Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 35
✝ Valdimar Krist-inn Valdimars-
son fæddist 9. júní
1926 á Látrum í Að-
alvík. Hann lést á
heimili sínu aðfara-
nótt 6. júlí síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru hjónin Valdi-
mar Ásgeirsson vél-
stjóri, f. 27. maí
1903, d. 7. mars
1926, og Kristín
Jóna Friðriksdóttir,
f. 7. júní 1905, d. 17.
apríl 1933. Alsystir
er Magnúsína Brynj-
ólfína, f. 22. feb. 1925. Systir
Valdimars sammæðra er Sigríður
Aðalsteinsdóttir, f. 17. jan. 1930.
Eftir að móðir hans lést ólst hann
upp hjá móðursystur sinni og eig-
inmanni hennar. Þau hétu Guð-
mundur Rósi Bjarnason, f. 30.
mars 1902, d. 16. des. 1988, og
Sigríður Pálína Friðriksdóttir, f.
14. des. 1906, d. 18. okt. 1993.
Uppeldissystur hans eru: Matt-
hildur, f. 27. júlí 1935, Erna, f. 28.
sept. 1938, Bjargey, f. 26. apr.
1943, og Kristín f. 28. sept. 1944.
Hinn 15. nóv. 1947 kvæntist Valdi-
mar eftirlifandi eiginkonu sinni,
Rósu Sigurbjörgu Sigurjónsdótt-
ur, f. 14. des. 1927. Foreldrar
hennar voru Sigurjón Pálsson, f.
21. júní 1887, d. 4. júní 1968, og
Áslaug Guðmundsdóttir, f. 6. okt.
1901, d. 29. apr. 1961. Börn Rósu
og Valdimars eru: 1) Brynjar
Magnús kennari í Kópavogi, f. 1.
Valdimar ólst upp á Látrum í
Aðalvík til 16 ára aldurs og fór
ungur að stunda sjó á opnum bát-
um. Hann flutti síðan til Ísafjarð-
ar og lauk vélstjóraprófi þar í
nóv. 1944. Til Reykjavíkur kom
hann í ársbyrjun 1946 og flutti í
sumarbústað í Kópavogi árið
1947. Hann byggði ásamt fleirum
síðan húsið sem hann bjó í til ævi-
loka. Starfaði sem bifreiðastjóri
fram til ársins 1956 en þá opnaði
hann fiskbúð að Álfhólsvegi 32.
Árið 1966 varð hann starfsmaður
Kópavogsbæjar og vann lengst af
við íþróttavelli bæjarins. Valdi-
mar var virkur í félagsstörfum frá
upphafi búsetu í Kópavogi og tók
þátt í opinberri umræðu um þau
málefni sem voru honum hugleik-
in. Hann var í stjórn knattspyrnu-
deildar Breiðabliks um árabil, þar
af formaður í nokkur ár og vann
að framgangi kvennaknattspyrnu
á Íslandi bæði í Breiðablik og á
ársþingum Knattspyrnusambands
Íslands. Hann lagði áherslu á að
öll börn og unglingar fengju tæki-
færi til að stunda íþróttir og var
vallarhúsið við Vallargerðisvöll
hans aðsetur. Þangað voru allir
velkomnir og gátu fengið lánaðan
bolta og húsaskjól ef veður voru
vond. Hann var sæmdur æðsta
heiðursmerki Breiðabliks, Heið-
ursbliki, og gullmerki KSÍ fyrir
störf sín í þágu kvennaknatt-
spyrnu á Íslandi.
Útför Valdimars fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
sept 1947, kvæntur
Steinunni Sigurðar-
dóttur verslunar-
manni, f. 28. apr.
1946, börn þeirra eru
Sigurður, Friðrik,
Rósa Björg og Nanna
Margrét. 2) Sigurjón
viðskiptafræðingur í
Kópavogi, f. 11. des.
1949, kvæntur Ástu
Björnsdóttur kennara
f. 9. nóv. 1953, börn
þeirra eru Brandur,
Valdimar Kolbeinn,
Signý Björg og Sara
Valný. 3) Ásgeir hag-
fræðingur í Reykjavík, f. 7. maí
1952, kvæntur Evu Hallvarðsdótt-
ur framhaldsskólakennara, f. 16.
apr. 1954, börn þeirra eru Hall-
varður, Valdimar Björn, Þor-
steinn Friðrik og Herdís. 4) Krist-
ín Sylvía skrifstofumaður í
Reykjavík, f. 30. ág. 1955, gift Sig-
urgeir Skúlasyni landfræðingi, f.
