Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 17
Mánudagur 30. april 1979 17 Hiálmar Olafsson skrifar: Frá Færeyjum. A nýjum leiöum með Norræna félaglnu Veist þú að það var Norræna félagið sem fyrst hóf hópferðir til höfuðborga Norðurlanda? Um þessar höfuðborgarferðir, sem fyrir svo margt eru löngu orðnar fastur liður i starfsemi félagsins, getur þó fræðst I félagsbréfi Norræna félagsins, eða á skrifstofunni. Þær verða ekki frekar ræddar f þessu rabbi. Ætlunin er að skýra frá nokkrum nýjum leiðum, sem Norræna félagið langar til að þá reynir i sumar. v Færeyjar Hefúrðu nokkurntima komiö til Færeyja? Það verður fjöl- margt fólk á Vegi manns sem hefur lengi ætlað sér til Færeyja, en ekki látið verðaaf þvi ennþá. Nú er kjörið tækifæri að fara til Færeyja, þar sem firringin hefur ekki enn heltekið fólkið, og þar sem manni er tekið eins og gömlum og góðum vini, þótt við höfum ekki haft tlma til að sjást fyrr. Engan Islending hef ég hitt sem ekki hefur liðið vel i Fær- eyjum. Norræna félagið býður uppá sex vikuferðir til Færeyja en það er möguleiki að lengja þær i hálfan mánuð. Farir þú I vikuferð, ætlum við þér aðbúahjá heiðurshjónunum Haflgerði og Jóni Slvertsen i Fráhaldi. Það er einskonar far- fuglaheimili, umvafið heimilis- legri hjartahlýju. Þú hefur meö þér lak og kodda eða svefnpoka og flestir sem þess óska geta fengið útaf fyrir sig tveggja eða fjögurra manna herbergi. Gert er ráð fyrir tveimur stórum máltlðum á dag og ákveðnar þrjár feröir um eyjarnar. Ein er I Kirkjubæ, að sjálf- sögðu, önnur um Straumsey og Austurey og tekur heilan dag. Sú þriðja er til Boðeyjar þar sem Klakksvik verður heimsótt, en þar er byggð stærst og feg- urst á Norðeyjum. Þar verða og á veginum lengstu jarðgöng I Færeyjum. Þetta er líka heils- dagsferð, með bfl og báti. Þá er ekki amalegt að lita inn á minnsta en kannske merkileg- asta listasafn veraldar, I Þórs- höfn. Fargjaldið, með flugi, uppihaldi og fyrrnefndum þrem ferðum verður rétt um hundrað þúsund krónur. Auðvitað geta menn sjálfir farið út I aðrar eyjar, með áætlunarbátnum, ef þeir kjósa. Og efvika er ekki nógerhægt að bæta annarri við. Ætlunin er aö islenskur farar- stjóri verði i hverri ferð en sú fyrsta verðurfarinsjöunda júni. Farþegafjöldinn takmarkast við tuttugu manns eða svo, þannig að allir fá notið sln. Norðurkollan Þá er að geta ferðar til Bardufoss i Norður-Noregi. Þangað er áætluð hálfsmánað- arferð, frá 1,—15. ágúst næstkomandi. Áætlað er að fara átta daga ferö um Norð- ur-Noreg, Sviþjóð og Finnland. Ég nefni staði eins og Alta, Kautokeino og Narvik i Noregi, Rovaniemi I Finnlandi og Jokkmokk og Kiruna i Svíþjóð. Náttúrufegurð er við brugðið á þessum slóðum á þessum árs- tlma. Þegar hafa um tuttugu manns skráð sig i þessa ferö en þrjátiu og fimm komast i átta daga ferðina. Hins vegar er þess líka kostur að fara bara i flugferðina með hópnum, en vera svo á eigin vegum ytra. Nokkur sæti eru ætluð farþegum sem þannig vilja haga ferð sinni. Flugfarið fram og til baka kostar sem næst fimmtlu þús- und krónur islenskar, aö við- bættum flugvallarskatti. Atta daga ferðin kostar svo 1800 krónur norskar, sem á gengi siöasta vetrardags voru Islensk- ar krónur 126.573.48. Islenskur fararstjóri verður með hópnum. Til Umeaa Loks er að geta þriggja vikna ferðar til Umeaa i Sviþjóð dag- ana 20. júli til 6. ágúst næstkom- andi. Þaðan er gefinn kostur á tveimur ferðum. Saman er haldiðá ferju yfir Botneska fló- ann til Vasa I Finnlandi, en þar skilja leiðir. Annarhópurinn heldur norður til Oulu og Rovaniemi og þaðan til Kiruna, Jokkmokk og Piteaa, sem er dýrðlegur baðstaður við Botneska flóann. Búið veröur I tjöldum og ferð- ast i langferðabilum. Þessi ferö kostar 139.000 krónur islenskar oger þar flugfar innifalið og all- ar landferöir. Menn hafa með sér viðlegubúnað og kaupa viöurværi á leiðinni. Hinn hópurinn heldur suður og austur á bóginn um fögur vatnahéruð Finnlands til Jyváskylá ogalla leið áfram til Leningrad. 1 Rússlandi veröur dvaliö Ifimm daga, þar af þrjá i Leningrad og þar verður búið á hóteli. Frá Leningrad verður svo farið til Helsinki og Tampere og um Vasa til Umeaa. Búið veröur I tjöldum nema I Leningrad, og ferðast I langferðabilum. Þessi ferð kost- ar kr. 189.000 islenskar. Vanir fararstjórar verða i báðum þessum ferðum. Það er von okkar sem unnum norrænni samvinnu að nýjar leiðir um Norðurlönd, á fund frænda okkar og vina, verði sem flestum tslendingum hvatning til að eiga sumardaga á Noröur- slóðum. I árhalda eyjarskeggjar upp áiooo ára afmæli þingsins. Ferðin verður farin á þeim tíma sem sérstaklega verður minnst norræns uppruna eyjarskeggja með norrænni viku. Margt verður til skemmtunar úti og inni fyrir alla fjölskylduna. ÞJÓDHÁTIÐ ÁMÖH MIÐ-EVROPUFERÐ i ogust Leiðin liggur m.a. um Luxemburg/ Worms/ Rínar- og Móseldali, Frei- burg/ Basel/ Luzern Lichtenstein, Innsbruck, Salzburg, Italíu, Tyrol. Munchen, Heidelberg, Koblenz. i juni/juli DEHELUX OG FRAKKLAHD í júlí Leiðin liggur m.a. um Luxemburg, Koblenz, Rínar og Móseldali, Köln, Haag, Amsterdam, Brussel, Ostende, Dunkerque, Rousen, St. Malo, París. OLL ALMENN EEROAWONIISIA FERÐASKRIFSTOFAN dTCOAim Jersey Iðnaðarhusinu v/Hallveigarstíg — Simar 28388 — 28580

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.