Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR Þriöjudagur 19. júnl 1979 Frá Ctgeröarfélagi Akureyringa ' • 1 nií 3É fflilii 1 $ ij Haiii h|á Útgerðarfélagl Akureyringa: HEILDARVELTAN UM 6 MILLJARÐAR Aöalfundur Útgerðarfélags Akureyringa var haldinn þann 11. jdni' s.l. Þar kom m.a. fram að heildarvelta félagsins á s.l. ári var rvlmir 6 milljarðar kröna. Talsverður halli varð á aöal- rekstrarreikningi félagsins, eða sem nam um 32 milljónum króna. Tveir togarar félagsins skiluöu hagnaði, en halli varö á rekstri hinna þriggja, mestur á Sléttbak. Einnig varð halli á saltfiskverkun félagsins, en hraðfrystihds og skreiðarverkun skiluöu alls um 200millj. kr. i hagnaö. Afli togar- anna varð samtals rúmlega 19 þds. tonnogfór að meðaltali tæp- lega 95% aflans i 1. flokk. Forslöa blaösins 19. júní kominn út Arsrit Kvenréttindafélags ís- lands, 19. JÚNl, er komið dt. Að þessu sinni tekur efni blaðsins mið af Alþjóðaári barnsins og er fjallaðum fjölskylduna frá ýms- ,um sjónarhornum. 1 blaðinu er viðtal við baráttu- glaða ömmu og börn sem segja frá afstöðu sinni til þeirrar fjöl- skyldu, sem þau eru fædd inn I. Foreldrar svara spurningunni: Hvernig viltualabarniöþittupp? Tvær konur greina frá reynslu sinni af hjónaskilnaði, ungur maður segir frálifii kommúnu og þritug hjón, sem eiga 3 börn og nýbyggt hds 1 Breiöholti, eru sótt heim. Margt fleira áhugavert efni er 1 blaðinu, segir 1 frétt frá kven- réttindafélagsins. A siðasta ári greiddi Ú.A. tæp- lega 1.9 milljaröa króna 1 laun, til 1222 launþega. Til samanburðar má geta þess að 1977 greiddi fé- lagið tæplega 1.2 milljarða króna 1 laun. Þá varð afli togaranna 18.700 tonn og er aflaaukningin um 400 tonn. Stjórn Ú.A. skipa: Jakob Frimannsson formaður. Siguröur Cli Brynjólfsson, Soffia Guð- mundsdóttir, Jón Helgason og Sverrir Leósson. Framkvæmda- stjórar eru Gisli Konráösson og Vilhelm Þorsteinsson. Aþessuári hyggst Ú.A. gefa dt hlutabréf i nokkrum mæli og auka hlutafé sitt að verulegu marki. —HMB, SAJ. Flugáætlunum breylt: Seinkanlr vegna breyt- inga á flug- áætlunum Nokkuð hefur borið á seinkunum á flugi Flugleiða að undan- fórnu og hafa flug- áætlanir félagsins litt staðist. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaða- fulltrúa Flugleiða, er ástæðan flugbannið á DC 10 þotunum. Sveinn sagði að fella hafi þurft niður upphaflegar flug- áætlanir en þeirra i stað hafa verið gerðar áætlanir til viku- tima i senn. Með þessu móti hef- ur flugflotinn getað annað öllu flugi félagsins hingað til og bjóst Sveinn við að svo yrði áfram. Bætt hefur verið inn kvöldferð- um i stað morgunferða til þess að nýta flotann betur og til þess að þurfa ekki að fella ferðir nið- ur. Ekkihefur borið á minni eftir- spurn i ferðir Flugleiða, þvert á móti sagði Sveinn, að ein- staklingar notfæri sér meira Evrópuflugið en nokkru sinni fyrr. -SS- Sendu bréf en safna ekki undirskriftum ..Starfsmannafélag sjón- varpsins hefur aðeins sent frá sér bréf þess efnis, aö ef ætti að velja Ur hópi hæfra umsækjenda þá ættu fastir starfsmenn sjón- varpsins aö hafa forgang”, sagöi Björn Baldursson hjá sjónvarpinu í samtali við Vísi. Tilefnið var að i sandkorni Visis i gær var rætt um að starfsmannafélagiö hefði safn- að undirskriftum til stuðnings Tage Ammendrup i stöðu fram- kvæmdastjóra lista- og skemmtideildar. Hér hefur þvi greinilega eitthvað skolast til hjá heimildarmönnum Sand- korns og leiðréttist þetta hér með. 3 afstórlöxum VATNSBORÐ BLÖNDU LÆKKAÐI UM 3 METRA - og um leið lét laxinn sjá sig ,,Það var ekki fyrr en á laugardaginn, sem fór að veiðast i Blöndu” sagði Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi i samtali við Visi. Undanfarin ár hefur veiði ekki hafist í Blöndu fyrr en 10. jdnf, en nd átti að reyna að byrja 1. jdni. I fyrra veiddust 36 laxar fyrsta daginn og þvi var opnunin færö fram. Vatnavextir Fyrstu vikuna i jdni þýddi hins vegar ekkert að reyna veiði vegna vatnavaxta. Sigurður sagðist aldrei hafa séð Blöndu neitt lika þvi sem hdn var I byrj- un jdni. Hann kvaðst giska á að vatnsborðið væri nd um 3 metr- um lægra en það var á hvita- sunnudag. Siöustu dagana hefur verið svalt noröanlands og vatn i ánum hefur minnkað mjög mikið. Það hafa margir fariö tóm- hentir heim úr laxveiðinni fyrstu tvær vikur veiöitimans. Veiðin i Blöndu A laugardaginn komu sem sagt fyrstu laxarnir á land Ur Blöndu og urðu þeir 7 talsins þann dag. A sunnudaginn veidd- ust svo 6 laxar. Þetta voru sæmilegustu fiskar að sögn Siguröar, 8—14 pund. Enn sem komið er likist veiöin ekkert þvi sem verið hefur. í Blöndu er veitt á 4 stangir og má mest veiða 14 laxa á stöng yfir dag- inn. Heildarveiðin i fyrrasumar var 2.443 laxar. Miðfjarðará Aðrar ár á Norðvesturlandi eru litiö gjöfulli enn sem komiö er. Veiði i Miöfjaröará hófst 8. jdni og á sunnudagskvöld höfðu veiöst þar 90 laxar á 8 stangir. Hópurinn sem var við ána um helgina veiddi mjög litið. Stærsti laxinn, sem áin hefur gefið ndna, var 17 pund. Viðidalsá 1 Viðidalsá hófst veiði aö morgni 15. jdni, en gekk heldur illa um helgina. — SJ. Hefurðu fengið ÞURSABIT ef ekki þá er nú rétti tíminn því að hin ný]a plata ÞURSAFLOKKSINS er komin á markað Það er samdóma álit þeirra sem þessa plötu hafa heyrt að hér sé á ferðinni eitt það merkilegasta sem gert hefur verið i tónlist hér á landi frá upphafi landnámsaldar FÁLKIN N — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.