Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 31
söknuði um leið og við þökkum sam-
fylgdina.
Blessuð sé minning þín. Hvíldu í
friði, kæri afi.
Þínar sonardætur,
Inga Sif, Ólöf og Helga Hafdís.
Einungis tveir áratugir voru af síð-
astliðinni öld er Sighvatur Gíslason
leit dagsins ljós í birtu sumarsins í
Garðinum, þar sem grösin eru
grænni en græn og fugl á sér ból og
gnægð ætis. Hann fylgdi öldinni og
lífið varð honum laust á sömu slóðum
á sama árstíma að öldinni rétt
slepptri.
Sighvatur ólst upp á athafnasömu
heimili þar sem móðirin var einn af
burðarásum í menningarlífi þorpsins
og faðirinn átti sín mestu athafnaár.
Uppvöxturinn hefur efalítið verið
honum góður í faðmi kærleiksríkra
foreldra og dugmikilla systkina, þar
sem krafist var virkrar þátttöku í
fjölbreyttum störfum heimilis sem
var með útveg, fiskverkun og nokk-
urn landbúnað.
Á mörkum fullorðinsára Sighvats
koma að fjölskyldunni þung áföll er
bróðir og móðir létust með nokkurra
ára bili. Efalítið fylgdu þau áföll hon-
um þungt um langt skeið. Á ungum
aldri hófu þau Ingveldur Guðmunds-
dóttir sína traustu samveru. Þau
byggðu fljótt rúmt og myndarlegt
heimili þar sem allir áttu sitt rými
eins og þurfti og þar sáu þau vel fyrir
öllu. Börnin fjögur áttu með þeim sitt
örugga skjól þar til þau urðu sjálf sín.
Og barnabörnin nutu hjá þeim þess
sem þau þurftu með. Þau eiga barna-
láni að fagna.
Sighvatur var traustur starfsmað-
ur um áratuga skeið og færði fjöl-
skyldu sinni þá afkomu og öryggi
sem best verður.
Er líða tók á lífsskeiðið þvarr hon-
um nokkuð lífsþróttur og hann fjar-
lægðist amstur heimsins. Oft er svo
að það sem einum verður skort hefur
annar mikið. Þá tók Ingveldur við,
aflaði sér starfsréttinda og jók enn
sinn hlut. Og lífið á sér oft svo fallega
fleti. Þegar stuðnings var þörf var
hann veittur, ótakmarkaður, óeigin-
gjarn og af skilningi. Ingveldur,
börnin og þeirra börn stóðu þétt sem
eitt og það var veitt sem veita þurfti.
Það er hverjum manni mikils virði að
eiga góða og samstíga fjölskyldu.
Það hallaði enn á heilsu hans og ár-
ið 1999 fór hann sem heimilismaður á
Garðvang sem einmitt er á hans upp-
vaxtarslóð. Þar sofnaði hann inn í
sumarið í umsjá þess góða fólks sem
þar hlúir að öldruðum. Sighvatur var
maður friðsemdar og hlýju og víst er
að minningin um hann einkennist af
því. Við sem þekktum Sighvat eigum
eingöngu góðs að minnast.
Fari hann í friði og er hann kemur
á aðrar lendur megi hann þá þar að
góðu koma.
Hörður Gíslason.
Elsku afi, nú hefur þú kvatt okkur.
Það var síðastliðinn laugardag að við
systkinin fréttum af andláti þínu en
þennan dag vorum við að fagna eins
árs afmæli Orra langafabarns þíns.
Það er erfitt að lýsa tilfinningum okk-
ar þennan dag en okkur varð það
strax ljóst að Guð hafði lokað hurð í
lífi þínu og opnað aðra inn í himna-
ríki. Þú varst veikur allt okkar líf og
hafði það áhrif á kynni okkar. Sem
börnum þótti okkur þú vera elskuleg-
ur og sérstakur maður enda höfðum
við þá lítinn skilning á veikindum þín-
um. Við minnumst þess sérstaklega
þegar þú komst í stuttar heimsóknir
á Hraunsveginn, gekkst um gólf,
spurðir okkur einfaldra spurninga,
tókst svo í nefið og raulaðir sálm. Að
lokum kvaddir þú og fórst í næstu
heimsókn. Við höfðum alltaf gaman
af þessum stuttu heimsóknum og þá
sérstaklega spurningum þínum.
