Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í STJÓRNARTÍÐ SpánverjansSamaranch hefur hann breyttIOC úr óburðugu og fjár-snauðu sambandi áhuga- mennskunnar í voldugt fyrirtæki sem veltir milljörðum dollara á ári. Samaranch var kjörinn forseti átakalaust og hlaut vænan meiri- hluta í fyrstu umferð kjörsins en nú keppa fimm um hlutverkið og úrslit- in þykja tvísýn. Deilur hafa risið varðandi staðarval næstu leika sem ræðst í dag en allt þykir benda til þess að Peking verði fyrir valinu, sem mun vera Samaranch að skapi. Getur hann andað létt því bandarísk stjórnvöld beita sér ekki í málinu. Og ef eitthvað er leggja þau velþóknun sína við að Kínverjar fái leikana. Þótt nefndarmönnum í Alþjóðaól- ympíunefndinni hafi í öndverðu ver- ið bannað að lýsa stuðningi við ein- hvern frambjóðandann og þeim síðarnefndu verið meinað að heyja öðru vísi kosningabaráttu en afla sér fylgis með einkasamtölum eða per- sónulegum bréfaskriftum til IOC- fulltrúa, hefur frá upphafi legið fyrir að keppnin um stöðu eftirmanns Samaranch, valdamesta embættis íþróttanna, stæði milli þriggja manna. Belgíska bæklunarskurð- læknisins Jacques Rogge, sem verið hefur forseti Evrópusambands ól- ympíunefnda frá 1989, kanadíska lögmannsins Dick Pound og suður- kóreska auðkýfingsins Kim Un Yong. Enginn hefur botnað í fram- boði bandarísku blökkukonunnar Anitu de Frantz eða ungverska sendiherrans Pal Schmitt sem bæði eru talin falla strax úr leik og það at- kvæðafá. Nýr forseti IOC verður ekki sá patríarki sem Samaranch hefur ver- ið og mun ekki hafa þau tök á nefnd- inni sem hann hefur haft. Í fyrsta lagi, og sem bein afleiðing spilling- armálanna sem tengdust staðarvali vetrarleikanna á næsta ári, sem fara fram í Saltsjóstað (Salt Lake City) í Bandaríkjunum, verður nýr forseti kosinn til einungis átta ára, með þeirri undantekningu þó að leyfi ald- ur það getur hann sótt um eina fjög- urra ára framlengingu. Því verður enginn lengur forseti IOC en 12 ár í framtíðinni. Styrkur Rogge að eiga enga óvini Jacques Rogge hefur sér til ágæt- is að vera flugmæltur á fjölda tungu- mála og þykir hafa vaxið með hverju verkefninu sem hann hefur séð um fyrir IOC frá því hann var kjörinn í nefndina 1991, en Samaranch hefur falið honum sífellt meiri ábyrgð og vandasamari verkefni af þeim sök- um. Hann þykir háttvís, lipur og nærgætinn og hefur á sér það orð að geta leyst deilur svo að allir fari sátt- ir frá borði. Hefur og leyst margar slíkar í sérstöku umboði Samaranch sem vill helst sjá hann sem eftir- mann sinn. Nýtur Belginn stuðnings mikils meirihluta evrópskra IOC- fulltrúa sem eru 58 af 122. Óvíst er hins vegar um stuðning við hann ut- an álfunnar. Styrkur Rogge er þó að hann á sér enga óvini. Öðru gegnir um Dick Pound, sem setið hefur í IOC frá 1978 og er þakkað að stórum hluta þær gríð- arlegu sjónvarpstekjur sem IOC nú nýtur. Sem yfirmaður markaðsmála nefndarinnar hefur hann verið aðal- driffjöðrin við að færa IOC úr ör- birgð í auðlegð og nýtur viss stuðn- ings fyrir að beita sér fyrir því á sínum tíma að hluta af auðnum hefur verið deilt til ólympíunefnda ein- stakra ríkja og alþjóðasambanda. En Pound þykir hranalegur og borg- inmannlegur á leið til aukinna áhrifa innan Alþjóðaólympíunefndarinnar