.
Mikilvægasta verkefnið var þvi
að eyðileggja skriðdreka og loft-
varnabrynvagna innrásarliðsins
og á þá var stefnt Tornado, A-10
og Phantom þotum flugherja
NATO, meðan Eagle og F-16
vélarnar héldu vörð I háloftunum.
Sú vél sem best reyndist I þeirri
slátrun sem nú hófst var þó hin
litla breska Harrier. Hún var eina
þota bandamanna sem gat hafið
sig lóörétt til flugs úr skógar-
rjóðri,gert árás og flýtt sér aftur I
skjól.
LASER miðunargeislar léttu
henni llka „störfin” og flýttu
fyrir. Menn með laser geislabyss-
ur lágu faldir I trjánum uppi á
hólum og hæðum fyrir framan og
til hliöar við innrásarsveitirnar.
Þeir beindu geislunum á ein-
hvern skriðdrekann. Þá skaut
einhverri Harrier þotunni upp og
hún æddi á ofsahraöa yfir bryn-
sveitirnar og skaut eldflaugum
sinum. Laser geislarnir stýrðu
þeim svo á skotmörkin án þess að
flugmennirnir þyrftu frekar um
aö hugsa.
Loftvarnasveitirnar voru alveg
ruglaðar þvl þær vissu aldrei
hvaðan Harrier vélarnar myndu
næst koma. Vélarnar hurfu yfir
einhverja hæðina og þar var þeim
„bremsað” I loftinu með út-
blástursrörunum sem notuð eru
til lóðrétts flugtaks og lendingar.
Þær flugu svo nokkurhundruð
metra út á hlið snerust á punktin-
um og æddu af stað til nýrrar
árásar frá alveg óvæntum staö.
Þyrlur notuðu sömu aðferðir,
þótt þær færu miklu hægar og
þessar vélar I sameiningu tóku
óskaplegan toll af brynsveitum
Varsjárbandalagsins.
AWACS tók við stjórninni
A öðrum degi kom svo fyrsta
AWACS ratsjárstjórnstöðin til
. sögunnar. Hún gat fylgst með
mörghundruð flugvélum á mörg-
l hundruðþúsund fermflna svæði I
’ einu þar sem hún sveimaði hátt á
himni á útjaðri vigvallarins.
A ótrúlega skömmum tima
tókst henni að koma jreglu og
stjórn á flugheri NATO og beina
orrustuflugvélunum þangað sem
mest þörf var fyrir þær hverju
sinni. Flugsveitirnar voru þvl enn
virkari en áöur og höfðu þó staðið
sig vel.
Áður en AWACS hafði verið
hálftima við stjórn höföu Rússar
gert tiu tilraunir til að skjóta
hana niður með „Ganef” og
„Gainful” eldflaugum. Þær
siðarnefndu komust hvergi nærri.
Hinar stóru „Ganef” flaugar
höfðu hinsvegar veriö sérstak-
lega hannaðar til að granda rat-
sjárstjórnstöðinni og voru nógu
langdrægar til að komast að
henni.
AWACS varö þvi að gera nokk-
ur smáhlé á herstjórninni til að
bjarga eigin skinni með þvi að
rugla stjórnkerfi flauganna. Þeg-
ar Rússar sáu að þetta dugði ekki
sendu þeir MIG-23 orrustuflug-
vélar til að granda henni. En meö
AWACS vélinni voru tvær Tomcat
orrustuþotur frá flugmóður-
skipum Sjötta flotans, banda-
rlska á Kyrrahafi.
Þær skutu Phoenix eldflaugum
sinum meöan MIG þoturnar voru
I meira en hundrað mllna fjar-
lægö og engin rússnesku vélanna
komstnálægt AWACS. Sömu sögu
var að segja þegar Rússar sendu
tvær MIG-25 sem gerðu árás á
fimmtánhundruð milna hraða I
sextiuþúsund feta hæð.
örvæntingarfull barátta
Flugherir NATO höfðu mikla
tæknilega yfirburði. Þar var
sömu sögu að segja og I striöinu á
jörðu niöri. Ef flugvélar hinna
striðandi aðila hefðu verið jafn
margar hefðu bandamenn unnið
mikinn sigur.