Þessar einföldu spurningar voru oft-
ast um daglegt líf okkar og þú spurðir
okkur oft sömu spurninganna. Svör
okkar voru sífellt að breytast enda er
líf okkar sífellt að þróast og taka
breytingum. Nú kveðjum við þig, afi
minn, minning þín mun lifa með okk-
ur um ókomna tíð og hana munum við
varðveita í hjarta okkar. Hvíl í friði
og megi Guð blessa þig.
Hilmar Þór, Inga Dís
og Guðlaug Björk.
✝ Oddgeir Ólafssonfæddist í Reykja-
vík 27. júní 1924.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut hinn 7. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ólafur
Davíð Vilhjálmsson,
f. 23. október 1899, d.
2. desember 1985, og
Oddgerður Odd-
geirsdóttir, f. 8. sept-
ember 1898, d. 25.
september 1982.
Systkini Oddgeirs
voru Vilhjálmur
Bessi, f. 14. febrúar 1928, d. 19.
apríl 1943, og Sigríður Björg, f.
12. ágúst 1930. Oddgeir kvæntist
15. nóvember 1947 Guðbjörgu
Einarsdóttur læknaritara, f. 17.
apríl 1919, d. 6. nóvember 1992.
Foreldrar hennar voru Einar Eir-
íksson og Þórunn Bjarnadóttir.
Börn Oddgeirs og Guðbjargar eru
1) Einar Þór rafeindavirki, f. 9.
febrúar 1949, maki Valgerður
Kristín Brand, dætur þeirra eru
Hlín og Anna Malín. 2) Oddgerður
kennari, f. 27. apríl
1953, maki Daníel
Pétursson, börn
þeirra eru Pétur og
Anna Björg. 3) Ólöf
myndlistamaður, f.
27. apríl 1953, maki
Magnús Magnússon,
börn þeirra eru Guð-
björg og Einar. Odd-
geir átti tvö barna-
barnabörn, Daníel
og Helgu Björgu
Pétursbörn.
Oddgeir ólst upp í
Reykjavík til 13 ára
aldurs en fór þá til
Noregs og síðar til Svíþjóðar þar
sem hann vann við bústörf og
skógarhögg um átta ára skeið.
Hann kom heim til Íslands árið
1945 og hóf þá störf hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og síðar
Vélamiðstöðinni. Oddgeir vann
hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur-
borgar uns hann lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Oddgeirs fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku Oddgeir tengdapabbi og
vinur, ekki óraði mig fyrir því er ég
kvaddi þig inni á Landspítala á
fimmtudaginn að ég myndi setjast
niður og skrifa minningarorð um þig
nú eftir helgina. Þú varst hress og
glaður og talaðir um hvað gott væri
að dvelja á spítalanum, þar sem þú
varst til rannsóknar, og hvað starfs-
fólkið væri elskulegt.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Oddgeiri og konu hans Guðbjörgu
kynntist ég 1973 en þá höfðum við
Odda mín, dóttir þeirra, fundið hvort
annað. Stigahlíð 30, þar sem þau
bjuggu, var einskonar miðstöð þar
sem börnin og síðar barnabörnin
hittust og nutu þess að spjalla sam-
an. Guðbjörg lést árið 1992 og bjó
Oddgeir áfram í Stigahlíðinni og
naut þess að fá barnabörnin í heim-
sókn, og oftar en ekki fengu þau að
sofa hjá afa. Barnabörnin hændust
að afa sínum enda var Oddgeir þessi
rólegi og trausti maður sem börnin
elskuðu. Pétur sonur minn var ekki
gamall, u.þ.b. þriggja ára, er hann
fékk oft að fara með afa sínum um
miðjan vetur upp í Bláfjöll að færa
verkamönnum er þar unnu mat, en
Oddgeir vann hjá Vélamiðstöð
Reykjavíkur í mörg ár. Oddgeir sá
það góða í öllum og hafði gaman af
að segja sögur og miðla reynslu
sinni. Þá bar oft á góma sögur um
það þegar hann var í skógarhögginu
í Noregi en Oddgeir fór til Noregs
aðeins 13 ára. Hann dvaldist í Nor-
egi og Svíþjóð í átta ár og vann þar
aðallega við skógarhögg. Árin úti
mótuðu lífsviðhorf hans mjög, því
fyrir þrettán ára ungling að fara að
heiman og stunda erfiðisvinnu hlýt-
ur að hafa verið erfitt.