hefur hann eignast óvini. Ekki síst sem aðalstjórnandi innanhússrann- sóknar IOC á spillingarmálunum í Salt Lake City fyrir tveimur árum en þar lenti hann í útistöðum við fjölda IOC-fulltrúa, ekki síst við mótframbjóðanda sinn nú, Kim Un Yong, sem hlaut alvarlega áminn- ingu í því sambandi. Rýrir framboð Kims möguleika Pounds? Kim er fyrsti Asíumaðurinn sem býður sig fram til forseta Alþjóðaól- ympíunefndarinnar. Fari hann ekki með sigur af hólmi þykir þessi kæni stjórnmálamaður líklegur til að geta a.m.k. haft áhrif á úrslitin. Með framboði hans gefst IOC-fulltrúum, sem það kjósa, tækifæri til að snupra Pound en rannsókn hans vegna Salt Lake leiddi til þess að sex nefndar- menn voru settir úr IOC og fjórir aðrir neyddir til afsagnar. Auk þess sem meðlimir voru sviptir því sem þótt hefur hvað eftirsóknarverðast við að vera fulltrúi í IOC; heimsókn- unum til borga sem sækjast eftir ól- ympíuleikum og þeim vellystingum sem því hefur fylgt. Kim hefur þrá- faldlega haldið fram sakleysi sínu í spillingarmálinu en bæði það og ald- urinn – hann stendur á sjötugu – er talið vinna gegn honum. Kim var tekinn inn í Alþjóðaól- ympíunefndina 1986 og er einna helst eignað velheppnað leikahald í Seoul 1988. Hann er formaður ól- ympíunefndar Suður-Kóreu, einnig Alþjóðakvondósambandsins og loks Heimssambands alþjóðasérsam- banda (AISF). Kim sækir í krafti þess ákveðinn styrk og stuðning til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku en hann hefur verið iðinn við að leggja íþróttum í þessum heimsálfum lið og þaðan er nær helmingur IOC-full- trúa. Fæstir telja hann eiga sigur mögulegan og John MacAloon, ól- ympíusagnfræðingur og prófessor við Chiacago-háskóla, sem sat í um- bótanefnd IOC fyrir tveimur árum, segir kjör hans jafngilda uppgjöf og gjaldþroti hreyfingarinnar. Kim hefur freistað þess að afla sér atkvæða með því að segjast vilja leyfa á ný heimsóknir til borga sem sækj- ast eftir ólympíuleikum. Bæði Rogge og Pound telja slíkt afturhvarf ekki koma til greina og boða báðir frekari umbætur á ólympíuhreyfingunni, en spurningin er hvort samtökin séu þeirra megnug. Varðandi framtíðar- sýn sína segir Rogge að ljóst hafi ver- ið á leikunum í Sydney að umfang ól- ympíuleikanna væri orðið of mikið og mótshaldið svokostnaðarsamt að til dæmis væri útilokað fyrir afrískar eða suður-amerískar borgir að láta sig dreyma um að reyna að halda þessa mestu íþróttahátíð heims. Við verðum að skera leikana upp og fara ofan í saumana á kostnaðinum, segir skurðlæknirinn sem varð heims- meistari í skútusiglingum og ólymp- íukeppandi, en hann ætlar að leggja lækningar á hilluna verði hann kjör- inn forseti IOC. Undir þetta sjónar- mið hefur Pound, samveldismeistari í sundi 1960 og ólympíukeppandi, tek- ið. Talið er að Rogge fái um 50 at- kvæði í fyrstu umferð, Kim 37–40, Pound 20 og Schmitt og DeFrantz afganginn, eða innan við 20 samtals. Í þeirri næstu sé þess að vænta að staða Pounds styrkist en óv hver fellur úr þegar kosi milli Rogges, Kims og Flestir telja þó að loka verði á milli Rogges og ann þeirra Kims eða Pounds. Nýs forseta bíður minnka ólympíuleik Margur vandi bíður ný IOC, ekki síst stærð óly anna. En hvernig verður skorið öðruvísi en að það við kaunin á sumum