Morgunblaðið - 13.07.2001, Page 14
SUÐURNES
14 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ⓦ í Ytri-Njarðvík
Upplýsingar veitir
umboðsmaður á
staðnum, Eva
Gunnþórsdóttir í
síma 421 3475.
SÆDÝRASAFNIÐ í Höfnum hefur
nú verið opið í rúm sjö ár og hefur
safnið verið mjög vinsæll áfanga-
staður erlendra ferðamanna auk
þess sem grunnskólabörn heim-
sækja safnið á veturna og gera þar
verkefni tengd lífríki sjávar. Und-
anfarin ár hafa á bilinu 20-25 þús-
und gestir heimsótt safnið árlega,
en það er eina sædýrasafnið á land-
inu fyrir utan Náttúrugripasafnið í
Vestmannaeyjum.
Í safninu eru lifandi fiskar,
krabbadýr og önnur sjávardýr sem
gestir geta skoðað í miklu návígi. Í
einu keranna eru m.a. steinbítar
sem gjarnar skjóta hausnum upp úr
sjónum og yggla sig fram í gesti,
sem eru varaðir við því að steinbít-
arnir geti bitið fast í fingurna. Þá
má sjá mikilúðlega trjónukrabba,
ígulker, humra, marhnúta, kola,
laxa, lúður og þorska á sundi, svo
eitthvað sé nefnt.
Auk lifandi fiska hefur verið
komið upp fuglabjargi fyrir ofan
eitt keranna þar sem algengir sjó-
fuglar, uppstoppaðir, sitja á syllum
eða svífa yfir höfðum safngesta. Þá
er í safninu færeyskur hval-
veiðibátur sem gefinn var Þjóð-
minjasafninu en er í láni hjá Sæ-
dýrasafninu.
Sædýrasafnið hefur frá upphafi
verið rekið af einkaaðilum og er
Jón G. Gunnlaugsson eigandi safns-
ins. Hann rak þar áður fyrirtæki
sem sérhæfði sig í lúðueldi, þ.e. að
halda lúðum lifandi í kerjum sem
veiddar voru á sjó og selja þær
ferskar. Jón lét útbúa bátana sem
veiddu lúðurnar með kassa sem sjór
flæddi um og þannig komst lúðan
lifandi í land.
„Þá voru þeir að henda ýmsu
óvenjulegu dóti, kröbbum og svo-
leiðis með, og ferðafólk var farið að
stoppa og spyrja um þetta kar.
Þannig kviknaði hugmyndin,“ segir
Jón.
Þá segist hann hafa verið með
stórt húsnæði í gömlu frystihúsi í
Höfnum sem aðeins var notað að
litlu leyti og ákvað Jón því að setja
upp safn í þeim hluta sem ekki var
notaður. Þegar veiðar á lúðunum
drógust saman var sjálfhætt í lúðu-
eldinu þó reksturinn hafi gengið
ágætlega, að sögn Jóns. „Ég var sá
eini sem var þarna í nokkur ár með
ferska smálúðu og hún rataði bæði
inn í Buckinghamhöll og Hvíta hús-
ið. Svo þegar dró úr þessum afla þá
dró ég úr lúðueldinu og seldi aust-
ara húsið og stækkaði safnið í nú-
verandi mynd.“
Reykjanesbær hafnaði
kaupum á safninu
Að sögn Jóns hefur rekstur safns-
ins gengið þokkalega án stuðnings
opinberra aðila og aðsóknin verið
ótrúlega góð miðað við það að safn-
ið hafi nánast ekkert verið auglýst.
Safnið hefur aðallega verið kynnt
fyrir skólum og erlendu ferðafólki
og er opið alla daga ársins, að sögn
Jóns. Það byggist á því að stærsti
viðskiptavinurinn, Kynnisferðir,
kemur með hópa sem fara í hring-
ferð umhverfis Bláa lónið.
