Vísir - 12.06.1979, Page 23
visnt Þriöjudagur 12. júnl 1979
útvarp og sjónvarp
23
Ums jón:
Friörik
Indriöason
Farmannaverkfalliö verður m.a. til umræöu I „Verkfall og verkbönn” I kvöld. Hér sést hluti flotans en
ekki er útlit fyrir aö hann sigli i bráð.
Sjónvarp kl. 21.05:
Verklðll og verkbann
Sjdnvarp kl. 20.30:
Krlstni-
hald
undlr
rðOstjórn
Er núverandi stjórn-
skipan komst á i Ráð-
stjórnarrikjunum var
þvi lýst yfir að trúar-
brögð skyldu afnumin og
i stað þeirra kæmi
dialektisk efnishyggja.
Siðan eru liðnir sex ára-
tugir og telja kirkjunnar
menn þar i landi að nú
séu áhangendur hennar
um tvöfalt fleiri en fé-
lagar i kommúnista-
flokknum.
Þessi þáttur er gerður i tilefni
heimsóknar erkibiskupsins af
Kantaraborg til Rússlands. Hann
fór þangað til þess að athuga
stöðu Rétttrúnaðarkirkjunnar i
Rússlandi. Kemur fram i þættin-
um við hvers konar kjör kristnir
menn búa, en til er i Rússlandi
skráð kirkja sem verður að starfa
eftir lögum sem stjórnin setur
henni.
Einnig er komið inn á starfsemi
leynilegra söfnuða en til þeirra
telst mikill fjöldi manna i Rúss-
landi. Greint er frá þvi sem það
hefur i för með sér að teljast með-
limur i slikum söfnuði, en stjórn-
völd beita ýmiskonar þrýstingi
við fólk er telst til slikra söfnuða.
Kirkjunnar menn telja trúaða i
Rússlandi um 50 millj. Þessa tölu
verður að taka með fyrirvara þvi
ekki eru til opinberar tölur um
þetta efni.
Hvert stefnir hið islenska
þjóðfélag i dag? Þessari
spurningu verður reynt að svara i
þættinum i kvöld. Rætt verður um
aðdraganda ástandsins i kjara-
málum og hvernig það er orðið nú
i dag. Málin verða rædd á
breiðum grundvelli og m.a.
verður rætt um hin miklu völd
sem hagsmunahópar hafa hér á
landi, og hvort ekki sé orðið tima-
bært að setja einhverskonar
starfslög þeim til handa. Sumir
vilja jafnvel að þau lög séu sett i
stjórnarskrána.
Gestir þáttarins verða margir.
Má þar nefna fyrstan forsætis-
ráðherrann Ólaf Jóhannesson.
Einnig verður talað við þá Ingólf
Ingólfsson frá FFSI, Snorra Jóns-
son frá ASl og Þorstein Pálsson
frá VSÍ. Munu þeir reyna að
varpa ljósi á stöðuna i kjara-
málum eins og hún er i dag.
Sennilega kemur Július Kr.
Valdimarsson frá Vinnumála-
sambandi samvinnufélaganna og
svarar þeirri spurningu afhverju
sambandið er ekki með i verk-
banninu. Einnig mun Sigurður
Lindal segja álit sitt á þjóð-
málunum með tilliti til vinnu-
deilnanna. Þessi þáttur ætti að
geta verið mjög fróðlegur ef tim-
inn hleypur ekki frá umsjónar-
mönnum hans en þeir eru Helgi
E. . Helgason og Hermann
Sveinbjörnsson.
útvarp
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar.
A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Kapp-
hlaupiö” eflir Kare Holt.
15.00 Miödegistónleikar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 VeðurfregnirL-
16.40 Popp.
17.20 Sagan: „Mikael mjög-
siglandi" eftir Olle Mattson.
Guðni Kolbeinsson les þýð-
ingu sina (9).
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
19.35 Barnalæknirinn talar,—
þriöja erindi. Gunnar Bier-
, ing læknir talar um nýbura-.
mál á tslandi.
20.00 Kammertónlist.
ford-kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 3 eftir
Johan Weinzweig.
20.30 Útvarpssagan: „N'iku-
lás” eftir Jonas Lie. Vaidis
Halldórsdóttir les þýðingu
sína (2).
21.00 Einsöngur: Eiður A.
Gunnarsson syngur islensk
lög. Ólafur Vignir Alberts-
son leikur á pianó.
21.20 Sumarvaka.
22.30 Fréttir. Veðurfregnir.
Dagskrá morgundagsins.
22.55 A hljóöbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björns-
son listfræðingur.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Kristnihald undir ráö-
stjórn Þegar Ráðstjórnar-
rikin voru stofnuð, lýstu for-
ystumenn þeirra yfir, að nú
skyldu öll trúarbrögð
afnumin og i þeirra stað
kæmi dialektisk efnis-
hyggja. Siðan eru liðnir sex
áratugir, en kirkjunnar
menn þar i landi telja sina
áhangendur tvöfalt fleiri en
félaga kommúnistaflokks-
ins. Þýðandi Ingi Karl
Jóhannesson.