1. apr. 1957, börn þeirra eru Sig-
urður Skúli og Brynja Pálína. 5)
Valdimar Friðrik sagnfræðingur í
Kópavogi, f. 14. mars 1958,
kvæntur Karen Júlíu Júlíusdóttur
hjúkrunarfræðingi, f. 8. des. 1960,
börn þeirra eru Gróa Margrét,
Þórunn Vala, Júlíus og Stefanía.
6) Rósa Áslaug leiðbeinandi á
Höfn í Hornafirði, f. 6. mars 1959,
gift Sigurði Guðnasyni lögreglu-
varðstjóra, f. 8. jan. 1960, börn
þeirra eru Hulda Rós, Valdís Ósk
og Jón Guðni. Barnabarnabörn
Valdimars eru fjögur.
Það er erfitt að sætta sig við það að
ungir menn séu teknir frá okkur en
það er ekkert síður óviðunandi að
menn sem eru komnir á efri ár en eru
enn í fullu fjöri, bæði andlega og lík-
amlega, séu teknir frá okkur svona
fyrirvaralaust. Það er einhvern veg-
inn svo erfitt að sætta sig við það að
við sem sátum saman í síðustu viku
erum nú aðskildir og eftir situr minn-
ingin ein.
Á Álhólfsveginum fundum við
strax fyrir því að honum varð sér-
staklega hugsað til barna sem höfðu
misst föður sinn eða móður. Ein-
hvern veginn hafði hann lag á því að
láta þessa krakka finna það að hann
stæði með þeim og veitti þeim and-
legan styrk til að takast á við sínar
aðstæður. Hann þekkti þessar að-
stæður sjálfur enda hafði faðir hans
farist tveimur mánuðum áður en
hann fæddist og móðir hans lést er
hann var á áttunda ári. Hann komst í
fóstur hjá Sigríði Pálínu föðursystur
sinni og Guðmundi Bjarnasyni og átti
hjá þeim góða vist og ánægjuleg sam-
skipti alla tíð.
Að mörgu leyti var karl faðir minn
einstakur maður sem alltaf vildi gefa
af sér og gleðja þá sem í kringum
hann voru. Hann var þó einnig nokk-
ur bardagamaður og þoldi illa órétt-
læti sem aðrir urðu fyrir. Oftast var
hann að berjast fyrir málefnum og
stundum gekk honum illa að skilja að
menn sæju ekki réttu leiðina sem var
svo einföld og auðskiljanleg fyrir
honum.
Margt af því sem hann barðist fyr-
ir náði fram að ganga. Hann lét þó
sérstaklega til sín taka á sviði
kvennaknattspyrnunnar og var bar-
áttumaður fyrir uppbyggingu henn-
ar. Þar steig ég með honum fyrstu
skrefin sem stigin voru með eftir-
minnilegum leik milli Austur- og
Vesturbæjar í Kópavoginum árið
1967.
Hann hafði mestan áhuga á fram-
gangi fótboltans þó að ekki hefði
hann átt kost á því að spila fótbolta
sjálfur á yngri árum. Hann var þó
sterkur vel, kattliðugur og dansaði
kósakkadans með krakka á hvorum
handlegg fram yfir sextugt. Oftlega
bauð hann sér yngri mönnum í jafn-
vægisþrautir og erfitt var að keppa
við hann í líkamsstyrk fram á síðustu
ár.
Hann reyndi þó örlítið fyrir sér í
fótboltanum með okkur krökkunum
á túninu þar sem menntaskólinn
stendur nú. Hann var fljótur að
hlaupa og snar í snúningum en bolta-
meðferðin og kunnátta í hreyfingum
á vellinum var af skornum skammti.
Þegar honum lenti svo saman við
annan pabba, Kristin Arason, sem
var að leika sér með okkur þarna,
með þeim afleiðingum að Kristinn
viðbeinsbrotnaði, ákvað pabbi að
leggja skóna á hilluna þótt ferillinn
væri rétt nýhafinn. Hann vildi ekki
taka áhættuna á því að slasa fleiri;
hann vissi sem var að krafturinn var
nógur en lagið ekki nógu pússað.
Þegar ég fór að spila með 4. flokki
Breiðabliks sumarið 1962, þegar ég
var 12 ára, dróst hann smátt og smátt
inn í það umhverfi sem þá var í knatt-
spyrnuiðkuninni. Hann fór að keyra
mig í leiki og í stað þess að halda
heim, eins og flestir aðrir foreldrar
gerðu á þessum tíma, gaf hann sér
tíma til þess að fylgjast með leiknum.
