Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 15

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 15 VEL hefur gengið að bóka í hefð- bundna sumardvalarflokka í sum- arbúðirnar í Vatnaskógi í Svína- dal. Alls eru tæplega eitthundrað drengir í hverjum flokki, en hver flokkur dvelur í vikutíma í senn. Með feðgaflokkum, hefðbundnum flokkum og unglingaflokki, þá verða um 1400 manns, sem koma í sumarbúðirnar til að dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Mæting í unglingaflokkinn í sumar er óvenju góð, og hefir ekki verið meiri áður – enda und- ir styrkri stjórn Sigurðar sókn- arprests á Hvammstanga – og verða um 90 unglingar á aldr- inum 14 - 17 ára í flokknum. Skógarmenn hafa haldið að sér höndum í sumar, hvað varðar framkvæmdir, þar sem á síðustu árum hafa þeir verið að byggja svefnskála, og sú framkvæmd tekið til sín fjármagn, sem ekki er allt of mikið af í starfsemi sem sumarbúðir eru. Í sumar hefur þó verið unnið að stígagerð, grisjun og skipulagningu skóg- arsvæðisins. Eftir að venjubundnu sumar- starfi lýkur í haust, taka við fermingarbarnanámskeið, þar sem allar helztu kirkjur á höf- uðborgarsvæðinu senda sín ung- menni í Vatnaskóg, og má reikna með um 1800 þátttakendum á þau. Alls 1400 manns í sumarbúðunum Morgunblaðið/-pþ Nokkrar matmæðranna, sem gefa orkumiklum strákum matinn, þær Steffí, Guðrún, Sigga, Halla og Anna Borgarfjörður Metmæting í unglingaflokki í Vatnaskóg í Svínadal ÞAÐ er ekki algengt að hreinkýr beri þegar komið er fram í júlí en kemur þó fyrir. Venjulega bera þær allar í maí og kálfarnir orðn- ir stálpaðir um þetta leyti. Hreinkýrin, sem bar við Kofa- læk á Vesturöræfum á fyrstu dögum júlímánaðar, virðist ekki hafa áttað sig á að hún ætti þenn- an kálf sem þar kom í heiminn og yfirgaf hann. Unir sér vel í fóstri Það verður að telja ótrúlega tilviljun að menn sem voru að vitja grenja á svæðinu skyldu rekast á kálfinn og bjarga honum frá bráðum bana. Þarna beið hans ekkert annað en veslast upp og verða tófu og vargfugli auð- veld bráð að murka lífið úr. Sveinn Pálsson refaskytta bjargaði kálfinum úr klóm rebba og krumma, tók hann í sína vörslu og kom í fóstur hjá góðu fólki sem kann til verka við hreinkálfauppeldi. Þar dafnar kálfurinn vel, er hinn sprækasti og unir lífgjöfinni hið besta. Beið ekkert nema dauðinn Norður-Hérað Móðurlaus síðgotlingur Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins SÍÐAN árið 1990 hefur verið í gangi samstarfsverkefni milli bænda og landgræðslunnar. Tilgangur verkefnisins hefur verið að stöðva rof og þekja land gróðri og gera það not- hæft til beitar. Bændurnir sjá um að vinna verkið en land- græðslan úthlutar fræi og styrkir bændur við áburðar- kaup og veitir einnig ráðgjöf. Starfsmenn landgræðslunn- ar heimsækja þátttakendur reglulega og meta árangur og leiðbeina bændum. Nærri 600 bændur taka þátt í þessu átaki í nærri öllum sýslum landsins. Að sögn Elínar Heiðu Valsdóttur, starfsmanns landgræðslunnar í Vestur-Skaftafellssýslu, er sáð 15 tonnum af húðuðu fræi og tæpum 1000 tonnum af áburði á hverju ári. Áætlað er að bændur séu að vinna að uppgræðslu á um 4000 – 5000 hekt- urum af landi. Það er því ljóst að ávinningur af þessari samvinnu er mikill, landgræðslan gæti aldrei á beinan hátt áorkað þessu með sama fjármagni og fyrir bændurna er þetta bæting og aukning á landi til beitar. Uppgræðsla á 4000-5000 hekturum Fagridalur 600 bændur græða landið 3 ár eru síðan sáð var í þetta rofarbarð og er Ragnhildur Jónsdóttir að bera áburð á rofið nú í sumar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á LEIÐINNI í Skarðsfjöruvitann hefur lengi verið ónýt brú. Hefur þar nú verið byggð önnur ný og hentugri og nógu breið fyrir alla bíla. Er þetta á aðal-fráveituskurð- inum frá byggðinni í Út-Meðallandi. Járnbitarnir eru úr gömlu Hörg- árbrúnni. Ofaníburð gæti vantað við brúna og ekki er fært til sjávar nema fyrir aldrifsbíla. Sveinn Þórð- arsson brúarsmiður í Vík hefur ásamt flokki sínum byggt brúna. Þessi fjöruvegur er mjög vinsæll hjá ferðamönnum. Meðallands- fjörur voru um langan aldur mesti strandstaður landsins og þar er voldugt brim og fallegar fjörur. Nú er lítið um fiskiskip í Meðal- landsbugtinni, nema þegar loðnan fer þar um. Þar var að sjá sem borg væri mikinn hluta af árinu, allt fram yfir 1930. Ljósadýrð um næt- ur en reykir á daginn þegar mokað var á fírana undir kötlum tog- araflotans frá Evrópu, sem fiskaði hér við sandana. En nú sést varla skip og aldrei rekur á fjörurnar brimrotaðan þorsk svo sem áður var. Neðansjávarhraunin meira og minna sléttuð af togveiðarfærum erlendum og íslenskum og lífríkið eyðilagt. Þessi saga hefur gerst kringum allt Ísland, en óvíða jafn áberandi og hér. Og illa hefur fiski- fræðingunum gengið að reikna líf í smáfiskinn, sem hent var í hafið. Tíðarfar hefur verið hér ágætt í vor, áframhald af óvenju góðum vetri. Var sauðgróður kominn í byrjun maí. En eftir miðjan maí kólnaði og dró úr sprettu. Guðni Runólfsson, bóndi í Bakkakoti er búinn að hirða nokkuð af heyi og fleiri munu vera að byrja sláttinn hér í vesturhluta Skaftárhrepps. Ný brú að Skarðs- fjöruvita Morgunblaðið/Vilhjálmur Brúin á Stóraskurði. Hnausum í Meðallandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.