21.05 Verkföll og verkbann. —
21.55 Hulduherinn. Föstudag-
urinn langi.
22.45 Dagskrárlok.
Kremlverjar lita kristna trú hornauga,! samræmi viö þá kenningu Marx aö trúin sé ópfum fyrir fólkiö.
LJÓSTRAÐ UPP UM LANGHUNDA
Aö undanförnu hefur dægur-
umræöa í Islenskri pólitlk eink-
um snúist um þaö hver kunni
best á almanakiö og hver sé
minnsti svikari viö loforö sem
ekki nokkrum manni datt I hug
aö hægt væri aö standa viö.
Þetta á aö minnsta kosti viö um
vinstri væng stjórnmálanna en
Sjálfstæðisflokkurinn er um
þessar mundir fjarverandi aö
safna fylgi og viröist þaö bara
ganga vel ef marka má óljósar
fréttir.
En þótt dægurumræðan snúist
aöallega um stælu um þaö hvort
lfklegt sé aö einn mánuöur taki
viö af öörum, til dæmis júnf af
mal og júll svo aftur af honum,
þá hefur fræöilega umræöan
tekiö óvænta stefnu. Hér áöur
þóttust fræðimenn sóslalista
mega vera einir um hugmynda-
fræðilega ihugun og skrifuöu
þeir gjarnan maraþongreinar
um dlalektlska efnishyggju og
sögulega nauösyn á tiltekinni
þróun i átt aö alræöi þeirra sem
ekki eiga bót fyrir rassinn á sér.
Þessir langhundar þeirra voru
svo uppfullir af langdregnum
staglanda sem er einkenni
þokukenndrar hugsunar aö allt
sæmiiega venjulegt fólk leit
ekki við þeim. Þaö skipti þessa
sjálfumglööu höfunda engu og
þótti þeim best aö eiga ein-
vöröungu pennavini I hópi sann-
trúaöra enda væri vart á ann-
arra færi aö taka þátt I svo
hálfleygri umræöu. En nú
standa þessir góöu menn stjarf-
ir af undrun og sjá ekki betur en
öll umræðan hafi flust yfir á
hægri vænginn meö tilkomu
Hannesar H. Gissurarsonar,
sem ásamt Jónasi H. Haralz
hefur hafib hugmyndafræöi til
skýjanna þeim megin. Þaö sást
glöggt er einn vinstrispekingur-
inn ætlaöi aö velta þessum
gauksungum úr hreiöri
fræöanna aö þar var ofurefli
fyrir. Þaö var hagfræöingurinn
Þröstur ólafsson sem hélt aö
venjubundin slagorö og innan-
tóm kenning gæti sett ofan I þá
Hannes og Haralz. Þeir svöruöu
fullum hálsi og þekkingarlegir
yfirburöir þeirra voru sllkir aö
brátt varö Ijóst aö Þröstur átti
ekkert erindi I þaö samkvæmi
og stóö hann uppi sem boöflenna
I skynsamlegum umræöuþætti.
aldrei vitaö af hverju þeir séu I
Sjálfstæöisflokknum og hætt sé
viö aö veröi þeim gert þaö ljóst
þá fari þeir úr flokknum. Þaö er
lika sagt aö Hannesi hugmynda-
fræöingi sé sama um þessa
menn. En hvaö sem er um allar
þessar sögusagnir er enginn
vafi á aö Hannes H. hefur gjör-
breytt allri fræöilegri umræöu I
islenskri pólitlk og svipt burtu
einsog hverju ööru hismi einka-
rétti kommúnista til aö fjalla
um þau mál. Og þeir vita svo
sannarlega hvaöan veöriö
stendur á þá. Þeir byrjuöu þvl
á gamalkunnri rógsherferö
sinni um hinn nýja fræöimann.
Sennilega hafa ekki margir is-
lenskir æskumenn fengiö jafn-
riflegan skammt af sliku úr
þeirri átt og hefur þó skiturinn
ekki alltaf veriö þar naumt
skammtaöur. En þaö hefur ekki
dugaö. Hannes viröist ódrep-
andi og þaö sem verst er: hann
nennir aö lesa langhundana
þeirra og er einkar lagiö aö sýna
venjulegu fólki fram á hvilikt
bull þeir eru.
Svarthöföi
Sjálfstæöisflokkurinn varö 50
ára á dögunum og er sagt aö
ýmsir flokksmanna séu glaöir
og ánægöir aö fram sé kominn
maöur eins og Hannes H. sem
geti loks gert flokksmönnum
grein fyril- hvers vegna flokkur
þeirra hafi veriö til I 50 ár og
hvers vegna hann sé stór og
sterkur og styrkist mest fjar-
verandi. En þaö er llka sagt aö
sumir haldi aö skýringar
Hannesar geti ruglaö suma
flokksmenn I riminu. Þeir hafi