Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 13
VÍSIR Þriöjudagur 19. júni 1979 ( 12 Þriöjudagur 19. júní 1979 13 „Skelfin er hún há fánastöngin. Hvernig skyldum viö nú koma taliunni fyrir uppi f henni?” Svo segir i fornum fræðum að uppi hafi verið á 5. öld meinlætamaður á Sýrlandi sem kallaður var Stefán súlubúi. Fór mikið orð af þessum manni og þótti mörgum hann helgur mjög. Einkum var sú helgi sprott- in af þvi að hann hafði tekið sér bólfestu uppi á hárri súlu sem vart var meira en faðmur i þvermál.Dreif fólk viða að til að sjá þennan helga mann. Nú virðist svo sem við íslendingar séum búnir að eignast okkar eigin Stefán súlubúa og þá frekar tvo en einn. Eru það tveir ungir skátar Jón Kr. Arnarson og Gunnar V. Hafsteinsson sem tóku upp á þvi að gera sér bústað, að visu ekki á súlu heldur i fánastöng og ekki til að hug- leiða heilög fræði heldur til að sofa. Eftir mikiö brauk og braml og vangaveltur um þaö hvernig þeir gætu komiö sér fyrir I fána- stönginni, varö þaö ofan á aö þeir létu draga sig upp i hengi- rúmi. Aöur haföi taliu veriö komiö fyrir uppi i stönginni til þess aö halda hengirúmunum ofar öörum mannlegum vistar- verum. Sótti á þá þungur svefn I dagrenningu sunnudagsins 17. júnl rann svo hin stóra stund Texti: Hall- dór Reynis- son Myndir: Jón Gústafsson Þegar þeir komu aftur til jaröar varö einum jaröarbúa aö oröi: „Ja, hvílikir fánar.” ,,Erum menn mjög svefnþurfi”. Viö náöum tali af öörum kappanum Jóni Kr. Arnasyni og spuröum hvers vegna I ösköp- unum þeir heföu tekiö upp á þessu. „Þetta var heit sem viö höfö- um unniö, aö sofa uppi I fána- stöng og viö þaö uröum viö aö standa svo viö gætum talist HVILIKIR FANAR! 99 Að sofa sem allra hæst... Þeir félagar fengu þessa hug- mynd einu sinni á fyrra ári þeg- ar þeir sáu sér ekki lengur vært aö sofa á meöal venjulegs fólks heldur vildu komast á dálltiö „hærra plan”. Eftir aö hafa prófaö sig áfram komust þeir „Þetta reddast — og þó. Ég verö aö fara hærra.” svo aö þeirri niöurstööu aö e.t.v. væri ekki úr vegi aö leggjast til svefns uppi i fánastöng. Þar yröu þeir örugglega ekki ónáöaöir af venjulegum smá- borgurum eöa búandkörlum. Um slöustu helgi létu þeir tvi- menningar Jón og Gunnar svo veröa af þvl aö koma sér fyrir uppi i fánastönginni. Fyrir val- inu varö stöng eigi all-lltil aö Olfljötsvatni rétt viö Sog. .Leggist I hvilu litill sveinn allt er nú tilbúiö til feröarinnar upp f fánastöngina „Svo hnýti ég skátahnút, rembihnút” — og taiiunni hefur veriö komiö fyrir. Hér seglr ai tvelmur skátum sem geréu sér Dað tii dundurs að sofa uppí l fánastöngi upp þá er þeir fánabúar skyldu halda upp I stöngina. Var þá bú- iö aö koma öllu haganlega fyrir þannig aö þeir gætu notiö nokk- urrar hvlldar. Voru þeir nú hlfö- ir upp I 5 metra hæö en hærra þoröu þeir ekki, þvi stöngin var tekin aö sveiflast Iskyggilega. Þeir félagar Jón og Gunnar tóku nú á slg náöir enda orðnir örþreyttir eftir aö hafa erfiöað viö undirbúninginn. Sá svefn varö þó hvorki langur né náöug- ur, þvi aö tveimur timum liön- um gátu þeir ekki sofiö lengur þótt þeir rembdust eins og rjup- an viö staurinn. Var þá fariö aö rigna og vistin hiö efra oröin býsna aum uröu þeir þvi aö láta sig siga niöur á sama plan og annaö fólk. menn með mönnum. 1 rauninni var þetta þó eitt allsherjar „flipp” eins og sagt er á slæmu máli.” ,,Og hvernig var svo vistin uppi?” „Hún var ágæt nema hvað heldur þrengdi aö okkur þar sem viö lágum vöölaöir inn I fiskinet. Svo gustaði um okkur og af okkur eins og jafnan gerist með þá sem komast á tindinn.” „Hvort við heföum sofnaö þarnauppi?Já svo sannarlega. Viö erum menn mjög svefnþurfi og þvi steinsofnuöum viö þarna uppi. Þessi reynsla kemur okkur einnig til góöa þvl nú erum viö viðbúnir þótt rúmin færu úr tlsku!” . P ; m ■ 1 1 í 1 ylf ■ ©i ' i m 11 m flj fs lí ™ 51 "• ■ 1 1 ílt 1 1 1 11 1 pi 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.