Vísir - 10.04.1979, Side 6

Vísir - 10.04.1979, Side 6
JJmsjón: Guömundur 'Pétursson VlSIR Þriöjudagur 10. april 1979 JAGGER HUNS- AR STEFNUR Marvin Mitchelson, lögfræöing- ur, fór þess á leit við dómara í Los Angeles, aö Mick Jagger, söng- stjarna Rolling Stones-hljóm- sveitarinnar, yröi kvaddur til þess aö vera viðstaddur skilnaöarmálaferlin, sem Bianca, eiginkona Jaggers, stendur f gegn honum. Mitchelson er lögfræöingur Bianca, og sagöi hann dómnum, aö Jagger heföi veriöbirt stefna i síöustuvikutilþess aö koma fyrir réttinn, en aö hann heföi hunsaö hana. Vildi hann, aö dómarinn gæfi út handtökuskipun á Jagger til þess aö láta færa hann fyrir réttinn, ef Jagger vildi ekki koma meö góöu. Dómarinn kvaöst mundu taka þetta til afgreiöslu siöar i þessari viku, þvi aö hann væri ekki viss um, aö dómaraumboö hans næöi svo langt. Máliö snýst um kröfur Bianca til skipta en hún vill helming þeirra 25 milljón dollara tekna, sem hún segir, aö Jagger hafi haft i átta ára hjónabandi þeirra. Ennfremur vill hún 10.000 dollara mánaöarlegan lifeyri og 4.000 dollara mánaöarlegt meölag meö sjö ára dóttur þeirra. Bianca og Mick meöan hjóna sælan entist. Egyptar munu styðia Sýrland í stríði gegn fsrael Hin nýja vinátta Egyptalands og Israel ristir greinilega ekki of djúpt, og hriktir raunar i hinu nýja sambandi þessara rlkja, eft- ir aö Kairóstjórnin lýsti þvi yfir aö hún mundi styðja Sýrland ef til strlðs kæmi vegna hernuminna landsvæöa. Þessi yfirlýsing Mustapha Khalil forsætisráöherra er fyrsti ágreiningurinn, sem upp kemur, siöan friöarsamningarnir voru undirritaðir I Washington fyrir tveim mánuðum. Khalil mun hafa sagt þetta á fundi meö þingnefndum I slöustu viku, og hefur það slöan kvisast út, en ýmsir tsraelsmenn hafa þegar borið upp mótmæli gegn þessari yfirlýsingu, og segja hana vera brot á friöarsamningnum. Forsætisráöherrann sagöi orörétt, aö Egyptaland mundi „standa við hliö Sýrlands”, ef stjórnin i Damaskus lenti I stríöi viö tsrael vegna Gólanhæöa. Dr. Khalil sagði, aö Sýrland mundi vera i fullum rétti ef þaö beröist fyrir endurheimt Gólanhæða meö þvi að tsraelsmenn neituðu enda aö skila þeim aftur i samningum á borö viö Camp David-viöræö- urnar. Þetta mun hafa komið upp, þegar þing Egypta hóf aö nýju um ræður ,um löggildingu friöar- samninganna. Nú stendur fyrir dyrum, aö efna tilþióöaratkvæöa- greiöslu á sunnudaginn um samn- ingana, til þess aö sýna Aröbum, að samningarnir njóta stuönings egypsku þjóöarinnar. — Stjórnar- andstæöingar hafa annars gagn- rýnt þjóöaratkvæöiö, sem þeir segja, að þjóni ekki friönum i þessum heimshluta. Dr. Khalil hefur sagt, að Egypt- ar líti svo á, aö Camp David- samkomulagiö milli Egypta, tsraela og Washingtonstjórnar- innar geti orðiö fordæmi öörum Arabastjórnum til þess að ná friösamlegum samningum viö tsrael. t framhaldi af þvi sagöi hann, að ef Sýrland tæki upp slíka samninga við ísrael, bæri Sýrlendingum sama eftirgjöf og Egyptar fengu hjá tsraelum. Ef tsraelsmenn þrjóskuöust og Sýrlendingar neyddust