Fyrir hverja eina vél sem þeir
misstu, misstu Varsjárbanda-
lagsrikin fimm eða fleiri. Gallinn
var sá að Varsjárbandalagið
haföi efni á að missa slnar fimm
eða fleiri. Það var sendur liösauki
aö heiman.
Hjá NATO var ekki sllku til að
dreifa. Og þótt flugsveitirnar
hefðu verið sendar frá Belgiu,
Hollandi og Danmörku, dugði það
hvergi nærri-. Tölulegir yfirburðir
Varsjárbandalagsins voru marg-
faldir.
Varsjárbandalagið hafði að
visu beöið gifurlegt afhroö og
vélaherfylki þess höföu verið
stöðvuð. En það var allt útlit fyrir
aö þetta væri bara byrjunin hjá
þvi,
Striðið hafði nú staðið I þrjá
daga og þótt NATO herirnir hefðu
stöðvað margfalt fjölmennara lið
þá var þetta ekki nema litill hluti
af heildinni. Varsjárbandalagið
átti nægar varabirgðir af öllu og
þaö var stutt I þær.
NATO var hinsvegar að komast
I þrot og það voru þúsundir mflna
I bandarlsku birgðaskemmuna.
Rússar höfðu reiknað dæmið rétt.
Þeir höfðu svo mikla yfirburði að
þeir gátu hafið innrásina án þess
að kalla út varalið.
Það hafði svo verið gert þessa
fyrstu daga, meðan NATO barðist
örvæntingarfullri baráttu til að
stöðva þessar „framvarðarsveit-
ir”. Aðvörunartiminn sem NATO
byggði á til að kalla út sitt varalið
var enginn þegar til kom.
Bretar voru sérlega illa settir.
Horaaanahirpóir b*“irra voru bv{
sem næsi a þrotum og paö var
mikil hætta á að Varsjárbanda-
lagsherirnir „rúlluðu yfir þá”.
Bretar skutu fjórum litlum kjarn-
orkusprengjum á þær brynsveitir
Varsjárbandalagsins sem voru á
þeirra svæði.
Orrustur á heimshöfunum
Vegna þess aö upphaflega átti
innrásin að llta út eins og ein-
angruð „lögregluaögerð” hafði
sovéski flotinn litinn viðbúnað I
fyrstu og átök á hafinu hófust
seinna en á landi og i lofti.
A þvl var þó sú undantekning að
rússnesk skip byrjuðu strax að
leggja tundurdufl. Og það voru
ekki bara herskipin heldur einnig
flutningaskip og verksmiðjuskip
fiskveiöiflotanna sem voru stödd
á hernaöarlega mikilvægum
svæðum þegar innrásin hófst.
Meðal annars lögöu verk-
smiðjuskipin Gherman Titov og
Zaporozhye tundurdufl á Ermar-
sundi á siglingaleiðunum til
Dover, Harwich, Ostende og Ant-
werpen. Þetta var gert til aö
hindra að frá Bretlandi væri hægt
að koma liðsauka og hergögnum
til Miö-Evrópu.
Flotar NATO rikjanna byrjuðu
þegar að slæða duflin og jafn-
framt var send flotadeild til að
loka útkomuleiðum sovéska flot-
ans frá Eystrasalti.
Það leiö þó ekki á löngu áður en
stórfelldar sjóorrustur hófust. A
Indlandshafi sökktu flotadeildir
frá Bandarlkjunum, Bretlandi og
Astrallu þeim rússnesku her-
skipum sem þar voru, án teljandi
eigin skaða. Á Miðjarðarhafi var
baráttan harðari.
Hinn voldugi Sjötti floti Banda-
rlkjanna hafði mörgum verkefn-
um að sinna. Hann fékk skipun
um aö veita Grikkjum, Tyrkjum
og ttölum aðstoð jafnframt þvl
sem hann varð að senda Tomcat
orrustuvélar til að vernda
AWACS vélina yfir Vestur-
Þýskalandi.
