Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þórsteinn Berg- mann Magnússon kaupmaður, faðir okk- ar og vinur lést síðast- liðið sumar 75 ára að aldri. Sína kaupmanns- tíð starfaði hann á Njálsgötu 64. Fyrst í Kiddabúð og síðan Njálsbúð. Ung að aldri fórum við að hjálpa pabba í búðinni og eru okkur minn- isstæðir margir hans viðskiptavinir sem voru úr öllum stéttum þjóð- félagsins. Margir komu um langan veg til þess að kaupa ávexti hjá Steina. „Þeir eru úrvals“ sagði pabbi og brosti. Honum þótti vænt um fólk og hafði gaman af að spjalla – og hlusta. Hann var sálusorgari margra. Einstaklega vænt þótti ÞÓRSTEINN BERGMANN MAGNÚSSON ✝ Þórsteinn Berg-mann Magnússon fæddist í Uppsölum í Eiðaþinghá 13. maí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. júlí 2000 og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 14. júlí 2000. honum um börn og kom fram við þau eins og jafningja. Illa var honum við að vera not- aður til að hræða börn- in. „Á ég að leyfa búð- armanninum að eiga þig?“ sagði einhver móðirin og önnur sagði: „Ég læt búðar- manninn taka í þig ef þú ert svona óþekkur“. Það vakti lukku hjá öðrum viðskiptavinum þegar búðarmaðurinn tók málstað barnsins og sagði: „Ég tek í hana mömmu þína ef hún segir svona.“ Ófáar ferðirnar fór hann með vörur til fólks, sem ekki átti heimagengt. Og ófáar kökurnar fékk hann að launum. Þetta ritum við til minningar um kaupmanninn á horninu – föður okk- ar og vin – um ljúfar stundir – af- slappað andrúmsloft – bros og tíma til að spjalla og hlusta. Berglind Karitas Þórsteinsdóttir, Þorsteinn Þórsteinsson. ✝ Ólöf Jóna Vern-harðsdóttir fædd- ist á Hvítanesi í Ög- ursveit í Norður- Ísafjarðarsýslu 5. júní 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Vernharður Einarsson bóndi, kennari og hrepp- stjóri, f. 4.8. 1870, d. 3.4. 1937, og kona hans, Jóna Runólfs- dóttir, f. 10.10. 1876, d. 22.10. 1928. Börn þeirra Vernharðar og Jónu voru tólf auk Ólafar; Guðrún, Guð- mundur, Kristín, Sigríður, Eva, Einar, Gunnar og Svava sem eru látin, en á lífi eru systurnar Svana, Ingibjörg og Þórhildur. Hinn 1. júní 1957 kvæntist Ólöf Sigurjóni Jónssyni frá Þorgeirs- stöðum í Lóni, verslunarmanni og rithöfundi, f. 3.9. 1911, d. 2.9. 1968. Ólöf nam við Héraðsskólann á Laugarvatni 1930– 32. Nokkru eftir það gerðist hún ráðs- kona Guðjóns Sam- úelssonar, húsa- meistara ríkisins, og gegndi því starfi þar til hann lést árið 1950. Ólöf lauk hús- mæðrakennaraprófi 1952. Hún kenndi hjá Kvenfélagasam- bandi Íslands 1953– 54. Fyrri hluta ársins 1956 kenndi hún við Melaskólann, en haustið 1956 hóf hún kennslu við Réttarholtsskóla, og kenndi þar þangað til hún lét af kennslu sökum aldurs 1981. Vet- urinn 1975–76 fékk hún orlof og nam þá við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Ólöf dvaldi síð- ustu árin á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Ólafar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar fregnir berast um andlát samferðamanna setur mann hljóðan, jafnvel þótt fregnin sé ekki óvænt. Maður hugsar til hins látna og minn- ingar um liðnar samverustundir líða um hugann. Ólöf Vernharðsdóttir sem nú er minnst var ein okkar 16 skólasystra sem hófu nám í Húsmæðrakennara- skóla Íslands haustið 1950. Fram undan var nær tveggja ára annasamt en jafnframt lærdómsríkt nám. Skólaaginn var strangur og vinnu- dagurinn oftast langur. Miklar kröf- ur voru gerðar til okkar nemenda, að kunna til verka, sýna vandvirkni og nákvæmni á öllum sviðum. Við þess- ar aðstæður urðu kynni okkar óvenju náin og sú trygga vinátta sem þarna var lagður grunnur að hefur haldist fram á þennan dag. Ólöf er sú fimmta úr hópnum sem kveður. Hún var talsvert eldri að ár- um en flestar okkar hinna, jafnframt bjó hún yfir þeirri dýrmætu reynslu að hafa staðið fyrir heimili hins kunna arkitekts Guðjóns Samúels- sonar, húsameistara ríkisins. Þar þurfti hún oft að sinna