Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
vers vegna höfnuðu
Írar því í þjóð-
aratkvæðagreiðslu
að Evrópusam-
bandið skuli
stækkað?
Var það vegna þess að þeir
komust að þeirri niðurstöðu, eftir
mikla yfirlegu, að ef bætt væri
við einhverjum fyrrverandi aust-
antjaldsríkjum með vafasaman
kommúnisma í fortíðarskápnum
gæti það leitt til minnkandi hag-
sældar í þeim ríkjum sem nú
þegar eru í sambandinu?
Eða var það vegna þess að
eftir mikla yfirlegu og kalt mat á
innbyrðis hlutfalli raunverulegr-
ar valdauppbyggingar innan ráð-
herraráðs sambandsins – að
sjálfsögðu
með tilliti til
fyrri yfirlýs-
inga fram-
kvæmda-
stjórnar þess
um vænt-
anlega formennsku Belga í ESB
– gerðu írskir kjósendur sér
grein fyrir því að það væri að svo
búnu ekki til framdráttar sam-
bandinu í heild að það verði
stækkað í þessum áfanga sam-
runaferlisins, sem stýrt er af
framkvæmdastjóra Evrópuþings-
ins?
Eða ætli geti verið að Írar hafi
sagt nei vegna þess að þeir vildu
ekki vera að segja já við ein-
hverju sem þeir gerðu sér grein
fyrir að þeir vissu lítið sem ekk-
ert hvað var?
Þessi síðasttalda skýring er
reyndar líklegust í ljósi niður-
staðna úr nýlegum skoðanakönn-
unum meðal íbúa í ríkjum sem
eru í ESB. Að því er segir í frétt
frá AP finnst flestum Evrópu-
búum þeir vita harla lítið um fyr-
irhugaða stækkun sambandsins,
og að þeir fái ekki mikið af upp-
lýsingum um þessa fyrirætlan.
Og mikill meirihluti, eða um 60%,
kveðst lítt upplýstur um evruna,
sem á að taka við sem gjaldmiðill
í nokkrum Evrópuríkjum í byrj-
un næsta árs.
Er nema von að frammámenn í
sambandinu láti sér detta í hug
að kannski eigi það við ímynd-
arvanda að etja? En hvað er til
ráða? Ekki gengi að fá auglýs-
ingamenn frá Bandaríkjunum til
að skipuleggja upplýsinga-
herferð.
Þá mætti kannski prófa annað,
það er að segja að gera alla um-
fjöllun um sambandið skiljanlega.
Eins og staðan er núna lítur ESB
út fyrir að vera stórt embættis-
mannafjall, algerlega ókleift fólki
sem ekki kann nákvæm skil á öll-
um stóru hugtökunum og getur
ekki fótað sig í orðaslyddu emb-
ættismannamálsins.
Hér á Íslandi eru margir
þeirrar skoðunar að best væri að
við yrðum sem fyrst aðilar að
sambandinu. En svo eru líka
margir Íslendingar fullir efa-
semda um ágæti þess. Það eru
þeir fyrrnefndu, Evrópusinn-
arnir, sem eiga á brattann að
sækja, því að þeir vilja breyta
ríkjandi ástandi (það er alltaf erf-
iðara en að viðhalda því sem er)
og þeim er vandi á höndum. Ekki
bara pólitískur, heldur kannski
umfram allt málfarslegur.
Margir hafa pólitískar efa-
semdir um ESB, en þeir eru líka
margir sem eru á móti því að
rokið verði í sambandið, einfald-
lega vegna þess að þeim finnst
þeir vita næsta lítið hvað um er
að ræða. Það geta verið nokkrar
ástæður fyrir þessum upplýs-
ingaskorti. Kannski er þetta bara
fólk sem getur ekki eða vill ekki
setja sig inn í stjórnmál (og þá
getur það bara sjálfu sér um
kennt, ekki satt?); kannski er
þetta vegna þess að upplýsingar
liggja ekki fyrir. En það er mikið
til af upplýsingum um Evrópu-
sambandið. Þess vegna kviknar
sá grunur að upplýsingaskortur
stafi af því að Evrópusambandið,
sem kerfi, er næsta óskiljanlegt.