alþjóð bandanna. Meirihluti IOC vill og leyfa heimsóknir á ný sem vilja halda leikana ströngu eftirliti. Er það þess að trúverðugleiki hr innar rýrni enn frekar? A umbótanefndarinnar í hit sem Henry Kissinger, fyr utanríkisráðherra Banda stýrði, hefur fulltrúum manna verið fjölgað í IOC inn getur þó áfram útnefnt skjólstæðinga til setu í n Sem hefur m.a. leitt til æpa fræðilegs ójafnaðar. Þann nefndarmenn í IOC frá Svis sér, en Asía, Afríka og Su eríka eiga 51 fulltrúa í henn ans. Þykir sýnt að kröfur breytingar í átt til meiri jafn Þegar Samaranch tók við ólympíunefndinni átti hún hálfa milljón dollara á ban er öldin önnur, þar hvíla m Svo miklir eru sjóðirnir að þ aranch hafi í auknum mæl peningum þykir hann ekki h nógu ósínkur á þá. Auki mun því færast í kröfur al sambanda og þjóðarólymp um meiri skerf af kökunn nýr foseti að ákveða hverni unum skuli skipt. Þá er tæplega við sams k ingu að búast innan IOC e inn í Moskvu um helgina Tekist á um ólympíuleikana 2008 o Kínverji hjólar framhjá Ólympíunefn Þing Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) í Moskvu um helgina markar þáttaskil í starfsemi hreyfingarinnar, skrifar Ágúst Ásgeirsson, en Juan Antonio Samaranch lætur þá af starfi forseta samtakanna. ÁSTANDIÐ Í MIÐBORGINNI Ástandið í miðborg Reykjavík-ur er á stundum sorglegt.Þeir sem þangað leggja leið sína verða að horfa upp á fólk á ver- gangi í misjöfnu ástandi er gjarnan hópast saman með tilheyrandi há- reysti og jafnvel ryskingum. Dæmi eru um, að óreglufólk leggi leið sína inn í verslanir eða á veitingastaði og ógni viðskiptavinum og starfsfólki. Eftir flestar helgar berast fréttir af hrottalegum ofbeldisverkum er oft hafa verið framin að tilefnis- lausu. Ef rölt er um miðborgina að morgni laugardags eða sunnudags ber hún atburðum næturinnar glöggt vitni. Götur eru þaktar rusli, glerbrot þekja gangstéttir og oft má sjá brotnar rúður. Þetta ástand er óviðunandi. Í nýrri skýrslu samstarfshóps um miðborgarmál kemur fram að of- beldisverk í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík voru tvöfalt fleiri en tíu árum áður. Talið er að 30–40 manns séu á vergangi í borginni. Það sem af er þessu ári virðist hlutfall alvar- legra líkamsárása enn vera að aukast. Því er haldið fram að dregið hafi úr löggæslu í miðborginni. Þeg- ar lögreglan var fjölmennust í mið- borginni á árunum 1995–1997 voru 20–22 lögreglumenn á vakt er veit- ingahús lokuðu um nóttina og fólk streymdi út á götur. Nú telur mið- borgarvakt lögreglunnar 13 manns um helgar. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða, að bein tenging sé á milli fjölda lög- reglumanna og fjölda ofbeldisverka, líkt og fulltrúi lögreglunnar í sam- starfshópnum hefur bent á. Hins vegar hlýtur þessi þróun að vera al- mennum borgurum áhyggjuefni. Veitingahúsum í miðborginni hef- ur fjölgað mikið síðustu árin og er það stundum nefnt sem ein af ástæðum miðborgarvandans. Á móti má segja að það eru ekki vínveit- ingahúsin sem slík sem eru vanda- mál heldur gestir þeirra. Hefur þeim fjölgað jafnmikið og vínveit- ingahúsum eða er ástæða miðborg- arvandans einhver önnur? Reykja- vík er að mörgu leyti orðin að lifandi borg, með fjölskrúðugu og auðugu veitingahúsalífi. Þótt þetta hafi sína