Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 3
VISIR Þriftjudagur 10. april 1979 v3* Tk V *. Eitt mesta mengunarslys í sðgu Bandaríkjanna: ..STÆRBAR eiturský VFIR SLYSSTABNUM” seglr Jónas ingi Ketilsson, sem býr í næsta nágrenni vlð slysstaðinn l Hðrída „Það voru um 67 tengivagnar þarna i einni lest. Fremsti vagninn fór út af sporinu og varð mikil sprenging þegar næstu vagnar lentu á þeim vagni. Einnig skemmdust mjög margir vagnar og eiturefnin láku út i andrúmsloftið,” sagði Jónas Ingi Ketilsson námsmaður i Pensacola i norðvesturhluta Flórida, sem er mjög stutt frá þeim stað er mikið mengunarslys varð. „Það sorglega við þetta er það, að aðeins 48 tlmum fyrir slysið voru afnumin lög, sem bönnuðu lestum er flytja svona farm að aka hratt.” — Er nokkuð vitað um hvað olli nákvæmlega þessu slysi? „Járnbrautin þarna um slóðir er vist orðin nokkuð gömul og blöðin hér telja að gallar hafi veriðí henni, þannig að hún hafi látið undan þunga lestarinnar”. — Hafa orðið einhver slys á fólki? „Nei, ekki enn, þvi slysstað- urinn er rétt fyrir utan Crestview, en byggð þar er nokkuðdreifð. Aftur á móti hafa náttúruspuöll orðið mikil. Það myndaðist strax stærðar eiturský yfir slysstaðnum og nokkuð af þessum efnum var I fljótandi formi og rann út I nærliggjandi á. Eins og er stendur vindur inn I landið og ber eiturskýið að mestu yfir óbyggt svæði, en þar eru þó miklar veiðilendur sem fólk ótt- ast mjög um. Það var þó talið nauðsynlegt að flytja á brott um 9000 manns I öryggisskyni, en það er ekki I minu nágrenni og við hér erum ekki I neinni hættu.” Þau eiturefni sem komust út i andrúmsloftið eru m.a. klór, aseton, karbónit o.fl. Slysið átti sér stað nálægt ein- um stærsta herflugvelli Bandarikjanna, Edlin-flugvell- inum. Menn héldu I fyrstu, að bensingeymar flugvallarins hefðu sprungið, svo mikil var sprengingin. Enn hafa engin slys orðið á fólki, en óneitanlega hefur rifj- ast upp fyrir mönnum hér hið mikla mengunarslys sem átti sér stað I Soveto á ítaliu fyrir nokkrum árum og eru afleiðing- ar þess enn að koma fram á fyrrum ibúum þess bæjar”. —ss— Tlllaga á aðalfundl FlugieiDa n.i. síðdegls í dag: Flugfðlaglð og Loft- leiðir aðskilin á ný - Elgnum verðl sklpt - Sömu fiuglelðlr og fyrlr samelnlngu - „Samkomulagið virðist vera ennþá verra en það var áður og þetta hefur ekki gengið eins og það átti að gera”, sagði Kristjana Milla Thorsteinsson i samtali við Visi en hún mun, eins og Visir skýrði frá f gær, flytja tillögu á aðalfundi Flugleiða 1 dag um að fyrirtækinu verði skipt. „Þetta gæti orðið til þess að fleiri tillögur eða hugmyndir kæmu fram. Einnig vonast ég til að þetta opni umræður um málið”, sagði Kristjana. Hún sagðist ekki hafa kannað væntan- legar undirtektir við tillögunni en bjóst við að þær myndu ef til vill valda nokkrum úlfaþyt. Kristjana er eiginkona Alfreðs Eliassonar forstjóra Flugleiða hf. Visi hefur borist afrit af tillög- unni og er hún á þessa leið: „Eins og mörgum mun vera ljóst orðið hefur þeim þjóðhags- legu markmiðum um hagkvæmni I rekstri sem samgöngumála- ráðherra stefndi að með hvatn- ingu sinni til flugfélaganna haust- ið 1972 um að draga úr skaðlegri samkeppni ekki verið náð. Að visu er samkeppnin úr sög- unni en i stað hennar komu önnur vandamál sem segja má að séu bæði margvislegri og flóknari viðfangs en hin eldri voru. Þess vegna leyfi ég mér hér með að bera fram eftirfarandi til- lögu á aðalfundi Flugleiða 10. april 1979. 