Að leik loknum átti ég næsta víst far
heim en sá gamli hafði alltaf jafn
miklar áhyggjur af því hvernig allir
hinir strákarnir kæmust heim úr
Hafnarfirðinum eða hvar sem við
vorum að spila. Oft var því ekið í troð-
fullum bílnum eða við fengum að sitja
aftan á pallinum á bíl sem hann átti á
þessum tíma. Það hugarfar hans sem
þarna kom fram hefur fylgt honum
alla tíð og honum tókst yfirleitt að
koma því til skila að honum væri um-
hugað um velferð allra barnanna í
hópnum.
Það eru auðvitað sérstök forrétt-
indi að fá að alast upp í nánu sam-
bandi við foreldra sína og ekki síðra
að geta notið þess að eiga samleið í
starfi og leik um langa hríð.
Árið 1958, þegar ég var átta ára,
réðst sá gamli, sem auðvitað var þá á
besta aldri, í það að kaupa fiskbúð
sem þá hafði verið rekin um nokkra
hríð við hlið kaupfélagsins á Álfhóls-
vegi 32. Hann gekk til þess verks
með það að leiðarljósi að fá sem best-
an fisk fyrir viðskiptavinina. Við eldri
bræðurnir, Brynjar, ég og Ásgeir,
vorum nokkuð með honum í þessari
fisksölu. Við strákarnir vorum nú
frekar feimnir og drumbslegir við
þessar aðstæður en kallinn lék á als
oddi, spjallaði við viðskiptavinina og
gaf þeim ýmis ráð um nýja rétti sem
mætti nota óvenjulega fiska í. Ekki
veit ég hvað það var, en sá gamli varð
nokkuð þekktur af þessari fisksölu
sinni og allt fram á þennan dag hittir
maður fólk sem minnist léttleika
hans úr fiskbúðinni og nefnir hann
aldrei annað en Valda fisksala.
Hann var sérstaklega ósérhlífinn í
þessu starfi og mjög útsjónarsamur
við að útvega góðan fisk, samdi við
trillukarla um handfærafisk sem auð-
vitað var stórkostlegt að geta boðið
upp á. Oftlega fórum við og gelluðum
og kinnuðum hausa hjá saltfiskverk-
endum sem voru að salta úrvalsfisk á
þessum tíma.
Valdi lét þó af fisksölunni árið 1966
og hóf nokkru seinna að starfa hjá
Kópavogsbæ, fyrst við vörubílaakst-
ur en síðan við íþróttavellina og önn-
ur íþróttamannvirki í Kópavogi.
Hann gerðist umsjónarmaður
Vallargerðisvallar og var á tímabili
íþróttafulltrúi, einmitt á þeim tíma
þegar ákvarðanir voru teknar um
byggingu Kópavogsvallar. Þá var
tekist á um atriði eins og hvort skipta
ætti um jarðveg, fara alveg niður á
fast eða láta völlinn fljóta í mýrinni.
Hann hvatti til þess að farið yrði alla
leið og völlurinn byggður á föstum
grunni. Svo heppilega vildi til að ver-
ið var að sprengja gjána í milli Aust-
ur- og Vesturbæjar á þessum tíma
þannig að grjótfyllingin varð ódýrari
en ella hefði getað orðið. Einnig voru
teknar ákvarðanir um að setja hita-
leiðslur í völlinn og dúk yfir til að
flýta sprettunni á vorin. Þessar
ákvarðanir hafa reynst mjög farsæl-
ar.
Starfið í kringum íþróttamann-
virkin og knattspyrnuna gekk ekki
alltaf hávaðalaust fyrir sig og nokkr-
ar hafa orrusturnar verið í gegnum
tíðina. Stundum stóð baráttan um
þær leiðir sem fara ætti, stundum
voru stjórnmálamenn eða stjórnar-
menn í sparnaðarhug og vildu sam-
nýta starfsmenn íþróttavalla og
íþróttahúsa eða einfaldlega breyta,
breytinganna vegna. Stundum var sá
gamli illa særður persónulega eða
fyrir hönd yngri strákanna eða
stúlknanna í fótboltanum. Yfirleitt
hugsaði hann ekki mikið um eigin
hag en meira um hag þeirra sem nutu
verks hans og verndar.
Starfið á völlunum gaf honum visst
svigrúm til þess að sinna yfir daginn
því vandamáli sem hann átti við að
etja heima fyrir vegna sjúkleika móð-
ur okkar. Hann þurfti að geta litið til
með henni öðru hvoru yfir daginn.
Hins vegar var hann alltaf boðinn og
búinn að bæta á sig aukavöktum á
kvöldin og um helgar og sinna alls
kyns aukaútköllum þegar þjálfarar
gleymdu lyklum eða því um líkt.