Þótt maður reyni að ná þar
áttum er þetta eins og að lenda í
hinum illræmda kansellístíl sem
Íslendingar hvekktust á hér á
öldum áður. Hann átti einmitt
rætur sínar í evrópskri stjórn-
kerfishefð og virðist nú vera að
spretta þar upp á ný eins og ill-
gresi sem ekki tókst að uppræta
heldur sat eftir djúpt í moldinni
og rýkur upp þegar aðstæður
verða aftur hallkvæmar.
Íslenskir Evrópusinnar eiga
því um tvennt að velja, vilji þeir
vinna til fylgilags við sig þá sem
finnst Evrópusambandið óskilj-
anlegt og flókið embættis-
mannavölundarhús. Annar kost-
urinn er að gera það skiljanlegt.
En það er ekki nóg að búa til
kórrétt íslensk orð fyrir allan
hugtakaflauminn. Líklega þyrfti
fyrst og fremst að einfalda kerf-
ið, og eins og menn vita eru
svona kerfi gjörn á að verjast
með kjafti og klóm öllum grisj-
unartilraunum, líkt og ösp sem
sendir rótarskot í allar áttir verði
hún fyrir árás. Því er sennilega
vonlaust að ESB verði nokk-
urntíma skiljanlegt öðrum en
embættismönnum.
En eiga þá Evrópusinnar á Ís-
landi einskis úrkosti? Jú, þeir
geta nýtt sér mjög sterkan þráð í
íslenskri þjóðarsál, þráð sem hef-
ur oft reynst notadrjúgur þegar
fylkja hefur þurft þjóðinni saman
(hvort heldur er um hátíð á Þing-
völlum eða þýska rokkhljóm-
sveit). Sá þráður er fótanuddtæk-
isheilkennið. Þessi sundlaugablái
plastbali, sem er löngu orðinn að
tákni fyrir íslenska drift, verður
björgunarbátur Íslendinga og á
honum munum við sigla inn í
náðarfaðm Evrópusambandsins.
Það tókst að telja íslenskum
unglingum trú um að Rammstein
væri mesta hljómsveit í heimi, og
því hlýtur að vera hægt að telja
íslenskum kjósendum trú um að
Evrópusambandið sé mesta
bandalag í heimi.
Með öðrum orðum: Skítt með
allan skiljanleika. Ákveðum bara
hér og nú að okkur finnist Evr-
ópusambandið best. Viður-
kennum smæð okkar og tregar
gáfur og látum „þá stóru“, sem
hafa þekkinguna og skilninginn,
um að stýra okkur þangað sem
þeir vita að okkur verði best
borgið. Og eftir smátíma verður
eins og Ísland hafi aldrei verið
annað en órjúfanlegur hluti af
ESB.
Nýi kans-
ellístíllinn
„ ... því það hélt ég þó að allir gætu séð á
sjálfum sér að landstjórnin er og verður
fyrir þá stóru, en ekki fyrir þá smáu, og
þeir smáu verða ekkert stærri á því að
ætla að fara að skifta sér af þeim stóru.“
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk.
✝ Sighvatur JónGíslason fæddist
á Sólbakka í Garði í
Gerðahreppi 16.
júní 1920. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Garðvangi að
morgni laugardags-
ins 7. júlí.
Foreldrar Sig-
hvats voru hjónin
Steinunn Stefanía
Steinsdóttir Knud-
sen, húsmóðir, f.
18.10. 1895, d. 31.1.
1944 og Gísli Sig-
hvatsson, f. 4.5.
1889, d. 19.9. 1981, útgerðarmað-
ur í Garði, Gerðahreppi. Systkini
Sighvats eru Guðrún Gísladóttir,
f. 25.2. 1916, húsmóðir í Keflavík;
Þorsteinn Gíslason, f. 7.10. 1917,
d. 25.8. 1939; Ingibjörg Gísladótt-
ir, f. 4.8. 1926, húsmóðir í Kefla-
vík. Hálfbróðir Sighvats er Hörð-
ur Gíslason, f. 11.6. 1948,
fjármálastjóri, búsettur í Reykja-
vík.