1. Félögin verði aðskilin aftur og hvort félag stundi áfram flug- rekstur á sama hátt og það gerði fyrir sameiningu og hafi hvort félag sinar fyrri flugleiðir i sömu hlutföllum og á sömu staði og það hafði á sameiningardaginn 1. ágúst 1973 Verði þau siðan rekin sem sjálf- stæðar einingar hvort með sinu nafni. 2. Ollum eignum Flugleiða verði skipt á milli félaganna þannig að hvort þeirra fái sitt samkvæmt mati dagsettu 6. febrúar 1976 en það lýsir skilmerkilega eignum hvors félags fyrir sig sam- einingardaginn. Allri eignaaukningu sem orðið hefur eftir þann tima skal siðan skipt eftir þeim hlutföllum sem fram komu i áðurnefndu mati. Það er að segja Flugfélag Islands 46.47020% og Loftleiðir h.f. 53.52980%. 3. A þeim flugleiðum og á öllum öðrum sviðum sem hagræðingar af sameiginlegum rekstri er að vænta skuli félögin hafa sam- vinnu og starfa saman að sam- eiginlegum markmiðum. Yrði það framkvæmt með þvi að út- nefndir yrðu sérstakir menn til að annast þann þátt mála eða sér- stök deild innan hvors félags hefði þetta með höndum”. —KS I !rammavek % Guðmundur Kristinsson i vistlegum húsakynnum Rammavers sf. Visismynd ÞG Nýft rammaver Nýtt innrömmunarverkstæði, áherslu á vandaða vinnu og Rammaver sf., hefur verið góða þjónustu. Opið verður fyrst opnað i Garðastræti 2. Eigandi Um sinn frá 4-7 virka daga og er Guðmundur Kristinsson og io-12 og 1-4. segist hann munu leggja PP Erum reiðubúnir aö ræða tæknneg alrlði” - seglr Þorstelnn Pálsson. framkvæmdastlörl Vlnnuveliendasambandsins „Við höfum samþykkt að setj- ast ekki að samningaborði til þess að ræða kröfur um launahækkan- ir eða aukin launakostnað. Við er- um hins vcgar reiðubúnir til að ræða ýmis önnur atriði”, sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Islands I samtali við Visi. Undirnefndir Vinnuveitenda- sambandsins og samninganefnd Farmanna og fiskimannasam- bandsins komusaman til fundar i gær um kjarasamninga. „Við erum til umræðu um tæknilega breytingu á kjara- samningum sem ekki valda aukn- um útgjöldum þegar á heildina er litið. Þess vegna gerðum við það að tillögu okkar að undirnefnd kann- aði kröfur yfirmannanna út frá þvi sjónarmiði hvort þar væri einhver atriði að finna sem við gætum orðið sammála um”, sagði Þorsteinn. —KS. Þingmenn (frf Efnahagsfrumvarp Olafs lóhannessonar var afgreitt sem ög frá Alþingi á laugardaginn. rveir þingmenn Alþýðubanda- agsins greiddu atkvæði gegn rumvarpinu.þau Svava Jakobs- dóttir og Kjartan Ólafsson. Þingmenn fóru i páskaleyfi eft- ir þingfundi á laugardaginn og kemur þing ekki saman aftur fyrr en nokkru eftir páska. —KS. Frá og með þriðjudeginum 10. apríl endurbætum við rjómann til að auðvelda þeytingu. Fituinnihaldið er aukið úr 33% í 36%. Ahrifln verða: • Miklu auðveldari þeyting. • Auðveldara er að sprauta rjómanum • Rúmmál þeytirjómans eykst, og skreytingar halda sér betur. hann verður u.þ.b. 10% drýgri en fyrr, þegar búið er að þeyta hann. Neytendur eru beðnir velvirðingar á því að gömlu umbúðirnar verða í notkun meðan beðið er eftir nýjum. MJÓLKURSAMLÖGIN UM LAND ALLT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.