Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 10
VISIR Mánudagur 30. april 1979 10 25 gerðir linsa. Mótor, sem knyr áfram filmuna. Alsjálfvirkt flash. Dagsetningarstimpil a f ilmuna. Austurstræti 7, s: 10966. TAKTU DROTTNINGU DRAUMA ÞINNA MED í FRÍIÐ Aldrei áður hefur ný myndavélartegund valdið slíku fjaðrafoki sem Cauon^HHQ, j landi teekninnar, Þýskalandi, var hún valin MYNDAVÉl ÁRSINS A STar is Born....Æl NEWSWEEK kallar hana stór- kostlegasta tækniundur i sögu myndavélarinnar. . BUSINESS WEEK kallar hana tímamótasprengju og valda gjaldþroti fjölda keppinauta. Canon býður upp á ÓTAL MÖGULEIKA: f-, ....... er rafeindastýrö ^anon SLR myndavéi, ÆÍE-ÍL sem svo sannar- lega gerir OLLUM kleift að taka frábærar myndir. FERÐASLYSA- TRYGGINGAR MEÐ EÐA ÁN SJÚKRA- KOSTNAÐAR sxzy/ *ArDvP$> líftfmígingafélagið AIND\ÁKA Gagnkvæmt vátryggingafélag Liftryggingar. sjúkra- og slysatryggingar Ármúla 3 Reykjavík Simi 38500 Auglýsið í Yísi Paltna aö kvöldlagi. „SUNNA SER UM FERBIR.__" Sunna og Mallorca fara saman i hugum margra þeirra sem ár eftir ár heimsækja þessa paradis á jörð- inni. Það eru nú liðin rúm tuttugu ár siðan Guðni Þórðarson gekk þar á land með sinn fyrsta farþegahóp og skrifsfofan á þar orðið annað heimili, með fjölskylduvinum og til- heyrandi. „Gamlir” farþegar muna til dæmis áreiðanlega eftir honum Villa, einum innfæddu fjöl- skyldumeðlimanna, sem var reddari á heimsmælikvarða og leysti óteljandi vandamál. Meðal annarra fjölskylduvina má telja Los Valdemosa sem hafa skemmt fleiri en Mallorca- förum, þvi þeir hafa oftar en einusinni komið hingað til ísa- lands til að sjá hvernig hinn helmingurinn af fjölskyldunni hefst við. Þeir sem eru að nálgast miðjan aldur mun sjálfsagt eftir að fyrstu árin voru Valdemosa sóttir heim á Tagomago. Nú eru þeir búnir að opna eigin stað sem heitir Jack el Negro. Og sunnugestir eru þar jafnan fjölmennir. Hinum megin við „Fischersundið” sem Klúbbur þeirra stendur við er svo „Riki’s’,'sem furðufuglinn Riki Lash rekur. Riki er töluverður fjölmiðla- kall, þvi hann skrifar daglegan rabbdálk i Majorka-póstinn og útvarpar beint frá klúbbnum sinum. Einnig hann tekur sunnugestum hlýlega og á orðið marga ágæta vini i þeirra hópi, enda má sjá ýmsa islenska minjagripi á veggjum hjá hon- um. Drekar og grisir Eins og við er að búast hefur Magaluf ströndin. Fremst á myndinni er Ibúöahóteliö Royal Magaluf, sem er mjög vinsælt hjá Sunnu- farþegum. VÍSIR Mánudagur 30. april 1979 n fram og aftur um eyna til að skoða það sem þar er merkilegt að sjá, fyrir utan ströndina, sól- ina og barina. Meðal merkra staða má telja Drekahellanaensúsaga gengur meðal gamalla Mallorcafara að um þá hafi verið höfð fleiri og hástemmdari lýsingarorð en flesta staði aðra. Og eins og venjulega er klykkt út með grisaveislu i Son Amar, en þar hafa fleiri grisir orðið tslendingum að bráð en nokkurs staðar annars staðar. Aftur i viking Þótt strandhögg Guðna á Mallorca hafi verið happasælt mjög fann hann fljótlega hjá sér þörf fyrir að leggja meira af Spáni undir sig. Sunna býður þvi einnig ferðir til Costa del Sol, Costa Brava og Kanarieyja. Einnig þar er úr nægum gisti- stöðum að velja og þessir staðir hafa allir sin séreinkenni sem ferðalangar hafa tekið ástfóstri við. Sunna er eina ferðaskrif- stofan sem heldur uppi ferðum til Kanarieyja að sumarlagi, en þær eru fyrst og fremst eftir- sóttar sem vetrardvalarstaður. Sumarið er þvi hálfgerð lægð þar i landi, sem þýðir að hægt er að komast að mjög góðum kjör- um. Með þvi að gera langtima- samning eins og Sunnu (hún er lika þar með vetrarfarþega) nást svo enn betri kjör. Verð á ferðum til Kanarieyja er þvi mjög hagstætt. Þar við bætist að börn tiu ára og yngri fá fria ferð með foreldrum sin- um sem ekki er svo litill bónus. Frá Grikklandi: fjárhirsla Aþenubúa.Jfún er nærri jafn illa farin og sú islenska. Sunna yfir að ráða fjölbreytileg- um húsakosti á eynni. Og þar er að finna nöfn sem þúsundir’ Islendinga kannast vel við. Það eru ibúðablokkirnar Trianon og Royal Magaluf og hótel eins og Antillas, Barbados og Hótel 33. Eins og venjulega er Sunna reiðubúin að ferja sina farþega Risarnir sættast Grikkland er á góðri leið með að verða meiriháttar áfanga- staður sólþyrstra