Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 25 Hönnun List Gullsmiðir Í MORGUNBLAÐINU hinn 13. júní sl. birtist grein þar sem ég benti á nokkra vankanta á umhverfismati Reyðaráls. Þegar sú grein var skrif- uð hafði ég ekki í hyggju að koma af stað ritdeilu við norska verkfræðinga en þegar Leif Ongstad, yfirverk- fræðingur tæknideildar Hydro, svarar mér í grein sinni hinn 20. júní sl. verð ég að óska eftir frekari röksemda- færslu frá honum. Grein mín bar yfir- skriftina „Áhrif skauta- smiðju á Reyðarfirði óljós“. Þar gagnrýndi ég nokkra þætti sem snúa að fyrirhugaðri skautasmiðu Reyð- aráls. M.a. benti ég á að ákveðinn þáttur PAH (fjölhringa arómatísk kolefnissam- bönd) mengunar væri ómetinn. Í kjölfar greinar minnar hefur Ongstad lagt mat á þennan þátt og kemst að þeirri niðurstöðu að hann muni hafa hverfandi áhrif miðað við það PAH sem berst út um útrás ál- versins. Ég vil þakka Ongstad fyrir að hafa með þessu varpað skýrara ljósi á umhverfisáhrif skautasmiðj- unnar á Reyðarfirði. Um leið vil ég benda á að Beyer einn af helstu vís- indamönnum Norðmanna á sviði PAH-rannsókna telur að almennt beri að gera grein fyrir þáttum sem þessum í mati á umhverfisáhrifum. Loftborið eður ei Í Straumsvík eru ýmsir sem losa PAH, s.s. álverið, umferðin og á síð- ari árum malbikunarstöð. Ongstad dregur í efa túlkun Guðjóns Atla Auðunssonar hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins á niðurstöðum rannsókna sem þar hafa farið fram. Ongstad segir: „Í rannsóknum í Straumsvík er loftborið PAH-efni nefnt sem líkleg uppspretta PAH- efna í kræklingi. Röksemdir fyrir þeirri tilgátu eru hins vegar tak- markaðar og aðrar skýringar eru allt eins hugsanlegar og jafnvel mun lík- legri.“ Ég ætla ekki að dæma um hvort röksemdir Guðjóns Atla séu takmarkaðar en ég ætla að rekja þær í stuttu máli. (1) PAH sem mælist í kræklingi við Straumsvík má að langmestu leyti rekja til bruna (pyrogenic) en ekki til olíu (petrogenic) eins og við mætti búast ef t.d. olíusori úr höfninni væri megin uppsprett- an. (2) Í búrkræklingi er styrkur PAH við gaml- ar flæðigryfjur hærri en við nýjar flæðigryfj- ur. Í kræklingi úr fjöru við kerbrotagryfjurnar er þessu öfugt farið. Ef flæðigryfjurnar væru megin uppsprettan væri slíkt ósamræmi ólíklegt. U.þ.b. mánuð- ur leið á milli sýnatöku búrkræklings og fjöru- kræklings. (3) PAH-styrkur í búrkræklingi úr u.þ.b. 500 metra fjarlægð frá ströndinni er hærri en í fjörukræklingi við flæði- gryfjurnar. Ef mengunin væri ekki loftborin heldur væru flæðigryfjurn- ar megin uppsprettan væri þessu lík- lega öfugt farið sökum gríðarlegrar þynningar á 500 m ferðalagi í sjó. (4) Dreifing styrks í búrkræklingi var samfellt hækkandi frá yngstu gryfjunni að þeirri elstu. (5) Dreifing einstakra PAH-efna er mjög áþekk fyrir búrkræklinginn annars vegar og fjörukræklinginn hins vegar en síðri milli búrkræk- lings og fjörukræklingsins. Vissulega eru vísindin full af efa- semdum en minna er um einhlítar sannanir og frekari rannsókna er þörf ef ganga á endanlega úr skugga um hvaðan og hvernig PAH-ið berst í lífríkið. Mér er ekki kunnugt um hvaða aðrar skýringar Ongstad er að vísa til sem líklegri en að um loftbor- ið efni sé að ræða, en tel þó víst að hann hafi góð rök að baki og þætti mér fróðlegt að sjá þau. Besta fáanlega tækni? Í fyrri grein minni benti ég á að ítarlegri hreinsun á útblæstri raf- skautasmiðju myndi draga úr PAH- og SO2-útblæstri og bæta loftgæði. Umrædd tækni byggist á: (1) þurr- hreinsun – (2) vothreinsun – (3) hreinsun á frárennsli frá vothreins- un. Ég er ekki einn um þá skoðun að meta hefði átt þennan kost. Veður- stofa Íslands hefur sent Skipulags- stofnun athugasemd þar sem m.a. var fjallað um þetta. Þar segir: „... virðist sem koma mætti útblæstri SO2 niður fyrir 1 kg fyrir hvert framleitt tonn áls. Hér er því um mjög góða hreinsitækni að ræða. Við að bæta vothreinsun við hreinsivirki rafskautaverksmiðju vinnst einnig mikilsverð minnkun á útblæstri PAH frá álverinu, en því fylgir því miður aukning á flutningi PAH-efna til sjávar. Kynni því að þurfa að kanna hreinsun frárennslis frá raf- skautaverksmiðju.