kosti má skemmtanahaldið ekki verða eftirlitslaust og taumlaust. Þeir sem fá leyfi til að reka veit- ingahús í miðborginni verða að axla ábyrgð rétt eins og aðrir. Í skýrsl- unni kemur fram að lögreglumenn telja sig verða fyrir aðkasti fari þeir inn á þá staði þar sem talið er að fíkniefnasala og vændi fari fram. Er hægt að líða rekstur í miðborginni þar sem aðstæður eru slíkar? Það hefur verið talið sjálfsagt að fólk geti velst um miðborgina ofurölvi og ábyrgðarlaust fram undir morgun. Þessi íslenska „skemmtanamenning“ á sér langa sögu og er í sjálfu sér ekkert nýtt. Henni verður heldur ekki breytt á einni nóttu með nýjum reglugerðum. Sú aukna harka sem er að færast í ofbeldið gerir það hins vegar að verkum að þetta er ekki hægt að láta átölulaust öllu lengur. Það er frumskylda yfirvalda að tryggja eignir og líf borgaranna. Þar verður að leita nýrra leiða. Ef ákveðin tegund vínveitingahúsa er talin ógna almennu öryggi borgar- anna verður að færa hana úr mið- borginni eða leggja niður. ÞORSKELDI Áhugi er vaxandi á þorskeldi hér álandi Til þess liggja augljósar ástæður. Þegar litið er yfir margra áratuga tímabil hefur dregið úr þorskafla á sama tíma og eftirspurn eftir fiskafurðum fer stöðugt vax- andi. En jafnframt fer ekki á milli mála, að samkeppnisstaða okkar á heimsmörkuðum gagnvart t.d. Norð- mönnum mun versna mjög ef við náum ekki jafngóðum tökum á þorsk- eldi og þeir. Ekki er komin mikil reynsla af þorskeldi á Íslandi. Norðmenn eru komnir mun lengra á því sviði. Í sam- tali við Morgunblaðið nýverið kom fram í máli sjávarútvegsráðherra Noregs, Ottos Gregussens, að ljóst væri að aukið eldi muni skila meiri fiskframleiðslu. Er jafnvel talað um að innan 10–15 ára verði hægt að ala fleiri hundruð þúsund tonn af þorski í Noregi. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kom fram að nemendur í sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri, hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að miðað við aðstæður í dag væri ekki arðsemi af þorskeldi. Til þess þurfi afurðaverð að hækka um 25–30%. Hins vegar megi búast við að verði þróun í þorskeldi með svipuðum hætti og í laxeldi, lækki framleiðslu- kostnaður verulega á næstu árum. Fyrstu spor í laxeldi hér á landi sem og annars staðar voru ekki auðnuspor en þar hefur margt breyst. Lax, sem áður var lúxusvara, er hversdagsfæða og neyslan hefur aukist gríðarlega. Nú er svo komið að varla er hægt að kaupa villtan lax. Engin ástæða er til að vænta ann- ars en að aukið framboð af þorski geti komið markaðnum vel. Auðveldara verður að ná jafnvægi framboðs og eftirspurnar og um leið stuðlað að aukinni neyslu á hollri fæðu án þess að um ofnýtingu fiskistofna sé að ræða. Það er mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga að fylgja þessari þróun eftir og byggja upp þorskeldi á Íslandi. Við höldum ekki stöðu okkar á er- lendum fiskmörkuðum án þess. Við getum ekki setið eftir á meðan helztu keppinautar okkar þróa upp nýja at- vinnugrein á borð við þessa. Hér þarf að koma til skýr stefnumörkun yfir- valda og á grundvelli hennar þarf að skapa þeim, sem eru tilbúnir til að leggja í áhætturekstur á þessu sviði, viðunandi rekstrarskilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.