„Aðsókn að safninu hefur verið á
bilinu 20-25 þúsund manns á ári,
sem er nú býsna gott því ég man
ekki betur en Þjóðminjasafnið hafi
verið með um 25-30 þúsund gesti
þegar það var opið,“ segir Jón.
Mikið hefur verið lagt upp úr
samstarfi við grunnskóla um heim-
sóknir og verkefnavinnu í safninu.
Safnið útbýr verkefni sem aðgengi-
leg eru á Netinu fyrir kennara og
nemendur sem síðan leysa verk-
efnin í heimsóknum á safnið um leið
og þau kynnast lífverunum. „Þá er
oft mikill atgangur og mikið gam-
an,“ segir Jón.
Nýverið sendi Jón bæjaryfir-
völdum í Reykjanesbær erindi og
bauð safnið til sölu, en bæjarstjórn
hafnaði þeirri ósk að kaupa safnið.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði
að þótt erindi Jóns hefði verið
hafnað sé áhugi á því að finna
leiðir til að koma til móts við
hann, enda safnið mikilvægt
fyrir ferðaþjónustuna. Því
verði gengið til viðræðna um
málið og jafnvel reynt að
finna samstarfsaðila úr röð-
um hagsmunaaðila til að
mynda rekstrar- eða eign-
arhaldsfélag um Sædýrasafn-
ið.
Hluti af safnasvæði
í elsta hluta Hafna
Jón segir að rekstur safns-
ins verði óbreyttur, a.m.k.
fyrst um sinn. Hann segist
helst hafa kosið að Reykja-
nesbær tæki safnið að sér og
aukið yrði við það og safna-
svæði skipulagt í elsta hluta
þorpsins þar sem safnið er til
húsa. „Þarna eru rústir af einu
merkilegasta stórbýli landsins fyrir
einni öld eða svo, Kotvogi sem er
við hliðina á safninu. Þarna var
miklu stærri bær en menn ímynda
sér í dag, með ísgeymslu, mjöl-
geymslu og lýsisvinnslu og öllu
mögulegu. Reykjanesbær hefur nú
haft í hyggju að byggja þetta upp
og þá væri hægt að tengja þetta
safninu og hefði passað vel.“
Á þessu ári fékk Sædýrasafnið í
fyrsta skipti styrk frá fjárveit-
inganefnd Alþingis, 3 milljónir
króna. Að sögn Jóns hefur styrk-
urinn að mestu verið notaður til að
efla fræðsluþátt safnsins og segist
hann vona að styrkurinn verði hér
eftir veittur árlega.
„Ef við fáum þennan styrk getum
við byggt safnið upp á eigin getu.
En það á eftir að koma í ljós hvort
það tekst. Þetta hefur svona rúllað,
ekki skilað arði en nokkurn veginn
staðið undir sér. Þetta væri ekki
hægt nema með þessum mikla
fjölda gesta sem heimsækja safnið á
hverju ári,“ segir Jón.
Sædýrasafnið í Höfnum er vinsæll áfangastaður erlendra ferðamanna
Steinbítarnir eru ófeimnir við að reka hausinn upp og heilsa gestum. Trjónukrabbinn fer jafnan mikinn, rauður og vígalegur á svip.
Steinbítur og
trjónukrabbi
heilla gesti
Hafnir
Það er eins gott að mamma haldi vel í
snáða, sem vill vandlega skoða stein-
bíta og aðrir skrýtna fiska.
Morgunblaðið/Eiríkur P.
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við
stækkun grunnskólans í Garði. Að
sögn Einars Valgeirs Arasonar,
skólastjóra Gerðaskóla, er áætlað
að framkvæmdum við þennan
áfanga ljúki haustið 2002.
Ráðgert er að reisa fjórar
kennslustofur, anddyri og sam-
komusal sem nýtist einnig undir
mötuneyti. Ekki verður lokið við
samkomusalinn í þessum áfanga.
Þá stendur til að nýta viðbótarrými
sem myndast við framkvæmdirnar
undir fimmtu kennslustofuna.
