Vísir - 12.06.1979, Qupperneq 2
VISIR ■Þriöjudagur 12. júnl
Hvernig gengur að varð-
veita peningana fyrir.
verðbólgunni?
Stefán Stefánsson atvinnulaus:
Þvi er fljótsvarað: mjög illa. Mér
heyrist á fólki að það gangi al-
mennt illa,.verðbreytingar verða
lika á hverjum degi.
Erla Þóroddsdóttir, afgreiðsiu-
stúlka: Ég hef engar áhyggjur af
þvi, þeir hverfa eins og dögg fyrir
sólu.
Ragnheiður Sigurðardóttir,
starfsm. Ferðafélagsins: Það er
nú ekki mikið um þá,en gengur
annars ágætlega.
Kristinn Reynisson afgreiðsiu-
maður: Hálfiíla. Ég held það fari
eftir fjárfestingum hvernig fólki
gengur almennt.
Svavar Sigurjónsson
lagermaður:
Það hefur alltaf gengið illa en
aldrei eins og eftir að veröbólgan
komst á hátt stig. Eftir það hefur
aldrei tekist betur en nú að eyða
peningunum, sem raunar hafa
aldrei verið miklir.
1979
2
tirslit i 800 metra stökki. Stormur greinilega iangfyrstur.
KAPPREIÐAR A MANAGRUNDUM
Hestamannafélagið Máni i
Keflavik gekkst fyrir kapp-
reiðum á Mánagrundum á
sunnudaginn. Veður var ekki
sem hagstæðast, suddarigning
og eftir þvi fáir áhorfendur.
Keppnin fór þó ágætlega fram
og urðu úrslit i einstökum grein-
um sem hér segir: A flokkur
gæðinga, 1. Stefnir Kirkjubæ,
Rang. Eigandi og knapi Éinar
Þorsteinsson.
B flokkur gæðinga: örvar úr
Eyjafirði, Eigandi og knapi.
Einar Þorsteinsson.
Unglingakeppni, yngri
aldursflokkur: 1. Grani frá
Sandgerði. Eigandi og knapi
Óskar G. Einarsson.
Unglingakeppni eldri aldurs-
flokkur: 1. Gassi. Eigandi og
knapi Kristinn Skúlason.
Opin töltkeppni: 1. Sámstaða-
skjóni úr Fljótshlið. Eigandi
Arni Sigurðsson. Knapi Eyjólfur
Isólfsson.
Gæðingaskeið: 1. Adam.
Knapi Eyjólfur Isólfsson, eig-
andi Dalur h.f.
800 m brokk: Sóti, Hofstöðum
Borgarfirði. Eigandi Guðrún
Einarsdóttir og var hún lika
knapi. Tími: 1.54.2
800metra stökk: Reykur, Bæ,
Borgarfirði. Eigandi Hörður G.
Albertsson. Knapi Sigurður Sæ-
mundsson. Timi: 65.3
350 metra stökk. Stormur frá
Hornafirði. Eigandi og knapi
Hafþór Hafdal. Timi: 26.1
250 metra skeið: Vafi, Hof-
stöðum, Skagafirði. Eigandi og
knapi Erlingur Sigurðsson.
Timi 25.8.
Umsjón: Katrín
Pálsdóttir og
Halldór
Reynisson
Frændur vorlr á Norðurlðndum:
HERTRR ORYuBISKROFUR
DYRARI RILAR
Meðal þess sem um er rætt er aukið öryggi barna i bilum. Hinar auknu kröfur um öryggi koma til
með að kosta drjúgan skilding.
Svo getur farið að bilverð hækki um allt að tvær
milljónir króna á næstu árum vegna hertra krafna um
öryggi i bílum.
A Norðurlöndum er nú veriö að
vinna að tillögum um hertar.
kröfur um öryggisbúnað bila.
Ekki virðist þar langt i það að
menn verði skyldaöir að aka
ávalltmeð fullum ljósum: reynd-
ar er þegar búið að lögfesta það i
Sviþjóð og eru sænskir bilar i
samræmi við það framleiddir
þannig að um leið og billinn er
settur i gang kviknar sjálfkrafa á
ökuljósunum.
Þá er rætt um að lögleiða hemla
sem ekki læsast þegar stigiö er á
þá en slikir hemlar eru til muna
öruggari i hálku. Með þeim má
minnka hættuna á árekstrum og
útafkeyrslum en þeir taka jafnan
mið af viðnámi vegarins og haga
hemluninni eftir þvi. Með þessu
móti má koma í veg fyrir að öku-
menn missi stjórn á bilum slnum,
þegar þeir snögghemla.
Þessir hemlar eru hins vegar
mjög dýrir og mundu hækka verð
bflsins á aðra milljón króna þegar
tollar og önnur útgjöld sem bæt-
ast ofan á kaupverð bils, hafa
verið reiknuð inn i dæmið. A.m.k.
verða eigendur Mercedes Benz og
BMW að greiða slikan aukaeyri
en þetta eru einu biltegundirnar
sem eru útbúnar með sllkum
hemlum.
Það er nú þegar skylda að
brúka bilbelti á Norðurlöndum en
nú hyggjast menn lögleiða notkun
þeirra i aftursætum bila. Þá er
rætt um sjálfvirk bilbelti en þá
eru farþegarnir bókstaflega
„negldir” niður i sætin. Slikur út-
búnaður er nú þegar framleiddur
'af Volkswagenverksmiðjunum.
Auknar kröfur um öryggi barna
eru einnig á dagskrá hjá frændum
okkar á Norðurlöndum, sem og
bættir höggdeyfar og betri dekk.
Allt kemur það til með að hækka
verð á bilum.
■ Þetta mun hækka framleiðslu-
verð bila að nokkru marki en sé
miðað við núverandi gjöld sem
lögð eru á innkaupsverð bila
hækkar raunverulegt kaupverð
þeirra þó mun meira. Telja Norð-
menn að bilaverð þar i landi muni
að óbreyttu hækka um tvær
milljónir við þessar auknu kröfur
eins og áður er sagt. Varla verður
útgjaldaaukningin minni hér á
landi.
Visir hafði samband við Óla H.
Þórðarson hjá Umferðarráði og
spurðist fyrir um það hvort ein-
hverjar ámóta öryggiskröfur
væru i bigerð hér á landi. Ekki
sagði hann það vera en taldi þó
æskilegt að notkun bilbelta yrði
lögleidd auk þess sem menn yrðu
skyldaðir til að aka með fullum
ökuljósum allan sólarhringinn i
cb-Qmmrloöinn á lanHi —HR