Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 19

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 19
Mánudagur 30. aprll 1979 • 9 -* • 9 t New York eru margar stórkostlegar byggingar. Hér mynda turnar World TradeCenter ramma um Empire State bygginguna, sem var hæsta hús borgarinnar áður en þeir voru reistir. ætt er milli landa og borga, safna og kastala án þess aö nokkurn timanngefist tóm til að skoöa nokkuð að gagni. Ég hef lent I þvl að vera boðinn heim til fólks sem var nýkomið úr svona ferðalagi og húsbóndinn sýndi myndir allt kvöldið. Þetta voru fallegar myndir, en hjónin höfðu oft ekki hugmynd um hvort þessi mynd væri tekin i þessari eða hinni borginni og ferðasag- an var eftir þvl. Fimm lönd höfðu þau lagt að baki á þremur vikum og engu kynnstaö nokkru gagni. Skipta um fólk Þessi tvö dæmi um öfgar á ferðalögum eiga sem betur fer aðeins við um hluta þess f jölda sem árlega leggur leið sina utan I sumarleyfum. Flestir ferðast sér til gagns og ánægju og kannski er ánægjan ekki sist fólgin f að skipta um umhverfi og þá vil ég helst skipta um fólk lika. Ég hreinlega nenni ekki að sitja yfir umræðum um Islensk þjóðmál einhvers staöar I út- löndum. Þaö er þó skylt að taka fram, að ferðaskrifstofur bjóða nú upp á marga gististaði á hin- um ýmsu ferðamannastöðum og því hægt að komast hjá þvi að Eitthvert þekktasta tákn heims- ins, Frelsisstyttan, kom frá Paris til New York. lenda I næsta herbergi við manninn I næsta húsi sem fer til útlanda i þeim tilgangi að fá landa til að rökræða við sig um þróun togaraútgerðar síðustu áratugina. Þá ber þess að geta að hópferöir eru að sjálfsögðu miklu ódýrari en ef farið er i venjulegu áætlunarflugi oggera mörgum kleift að feröast sem annars heföu orðið að láta sér nægja að leigja sér herbergi I Hafnarfirði I sumarfriinu. Þeysireið i New York En það eru ekki síst ýmis smáatvik sem gera ferðalög minnisstæð, hafi maður eyru og augu opin. Ég lenti til dæmis I mjög skemmtilegri ferð með leigubíl i New York fyrir skömmu. Eftir að hafa ráfað um stór- verslun hálfan dag hringdi ég I leigubil til að láta aka mér heim á hótel sem var svona 20 minútna keyrsla. Eftir langa mæðu kom gamall taxi skrölt- andi, beyglaður og skældur og ég hoppaði inn. Bilstjórinn var ungur og hressilegur maður, en hirti bersýnilega litiö um aö þrffafarkostinn. A gólfinu afturi ægði saman pappadiskum, bréfarusli, tómum bjórdósum og öðru skrani svo ég sat upp á miðjan legg I ruslina Billinn dólaði á stað I róleg- heitum, en ég lét I ljós efasemd- ir um að við kæmumst heim á hótel fyrir kvöldið. Bllstjórinn hló við, sveigði inn á hraðbraut og sagðist skyldu aka mér á mettlma. Er nú ekki að orðlengja það, að nú upphófst tilþrifamikill akstur og fannst mér billinn fara sem fugl flýgi. Það söng og hvein I farartækinu og ekki við- lit að halda uppi samræðum. A þessum steyptu hraðbrautum eruraufir I steypuna með stuttu millibili vegna þenslunnar sem myndast við hitabreytingar. Vegna hraðans heyröust ekki þessir reglubundnu smellir þeg- ar farið var yfir raufarnar, heldur var þetta eins og stöðug vélbyssuskothríð væri undir afturendanum á mér. Þegar mér var litiðút um gluggann sá ég sem örskot undrandi andlit negra I hvítum fólksvagni og uppspert andlit gráhærðs manns á silfurlitum dreka er við þeyttumst hjá. Mér varð um og ó við þessa þeysireið og strauk hendi yfir ennið. ökuþórinn tók eftir þess- ari hreyfingu og áleit að mér væri heitt, þvi hann skrúfaði umsvifalaust niður rúðuna hjá sér. Við þaö hvessti mjög inni I bilnum og ruslið á gólfinu þyrl- aðistum migþar sem ég hlmdi I horni aftursætisins og hélt dauöahaldi um pinklana. Allt gekk þetta þó slysalaust og við náðum til hótelsins á 15 mlnútum, ökuþórnum til mikill- ar ánægju. 1 sömu ferö lenti ég I þvi að sitja nálægt mjög undarlegum manni, erég flaugfrá New York til Baltimore. Éghafði tekið eft- ir þvi I biðsalnum á Kennedy- flugvelli að maður þessi sat einn úti i horni og hélt uppi hróka- samræðum viö sjálfan sig. 1 flugvélinni fór vitleysingur þessi á kostum. Ókyrrt var I lofti og þegar vélin tók stórar dýfur, greip mikill fögnuður manninn, hann hló hvellum hlátri, klappaði saman höndun- um og hoppaði I sætinu. Sam- ferðamennirnir voru flestir kaupsýslumenn með stresstösk- ur og þeir gutu hornauga i átt til þessa óvenjulega feröafélaga. Eftir lendinguna kunni hann sér ekki læti af fögnuöi og var sem hann ærðist, er hann hljóp inn ganginn I flugstöðinni, baðandi út öllum öngum. Sá ég ekki meira af kauöa, en hann hafði gert þessa flugferð minnis- stæða. 