Að sögn Einars eru nemendur
skólans um 220 í tíu bekkjardeild-
um og er stækkun skólans liður í
því að gera hann einsetinn.
„Við búum við mjög mikla þröng
á morgnana og það er erfitt að láta
þetta allt smella saman,“ segir
Einar. Hann segir að eins og sakir
standa séu tveir bekkir síðdegis í
skólanum.
Að sögn Einars var gert ráð fyr-
ir tölvuveri og bókasafni í upphaf-
legum áætlunum en fallið hefur
verið frá þeim hugmyndum að
sinni. Þess í stað verður áfram not-
ast við eldra tölvuver skólans og
bókasafn sem er samnýtt af
hreppnum og skólanum og er í
gamalli kennslustofu í eldri skóla-
byggingunni.
Einar segir hugmyndir að nýju
skólabyggingunni nokkurra ára og
að búið sé að breyta þeim og end-
urbæta á liðnum árum. Hann segir
mikla þörf á stækkun skólahús-
næðisins. Nemendafjöldi skólans
hefur að hans sögn haldist óbreytt-
ur síðastliðin 5 til 7 ár. Til lengri
tíma litið hefur börnum hins vegar
fjölgað í bæjarfélaginu.
Framkvæmdir hafnar við stækkun Gerðaskóla
Liður í einsetningu skólans
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Framkvæmdir við nýja skólabyggingu í Gerðaskóla eru í fullum gangi.
Búið er að steypa sökkulinn undir bygginguna.
Garður
BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur
samþykkt að veita 4,3 milljónir til
endurskipulagningar á stjórnun í
grunnskóla bæjarins. Í erindi Hall-
dórs Ingvasonar skólafulltrúa segir
að með breyttum skóla og nýjum
kjarasamningum hafi álag á skóla-
stjórnun aukist til muna og ná-
grannabyggðarlög og byggðarlög á
Reykjavíkursvæðinu hafa ýmist sett
deildarstjóra við hlið skólastjórn-
enda eða úthlutað ákveðinni upphæð
til skólanna. Halldór segir að með
því að úthluta skólanum ákveðna
upphæð hafi skólastjóri í hendi sér
hvernig hann skipuleggi stjórn-
unina. Að mati Halldórs er eðlilegt
að setja deildarstjóra með ákveðið
stöðuhlutfall og verksvið.
Vægi millistjórnenda aukið
Einar Njálsson bæjarstjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að ákvörð-
un um deildarstjórafyrirkomulagið
hafi verið tekin við upphaf síðasta
skólaárs. Hins vegar hafi dregist að
koma breytingunum í kring vegna
þess að ekki hafi tekist að manna í
stöðurnar. „Við erum ákveðin í því að
taka upp einhverskonar deildar-
stjórakerfi í haust og þessi fjárveit-
ing er til að standa straum af kostn-
aðinum við þá breytingu.“
Bæjarstjóri segir að til að byrja
með verði aukið við ritarastöðu sem
aðstoði skólastjóra og aðstoðarskóla-
stjóra. Ástæðu breytinganna segir
hann að rekja megi til nýgerðra
kjarasamninga og þeirra áhrifa sem
þeir hafi á starf skólastjóra.
„Eitt af því sem skólastjóra er fal-
ið að gera er að deila úr potti milli
kennara sem skólastjórar fengu til
ráðstöfunar eftir því hvernig álag á
kennara breytist frá einu skólaári til
annars. Þetta fyrirkomulag er nýtt
og krefst meðal annars ákveðinnar
vinnu. Þannig að með því að auka
vægi millistjórnenda, hvort heldur í
hinu faglega starfi eða skrifstofu-
starfi, er verið að endurskipuleggja
hutina til þess að stjórnun skólans
gangi eðlilega fyrir sig og skólastjór-
ar hafi yfirsýn yfir sín verkefni,“ seg-
ir bæjarstjóri.
Stjórnunarstöður
grunnskólans í Grinda-
vík endurskipulagðar
Dregið
úr álagi
á stjórn-
endur
Grindavík