til þess aö heyja striö fyrir endurheimt landsvæöa, mundi Egyptaland standa við hliö Sýrlands I samræmi viö varnarsáttmála Araba. Kosningar Hvitir Ródesiubúar ganga til atkvæöa i dag l fýrsta áfanga þingkosninganna sem stjórnin i Salisbury vonast til aö leiöi til viöurkenningar umheimsins á stjórn landsins. Rhodesian Front, flokkur Ians Smiths forsætisráöherra, sem veriö hefur í stjórn siöan 1962, þykir Uklegur til þess aö hreppa öU 20 þingsætin, sem hvitir, blakkir og kynblendingar af Aslu- ættum gátu þó aUir keppt aö. En þaö var einungis um aö ræöa mótframboö I fjórum kjördæmum, og eru mótfram- bjóöendur flokksbræöra Smiths allir óháðir og er þeim ekki spáö brautargengi. — Enginn bauö sig fram i kjördæmi Smiths, van der ! Róflesfu Byls utanrlkisráðherra, Hilary Squires varnarmálaráöherra, eða þrettán annarra framámanna flokksins. I næstu viku veröur svo kosiö I öörum áfanga, þar sem 72 þing- sæti, öll likleg til þess aö falla I hlut blökkumanna, sem þar hafa I fyrsta sinn fullan kosningarétt. Sennilegast þykir aö frambjóö- endur úr flokki Muzorewa biskups vinni þar meirihluta. Sföasti áfangi er svo kosning átta þingmanna úr núverandi þingliöi, enþaö veröa hinir 92 ný- kjörnu þingfulltrúar, sem kjósa þá. Er þetta samkvæmt samkomu- lagi, sem Smith geröi viö þrjá leiötoga blökkumanna. waldheim rek ur á eftir Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuöu þjóöanna, sagöi i gær fulltrúum Hafréttar- ráöstefnunnar, aö nú „væri runn- in upp stund ákvörðunar” eftir sex ára viöræöur ráöste&iufull- trúanna. Sagöi hann, aö fulltrúarnir mættu ekki láta dragast aö jafna ágreining þeirra, ella „munu sækja aö okkur atburöir, sem gera þaö miklu erfiöara eöa jafn- vel ógerlegt”. Brýndi Waldheim fyrir fulltrú- um þessara 158 rlkja, sem aðild eiga aö ráöstefnunni, aö ef ráöstefnan brygöist I þessu léti hún eftir sig gat i alþjóöalögum, og mundi þaö veröa til þess aö auka á ójöfnuö I heiminum og breikka bilið milli þróunarlanda og þróuöu rlkjanna. Hafréttarráöstefnunni á aö ljúka 27. apríl. Kissinger dloskrar slnnu- leysl USA Henry Kissinger, fyrrum utanrikisráöherra Bandarikj- anna, sagði I gærkvöldi, að Bandarikjunum bæri siðferðileg skylda til þess að veita Iranskeis- ara hæli. „Maður, sem i 37 ár var vinur Bandarikjanna, á ekki skiliö, að meö hann sé fariö eins og Hol- lendinginn fljúgandi, sem hvergi finnur heimahöfn,” sagöi dr. Kissinger viö gesti I kvöldverðar- veislu. Sagöi hann sér blöskra það, aö keisarinn skyldi ekki hafa fengiö vegabréfsáritun til þess að koma til Bandarikjanna. Aö hans mati var spurningin um framtiö keis- arans ekki þáttur i utanrikismálastefnu Washing- tonstjórnarinnar, heldur „einföld spurning um æru manna”. Kissinger var i kvöldveröar- boöi, þar sem sátu um 1500 gest- irk margir þeirra forstjórar stór- fyrirtæja i Bandarikjunum. Sagöi hann þeim, aö sig hryllti við fréttunum af öllum aftökun- um i Iran, sem Bandarikjastjórn heföi ekki mótmælt einu oröi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.