Þetta gerði hann af greiðasemi en leit
ekki á það sem útkall til vinnu.
Eitt af því sem hrannast upp á
knattspyrnuvöllum eru vindlausir,
sprungnir boltar. Hann reyndi að fá
viðgerð á þeim en það gekk mjög illa.
Honum fannst ótækt að henda þess-
um boltum og tók þá til við að finna
leið til þess að gera við þá sjálfur. Ár-
um saman gerði hann við fjölda bolta
fyrir knattspyrnumenn bæjarins og
alla krakka sem til hans leituðu. Ekki
minnist ég þess að hann hafi nokkru
sinni tekið laun fyrir þessa vinnu en
eflaust hafa menn þó greitt fyrir nýj-
ar blöðrur þegar á þurfti að halda, þó
að ég reikni með því að oftar hafi
hann gefið blöðrurnar.
Í uppvextinum brýndi sá gamli það
fyrir okkur börnunum að skipta
jafnt. Það var æðsta boðorðið að því
er okkur skildist á honum. Honum
var því jafnaðarmennska í blóð borin
og oftast er hann barðist fyrir málum
var það á grundvelli jafnréttis, hvort
sem það var jafnrétti yngri gagnvart
þeim eldri eða stúlkna gagnvart pilt-
um.
Til þess að efla knattspyrnuiðk-
unina í Kópavogi kom hann á fót
skólamóti í knattspyrnu. Þessi mót
voru haldin í samvinnu við Breiða-
blik, íþróttafulltrúa, skólafulltrúa og
íþróttakennara. Oft var það þungur
róður að halda þessu gangandi en sá
gamli gerði það ár eftir ár. Ég veit að
margir eiga góðar minningar tengd-
ar þessum mótum og ýmsir hófu sinn
knattspyrnuferil í framhaldi af þeim.
Það er freistandi að halda áfram að
rifja upp og ræða þrautseigju þessa
manns sem ég tel mig heppinn að
hafa átt að föður. Það sem mér finnst
mest um vert er sú tilfinning sem ég
fékk af okkar samræðum strax þegar
ég var 13–14 ára, þessi jafningja-
grundvöllur sem hann gaf í allri um-
ræðu. Einstaka sinnum þurfti hann
að benda á að ef til vill væri hann
eldri og reyndari, en þá gerði hann
það með glettnislegum hætti.
Kappið og ákafinn í umræðunum
var mikill en hann var líka tilbúinn að
hlusta á mínar skoðanir og virða þær.
En svo var hann auðvitað þver á viss-
um sviðum og kunni alltaf hálfilla við
sig á virðulegum samkundum.
Undanfarin ár, eftir að hann dró
sig að mestu út úr afskiptum af
íþróttamálum, hefur líf hans snúist
um móður okkar, hana Rósu, sem
hann hefur sinnt með frábærum
hætti. Hún hefur dvalið á Sunnuhlíð
undanfarin ár og hann hefur mætt til
hennar á hverjum degi frá klukkan
hálfþrjú til fjögur og aftur hálfsjö til
hálfníu. Trygglyndi hans og atorka
hafa vakið eftirtekt þar eins og ann-
ars staðar.
Í stað boltaviðgerða sneri hann sér
að því að smíða burstabæi og hefur á
undanförnum árum smíðað nokkra
tugi þeirra. Það var skemmtilegt að
fylgjast með þróun þeirrar vinnu,
hvernig bæirnir hafa sífellt orðið
reisulegri. Eins og áður gerði hann
þetta eingöngu í gjafaskyni.
Fyrir mánuði, þann 9. júní sl., hélt
hann upp á 75 ára afmælið sitt í faðmi
fjölskyldu og vina úr Aðalvíkurætt-
inni. Í þessu hófi rifjaði ég upp draum
hans um að halda heim í Aðalvík og
sækja þar sjó á trillu og lifa af lands-
ins gæðum, þvíþar drýpur smjör af
hverju strái, eins og hann sagði
stundum. Þá sagðist ég vonast til
þess að við myndum eiga hann að
lengi enn í Kópavoginum. Ekki grun-
aði mig þá að þessi tími yrði svo
skammur.
Kæri faðir, félagi og vinur, með
söknuði ég kveð þig.
Sigurjón Valdimarsson.
