Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 14
Mánudagur 30. april 1979
14
Benidorm og
Bandaríkin
- meðal áætlunarstaða Olympo
Ferðaskrifstofan
Olympo tók til starfa i
lok síðasta árs og þótti
mörgum sem það væri
dálítið mikil bjartsýni
að bæta við enn einni
ferðaskrifstofunni,
ekki sist þar sem allt
útlit var fyrir að ferðir
til útlanda yrðu i lág-
marki á næstunni.
Aðstandendurnir voru þó
bjartsýnir og segja nú að sú
bjartsýni hafi verið réttlætt, þvi
reksturinn hafi gengið ágæt-
lega. Sólarlandaferðir hafa eðli-
lega engar verið farnar ennþá,
en aftur á móti sendir þó nokkr-
ir hópar á ýmiskonar sýningar
og kaupstefnur erlendis.
Þann 23. mai næstkomandi á
svo að bæta úr sólskinsleysinu
þvi þá verður farin fyrsta ferðin
til Benidorm og verður flogið á
þriggja vikna fresti i sumar.
Þótt Olympo sé ný ferðaskrif-
stofa er gamalreynt ferðafólk
sem að henni stendur.Ekki sist á
það við eigendurna (að hluta)
og fararstjórana Jesus Potenci-
ano og Mariu hans Kristjáns-
dóttur, sem mörg undanfarin ár
hafa lóðsað íslendinga um Spán.
Benidorm er á Hvitu strönd-
inni, Costa blanca, og Olympo
býður sjö tegundir ibúða, i
„fremstu vfglinu” á ströndinni.
íbúðirnar eru misinunandi stór-
ar og mismunandi dýrar.
Einnig er boðið upp á tveggja
og þriggja stjörnu hótel, fyrir þá
sem það vilja frekar.
Vagga Napóleons
Olympo er lika að spá i að
heimsækja eyna Korsiku, þar
sem Napoleon fæddist. Þangað
hefur ekki verið farið áður með
Islenska ferðamenn, (ekki I
neinum mæli amkj en fjórar
Þau Jesús og Maria hafa yfir-
leitt nóg að stússa, en I grisa-
veislum gefa þau sér þó tæki-
færi til að brjóta brauð með far-
þegum sinum.
Frá Benidorm.
ferðir eru fyrirhugaðar i sumar.
Korsika er út af vesturströnd
ítaliu og þótt eyjan sé allmiklu
minni en Island eru ibúarnir
álika margir (220 þúsund ).
Þar er veðurfar með miklum
ágætum, eins og menn geta
Imyndað sér þegar lega eyjar-
innar er höfð i huga, og sögu-
staðir eru þar ófáir
Um Ameríku.
Þá kemur Olymno til með að
hafa á boðstólum ferðir vitt og
breitt um Bandarikin. Skrifstof-
an er komin i samband við stórt
banSariskt fyrirtæki sem sér-
hæfir sig i rútuferðum um land-
ið.
Hægt er að fá ferðir til hinna
ótrúlegustu staða, úrvalið er svo
mikið að allir ættu að geta fund-
ið eitthvað sem þá langar til að
skoða i Ameriku.
Loks má svo nefna að
Olympo skipuleggur ódýrar
fjölskylduferðir til Skandinaviu
og Bretlands fyrir þá sem vilja
lita sér aðeins nær.
— ÓT.
NÚ KJÓSUM VIÐ
• Maí hefti SAMÚEL kemur út í lok þessarar viku
• í því blaði eru myndir af öllum stúlkunum, sem keppa um titilinn
„Ungfrú Hollywood 1979", en verðlaunin eru ferð í boði SAMÚELS, Flugleiða
og skemmtistaðarins Hollywood til borganna New York og Hollywood
•Atkvœðaseðill fylgir blaðinu og heppinn kjósandi fœr eitthvað fyrir sinn snúð.
•Tryggið ykkur blaðið með úskrift. Áskriftarsíminn er 23060
• SAMÚEL svíkur engan, enda mest lesna múnaðarrit landsins með um
80 þúsund trygga lesendur