19 t útlandinu stóra verður einstaklingurinn afskaplega litill. Veðurfar og matur Það er áberandi hve margir spyrja fyrst um tvennt þegar komið er heim út utanlands- ferð: Hvernig var veöriö og maturinn? Alltof margir eru haldnir þeirri firru að það sé alltaf gott veður I útlöndum og þar sé hægt að boröa veislumat hvunndags fyrir nokkrar krón- ur. Auðvitað getur fólk verið óheppið með veður, en það þarf ekki aö þýða það að feröin sé ónýt, þótt sól ski'ni ekki I heiði alla daga.endahitiþá oftóbæri- legur. Sama er um matinn. Maöur kaupir ekki ávisun upp á ákveðna veislurétti um leið og farmiðann. Þvert á móti er það nauðsynlegur þáttur að reyna nýja rétti. Að visu getur sllkt verið tvi- eggjað.Églentitil dæmisl því I Paris að panta mat af handahófi af matseðli sem ég skildi eldci orð i'. Eftir fyrsta munnbitann varð ég sannfærður um aö þetta væri lunga úr berklaveiku svlni og kom ekki meiru niöur. En eflaust hefur einhverjum þótt þetta gott og ég gat engum kennt um nema s jálfum mér að panta svona út i' bláinn. Svona mistök eru bara ljúf I endur- minningunni, þótt ég hafi ekki beint lofað kokkinn þegar ég gekk sársvangur út af veitinga- staðnum. Það er sama hvert farið er. Þeir sem vafra um og hafa áhuga fyrir mönnum og málefn- um viðkomandi lands koma alltaf ánægðari heim heldur en þeir sem halda að hamingjan sé fólgin I að hreyfa sig ekki af ströndinni nema til að borða og gera enga tilraun til að kynnast innfæddum. Þeir sem eingöngu færa sig á milli staða I þessum tilgangi fara mikils á mis. Forvitnin má ekki verða eftir heima, heldur er um að gera að láta hana ráða aö minnsta kosti um tíma á hverjum degi. Þáttur Flugleiða A sama hátt og mér finnst upphaf hverrar ferðar vera til- hlökkunin áður en lagt er á staö, er maður kominn hálfa leiðina heim þegar sest er upp i islenska flugvél á heimleiö. Og þá kemur mér I hug hvað Flug- leiðir inna af höndum glfurlega mikið landkynningarstarf með þátttöku á alþjóðaflugleiðum. Ég get bara nefnt sem dæmi, að þegar ég flaug heim frá Baltimore um daginn varð ég ekki var við neinn íslending I biðsalnum. Þarna voru hátt á r þriðja hundrað manns af ýmsu þjóðerni á leið til Luxemborgar. Meðan beðið var tóku margir upp samræður og skammt frá mér fór fullorðinn maöur aö ræða hárri röddu við konu sina um ísland. Upplýsingar manns- ins voru vægast sagt nokkuð einkennilegar og einkenndust af mikilli vanþekkingu á landi og þjóö. Brátt stóð upp maöur einn og greip frammi fyrir fræðaranum og kvað hér skjóta skökku við. Hann kvaðst hafa tvisvar ferð- ast með Loftleiðum yfir hafið og I annað skiptiö dvalið I þrjá dagaá Islandi. Fluttihannsiðan skörulegan fyrirlestur um land- ið og farþegar þyrptust I kring- um þennanheiðursmann. Þarna komst ég i kynni við nokkra franska stúdenta sem voru á heimleið eftir stutt skólaferöa- lag I Bandarikjunum og þqjr sögðust ekki vita annað um Is- land en það sem þeir hefðu lesið ibæklingum Flugleiöa á leiðinni vestur.Kváöustþeir hafa fengið mikinn áhuga á landinu og vildu ólmir fá allar upplýsingar sem að gagni mættu koma varðandi íslandsferö sem þeir voru farnir að ráðgera næsta ár. Sumir hafa horn i siðu utan- ferða og teljafólki nær að skoða sitt eigiöland. Satt best aðsegja finnst mér fátt betra til að efla ást á eigin landi en einmitt það aö ferðast til útlanda. Ég hef enn ekki komiö á þann stað erlendis san ég vildi setjast að áfyrirfulltogfast. Þvertámóti finnstmér alltaf meiraogmeira til um tsland eftir þvi sem ég heimsæki fleiri lönd. Einnig gerir maður sér æ betri grein fyrir mikilvægi hvers einstakl- ings i svo fámennu landi þegar komið er heim úr ferð til landa þar sem einstaklingurinn er ekki til fyrr en kafaö hefur-verið ofan I massann. Þeir sem hæst kveina og kvarta undan því að hér sé ekki búandi hafa annað hvortferðast utanánþess aðsjá og heyra, ellegar aldrei yfirgef- ið landið. Það var sagt um þjóðkunnan mann að hann hefði oft staöiö i dyragættinni á Borginni og stangað úr tönnunum, án þess að hafa borðað þar. Ég játa það hiklaust að oft fletti ég ferða- bæklingum og blöðum þótt ég hafi ekki efni á að fara neitt i náinni framtið. En það kemur alltaf að þvl að maöur getur lát- ið drauminn rætast, eða alla vega eitthvað af honum. —SG F ERDATÖSKUR i miMú úrvali

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.