Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 20

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 20
SÍMEON öðrum, fyrr- verandi konungi Búlg- aríu, verður falið að mynda næstu ríkis- stjórn landsins. Petar Stojanov forseti mun fela honum umboðið á sunnudag og fær Sím- eon þá viku til að ljúka verkinu. Flokkur hans, sem kenndur er við leið- togann, fékk 120 af 240 þingsætum í kosning- um 17. júní og á nú við- ræður við flokk tyrk- neska þjóðarbrotsins og núverandi stjórnar- flokk, Samband lýðræð- isaflanna, um stjórnar- myndun. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síð- an Símeon sneri heim úr útlegð sem varði í 55 ár. Konungurinn fyrrver- andi er mikið prúðmenni, nýtur mik- illar virðingar og þykir almenningi sem hann sé líklegur til að láta ekki spillingu viðgangast en hún er mikið vandamál í stjórnmálalífinu. Aðrir efast hins vegar um að Símeon, sem er 64 ára gamall, hafi nægilega reynslu af stjórnmálum til að hafa í fullu tré við aðra leiðtoga Búlgaríu. Hann situr ekki á þingi. Vitað er að Símeon vill endurreisa konungdæmið en í könnunum láta fáir Búlgarar í ljós vilja til þess. „Megi Guð hjálpa okkur og sýna okkur réttu leiðina sem færi öllum velfarnað,“ sagði Símeon í gær á blaðamannafundi. Flokkur hans hefur heitið að binda enda á fátækt, atvinnuleysi og annað sem hrjáir þjóð- ina eftir hrun kommún- ismans fyrir um áratug. Hefur Símeon sagt að ýtt verði úr vör 800 daga áætlun um endur- bætur. Hann vill meðal annars að Búlgaría leggi kapp á að fá aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbanda- laginu og margir vona að hann geti nýtt ýmis sambönd á Vesturlöndum og meðal arabaþjóða til að fá erlenda fjárfesta til Búlgaríu. „Hann er síðasta von Búlgara um að komast upp úr kviksyndi fátæktar og spillingar,“ sagði Alexander Slavtsjev, 44 ára atvinnulaus verk- fræðingur, um tíðindin í gær. Símeon er skyldur Elísabetu Bretadrottningu, hann varð konung- ur aðeins sex ára gamall árið 1943 er faðir hans Boris lést. En þremur ár- um síðar hröktu kommúnistar hann úr landi og fór hann með móður sinni til Egyptalands. Hafði þá verið ákveðið í þjóðaratkvæði að afnema konungsstjórn en talið er að niður- stöðurnar hafi kommúnistar falsað. Sofiu. AP. Símeon, fyrrverandi konungur Búlgara. Símeon mynd- ar nýja Búlg- aríustjórn ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVO virðist sem bílalest Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sé borgur- um landsins til mikils ama og valdi ógnarlöngum umferðarteppum. Dúman, neðri deild rússneska þings- ins, fór þess nýlega á leit við Pútín að slakað yrði á umferðartálmum þegar forsetinn færi um. Það er almenn regla í flestum ríkjum að lokað sé fyrir almenna umferð þegar þjóð- höfðingjar fara um en í tilviki Pútíns þykir hafa keyrt um þverbak. Í stað þess að loka vegum aðeins í þá átt sem forsetanum er ekið er þeim lok- að í báðar áttir og er haldið lokuðum lengi eftir að forsetinn hefur farið hjá. Þingmaðurinn Stanislav Góvorúk- ín, sem lagði ályktunina fram í dúm- unni, lýsti því þegar hann sat svo klukkutímum skipti í bíl sínum ásamt fjölda annarra ferðalanga löngu eftir að forsetinn hafði átt leið um Moskvuborg. Fjöldi manns í Pét- ursborg þurfti svo að eyða nóttinni í bílum sínum þegar Pútín átti þar leið um á dögunum ásamt Thomasi Klestil, forseta Austurríkis. Var öll- um leiðum að ánni Nevu, sem rennur þvert í gegnum borgina, lokað með- an forsetunum var ekið um og voru þær ekki opnaðar á ný fyrr en nokkr- um mínútum áður en öllum brúm var lyft til að hleypa skipaumferð í gegn. Voru brýrnar lokaðar umferð alla nóttina, eins og venja er, og átti fólk- ið því ekki kost á að komast yfir