Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 1
157. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 13. JÚLÍ 2001 ÍSRAELAR skutu úr skriðdrekafall- byssum á eftirlitsstöðvar palestínsku lögreglunnar í bænum Nablus á Vest- urbakkanum í gær, í kjölfar tveggja fyrirsáta sem ísraelskir vegfarendur lentu í. Einn palestínskur lögreglu- maður féll í árásunum, fjórir Ísraelar særðust og vopnahléið í Mið-Austur- löndum fékk einn skellinn enn. Hvorki Ísraelar né sjálfstjórnar- yfirvöld Palestínumanna vilja axla ábyrgð á að vopnahléið sem samið var um fyrir milligöngu Bandaríkja- manna fyrir mánuði fari út um þúfur. En það breytir því ekki að skotárás- irnar sem gerðar voru á ísraelska borgara og skriðdrekaárásirnar sem Ísraelsher greip til í hefndarskyni gerðu gærdaginn að enn einum of- beldisdeginum og báðir aðilar vöruðu við afleiðingum þess ef átökin mögn- uðust enn. Og fráfarandi sendiherra Banda- ríkjanna í Ísrael, Martin Indyk, sagði að alþjóðasamfélagið ætti að vera óspart á að beita Jasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, þrýstingi til að þvinga hann til að gera raunverulega allt sem í valdi hans stæði til að halda aftur af árásargjörnum róttæklingum í röðum Palestínumanna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sem hélt í tveggja daga heimsókn til Ítalíu í gær, fordæmdi árásir Palestínumannanna og sagði að Ísraelar yrðu að herða á aðgerðum af sinni hálfu til að hindra að slíkt gæti átt sér stað. Árásir gærdagsins hófust með því að hjón úr landnemabyggð gyðinga og smábarn þeirra særðust er skotið var á þau úr bifreið sem ók hjá skammt suður af Nablus sem er á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Þá hlaut Ísraeli, sem var undir stýri á bíl sínum, alvarleg skotsár er hann lenti í fyrirsát skammt frá landnema- byggðinni Kiryat Arba við Hebron. Vopnin tala í Mið-Austurlöndum þrátt fyrir opinbert vopnahlé Skriðdrekaskothríð á pal- estínskar lögreglustöðvar Jerúsalem. AP. TUGIR óeirðaseggja köstuðu grjóti og bensínsprengjum í lögreglumenn á nokkrum stöðum á Norður-Írlandi í gær þegar árleg göngutíð Óraníu- reglunnar náði hámarki. Yfir fimmtíu lögreglumenn slösuðust í átökum sem brutust út er hópur mótmælenda gekk hjá hverfi í norðurhluta Belfast, sem að mestu er byggt kaþólikkum, og stóðu yfir fram á kvöld. Um það bil 100.000 mótmælendur tóku þátt í göngum Óraníureglunnar á 19 stöðum. Lögreglan var með mik- inn viðbúnað til að reyna að koma í veg fyrir óeirðir og átök milli mót- mælenda og kaþólikka. Nokkrum götum var lokað til að hindra að göngumenn færu inn á svæði kaþól- ikka. Óeirðir hafa oft blossað upp í tengslum við árlegar göngur Óraníu- reglunnar en spennan er óvenju mikil að þessu sinni vegna mestu pólitísku kreppu á N-Írlandi frá friðarsam- komulaginu sem náðist árið 1998. Reynt að bjarga heimastjórninni David Trimble, leiðtogi stærsta flokks mótmælenda, sagði af sér embætti forsætisráðherra norður- írsku heimastjórnarinnar 1. júlí eftir að Írski lýðveldisherinn (IRA) hafði neitað að afvopnast. Fallist Trimble ekki á að taka við embættinu aftur eða náist ekki samkomulag um eftir- mann hans fyrir 12. ágúst þarf breska stjórnin annaðhvort að boða til þing- kosninga á N-Írlandi eða leysa heimastjórnina upp. Harðlínumenn úr röðum mótmæl- enda köstuðu bensínsprengjum á lög- reglumenn í Portadown, suðvestur af Belfast. Lögreglan beitti þrýstivatns- byssum og skaut gúmmíkúlum til að dreifa óeirðaseggjunum. 