Sighvatur kvæntist 21.8. 1943
Ingveldi Hafdísi Guðmundsdótt-
ur, f. 23.12. 1923, húsmóður og
sjúkraliða. Foreldrar hennar
voru hjónin Sigurðína Jór-
ur, búsett í Njarðvík, gift Karli
Georg Magnússyni. Börn þeirra
eru Hilmar Þór Karlsson, við-
skiptafræðingur, í sambúð með
Halldóru Hálfdánardóttur og eiga
þau eina dóttur, Diljá; Ingveldur
Hafdís Karlsdóttir, háskólanemi.
Sambýlismaður hennar er Starri
Freyr Jónsson. Sonur þeirra,
Orri; Guðlaug Björk Karlsdóttir,
háskólanemi, gift Birgi Guðfinns-
syni. 3) Steinunn Sighvatsdóttir,
f. 11.11. 1950, húsmóðir og skrif-
stofumaður, búsett í Njarðvík,
gift Gunnari Þórarinssyni. Börn
þeirra eru Guðni Þór Gunnars-
son, viðskiptafræðingur, í sambúð
með Guðrúnu Pálsdóttur. Sonur
þeirra, Árni Þór; Sighvatur Ingi
Gunnarsson, viðskiptafræðingur.
Sambýliskona Þóra Sveinsdóttir.
Sonur þeirra, Ingi Þór; Guðlaug
Sunna Gunnarsdóttir, háskóla-
nemi. 4) Guðmundur Ómar Sig-
hvatsson, f. 30.5. 1958, forstöðu-
maður íþróttahúsa í
Reykjanesbæ, kvæntur Kristínu
Haraldsdóttur. Börn þeirra eru
Haraldur Freyr Guðmundsson,
nemi; Bryndís Guðmundsdóttir og
Iris Guðmundsdóttir.
Sighvatur Jón stundaði ýmis al-
menn störf til sjós og lands en
lengst af starfaði hann hjá
Olíufélaginu Esso á Keflavíkur-
flugvelli.
Útför Sighvats fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
amsdóttir, f. 25.11.
1903, d. 23.7. 1975,
húsmóðir og Guð-
mundur J Magnússon,
f. 5.7. 1897, d. 11.3.
1975, vélstjóri í
Keflavík. Sighvatur
og Ingveldur Hafdís
bjuggu lengst af á
Suðurgötu 49 í Kefla-
vík en síðustu árin í
Vinaminni að Aðal-
götu 5 í Keflavík.
Börn Sighvats og Ing-
veldar Hafdísar eru:
1) Gísli Steinar Sig-
hvatsson, f. 29.11.
1943, kennari í Reykjavík, kvænt-
ur Ólöfu Steinunni Ólafsdóttur.
Dætur þeirra eru Inga Sif Gísla-
dóttir, leikskólakennari, í sambúð
með Sigurþór Þórarinssyni og
eru börn þeirra Sigurþór Ingi og
Ólöf Jóhanna. Fyrir átti Inga Sif
soninn Gísla Steinar Sverrisson;
Ólöf Gísladóttir, þroskaþjálfi, gift
Birni S. Stefánssyni og eru börn
þeirra Stefán Ingi og Rakel Dís;
Helga Hafdís Gísladóttir, þroska-
þjálfi, sambýlismaður hennar er
Styrmir Freyr Böðvarsson. 2)
Sigrún Sighvatsdóttir, f. 23.3.
1945, húsmóðir og skrifstofumað-
Faðir minn, Sighvatur Jón Gísla-
son er látinn, rúmlega áttræður að
aldri. Síðustu heimsóknir mínar til
hans á hjúkrunarheimilið Garðvang
sýndu mér glögglega að hverju
stefndi og ég fann af orðum hans og
látbragði að hann var reiðubúinn til
þess að kveðja þennan heim.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka starfsfólkinu á Garðvangi fyrir
frábæra umönnun og gott viðmót en
þar var allt gert síðustu mánuðina til
þess að lina þjáningar hans og gera líf
hans eins bærilegt og unnt var.
Pabbi vann lengst af hjá Olíufélag-
inu Esso á Keflavíkurflugvelli og var
þar í góðum hópi manna sem sá um
að afgreiða eldsneyti á flugvélar. Oft
kom það fyrir að ég fór með honum í
vinnuna og það fór ekki fram hjá mér,
að hann var virtur og vinsæll á vinnu-
stað. Samviskusamur var hann með
afbrigðum og dugnaðarmaður til
verka. Vinnufélagarnir hjá Esso
náðu vel saman og oft var glatt á
hjalla á Suðurgötunni þegar þeir
komu í heimsókn.
