Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 6
VISIR Mánudagur 30. april 1979 SMAA LETRMB Þegar menn eru bún- ir að borga fleiri- hundruð og fimmtiu- þúsund krónur fyrir sólarlandaferð vilja þeir, nokkuð eðlilega, fá að vera áhyggju- lausir þar á eftir. Það er þvi tekið óstinnt upp ef eitthvað bregst, ekki sist ef menn fá ekki það hótel sem búið var að lofa. Það er, nokkuð eðlilega lika, talið hlutverk ferðaskrifstofunnar að sjá um að allir séu hamingjusamir. Ferðaskrifstofurnar gera lika allt sem i þeirra valdi stendur til að svo megi verða. En þær vita ósköp vel að við suma hluti verður ekki ráðið og þvl eru, i almennum skilmálum þeirra, slegnir aðskiljanlegir varnagl- ar. í þessum skiímálum eru lika farþegunum lagðar ýmsar skyldur á herðar, en það er nokkuð sem við höfum grun um að ekki sé almennt vitað. Verðandi sólarlandafarþeg- um til uppfræðslu eru þvi hér birtir almennir ferðaskilmálar Félags Islenskra ferðaskrif- stofa: Almennir ferðaskil- málar Félags isl. ferðaskrifstofa. 1. Pöntun og greiðsla: Pöntun á þátttöku I hópferð er bindandi fyrir ferðaskrif- stofuna, en þó þvi aðeins að staðfestingargjald — eigi minna en 10% af verði ferðarinna& sé greitt (kr. 30.000 pr. farþega) innan viku frá þvi að pöntun berst, og að verð ferðarinnar sé að fullu greitt eigi slðar en fjór- um vikum fyrir brottför. 2. Verð og verðbreytingar: 1 ferðaáætlun er tekið fram, hvaða þjóniAta er innifalin i verði enda staðfest i pöntunar— viðurkenningu, er farþegi fær afhenta við greiðslu stað- festingargjalds. Uppgefin verð i verðskrám, bæklingum og á pöntunareyðublaði þessu eru áætluð verð og breytast i sam- ræmi við þær verðbreytingar, sem kunna að verða fram til brottfarardags á seldri þjón- ustu, hvort sem verðbreyting stafar af breytingu á fargjöld- um, eldsneytishækkun, gengi Is- lenskrar krónu, eöa þeirri þjónustu, sem innifalin er I áætluðu verði ferðarinnar. Þó ber ferðaskrifstofan hugsan- legar hækkanir á heildarverði ferðar er kunna að verða frá greiðsludegi til brottfarardags ef áætlað verð er greitt að fullu mánuði fyrir brottför, eins og skilmálar kveða á um, þó ekki yfir 5%. Hækkanir umfram 5% af áætluðu verði ferðar við greiðsludag ber farþega að greiða. 3. Afturköllun eða breytingar á pöntun: Heimilt er að afturkalla farpöntun án kostnaðar sé það gert innan viku frá þvi að pönt- un var gerð. Berist afpöntun siðar en með meira en fjögurra vikna fyrirvara, áskilur ferða- skrifstofan sér rétt til að halda eftir 5% af verði ferðarinnar. Sé pöntun afturkölluð með minna en 30 daga en meira en 15 daga fyrirvara heldur ferða- skrifstofan eftir 10% af verði ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmra en 15 daga fyrir- vara á ferðaskrifstofan kröfu á 50% fargjaldsins, en sé fyrir- varinn aðeins tveir dagar erða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tima eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilrikj- um, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisað- gerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar. Heimilt er að breyta pöntun án aukagreiðslu ef hún á sér stað meira en mánuöi fyrir brottför. Sé það gert eftir þann tlma, skoðast það sem afpöntun og ný þöntun og áskilur ferðaskrif- stofan sér rétt til greiðslu samkvæmt þvi, sbr. afpönt- unarskilmála hér að ofan. 4. Aflýsing ferðar og breytingar á ferðaáætlun: Ferðaskrifstofan ber enga ábyrgð á breytingum eða töf- um, sem kunna að verða vegna óviðráðanlegra ástæðna (force majeure), svo sem vegna náttúruhamfara, verkfalla, um- ferðarslysa, borgarastyrjalda, styrjalda eða annarra þess háttar viðburða, né ef pöntunar- loforð gistihúss eða samgöngu- tækja bregðast, og er ferða- skrifstofunni á grundvelli þess heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust. Einnig er ferðaskrif- stofunni heimilt að aflýsa ferð, ef i ljós kemur, að þátttaka sé ekki næg, en tilkynna ber þátttakendum um það eigi siðar en tveimur vikum fyrir áætl- aðan brottfarardag. Sé ferð aflýst, endurgreiðir ferðaskrif- stofan það, sem greitt hefur verið upp I ferðakostnaðinn, en eigi er ferðaskrifstofan skaða- bótaskyld að öðru leyti. Ferða- skrifstofan ber ekki ábyrgð á breytingum eða seinkunum, sem verða kunna á áætlun farartækja sem notuð eru. Beri nauðsyn til af ástæðum, sem að framan greinir eða öðrum, að breyta áætlun ferðar, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess, svo og að nota önnur gisti- hUs og farartæki, en upphaflega var ráð fyrir gert. Heimilt er að krefja þátttakendur um greiðslu aukakostnaðar, ef breyting stafar af ástæðum, sem ferða- skrifstofan ber ekki ábyrgð á. 5. Skyldur þátttakanda: Farþegar eru skuldbundnir að hlitá fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólkS þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegier skuldbundinn að hli'ta lögum og reglurn opinberra aðila i þeim löndum, sem hann ferðast um, taka fullt tillit til samferðarmanna sinna og hlita þeim reglum er gilda i flutn- ingatækjum, áningarstöðum, flughöfnum aþ. u.l.) gisti- og matsölustöðum o.s.frv. enda ber hann ábyrgð á tjóni þvi er hann kann að valda með framkomu sinni. Brjóti farþegi af sér I þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferða- fólki sinu til ama með framkomu sinni er ferðaskrif- stofunni heimilt að hindra hann i að hefja ferð sina eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunni. 6. Ýmislegt: Ferðaskrifstofan vekur athygli á að i öðrum ferðum en þeim, sem hún skipuleggur sjálf er hún aðeins umboðsaðili þeirra fyrir- tækja og einstaklinga, sem hún skiptir við, og ber þvi ekki ábyrgð &■ vanefndum þeirra aðila. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgðá tjónisem þátttakendur I ferðum hennar kunna að verða fyrir á lifi sinu, likama eða farangri, Þátttakendur eiga þess kost að kaupa á sinn kostn- að ferða-, sjúkra- og farangurs- tryggingu fyrir milligöngu ferðaskrifstofunnar eða hjá tryggingarfélögum. Ferðaskrif- stofan gerir ráð fyrir, að þátt- takendur i hópferðum séu heilir heilsu, þannig að ekki sé hætta á, að þeir valdi öðrum óþægind- um eða tefji ferðina . vegna sjúkdóms. Ef farþegi tfeikist i hópferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði, sem af þvi kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endur- greiðslu, þó að hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt. Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast fararstjóra strax. Kvörtun skal siðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og i slðasta lagi innan mánaðar frá þvi að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bóta- kröfur ekki teknar til greina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.