“ Þess má geta að þynningarsvæði á landi markast að verulegu leyti af út- blæstri PAH og SO2 skautasmiðj- unnar og er því til einhvers að vinna með því að draga úr honum. Ongstad hafnar vothreinsibúnaði og hefur fyrir því ýmis rök, sum góð en önnur léttvægari. Af góðum rök- um má nefna að hann telur að Reyð- arál muni án þessarar tækni uppfylla ströngustu kröfur sem þekkjast. Jafnframt lýsir hann því yfir að verði raunin önnur muni Reyðarál grípa til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta. Þetta eru haldbær rök og virðing- arvert hugarfar sem kemur fram í síðari setningunni. Af léttvægari röksemdafærslu má nefna að hann segir að vothreinsun sé fyrst og fremst notuð til þess að draga úr SO2-útblæstri. Vísindamaðurinn Beyer nefnir vothreinsun, með hreinsun á fráveituvatni, sem al- genga aðferð til þess að draga úr PAH-mengun. Að lokum vil ég benda lesendum á að greinar okkar Ongstads og yfir- lýsingu Beyers er að finna á heima- síðu Landverndar. Bergur Sigurðsson Ál Hydro dregur í efa, segir Bergur Sigurðs- son, álit íslenskra vísindamanna. Höfundur er umhverfisefna- fræðingur. BREIÐFYLKING er mynduð gegn blómstóði miðhálendisins. Trukkar fara gegn eyrarrós og fjallasmára. „Vesalings sóley, sérðu mig, sofðu nú vært og byrgðu þig,“ orti Jónas um þrenning- argrasið. Þær ljóðlínur hafa nú verið gerðar hlá- legar. Sjö ferkílómetra gróðurvin skal drekkt við Norðlingaöldu. Einu gildir hvort það er innan friðlands eða utan. Mik- ilvægustu gróðursvæð- um hálendisins á að breyta í drekkingarhyl. Fylgjendur þess telja fram í blöðum að örfá prósent hálend- isins færu undir miðlunarlón. Þeir þegja yfir að saman fer að gróður vex í lægðum og að þær eru hentug uppi- stöðulón. Gnúpverjar, nágrannar Lands- virkjunar, héldu fund í vor. Þeir eru seinþreyttir til vandræða, en er nóg boðið. 3/4 þeirra sameinast gegn virkjun. Megavattapáfarnir hrópa upp um umhverfisverndaröfgar ef hlífa á gróðurvin. Gnúpverjar verða ekki sakaðir um slíkt. Þeir eru duglegir at- hafnamenn og vilja að hjól atvinnuvélarinnar snúist, en eru ekki sammála öðrum um hverju megi fórna. Sigríður í Brattholti var úr þarnæsta hreppi. Þeir virðast skyldir henni. Hverju er fórnað? Gnúpverjar hafa horft á eftir Tröll- konuhlaupi og Þjófa- fossi, þriðjungi af Dynk og Gljúfurleitar- fossi, þurfa að líkind- um að sjá á eftir seinna því sem eftir er af þeim, tveim þriðju af Hagaey, Gálgaklettum, Kjálkaversfossi og Búða öllum, ásamt þó nokkru af lág- lendi Þjórsárvera, þótt klifað sé á að einungis 1% friðaðs svæðis hverfi undir vatn með fyrirhugaðri vatns- hæð. Dynkur hefur misst um 33 tonn/s af upphaflega um 130, sem er nærri sama vatnsmagn og í Gullfossi. Að auki eru fossarnir tveir áþekkir, með fjölbreytilegri aukaskreytingu sem hinn hæsti höfuðsmiður lætur sér einum koma í hug. Hann gefur (gaf) Gullfossi ekki eftir í magnþrungnum áhrifum. Menn hafa viljað fórna hon- um og látið fylgja þau orð að 1 % þjóðarinnar hafi séð hann. Nú þegar getur hver sem vill séð Dynk. Menn vita einungis ekki af honum. Hefði Gullfoss verið á afskekktu svæði há- lendisins, og við af þeim sökum virkj- að hann, af því að fáir hefðu séð hann! Rangæingamegin má telja, að ver- ið er að sökkva Þóristungum. Ár- mótafoss er farinn, Hrauneyjafoss, Köldukvíslarbotnar fóru undir ná- hvítan jökulleir fyrir