Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 18
VtSIR Mánudagur 30. april 1979 « • « « 1 ‘T8 I Það smáa sem verður stðrt í minningunni Siðustu dagarnir áð- ur en lagt er upp i ferðalag eru fljótir að liða. Mér finnst þessir dagar ómissandi hluti ferðalags og þegar leggja þarf fyrirvara- laust upp i utanlands- ferð finnst mér alltaf að upphafið vanti. Þessir dagar áBur en lagt er upp eru fullir óþreyju og þeir eru fljótir að liða. Enn er verið að bollaleggja ýmislegt sem á að gera I ferðinni og tilhlökkun- in er allsráðandi. Ferð án til- hlökkunar er hins vegar eins og hver önnur vinna þótt hver ut- anlandsferð bjóði ávallí uppá óvænt atvik og tilbreytni, hafi maður opin augu og eyru. Astæður fyrir ferðalögum fólks eru að sjálfsögðu misjafn- ar og er þá átt við utanlands- ferðir. Sumir sækja i sól og heit- an s jó, ódýr vin og skemmtanir og fara þá bara til að slappa af. Aðrirsameina hvlld og þörfina fyrir að fræðast um framandi þjóðir og lönd. Stundum verður skemmtanaþorstinn öllu yfir- sterkariog fólkkemur Uttaugað heim af suðrænum ströndum og aðrir verða helteknir þeirri ástriðu að skoða söfn með þeim afleiðingum að þeir geta vart gengið um borð i flugvélina,þeg- ar halda skal heim, sökum göngumæöi. Öfgar á báða bóga Ég man eftir því þegarég fór 1 svokallaða sólarlandaferð fyrir nokkrum árum að 1 hópnum var maður sem var harðákveðinn 1 að nota tímann til að skemmta sér vel og honum tókst það á sinn hátt. Komiö var á áfangastað seint um kvöld, ai náunginn lét sér nægja að henda töskunni inn á herbergi sitt og hvarf siöan á vit skemmtana. Ég hitti hann síð- degis daginn eftir og sagði hann farir sinar ekki sléttar. Eftir að hafa reikaðmillidiskóteka lengi nætur veifaði hann 1 leigubil og ákvað að fara heim á hótel. Þá uppgötvaði vinurinn að hann hafði ekki hugmynd um hvað hóteliðhét og vissi mjög óljósti hvaða hverfi það væri. í fimm klukkutima rússaði hann svo i leigaranum þar til ekið var framhjá hótelinu og minn mað- ur þóttist kenna forhliðina. ■ Eltip Sæmund Guðvlnsson Spjaii um peysirelð í New Vork, lungu úr svlnl í París og flelra smáræðl Þar með var farinn stór hluti gjaldeyrisins i akstur fyrstu nóttina. Eitthvað hefur hann þó átt i bakhöndinni þvi eftir þetta gekk maður að honum eins og hverri annarri mublu á barnum það sem eftir var ferðarinnar. Oft hafiii hann ekki hugmynd um hvar hann var staddur á hnettinum, en dýrindismynda- vél hafði hann meðferðis. Góð- hjartaðir samferðamenn fóru með myndavélina um nágrenn- . iðog tóku myndir svo hann gæti séð hvar hann hefði verið eftir að heim væri komið. Það getur svo verið skammt i öfgarnar á hinn veginn að ætla sér að sjá alltof mikið á stuttum tima með þeim afleiðingum, að 1 Það er leikur einn að verða brúnn með NIVEA BRUNABÓTAF ÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103, sími 26055 Umboðsmenn um land allt FERÐASLYSATRYGGINGAR SJÚKRATRYGGINGAR Strandfatnaöur á dömur á öllum aldri Sólkjólar, strandsloppar, bikini og sundbolir Barna-, unglinga- og fulloröinsstæröir Póstsendum um land allt mii Glæsibæ, Álfheimum 74, sími 83210 SÓLARLANDAFERÐIN HEFST í Wr/iÆÆi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.