Þetta voru aðalverkefnin en svo
átti eftir þvl sem hægt var aö
eyða rússneska flotanum á Mið-
jarðarhafi. Yfirmaður Sjötta flot-
ans hefði eðlilega kosið að ganga
fyrst að þessu slðasttalda verk-
efni, en það var sögulegt fordæmi
fyrir hinni ákvörðuninni.
Arið 1941 stjórnaöi Cunning-
ham, aðmlráll, breska flotanum á
Miöjaröarhafi I hinni hrikalegu
orustu um eyna Krlt. Floti hans
var hart leikinn en Cunningham
sendi skipherrum sinum eftirfar-
andi skilaboð: „Hvaö sem það
kostar okkur verðum við að
styðja landherinn og hindra að
óvinirnir geti notað hafið”.
Nuna, fjörutlu árum slöar,
þurfti bandarfskur flotaforingi að
leika sama leik. Honum tókst að
eyða rússneska flotanum, en það
var óskaplega dýr sigur.
Kafbátastriöið
Eitt af mikilvægustu verkefn-
um NATO flotanna var auðvitað
að halda opinni siglingaleið um
Norður-Atlantshafið til að hægt
væri að flytja hergögn og liösauka
frá Bandaríkjunum til Evrópu.
Aö sjálfsögöu var þegar byrjað
að senda allt sem hægt var, flug-
leiðis, en það var hvergi nærri
nóg. Skipalestirnar voru, eins og I
siðari heimsstyrjöldinni, eina
leiðin. Sjóorrusturnar þar voru
þvi bitrar og blóðugar og háðar af
algeru miskunnarleysi. A þriöja
degi haföi NATO þó náð þar
nokkuð góðum tökum. Þaö var þá
sem Rússar tefldu fram hinum
savaxna kafbátaflota sínum.
-ú-
Þegar Bretar skutu fyrstu
kjarnorkusprengjunum byrjuðu
menn strax að reyna að finna
leiðir til að hindra að fleirum yröi
skotið. Fyrir þrjósku, hörku og
allskonar misskilning og tor-
tryggni tókst það ekki.
Þó var I fyrstu aðeins skotið á
hernaðarlega mikilvæg skot-
mörk, meðal annars á herflug-
velli i Bretlandi. Á þriðja degi var
þvi ljóst að allt var að fara úr
böndunum. Og þótt áfram væri
haldið að reyna aö stöðva kjarn-
orkustrið byrjuöu báöir aðilar að
koma slnum vopnum I sem besta
stöðu. Þvi sendu Rússar kafbáta-
flotann.
—0—
NATO hafði sent fjölda skipa til
aö „loka” siglingaleið kafbát-
anna frá Kolaskaga, I gegnum
sundin milli Grænlands — íslands
— Bretlands. í fyrstu bylgjunni
voru áttatíu kafbátar.
Fæstir þeirra voru kjarnorku-
knúnir en þeir voru búnir full-
komnustu tundurskeytum sem
völ var á og skotmörk þeirra voru
skipalestirnar frá Bandarlkjun-
um.
Fæstir kafbátanna komust I
gegnum varnarvegg NATO. En
meðan þessi orrusta stóð sem
hæst kom önnur bylgja þrjátiu
kjarnorkuknúinna kafbáta. Þeir
voru hljóðlátari og hraöskreiðari
og flestir þeirra sluppu. Þaö hófst
mikill eltingaleikur um Atlants-
hafið og þaö varö mikið tjón á
báða bóga.
Stríðslok
A fimmta degi strlðsins lagði
fyrsta skipaléstin upp frá Banda-
rikjunum. Atján hraðskreið
birgðaskip. En á fimmta degi
striösins var óspart fariö aö beita
litlum (taktískum) kjarnorku-
sprengjum gegn öllu sem hreyfði
sig.
Eftir hroðalegar orrustur
skreiddust átta birgðaskipanna
og aðeins lltill hluti verndarsveit-
anna I höfn I Frakklandi. Það var
á tiunda degi stríðsins og þessar
birgðir skiptu ekki máli lengur.
Strlöið var komið niöur I
massífa skrokka kjarnorkukaf-
bátanna sem spúðu risavöxnum
kjarnorkuflugskeytum slnum yfir
Noröurhvel jarðar.
Kjarnorkusprengjunum rigndi yfir Norðurhvel jarðar