Á afmælisdaginn þinn, elsku Odd-
geir, hinn 27. júní, bauðst þú okkur
til þín í osta og grafinn lax sem þú
hafðir grafið sjálfur, enda var varla
haldin veisla í fjölskyldunni nema
hafa lax frá þér. Minningin um þig á
afmælisdaginn lifir með okkur þar
sem þú tókst á móti börnum þínum,
barnabörnum, barnabarnabörnum
og mökum þeirra, einnig var gaman
að hún Sigríður Björg systir þín
skyldi koma og gleðjast með þér. Ég
veit að hann Einar dóttursonur þinn,
sem var þá staddur erlendis, hefði
gjarnan viljað gleðjast með þér, því
milli ykkar var einstaklega gott
samband. Það hefur auðgað líf mitt
að hafa átt þennan góða mann að
tengdaföður og vini. Og nú þegar
komin er kveðjustund vil ég færa
fram þakkir fyrir allt sem Oddgeir
var mér og fjölskyldu minni. Við
söknum góðs manns. Fjölskyldu
Oddgeirs bið ég Guðs blessunar um
leið og ég votta þeim innilega samúð.
Þinn tengdasonur
Daníel Pétursson.
„Vitur maður hefur sagt að næst
því að missa móður sína er fátt holl-
ara úngum börnum en missa föður
sinn“ (Halldór Laxness: Brekku-
kotsannáll). Afi hélt mikið upp á
Halldór Laxnes, oftar en ekki kom
þessi harðneskjulega tilvitnun. Ég
skildi seint, og varla fyrr en nú, hvað
hann meinti.
Sem krakki var hann sendur í
sveit, á unglingsaldri var hann svo
sendur til Noregs, þar sem hann púl-
aði í nokkur ár við skógarhögg og
það í miðju stríði.
Þetta hefur verið erfitt líf og þá
umhyggju sem við nutum frá honum
afa fékk hann aldrei þegar hann var
snáði.
Afi vann allt sitt líf, það mótaði
þann sterka einstakling sem hann
var.
Alltaf var hlýtt og notalegt að
koma til afa, þetta var eins og heimili
okkar. Minningar um afa eru sveip-
aðar ævintýralegum blæ. Hvort sem
við vorum að veiða, í bíltúr eða sát-
um bara í eldhúsinu í Stigahlíð, þá
voru sögur úr stríðinu eða skógum
Noregs aldrei langt undan.
Við barnabörnin hændumst mjög
að afa, og honum þótti vænt um það
og dekraði ansi mikið við okkur
krakkana.
Sárast er þó að langafabörnin
fengu ekki að kynnast honum betur,
sá gamli kunni sko tökin á þeim;
„lánglavi, lánglavi!!!“ galar Daníel
litli þegar við nálgumst Stigahlíðina,
og við vorum varla komnir inn þegar
afi var búinn að stinga einhverju
góðgæti upp í hann (t.d. harðfiski)
og svo valhoppuðu félagarnir í fjör-
ugum eltingaleik.
Afi var fyrirmynd okkar í lífinu,
algjör hetja, sterkur, ljúfur og góð-
ur, Oddgeir afi var okkar „INUK“.
Pétur og Anna Björg.
Þegar afi dó var okkur öllum ljóst
að myndast hefði skarð sem ekki
yrði fyllt. Vissulega er dauðinn sorg-
legt fyrirbæri, en það er nú einusinni
þannig með hann afa minn að þegar
ég hugsa um hann fer ég að brosa og
í gegnum hugann þjóta ótal frábær-
ar minningar.