Pabbi var hvorki þá né síðar mikill
félagsmálamaður. Fjölskyldan og
brauðstritið sátu í fyrirrúmi. Um
tíma tók hann þátt í starfi Karlakórs
Keflavíkur og hafði af því gleði og
ánægju enda söngmaður ágætur.
Stundum greip hann líka gítarinn og
spilaði og söng fyrir okkur krakkana.
Það kom samt sjaldan fyrir enda
þurfti hann dálítið af söngvatni til
þess að komast almennilega í gang.
Pabbi sótti líka gjarnan pólitíska
fundi; var framsóknarmaður frá
blautu barnsbeini og vék aldrei af
þeirri braut og var þá sama í hvaða
ólgusjó flokkurinn hans lenti.
En fyrst og fremst var hann fjöl-
skyldumaðurinn. Konan hans og
börnin voru það sem lífið snerist um.
Ég man eftir pabba sem mildum og
góðum uppalanda. Hann tók af festu
en ljúfmennsku á bernskubrekunum
og oftast var það þannig, að maður
reyndi að gera honum til hæfis.
Þegar pabbi var á miðjum aldri
brast eitthvað í sálarlífi hans.
Áhyggjur og kvíði sóttu að honum og
kvað svo rammt að því um tíma að
verulega dró úr starfsþreki hans og
lífsþrótti og þurfti hann að leita sér
lækninga af þeim sökum. Þá og alla
tíð síðan stóð fjölskyldan þétt saman
um velferð hans en mest reyndi þó á
móður mína. Hún var sem klettur við
hlið eiginmanns síns. Ástúð hennar,
umhyggja og einurð skiptu sköpum
og náði hann allgóðri heilsu á ný.
Ég hef stundum hugleitt hvað það
var sem lá að baki þessum sjúkleika.
Ég vissi að lund hans var viðkvæm og
ekki er að efa, að sár lífsreynsla hefur
sett mark sitt á hann. Pabbi var inn-
an við tvítugt þegar Þorsteinn bróðir
hans lést af slysförum. Var það gríð-
arlegt áfall enda miklir dáleikar með
þeim bræðrum. Örfáum árum síðar
lést móðir hans. Án efa hafa þessir at-
burðir veikt lund hans, þótt ekki yrði
þess vart fyrr en löngu síðar. Pabbi
var að eðlisfari fremur hlédrægur og
dulur og aðeins einu sinni ræddi hann
þessa atburði við mig. Ég man að það
dró af honum í miðri frásögn og ég sá
að hann viknaði. Þá voru liðin fjörutíu
ár frá þessum atburðum.
Nú hefur pabbi fengið hvíldina og
eiginkona hans, hún móðir mín, orðin
ekkja eftir fimmtíu og sjö ára hjú-
skap. En hún þarf engu að kvíða.
Fjölskyldan stendur þétt saman eins
og alltaf áður.
Ég kveð svo föður minn, sem ég
virti svo mikils og þótti óumræðilega
vænt um.
Megi hann hvíla í friði. Guð blessi
minningu hans.
Gísli Steinar Sighvatsson.
„Þar sem jökullinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt, en
jörðin fær hlutdeild í himninum, þar
búa ekki framar neinar sorgir og
þess vegna er gleðin ekki nauðsyn-
leg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri
kröfu.“ (Úr Heimsljósi e. HKL.)
Þessi orð koma mér í hug er ég
minnist Sighvats Gíslasonar tengda-
föður míns sem lést sl. laugardag.
Kynni okkar Siffa, eins og hann var
gjarnan kallaður, hófust með kynn-
um mínum og dóttur hans Steinunn-
ar fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Skömmu síðar leiddi hann glæsilegar
dætur sínar tvær inn kirkjugólfið í
Keflavíkurkirkju og færði í hendur
brúðgumanna. Ég fékk hönd Stein-
unnar en Karl svili minn Sigrúnar.
Það var tígulegur og stoltur faðir sem
þar fór.
