Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 16
VlSIR Mánudagur 30. april 1979 ... 16 MYNDIR GEYMA - notið Því myndavélina rétt Þaö eru nú líklega til einhverskonar mynda- vélará flestum heimilum i landinu. Þetta eru mis- jafnlega vandaðar vélar og eigendurnir eru mis- jafnlega flinkir mynda- smiðir. Eitt er sameiginlegt með flestum þessara myndavéla, hversu ódýrar og einfaldar sem þær eru: það er hægt að taka á þær prýöilegar myndir. Ekki kannske myndir sem þú getur sentá sýningu i „Nikon House,” en skýrar og liflegar mvndir sem fjölskyldan hefur gaman af að skoða aftur og aftur. „Heimilismyndir” mistakast oft og þá er myndavélinni yfir- leitt kennt um. Sannleikurinn er sá að oftast er það ljósmyndar- anum að kenna. Þar sem flestir taka mynda- vélina með sér i sumarleyfið látum við fylgja hér leiðbeining- ar um nokkur einföld grund- vallaratriði sem menn þurfa að hafa I huga þegar þeir smella af. 1. Haldið myndavélinni kyrri meðan smellt er af. 2. Haldið glerjum myndavélar- innar hreinum. 3. Látið birtuna lýsa upp mynd- verkefnið en varist mótljós. 4. Verið eins nálægt myndverk- efninu og unnt er. 5. Reynið að láta fólk hafa eitt- hvað fyrir stafni á meðan myndin er tekin. Það gefur myndunum oftast meira lif. 6. Gleymið ekki að stilla ljós- D / Smjörpappir eða klútur gera birtuna mýkri og koma i veg fyrir yfirlýsingu nærmynda. mæli myndavéla sem eru stillanlegar. Filmur Aðallega eru notaðar tvær tegundir af litfilmum þ.e. lit- negatlvur og litskyggnur (slides). Litnegativur: Þær eru ætlaðar fyrir pappirsmyndir, varist að undirlýsa þær (heldur að lýsa meira). EftíP Björgvin Pálsson í SUMARLEYFIÐ mrn MYNDAVELAR, LINSUR Verð: 182.115 kr PtTRI MYNDAVÉLAR Vivitar VASAMYNDAVÉLAR LINSUR FILTERAR FLÖSS STÆKKARAR Verð: 117.000 kr Verö: 56.965 kr iPfHpptP SlSÍIilí mrZ' . Láttu fólk hafa eitthvað að gera á meðan mynd er tekin. — 0 — Litskyggnur: þær eru glærur til að sýna i sýningavél upp á vegg og eru yfirleitt skýrari. Lit- skyggnur getur verið fallegt að undirlýsa örlitið, sérstaklega ef um er að ræða mjög ljóst mynd- verkefni. — 0 — Ljósnæmi: áriðandi er að stilla ljósmæla rétt eftir ljósnæmi filmunnar. Ljósnæmi er mjög mismunandi allt frá 25-400 asa (15-27) din. Þær filmur sem eru óljós- næmastar eru yfirleitt skýrast- ar en þær ljósnæmari,óskýrari og þurfa mun nákvæmari lýs- ingu og eru þvi vart hentugar i sólarlandaferðir. — 0 — Filmur sem eru hentugar i flestum tilfellum: Agfacolor cns Fuji F2 Fyrir papplr Kodakcolor II Agfacolor CT 18 Ectacrome 64 Fuji R 100 fyrir skyggnur Kodakcrome 64 Leifturljóstæki (flöss): Helstu mistök við flass- myndatöku eru þau aö nær- myndir af fólki vilja oft yfirlýs- ast og andlit verða hvit. Við þvi er til ráð. Setjið smjörpappir eða klút fyrir framan flassið til að tempra geislann. Hitt er þeg- ar myndirnar koma hálfar lýst- ar. Það er oftast vegna þess að lokahraðinn er of mikill en hann ætti sem oftast að vera nálægt 1/30 úr sek. Gott getur verið að nota flass við útimyndatöku ef um er að ræða mótljós eða skugga. _ B-P- Verð: 21.570 kr Eigum til myndavélar og aukahluti fyrir ALLA. Allt frá atvinnutækjum til ódýrustu vasamynda- véla. Höfum fyrirliggjandi hina þekktu aukahluti frá VIVITAR. UMBOÐSMENN Á (SLANDI FOKUS Lækjargötu 6b sími: 15555. m :.'H2 Gott er að nota flass þegar sólin er hátt á lofti, eða á móti ljósmyndaranum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.