Hann var mikill og góður húm-
oristi sem gerði mig dauðhrædda á
árum áður þegar hann þóttist taka
af mér nefið með stóru fingrunum
sínum. Öll börn kannast nú við þenn-
an hrekk. Hann kunni margar góðar
sögur sem hann sagði okkur yfir
kaffibolla í eldhúsinu. Þessar sögur
voru oftast frá stríðsárunum í Nor-
egi. Þær minntu mig alltaf á það að
afi minn var hetja. Hann hafði glímt
við margt í lífinu og alltaf tók hann
öllu með slíku jafnaðargeði að ekki
var um villst að þar fór hetja.
Ekki var hægt að segja um afa að
hann væri nískur, nei, langt því frá.
Hann var með eindæmum gjafmild-
ur og efnislegar eigur skiptu hann
litlu. Eftir að hafa átt Lödu Sport í
allmörg ár keypti hann sér mjög fín-
an bíl. „Komum í bíltúr,“ sagði afi
við mig og rétti mér lyklana að
eðalvagninum. „En afi, ég fékk bíl-
prófið mitt í gær,“ sagði ég hneyksl-
uð. „Og hvað með það?“ svaraði sá
gamli og í bíltúr fórum við.
Afi var með eindæmum snyrtileg-
ur og alltaf vel klæddur. Honum
fannst mjög dapurlegt að sjá fólk
sem hirti ekki um útlit sitt. Það var
til dæmis tilvalið til að gleðja afa að
gefa honum nýtt bindi. Pabbi minnti
mig á fyrir stuttu að afi væri orðinn
77 ára. Það er alveg ótrúlegt, því
mér fannst hann vera miklu yngri.
Hann var svo unglegur, fór reglu-
lega í sund og leikfimi.
Öll þessi atriði gerðu hann afa
minn að yndislegum manni. Honum
tókst svo sannarlega að vera per-
sónugervingur gleðinnar. Hann
kenndi okkur svo margt.
Til dæmis var það hann sem
hvatti mig til að halda áfram í skóla,
það var hann sem kenndi mér að
tefla og að meta Njálu að verðleik-
um. Ég óska að við getum séð afa og
ömmu aftur. Hér fylgja með orð
guðspjallaritarans úr Jóhannesi
5:28; „Undrist þetta ekki. Sú stund
kemur, þegar allir þeir, sem í gröf-
unum eru, munu heyra raust hans
og ganga fram.“
Anna Malín.
ODDGEIR
ÓLAFSSON
Útför tengdamóður minnar, Guð-
rúnar Hjálmarsdóttur, fór fram í gær
og var hún jarðsett í kyrrþey sam-
kvæmt eigin ósk.
Kynni okkar hófust haustið 1957 er
ég hóf kennslu í Bolungarvík og vor-
um við Steinn Emilsson samkennarar
þann vetur.
Guðrún fæddist í Meirihlíð og ólst
þar upp. Hún hlaut staðgóða mennt-
GUÐRÚN FANNEY
HJÁLMARSDÓTTIR
✝ Guðrún FanneyHjálmarsdóttir
fæddist í Meirihlíð í
Bolungarvík 21. des-
ember 1912. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ í
Reykjavík 4. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
jana Runólfsdóttir
og Hjálmar Guð-
mundsson bóndi í
Meirihlíð. Guðrún
giftist Steini Emils-
syni jarðfræðingi
1931 og eru börn
þeirra: Rún, var gift James Trip-
lett, Steingerður, gift Kristmundi
Hannessyni, Vélaug, gift Sigurði
Ingvarssyni, og Magni, kvæntur
Fríðu Þorsteinsdóttur. Barnabörn
Guðrúnar eru 12 og barnabarna-
börn eru 17.
Útför Guðrúnar fór fram í kyrr-
þey 12. júlí.
un á þeim tíma, lauk
námi við Húsmæðra-
skólann að Staðarfelli
og lagði einnig stund á
tungumál og orgelleik.
Árið 1931 giftist Guð-
rún Steini Emilssyni
jarðfræðingi. Hófu þau
búskap á Ísafirði og
voru þar eitt ár en
Steinn var þá ritstjóri
Vesturlands út árið
1932. Þaðan fluttu þau
til Bolungarvíkur og
bjuggu þar til 1974 er
þau fluttu til Reykjavík-
ur í Hraunbæ. Guðrún
missti mann sinn 1975. Síðustu tvö ár-
in dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ við gott atlæti starfsfólks.