Nú er kallið komið og slokknað á
kertinu þínu. Það er erfitt að trúa því
að þú sért horfinn okkur, þú sem allt-
af varst á þínum stað, fasti punkt-
urinn í tilveru okkar. Ævin þín var
ekki alltaf auðveld, þú fæddist og ólst
upp í Aðalvík þar sem hin stórbrotna
vestfirska náttúra mótaði þín fyrstu
spor. Þú unnir sveitinni þinni alla tíð
og hafinu sem gaf björg í bú en tók
jafnframt í miskunnarleysi sínu. Ég
kynntist þér þegar ég kom við hlið
elsta sonarins inn í stóru fjölskylduna
þína á Álfhólsveginum, þangað flutt-
um við og bjuggum um tíma eftir að
Rósa tengdamamma veiktist.
Oft var róðurinn þungur í hvers-
dagsins amstri en þrautseigja þín,
samviskusemi og létta lund fleytti
þér í gegnum boðaföllin. Börnin tínd-
ust úr hreiðrinu en það var þér erfið
stund þegar Rósa þín þurfti að fara
frá þér á Sunnuhlíð en þangað heim-
sóttir þú hana daglega síðustu árin.
Þegar ég lít yfir farinn veg minnist ég
þín – iðjusamur, fjölhæfur maður
sem fór sínar leiðir, stundum hrjúfur
en hafði hlýtt hjarta og hjálpandi
hönd.
Ég vil þakka þér samfylgdina í
gegnum árin, fyrir að hafa fengið að
þroskast í nálægð þinni og takast á
við lífið með þér.
Elsku Rósa, þinn er missirinn
mestur, megi algóður Guð styrkja
þig og fjölskylduna alla í sorginni.
Valdi minn, nú heyri ég ekki lengur
röddina þína í símanum, „Komdu
sæl, ég heiti Valdimar og er úr sveit-
inni“. Ég bið þér Guðs blessunar, ég
veit að þú átt góða heimkomu í nýjum
ranni þar sem sólin skín eins og í Að-
alvík.
Þín tengdadóttir,
Steinunn Sigurðardóttir.
Elsku afi. Mér þykir svo óendan-
lega vænt um að hafa hlotnast sá
heiður að kynnast þér og jafnframt
svo óendanlega leiðinlegt að komandi
kynslóðir af ætt afa Valda og ömmu
Rósu munu aldrei njóta þín eins og
við sem nú lifum.
Ég hef alltaf verið stolt af því að þú
sért afi minn, ég hef kynnst góð-
mennsku þinni sem fólk út um allan
Kópavogsbæ og víðar hefur aðeins
fengið smjörþefinn af.
Þú varst alltaf tilbúinn til að hjálpa
öllum og ætlaðist aldrei til neins í
staðinn, eitt er mér mjög minnisstætt
en það er hve hræddur þú varst að
keyra úr „sveitinni“ (Kópavogi) til
„stórborgarinnar“ (Reykjavík) en þú
lést þig þó hafa það ef ég, „dekraða“
stelpan, var strönduð í skólanum. Þú
gerðir þetta með bros á vör og eru
bros þín einmitt eitt af því sem ég
mun alltaf muna um þig. Núna síð-
ustu daga hef ég verið að sjá þig fyrir
mér, í eldhúsinu á Álfhólsveginum,
hlæjandi yfir einhverri vitleysunni í
þér eða okkur, skipandi okkur að fá
okkur gos og jólakökuna sem þú sást
alltaf um að baka ofan í ættina þína
en slepptir hinum hefðbundnu rús-
ínum úr uppskriftinni til að þóknast
okkur sem erum ekkert of hrifin af
þeim, til að verða nú „stór og feit“
eins og hann afi okkar.
Í mínum huga, afi, hefur þú aldrei
verið neitt sérstaklega feitur en þú
tönnlaðist samt á því að við ættum að
verða eins stór og feit og þú og þér að
segja þá er ég að kappkosta að gera
mitt.
Ég man hvað það var gaman að
fara með pabba á Kópavogsvöllinn að
horfa á knattspyrnuleik því þiðamma
voruð iðulega þar í bíl á besta mögu-
lega stað til að horfa á. Yfirleitt var
nú líka pláss fyrir eins og eina litla
stelpu í bílnum hjá ykkur þar sem ég
gat fengið að njóta þess yls sem af
ykkur ömmu lagði.
Það er aðdáunarvert hversu heitt
þú elskaði ömmu og hún þig, þú gerð-
ir allt til þess að líf hennar yrði sem
ánægjulegast og ég veit að þú vildir
ekki vera kallaður til æðri starfa á
VALDIMAR KRISTINN
VALDIMARSSON
SJÁ SÍÐU 37
9 ( *
''"
' '
' *, ),.
D !
. ( $ + $ :'
; 6
( < 4 .*&+
5 06*!