aðeins 14 mega- vött. Finnst ekki einhverjum mál að linni? Land og þjóðerni Áætlanir um Þjórsárver og Kára- hnjúka eru goðgá sem fáránlegt er að stjórnvöld í ríki siðmenningar hafi á prjónunum. Annar eins habítur við að eyðileggja náttúruverðmæti hefur ekki þekkst síðan á dögum Stalíns í Sovétríkjunum. Alþingi gæti eins lagt af íslenskt þjóðerni með sam- ræmdum aðgerðum og samþykkja áætlanirnar. Þjórsárver áttu að vera frágengið mál, þökk sé því að útlend- ingar með siðaðri hugsunarhátt en ís- lenskir virkjunarsinnar hjálpuðu þeim heimamönnum er vörðu verð- mætin. Engu skiptir þótt 1% friðaðs svæðis lendi undir tilvonandi lóni. 7 ferkílómetra gróðursvæði neðan frið- aða svæðisins eru jafn mikilvæg og innan þeirra. Svæðið er heild sem rofnar með lóninu sem ráðgert er. Þessi mál snúast um þjóðerni vort. Þjóðerni mótast af hvers kona landi þjóð býr í. Þjóðerni er sjálfsvitund. Hún fer eftir tungu, menningu og náttúru heimasvæðis. Áætlanir um eyðileggingu á perlum hálendisins vega að rótum menningar okkar, flýta fyrir þeirri þróun að við verðum enskumælandi vinnudýr ofurseld al- þjóðafjármagni. Í því sambandi skiptir t.d. engu hver sé arðsemi Kárahnjúkavirkjunar. Öllu skiptir þar, að ein meginperla hálendisins er eyðilögð endanlega. Reynslan af Auðkúluheiði sýnir að ekkert kemur í stað upprunalegs lands, sé því sökkt undir jökulkorg. Finnist einhverjum þetta stór orð, má benda á að vopnin í baráttuna fyr- ir sjálfstæði voru sóttu menn á tvo staði. Í ást á fornbókmenntum vorum og ást á náttúru landsins. Þau vopn dugðu. Vetnisvæðingin Vart getur um slíka samstöðu um stórmál meðal þjóðarinnar eftir lýð- veldismálið og landhelgismálið. Einu verður ekki nógsamlega hamrað á þegar virkjanir hálendisins ber á góma. Ekki verður betur séð en geyma þurfi virkjunarkosti sem sátt verður um til að nota þá við vetnis- framleiðsuna. Með tilvonandi stór- samningum um orkuafhendingu ald- arfjórðung eða svo fram í tímann erum við að skjóta okkur í fótinn. Miðað við væðingu bíla- og fiskiskipa- flota þarf um 550 MW til þessarar framkvæmdar. Samkvæmt tímaáætl- un þarf þessa orku til vetnisvæðing- arinnar áður en losnar um samninga við álrisana. Orka í þessu magni er ekki fyrir hendi nema farið sé í virkj- un Síðuvatna, e.t.v. með vatnsvegi úr Skaptá um Langasjó niður í Þjórs- árvirkjanir. En við þurfum verulega meira en þessi 550 MW. Orkuþörf flutningakerfisins vex ört. Jarðhiti, sem er miklu umhverfisvænni kostur gæti bjargað okkur í kreppu sem við lentum í. En ekki er öruggt að hann verði virkjanlegur í því magni sem þarf til, né virkjun hans verði nógu hagkvæm. Ending þeirrar orku er ekki örugglega þekkt. Hvað er til ráða? Ekki verður betur séð en með samningum við álrisa umfram þá sem hafa verið gerðir, séum við, auk óafturkallanlegra spjalla á megin- perlum náttúru vorrar, að koma í veg fyrir eitthvert mesta heillaspor sem getum stígið á næstu áratugum, þ.e. vetnisvæðinguna. Það er að minnsta kosti verið að taka áhættu hvað hana varðar. Nema svo sé að jarðhitavirkj- un gangi snurðulausar en nú lítur út fyrir, verði ódýrari og orkan stöðugri en trygging hefur fengist fyrir. Fuglasöngurinn sem hverfur af há- lendinu er aðeins tákn þess tjóns er fjallasmárinn, brekkusóley Jónasar, ferðamennskan og þjóðlífið bíður. Ljóð Gríms um að fljót duni á flúðum og foss í klettaskoru hefur ekki leng- ur lag. Ísland verður laglaust. Þjórsárver, Kára- hnjúkar, orkustefna Egill Egilsson Umhverfismál Með tilvonandi stór- samningum um orku- afhendingu aldarfjórð- ung eða svo fram í tímann, segir Egill Egilsson, erum við að skjóta okkur í fótinn. Höfundur er eðlisfræðingur. Áhrif skautasmiðju á Reyðarfirði ljósari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.