Þar lést hún þrotin að kröftum en
með skýra hugsun.
Guðrún var um margt sérstæð
kona og fór ekki alltaf troðnar slóðir.
Hún hvorki flíkaði tilfinningum
sínum né kvartaði þótt á móti blési,
hún var æðrulaus og tók lífinu með
stóískri ró. Guðrún hafði ríka kímni-
gáfu en kaldhæðin var hún stundum.
Hún var ekki allra en vinur vina
sinna.
Hjálpsöm var Guðrún við börn sín,
óeigingjörn og umburðarlynd.
Dómgreind hennar var slík, að oft
var leitað til hennar ef á góðum ráð-
um þurfti að halda. Hún var fljót að
skilja hismið frá kjarnanum. Henni
var mjög annt um barnabörn sín er
kunnu að meta hana að verðleikum.
Guðrún var fjölhæf og hög, hún
annaðist iðulega viðhald á vistarver-
um sínum, var málari, rafvirki og
jafnvel útvarpsvirki. Hún var ein
fyrsta konan í Bolungarvík sem lærði
á bíl og það vörubíl. Á síðari árum
gafst nokkur tími til hannyrða og læt-
ur hún eftir sig fallega og listræna
hluti.
Hún lærði hljóðfæraleik ung að ár-
um og var organisti við Hólskirkju í
Bolungarvík um árabil. Guðrún hafði
mikinn áhuga á skák og var allsterk í
þeirri íþrótt, tefldi hún við ýmsa
sterka skákmenn gegnum árin.
Við sem þekktum Guðrúnu best
minnumst hennar með söknuði og
djúpri virðingu.
Menn halda stundum skammt á leikinn liðið
er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið
og skilur milli skars og kveiks.
En stór og fögur stjörnuaugu skína
er stormsins svanir hvíla vængi sína
til hærra flugs, til fegra leiks.
(Davíð Stefánsson.)
Kristmundur B. Hannesson.
Þín langa ævi liðin er,
loks þig Guð mun geyma.
En við sem erum eftir hér
þér aldrei munum gleyma.
(Á.Ý.K.)
Okkur systkinunum var brugðið er
við fréttum af andláti ömmu okkar,
Guðrúnar Hjálmarsdóttur, að morgni
dags 4. júlí síðastliðinn.
Amma var alltaf fastur punktur í
lífi okkar í gegnum árin. Þegar við
vorum lítil leit hún margsinnis eftir
okkur, kenndi, studdi og vandaði um
við okkur. Við fórum til Bolungarvík-
ur hver jól meðan afi og amma
bjuggu þar og var það alltaf svolítið
ævintýri, skatan á Þorláksmessu,
jólamessa í Hólskirkju, jólaball í
félagsheimilinu. Umgjörð jólanna hjá
ömmu var þannig að hún hefur fylgt
okkur á einhvern hátt alltaf síðan. Við
systkinin vorum stolt af því að eiga
ömmu sem keyrði bíl, vissum ekki um
aðrar sem gerðu það á þeim tíma sem
fáar mæður hvað þá heldur ömmur
höfðu bílpróf. Rakki var spilið sem
sameinaði kynslóðirnar. Amma var
mjög liðtæk í því spili og þótt hún
væri komin á níræðisaldur og væri að
spila við áratugum yngra fólk fór hún
létt með að vinna hvert spilið á fætur
öðru. Einnig var hún firnasterkur
skákmaður og þjálfaði okkur í skák-
listinni af sinni alkunnu snilld. Alltaf
var hún til staðar, föst fyrir eins og
klettur í hafsjó. Á fullorðinsárunum
dreifðumst við um heiminn, en alltaf
var amma vinur í raun og mikið
samband á milli okkar.
Við kveðjum elskulega ömmu okk-
ar með söknuði og þökkum henni fyr-
ir allt og allt. Fari hún í friði.
Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð,
af frið mín sál.
Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð
sé alheims mál,
að allir hlutir biðji bænum mínum
og blessi mig,
við nætur gæskuhjartað jörð og himinn
að hvíli sig.
(Stephan G. Stephansson.)
Steinn Emil, Edda Björg,
Ásrún Ýr og Þorvaldur Örn.