Islendinga og fáni Sunnu blaktir að sjálfsögðu þar yfir ströndum. Þau tiðindi hafa gerst að risarnir I islensk- um ferðamálum, Sunna og Ot- sýn, hafa nú grafið striðsöxina Bellver kastalinn ofan viö Palma. og hafa samvinnu um flug til Grikklands og Costa del Sol. Þessi samvinna var orðin timabær og verður áreiðanlega til góðs, bæði fyrir ferðaskrif- stofurnar og farþega þeirra. Flugið er dýrasti liðurinn i sólarlandaferðum héðan frá íslandi, enda um langan veg að sækja. Það er þvi sérlega mikilvægt að flugvélarnar séu fullskip- aðar, til að arður fáist af hverju sæti. Þegar Sunna og Otsýn leggja saman má búast við nokkuð góðri sætanýtingu. Saltfiskmarkaðnum bjargað Viðskiptajöfnuður okkar við Portúgal hefur undanfarin ár verið okkur svo hagstæður að Portúgölum hefur þótt meira en nóg um. Við höfum selt þangað býsnin öll af saltfiski, en sára- lítið keypt I staðinn. Loks hótuðu Portúgalir að hætta að kaupa okkar góða salt- físk ef ekki yrði á breyting. Þá var tekið til við að kaupa þaðan oliu, skip og fleira. Sunna leggur sitt af mörk- unum til að bjarga þessum salt- fiskmarkaði okkar. Til viðbótar við saltfisk i tonnatali fá Portú- galir frá Islandi aðskiljanleg tonn af íslenskum ferðamönn- um. Þessar ferðir hafa gengið vel, enda Portúgal hið indælasta ferðamannaland. Sól er þar mikil og þrálát, verðlagið mjög skikkanlegt og Ibúarnir elsku- legir. Sunna er með tuttugu og tveggja daga ferðir til Portúgal frá júnibyrjun og fram yfir miðjan september. —ÓT VERTU MYNDAVÉL ÞINNI GÓÐUR VINUR. Lærðu vel á hana. Ef langur tími líður á milli myndatöku, er gott að fara yfir allar stillingarnar. Ein röng stilling getur eyðilagt margar góðar myndir og um leið minningar. MYNDAVÉLIN ÞARF EFTIRLIT. Hafðu ávalt nýja filmu í vélinni, og rafhlöður skal skipta um að minnsta kosti einu sinni á ári. Snertið aldrei linsuna; hreinsið allt ryk af henni með linsubursta eða linsupappír. HAFÐU MYNDAVÉLINA ÁVALLT TILBÚNA. Skemmtilegt myndefni getur birst mjög skyndilega og þá er oftast of seint að fara að setja filmu í vélina. HALTU MYNDAVÉLINNI STÖÐUGRI. Þar með eykur þú möguleikann á skýrum og óhreyfðum myndum. Óstöðug myndavél er aðalorsök óskýrra og hreyfðra mynda. Þrýstu hægt á afsmellarann. HALTU MYNDAVÉLINNI VEL UPP AÐ AUGANU. Taktu þér tíma, ef hægt er, til að skoða myndskurðinn. Ef til vill væri betra að krjúpa á kné, eða standa uppi á stein, til að fá eitthvað, eða losna við úr forgrunni. EIN MYND SEGIR MIKIÐ, MARGAR MYNDIR SEGJA MEIRA. Sparaðu því ekki filmuna, góð mynd er ómetanleg. Reyndu að gera myndaseríu, slík sería segir miklu meira en ein mynd. ÞÚ SKALT MYNDA FÓLK. Þegar það er upptekið af einhverju, þá verða myndirnar eðli- legri og líflegri. Fólk þarf ekki endilega alltaf að horfa í vélina. EINFALDAR VÉLAR ÞURFA MIKIÐ LJÓS. En það þýðir ekki að það þurfi að vera sólskin. í skýjuðu veðri er líka hægt að taka góðar myndir. Prófaðu möguleika mynda- vélarinnar — snemma morguns (t.d. landslag) í skugga (t.d. portrett) eða rigningu. ALLIR I FJÖLSKYLDUNNI ÞURFA AÐ KUNNA Á MYNDAVÉLINA. Gætið þess að ekki vanti myndir af einum fjölskyldumeðlim þ.e. Ijósmyndaranum í fjölskyldualbúmið, Nýtísku myndavélar eru auðveldar í notkun. GÆTIÐ AÐ ENDURKASTI VIÐ LEIFTUR- LJÓSMYNDATÖKUR. Takið aldrei myndir með leifturljósi beint á móti glugga eða myndum með gleri. Þegar leifturljósið er minna en 10—15 cm frá linsunni, er hætta á að sú persóna sem mynda á, verði með ,,rauð augu“ á myndinni, ef hún horfir beint í myndavélina. Látið hana því ávallt horfa eitthvað annað. UMHIRÐA VÉLARINNAR. Myndavél er flókið og dýrt tæki og ber að meðhöndlast sem slíkt. Verndaðu vélina gegn hnjaski. Gegn sandi og vatni t.d. með plastpoka. Gegn hita t.d. í kælitösku og gotf er að hafa vélina innanklæða í kulda. MYNDA FILMUR SKAL GEYMA f KÆLI. Látið aldrei myndavél eða filmu liggja í hita t.d. í i sólskini. Farðu með áteknar filmur í framköllun eins fljótt og auðið er. Ef þú ert ekki ánægð/ur með myndirnar þínar, komdu þá til okkar og við gefum þér góð ráð og segjum þér til hvað þú hefur gert rangt. MYNDA NOKKUR EINFOLD LJÓSMYNDUNARRÁÐ LJOSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SÍMI85811

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.