gestamót- tökum, enda leyndi sér ekki færni hennar á sviði matargerðar og heim- ilishalds á öllum sviðum. Hrein unun var að horfa á sýnikennslu hennar þegar hún handlék hráefnin og töfr- aði fram hina ljúffengustu rétti. Okk- ur er minnisstæð matvælasýning sem haldin var í skólanum fyrir al- menning og var þáttur í þjálfun okk- ar. Þar vakti Ólöf sérstaka athygli gesta fyrir matreiðslu á hvalkjöti sem þá var ekki á hvers manns borði. Á Laugarvatni þar sem við dvöld- umst sumarlangt við verklegt nám og æfingakennslu var vani að skreyta húsakynnin með blómum. Fyrir fallegt handbragð við þessar skreytingar fékk Ólöf oft sérstakt hól frá skólastjóra, frk. Helgu Sig- urðardóttur, sem hafði næmt auga fyrir litaröðun og hagræðingu þeirra. Ólöf stundaði námið af alúð og samviskusemi sem einkenndi öll hennar störf. Hún hlífði sér hvergi og var hjálpleg þeim sem minni reynslu höfðu. Hún var elskuleg í samskiptum og góður félagi allra sinna skólasystra. Ólöf var sannkölluð heimskona, falleg, glaðlynd, létt á fæti og ávallt glæsileg til fara. Hún hugsaði vel um mataræði sitt, var trú þeirri stefnu er hún nam og miðlaði síðar nem- endur sínum um hve rétt fæðuval getur haft áhrif á heilsufar og útlit. Að loknu námi hélt Ólöf mat- reiðslunámskeið víða um land á veg- um Kvenfélagasambands Íslands. Í einni slíkri ferð urðu þáttaskil í lífi hennar, en þá hitti hún draumaprins- inn sinn Sigurjón sem síðar varð eig- inmaður hennar. Þau áttu saman hamingjurík ellefu ár en þá lést Sigurjón um aldur fram. Aðalstarfsvettvangur Ólafar var kennsla í heimilisfræðum lengst af í Reykjavík. Henni líkaði starfið vel og að sögn nemenda hennar hafa þau búið vel að fræðslunni. Margar gleði- stundir höfum við skólasystur átt saman á stórum stundum í lífinu meðal annars á fallegu, listrænu heimili Ólafar í Eskihlíð. Þar var gestrisni í hávegum höfð og mynd- arskapur húsfreyju naut sín að fullu. Erla Kristinsdóttir, skólasystir okkar sem búsett er í Bandaríkjun- um, sendir samúðarkveðjur heim. Við vottum systrum Ólafar og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð og kveðjum Ólöfu skólasystur okkar með virðingu og þökk. Skólasystur. ÓLÖF VERNHARÐS- DÓTTIR ✝ Garðar Andrés-son fæddist á Hamri í Múlasveit í Austur-Barðastrand- arsýslu 20. mars 1935. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 5. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Gestsdóttir, f. 12. ágúst 1895, d. 9. apríl 1987, og Andrés Gíslason, f. 21. apríl 1888, d. 5. mars 1976. Garðar var fjórtándi í röðinni í hópi fimm- tán systkina. Elstur Haukur Breiðfjörð, f. 1919; Gísli, f. 1920, d. 1945; Guðbjartur Gestur, f. 1922; Sigurbergur, f. 1923, d. 1989; Kristín, f. 1924; Andrés Berglín, f. 1925, Guðrún Jóhanna, f. 1927; Páll Straumberg, f. 1928; Sigríð- ur, f. 1929, d. 2000; Bjarni Krist- inn, f. 1930; Jón, f. 1931; Ingibjörg Sigurhildur, f. 1932, d. 1943; Egg- ert, f. 1933; Björg, f. 1937. Garðar eignaðist eina dóttur með Erlu Waage, f. 3. mars 1933, Eddu Ruth Hlín Waage, f. 19. september 1969, í sambúð með Andrési Ró- bertssyni, f. 24. mars 1972. Garðar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni hinn 19. mars 1970, Fríðu Hrönn Sigtryggsdóttur verka- konu, f. 11. maí 1946. Börn þeirra eru: 1) Garðar Guðlaugur, f. 20. desember 1969, kvæntur Guðleifi Hallgrímsdóttur, f. 11. nóvember 1977, börn þeirra eru: Guðmundur Gestur, f. 15. júlí 1995; Sindri Dagur, f. 28. febrúar 1997 og Dagný Björk, f. 11. febrúar 1999. 2) Sigurlinni Gísli, f. 3. maí 1971, í sambúð með Guðný Karen Ólafsdóttur, f. 15. nóvember 1971, barn þeirra er Linda Karen, f. 19. ágúst 2000. 