19 lögreglu- menn og tveir óeirðaseggjanna særð- ust. Félagar í tveimur skæruliðahreyf- ingum mótmælenda, UVF og UFF, hleyptu af skammbyssum upp í loftið í Belfast til að sýna að þeir væru til- búnir að grípa til vopna. Göngur Óraníureglunnar eru haldnar til að minnast sigurs her- sveita Vilhjálms III (af Óraníu) á sveitum kaþólikka árið 1690. AP Þátttakendur í göngu Óraníureglu mótmælenda á Norður-Írlandi ganga hjá víggirðingu brynvarinna óeirða- lögreglubifreiða sem ætlað var að skilja göngumenn frá kaþólskum íbúum norðurhluta Belfast í gær. Spenna og götu- óeirðir á N-Írlandi Belfast. AFP, AP. GENGI hlutabréfa í kauphöllinni í New York tók kipp upp á við í gær. Fjárfestar virtust taka vægt bjart- sýniskast eftir að afkomutölur nokkurra fyrirtækja reyndust já- kvæðari en margir höfðu þorað að vona eftir samdráttarfregnir síð- ustu mánaða. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 238 punkta í viðskipt- um dagsins og endaði í 10.479 punktum í gærkvöldi. Það sem glæddi viðskiptin meira en annað var jákvæð afkomuspá Microsoft-hugbúnaðarrisans, sem ýtti undir bjartsýni sem jákvæðar – en þó magrar – afkomutölur net- þjónustufyrirtækisins Yahoo! og farsímarisans Motorola ollu. Nasdaq-tæknifyrirtækjavísitalan hækkaði um 103,7 punkta og endaði í 2.075,7 punktum. Sumir kauphallarrýnar telja þó bjartsýnina sem felst í þessari upp- sveiflu vísitölunnar vera byggða á hæpnum forsendum. „Fyrirtækin eru enn að segja að þau sjái engan veginn fram á hvenær hlutirnir gætu batnað,“ segir Phil Dow hjá kauphallarrýnifyrirtækinu Dain Rauscher Wessels í New York. „Við munum sjá efnahagslífið rétta úr kútnum á fyrri helmingi næsta árs, en ekki fyrr,“ fullyrðir hann. Öllu neikvæðari þróun varð á mörkuðum víða annars staðar í heiminum í gær. Í Argentínu féll verð hlutabréfa og skuldabréfa nið- ur út öllu valdi. Efnahagskreppan þar í landi er farin að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla annarra Suður- Ameríkuríkja og spillir fyrir trú al- þjóðlegra fjárfesta á vaxtarhorfum annarra bjargálna þróunarríkja. Bjart- sýniskipp- ur á Wall Street New York. AP. ATHYGLI fjölmiðla beindist í gær að fulltrúum Peking á síðasta blaða- mannafundinum sem haldinn var áð- ur en Alþjóðaólympíunefndin kveður upp úr með hvaða borg mun hreppa réttinn til að halda Ólympíuleikana árið 2008. Á blaðamannafundinum, sem haldinn var í Moskvu, brostu fulltrúar Pekingborgar við spurning- um um aftökur og mannréttindi til að komast hjá glappaskotum sem gætu haft áhrif á niðurstöðu nefnd- arinnar. Ólympíunefndin hittist í Moskvu í gær og mun á morgun kjósa um það hvaða borg verður næsti gestgjafi leikanna á eftir Aþenu sem hýsir þá árið 2004. Peking tapaði leikunum naumlega til Sydney þegar ákveðið var hvar Ólympíuleikarnir árið 2000 skyldu haldnir. En í ár þykir hún eiga góða möguleika. Fjórar aðrar borgir koma til greina en það eru Toronto, París, Istanbúl og Osaka. Á eftir Peking eru París og Toronto taldar hafa sterkustu spilin á hendi. Ólymp- íuleikar í Peking 2008? Moskva, AP. AFP. Tíbetar, búsettir í Kanada, mót- mæltu því fyrir utan ráðhús Toronto í gær að Peking fái að halda Ólympíuleikana árið 2008.  Ólympíunefnd/26 Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.