Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1979, Blaðsíða 8
vísnt Mánudagur 30. april 1979 VfeSiN fer vfH og breltt Grátmúrinn i Jerúsalem. 1 baksýn er Omar-moskan á klettinum. Nýjasta ferðaskrif- stofan á tslandi heitir Viðsýn og eftir sumar- áætluninni að dæma er það nafn nokkuð við hæfi. Áætlunin er um- fangsmikil og nær til margra landa, Eigandi skrifstofunnar er séra Frank M. Halldórsson sem um árabil hefur unnið sem leiðsögu- maður ferðamanna víðsvegar um heiminn. Fyrst á áætlun Viðsýnar er ísraelsferð um hvitasunnuna. Þetta er hálfsmánaðar ferð og það verður búið i Jerúsalem, Galileu og Tel-Aviv og kynnis- ferðir farnar til margra sögu- staða. I júli og ágúst eru á dagskrá tvær vikuferðir til Rinarlanda. Þá verður flogið til Frankfurt og farið i áætlunarbilum viða um fagrar sveitir, en flogið heim frá Luxemburg. Islendingum þykir alltaf gaman að koma i heimsborgir og i júli er boðið upp á heimsókn i fjórar^slikar. Það eru Frank- furt, Zurich, Paris og London. Dvalið er þrjá til fjóra daga i hverri borg og tilhögun þar frjáls, en boðið uppá kynnis- ferðir um borgirnar og næsta nágrenni. 3 vikur i ísrael I ágúst er boðið upp á Mið- Evrópuferð sem spannar yfir Luxemburg, Frankfurt, Munchen, Zúrich og Paris. Einnig i þessari ferð er tilhögun frjáls þegar komið er á staðina, en boðið upp á kynnisferðir til sögufrægra staða. Að lokinni dásamlegri sólarlandaferó komið þér filmum yóar til okkar í vinnslu, því auðvitað viljiö þér ekkert annað en liitmvnur ísrrlMlii HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161 Pýramidarnir i Giza f Egyptalandi. Seinnipartinn i júni er svo fyrirhuguð ferð til Grikklands og Egyptalands og einnig þar verður viða farið, enda margt að sjá og upplifa. Þetta er i fyrsta skipti i langan tima sem boðið er upp á ferð til Egypta- lands, en séra Frank fór þar um með ferðamannahópa hér fyrr á árum. Norðurlönd og Evrópa Viðsýnir menn gleyma ekki að lita sér nær og i júli er fyrir- huguð tiu daga ferð til Oslóar, Kaupmannahafnar og Glasgow. t þeirri ferð gefast tækifæri til að fara um fagrar byggðir Þelamerkur, tslendingaslóðir I Kaupmannahöfn og hina forn- frægu Edinborg. 1 ágúst á svo að fara i tólf daga ferð til trlands og Skot- lands. t þeirri ferð verður búið I Glasgow og Dublin. t Skotlandi verður farið i heimsókn til Edin- borgar og upp á hálöndin og i Dublin verður farið um borgina og næsta nágrenni. Rúsinan i pylsuendanum er svo þriggja vikna ferð til tsrael i september. Þá verður fyrst farið um söguslóðir bibliunnar i hálfan mánuð en siðan getur fólk hvilt sig og sólað sig i viku, við Miðjarðarhafið. September er ákaflega þægi- legur mánuður i tsrael, þótt hann sé nokkuð heitir. Hitinn er yfirleitt nokkru meiri en i okkar hefðbundnu sólarlöndum, á þessum árstima. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.