ána og heim til sín. Teppur Pútíns Moskva. AP. CARLA Del Ponte fæddist árið 1947 í Lugano í Sviss. Hún fékk málafærslurétt- indi árið 1972 og vann sem lögmaður í Lug- ano til ársins 1985 þegar hún var skipað- ur saksóknari. Del Ponte fékk fljótlega það orð á sig að vera einörð og óþreytandi í baráttu sinni við lög- brjóta. Hún rannsak- aði tengsl ítölsku Mafíunnar við sviss- neska banka og gekk svo hart fram að út- sendarar glæpasamtakanna reyndu að taka hana af lífi ásamt ítalska rannsóknardómaranum Giovanni Falcone árið 1988. Falc- one, sem var myrtur af Mafíunni árið 1991, lýsti Del Ponte sem „þrjóskunni holdi klæddri“ en þau voru góðir vinir. Ásakaði Boris Jeltsín Sem saksóknari í Sviss átti hún í miklum deilum við bankamenn þar í landi, en Del Ponte vildi koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpasam- tök eins og rússnesku og ítölsku mafíurnar og s-amerískir eitur- lyfjahringir notuðu svissneska banka- kerfið til að stunda peningaþvætti. Hún sakaði Boris Jeltsín, þáverandi forseta Rússlands, um að eiga þátt í skipulagðri glæpastarfsemi og frysti bankainnistæð- ur Benazir Butto þá- verandi forsætisráð- herra Pakistan af sömu ástæðu. Árið 1999 var hún skipaður yfirsaksókn- ari við Stríðsglæpa- dómstólana í Haag og Arusha, en Arushadómstóllinn fjallar um fjöldamorðin sem framin voru í Rúanda árið 1994. Þegar hún tók við embættinu sagði hún að hún hygðist halda áfram á þeirri braut sem hún hefði markað sem saksóknari í Sviss. „Við munum eignast marga óvini, en það er allt í lagi. Til þess erum við hérna.“ Viðbrögð júgóslavneskra stjórn- valda við hertum aðgerðum hennar komu því ekki neinum á óvart. Slobodan Milosevic kallaði hana „hina nýju Gestapo“ og þáverandi utanríkisráðherra Júgóslavíu spáði því að hún myndi sjálf enda á bak við lás og slá. Nauðgun sem stríðsglæpur Mörgum fannst Del Ponte ganga of langt þegar hún lýsti því yfir að skrifstofa hennar væri að rannsaka það hvort Atlantshafsbandalagið hefði framið stríðsglæpi í loftárás- unum árið 1999. Þessu fólki létti að sama skapi þegar hún lét þá rann- sókn niður falla. Dómar hafa fallið í nokkrum mikilvægum málum frá því að Del Ponte tók við saksóknaraembætt- inu. Um mánaðamótin var hæst setti sakborningurinn hingað til, Bosníu-Króatinn Dario Kordic, fundinn sekur um hópmorð. Merkilegri þykir þó dómurinn yfir þremur Bosníu-Serbum sem dæmdir voru í fyrsta stríðsglæpa- málinu sem eingöngu snerist um nauðganir. Voru mennirnir fundnir sekir um að hafa tekið þátt í skipu- lögðum hópnauðgunum í Bosníu. Kunnugir segja merkjanlegan mun á andrúmsloftinu við dómstól- inn frá því að Del Ponte kom þang- að. Del Ponte lýsir sjálfri sér hins vegar sem keðjureykingamanni og saksóknara sem aldrei hafi þjónað neinum nema lögunum. Carla Del Ponte, yfirsaksóknari við réttinn í Haag Carla Del Ponte Þrjóskan holdi klædd KONA skoðar borða á einum blóm- kransanna sem lagðir voru á gröf Hannelore Kohl í fjölskyldugrafreit Kohl-fjölskyldunnar í Ludwigshaf- en, en útför kanzlarafrúarinnar fyrrverandi fór fram frá dómkirkj- unni í Speyer í fyrradag. Frú Kohl stytti sér aldur í síðustu viku, en hún þjáðist af sjaldgæfu sólar- ofnæmi á háu stigi. Auk ekkilsins Helmuts Kohls, sona þeirra tveggja og fjölskyldna þeirra fylgdu þús- undir manna Hannelore Kohl til grafar, en fráfall hennar fékk mjög á flesta Þjóðverja. Viðstaddir útför- ina voru m.a. Gerhard Schröder kanzlari, Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, Hans-Dietrich Genscher, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands og núverandi forystumenn þýzku stjórnmálaflokkanna. AP Hannelore Kohl syrgð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.