Sighvatur ólst upp við mikla tón-
listariðkun og söng og hefur frænd-
fólk hans lagt margt gott til lista á
landi voru og er almennt listhneigt.
Móðir hans Steinunn var organisti í
Útskálakirkju í Garði. Einnig var
bróðir hans annálaður tónlistar- og
söngmaður en hann lést ungur af
slysförum. Oft heyrði ég Sighvat taka
lagið þegar vel lá á honum. Á manna-
mótum tók hann oft lagið og söng þá
gjarnan einsöng en á sínum yngri ár-
um er mér tjáð að hann hafi haft for-
kunnarfagra tenórrödd. Hann var
reyndar gleðimaður og hrókur alls
fagnaðar á mannamótum.
Sighvatur tók ævinlega virkan þátt
í pólitískum umræðum. Oft var kátt á
hjalla þegar þau systkinin og makar
þeirra hittust og þá gjarnan skrafað
um pólitísk málefni og stjórnmála-
menn. Oft var heitt í kolunum þótt
engin illska væri. Þá mátti stundum
sjá stríðnisglampa í augum Sighvats
er hann kom að einhverjum hnyttn-
um athugasemdum um pólitíska and-
stæðinga sína en hafði þá gjarnan lag
á að hverfa af vettvangi eða snúa um-
ræðunni í aðra sálma.
Sighvatur var mjög tilfinninga-
næmur maður. Sá þess sérstaklega
merki þegar hann hlýddi á fagrar
söngraddir, sérstaklega frændfólk
sitt, þá mátti stundum sjá hann tár-
ast.
Sighvatur var hlýr og ljúfur maður
og sérlega barngóður. Þó að hann
væri ekki afskiptasamur hvatti hann
barnabörn sín með óbeinum hætti,
spurði svo dæmi sé tekið „hvenær
verður þú stúdent, Sunna mín?“ eða
„Ætlarðu ekki að spila eitthvað fall-
egt á píanóið fyrir mig, Sighvatur
minn?“. Hann fylgdist vel með því
sem barnabörn hans voru að gera og
var stoltur af þeim og hrósaði við
hvern unninn áfanga.
Hin síðari ár fór að halla undan
fæti hjá Sighvati og árið 1997 fluttist
hann að hjúkrunarheimilinu að
Garðvangi, á sínar æskuslóðir. Áfram
hélt hann að njóta góðrar aðhlynn-
ingar eiginkonu sinnar Ingveldar
sem var ætíð stoð hans og stytta.
Utan úr Garði er fögur sýn til fjalla
allt frá Reykjanesi yfir að Snæfells-
jökli. Það fór því vel á því að Sig-
hvatur hafi kvatt þennan heim þaðan
sem sjá má Jökulinn bera við him-
ininn og hafi nú fengið sinn stað í ríki
fegurðarinnar. Megi algóður guð
vera með þér og þökk fyrir samfylgd-
ina.
Gunnar Þórarinsson.
Elskulegur afi okkar er látinn.
Síðustu mánuði hefur hann átt við
veikindi að stríða og við vitum að
hvíldin var honum kærkomin. Eftir
sem áður býr sorg í hjarta og við fell-
um tár. Með fráfalli hans verða þátta-
skil í lífi okkar af því að samskiptin
við Siffa afa voru okkur alla tíð svo
mikilvæg.
Við systurnar ólumst upp í Nes-
kaupstað og í æsku var það ætíð til-
hlökkunarefni á sumrin að heim-
sækja afa og ömmu í Keflavík. Þar
áttum við alltaf yndislegan tíma í
góðu yfirlæti.
Síðar þegar við systurnar hófum
nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
stóð heimili afa og ömmu okkur opið.
Dvöl okkar hjá þeim þessi ár var
ómetanleg og við minnumst með hlý-
hug kærleika þeirra, umhyggju og
þolinmæði í okkar garð. Amma alltaf
hlý og ákveðin en afi svolítið hlé-
drægur.
Afi átti það til að vera dálítið stríð-
inn og stutt var í kímnina. Hann var
líka einstaklega hjálpsamur og eftir-
látur við okkur. Afi var góðmenni
sem öllum vildi vel.
Kæri afi við kveðjum þig með
SIGHVATUR JÓN
GÍSLASON