Vísir - 05.05.1979, Page 20
Laugardagur 5. mal 1979.
r............................
20
1
Born i Kársnesskóla skriia
I mörgum skólum eru gefin
út skólablöð á vorin. Barnasíð-
unni hef ur borist eitt slíkt blað,
en það er Kári, blað Kársnes-
skóla i Kópavogi. Blaðið er
f jölbreytt og skemmtilegt og í
dag birtum við sýnishorn úr
Kára. Fremst í blaðinu er
skrifað um aðstoð við þróunar-
löndin og þar er þessi kveð-
skapur.
Svart oq hvitt
eftir Einar Björnsson, 5.J.S.
Við erum feit,
en þau eru mögur.
Okkar veröld er stór og fögur.
Við búum í stórum stofum.
Þau hírast i litlum kofum.
Við borðum fisk,
þau stara á tóman disk.
Við eigum kjöt.
þau engin föt.
Við búum í borgum.
Þau stela á torgum.
Ljósahátíð
Ljósahátíðin var haldin
hjá bekknum mínum
skömmu eftir að ferðin
á Þjóðminjasafnið var
farin. Tilgangurinn með
Ljósahátíðinni var að
brenna kertin sem við
höfðum sjálf búið til í
skólanum. Við komum
líka með kex með okk-
ur á Ijósahátíðina. í
stofunni sem Ijósahátíð-
in var haldin, var mikið
líf og f jör. Þar var kexið
borðað, sýnd voru leikrit
og lesin saga. Þar var
líka olíulampi sem
kveikt var á, meðan
kertin voru að brenna.
Flestir brenndu kertin
sín lítið, en samt var
mjög gaman.
Hrefna 2.E.R.
Osklrnar
Hún er frá íslandi, frá
ríku landi. Hún hefur
allt sem hún þarf.
Sérðu, hvers hún óskar
sér? Hún getur eiginlega
verið án þess alls. Það
köllum við lúxus.
Hann er frá þróunar-
landi. Hann hefur ekki
allt, sem hann þarfnast.
Sérðu, hvers hann óskar
sér? Allt eru þetta hlut-
ir, sem hann virkilega
þarfnast.
HÆ KRAKKAR!
Umsjón: Anna
Brynjúlfsdóttir
ÞRIR VINIR
Hvað eigum við að gera í
dag? sagði Pési við
Dodda vin sinn. „Við
skulum fara niður í
f jöru með bátinn minn,"
sagði Doddi, ,,og vita
hvort hann flýtur."
„Já, það skulum við
gera," sagði Pési „og
leyfa Snúð að koma
með." „Það verður
gaman," sögðu báðir
vinirnir og svo lölluðu
allir þrír af stað, Doddi,
Pési og Snúður litli.
Teresa Linda 3.I.R.
Hvaö heitir kennar-
inn hans Gunnars?
Þetta er skemmtileg myndagata, sem Gunnar Benediktsson i 4. S.I.
teiknaði. Getið þið fundið út, hvað kennarinn hans Gunnars heitir?
Ef þið ráðið myndagátuna rétt, finnið þið nafn kennarans. (Lausn
annars staðar á siðunni)
jnQiaSis ruinjeSepuÆui e usneq