3) Þórunn Helga, f. 21. janúar 1977, í sambúð með Unnari K. Erlingssyni, f. 24. apríl 1968. Garðar lauk almennri grunn- skólamenntun í sinni sveit. Hann vann síðan við almenn bústörf til ársins 1953 en flutti þá suður og lærði skipasmíði. Hann fékk sveinsbréf árið 1958 og meistara- bréf 1971. Hann starfaði við sína iðn til ársins 1976 að undanskild- um árunum 1962–1968 þegar hann hélt bú á Hamri. Hann fór á sjó 1976 og stundaði sjómennsku til ársins 1987, næstu 3 ár þar á eftir vann hann við húsasmíðar. Frá árinu 1989 og til dauðadags starfaði hann sem verkstjóri hjá Vatnsleysustrandarhreppi. Útför hans fer fram frá Kálfa- tjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi nú ertu dáinn. Ekki grunaði okkur að það væri svona stutt eftir þegar þú komst í afmælisveislu til okkar í byrj- un maí. Þá varstu búinn að vera í erf- iðri geislameðferð en varst fullur bjartsýni á að nú væri búið að ráða niðurlögun sjúkdómsins. Svo nokkr- um vikum síðar varstu kominn inn á sjúkrahús og okkur var tilkynnt að það væri ekkert hægt að gera. Þrátt fyrir að þú værir mikið veikur hafðir þú meiri áhyggjur af barnabörnum en sjálfum þér, þau voru sólargeisl- arnir í lífi þínu. Linda Karen fékk ekki að kynnast þér nema í rúma 10 mánuði en minning þín verður alltaf hjá henni. Henni fannst nú ekkert leiðinlegt að kíkja til þín á spítalann og spjalla við afa og afi svaraði alltaf litlu stellunni eins og hann kallaði hana eða litla sólargeislann sinn. Við munum segja henni hvernig mann þú geymdir, hæverskur, traustur og hugsaðir alltaf um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig. Þú varst alltaf til fyrir okkur og alltaf tilbúinn að gera hvað sem er og aðeins meira ef mögulega hægt var. Það var hægt að leita til þín með allt ef þurfti að gera við bílinn, smíða eitthvað eða bara til að tala, alltaf varstu til stað- ar. Þú fylgdist alltaf með hvað við værum að gera og hafðir mikin áhuga á hvernig fiskaðist og hvar ég væri að fiska. Ég gleymi því aldrei þegar ég fékk að fara með þér á sjóinn 7 ára gamall snáði, þá varstu stýrimaður á humarbát og við fengum dragúldinn hákarl og það urðu allir sjóveikir af lyktinni nema þú. Þú varst alltaf hetja í mínum augum. Svo fékk ég að koma með þér á togaranum nokkur sumur í röð. Þar áttum við ógleyman- legar stundir saman sem ég á aldrei eftir að gleyma. Þó að þitt kall sé komið vitum við að þú fylgist með okkur brosandi hinum megin og heldur verndarhendi yfir okkur. Sigurlinni Gísli, Guðný Karen og Linda Karen. Elsku Garðar minn, það er svo erf- itt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Þessi seinasti mánuður var búinn að vera þér erfiður. Það virtist allt vera svo bjart fram undan hjá þér í byrjun maí, þú varst svo hress þá, ætlaðir að fara að vinna í byrjun júní. En svo kom reiðarslagið í lok maí, meinið var búið að dreifa sér víðar. Eftir sitjum við og syrgjum þig, við erum búin að missa svo mikið. Alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa okkur, þú hjálpaðir okkur svo mikið við hús- ið okkar sem við keyptum uppi á Akranesi og vil ég þakka þér fyrir það. Alltaf voru þið hjónin tilbúin að passa börnin fyrir okkur þegar við vorum með hann Sindra okkar inni á spítala. Þau Sindri og Dagný leituðu mikið að þér er við komum saman inni í Vogum á laugardaginn sein- asta, það er erfitt fyrir lítil börn að skilja að þú komir ekki aftur. Þú varst svo mikill afakarl, þér þótti svo vænt um litlu barnabörnin þín, þau voru litlu ljósin þín og best sýndi það sig þegar þú komst tvisvar sinnum upp á Borgarspítala að heimsækja litla afastrákinn þinn hann Sindra okkar og hafðirðu svo miklar áhyggj- ur af honum og var þér mikið létt er hann var kominn. Elsku Garðar minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem áttum saman. Elsku Fríða, Edda, Garðar, Siggi og Þórunn, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir, Guðleif Hallgrímsdóttir. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur og nú líður mér voðalega illa í litla hjartanu mínu.Við vorum svo góðir vinir, ég var sko stóri afa strák- urinn þinn. Bestu stundirnar okkar saman voru þegar við fórum í bíl- skúrinn saman. Það var svo gaman þá enda bað ég þig alltaf að koma í skúrinn þegar við komum í heim- sókn. Í vor baðstu mig að koma ein- hvern tíma í sumar að hjálpa þér við að slá og raka og hlakkaði ég svo til, en nú verður ekkert af því. Elsku afi, ég ætla að fara til ömmu og slá fyrir þig og hjálpa ömmu. Elsku afi, ég mun sakna þín svo mikið en ég mun aldrei gleyma þér. Ég bið guð að passa þig. Elsku amma, megi guð gefa þér styrk í þinni miklu sorg. Þinn afastrákur, Guðmundur Gestur. Þegar nákomnir yfirgefa þessa jarðvist sækir ósjálfrátt á huga manns hvað það er sem hefur skipt máli og hvað þeir skilja eftir sig í minningu okkar hinna sem eftir stöndum. Nú þegar ég kveð kæran frænda minn og móðurbróður, Garð- ar Andrésson frá Hamri á Múlanesi í Austur-Barðastrandarsýslu, leitar þessi hugsun á mig og mér verður ljóst að Gæi gaf mér gjafir sem ég hef æ síðan búið að. Fyrir um 40 árum, þegar ég dvaldi á sumrin á Hamri hjá afa og ömmu – Andrési Gíslasyni og Guðnýju Gestsdóttur – urðu veikindi annars móðurbróður míns til þess að Gæi fluttist aftur vestur að Hamri og bjó þar um nokkurra ára skeið með foreldrum sínum. Það var þá sem ég kynntist Gæja. Hann var allt annars konar fulltrúi sveitarinnar en afi og amma, hann hafði farið suður og komið aftur með nýjar hugmyndir og sjónarmið á lífið og tilveruna og það lá í eðli hans að deila þeim með öðr- um, líka rétt ófermdum systursyni sínum. Viðmót Gæja við mig var þannig að mér fannst að tilvist mín og vinnuframlag á Hamri á sumrin skipti máli en slíkt er mjög mikilvægt óhörnuðum unglingi og hefur reynst mér dýrmætt veganesti. Þessi gjöf Gæja gerði það að verkum að þegar fór að vora varð ég nánast friðlaus og fannst skólinn aldrei ætla að taka enda, en fyrr komst ég ekki vestur til fundar við ömmu og afa – og Gæja. Eins var það á haustin, mér fannst alltaf erfitt að kveðja og fara suður og sjá á bak fólkinu mínu og ekki síst Gæja. Ég man enn eftir því 13 ára gamall, þegar ég kvaddi Gæja í síð- asta sinn fyrir vestan og ég finn enn fyrir örmum hans utan um mig og söknuðinum sem nú rifjast upp þegar ég kveð vin minn og frænda hinstu kveðju. Vertu sæll, frændi, og takk fyrir sumurin á Hamri og þakka þér líka fyrir tvílembinginn hana Meiri- svört. Fríðu og börnunum þeirra Gæja votta ég mína dýpstu samúð sem og systkinum hans öllum. Góður Guð hefur kallað Garðar Andrésson til sín en minningin um góðan dreng lifir. Hreggviður. Garðar var verkstjóri hjá Vatns- leysustrandarhreppi í 12 ár og þau 10 ár sem ég vann með honum kynntist ég ósérhlífnum manni sem ætíð gekk í verkin með jafnaðargeði þrátt fyrir mikið vinnuálag oft á tíðum. Það er nú svo að maður hefur tilhneigingu til að setja of mikla vinna á þá sem eru vinnusamir og samviskusamir og Garðar fékk að finna svolítið fyrir því. Í starfi var honum ávallt efst í huga að skila góðu verki og spara fyr- ir hreppinn og er mér minnisstæðast að þegar GSM-símarnir komu notaði hann símann eingöngu til að svara símtölum en hringdi úr almennum síma því honum blöskraði kostnaður- inn. Hann var listasmiður og var draumastarfið hans að smíða fallega hluti. Það var erfið stund þegar hann sagði mér frá veikindum sínum. En hann var vongóður og sannfærður um að ná heilsu á ný. Hann kynnti sér allar hliðar sjúkdómsins og lífs- líkur þeirra sem hann fengu. Með- ferðirnar sem tóku við gengu vel og mætti hann gallvaskur á árshátíð hreppsins í mars. Í vor kom hann í heimsókn, leit vel út og var á leið í síðustu meðferðina. Hann var von- góður og ræddi um að koma til vinnu hluta úr degi í sumar. Það gladdi mig að sjá hann fullan lífsgleði og bjart- sýni hans smitaði út frá sér. Eins og hendi væri veifað hrakaði honum og var allur tveimur mánuðum seinna. Það verður erfitt að fylla í skarðið sem Garðar skilur eftir sig. Ég votta Fríðu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Jóhanna Reynisdóttir. GARÐAR ANDRÉSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.