Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 37 SKRÁNING hefur farið fram úr björtustu vonum og sagði Hulda að þær væru vel á fjórða hundraðið og sér sýndist að knapafjöldinn yrði yfir eitt hundrað. Taka ber tillit til að nú er um tvískipt Íslandsmót að ræða en á mótinu sem um ræðir verða aðeins ungmenni og fullorðnir sem munu keppa, hinir eldri í opnum eða meist- araflokki. Hinni eiginlegu skráningu lauk á þriðjudag en hægt er að skrá fram að móti en þá þurfa menn að greiða tvöfalt skráningagjald sem þýðir 7000 krónur á grein og viðkom- andi raðast fremst í keppnisröð í for- keppni. Verður fróðlegt að sjá hversu margar eftirlegukindur skili sér með þessu nýja fyrirkomulagi. Ragnar sagði það athyglisvert hversu vel meistaraflokkurinn virtist ætla að virka en hann hafi til þessa verið hálfgerð hornreka og illa geng- ið að fá viðeigandi þátttökufjölda í hann, meira að segja á Íslandsmót- um. Nefndi Hulda sem dæmi að þátt- takendur í fimmgangi meistara yrðu líklega um eða jafnvel yfir 20. Oddur í frí frá töltinu Að sjálfsögðu eru á meðal kepp- enda hinir bestu af mörgum góðum og nefndu þau til sögunnar landsliðs- mennina Atla Guðmundsson, Hafliða Halldórsson, Svein Ragnarsson og Vigni Jónasson sem mun reyna að titlinum í fimmgangi á Klakki frá Bú- landi. Auk þess mun Berglind Ragn- arsdóttir mæta með Bassa sinn og freista þess að verja titilinn í fjór- gangi meistara. Baldvin Ari Guð- laugsson kemur með frækinn flota af hrossum að norðan en þau Hulda og Ragnar sögðu að það skyggði vissu- lega á hversu fáir norðanmenn hefðu skráð. Þá kemur Hans Kjerúlf með Laufa sinn frá Kollaleiru og gerir at- lögu að titlinum í töltinu. Ef einhverj- um þykir það tíðindi má geta þess að Sigurbjörn Bárðarson mætir ekki til leiks með Odd frá Blönduósi í töltið að þessu sinni heldur Kóng frá Syðri- Grund en Hulda skaut því inn í að Sylvía dóttir hans væri hinsvegar skráð á Odd í fimi ungmenna. Fleiri snillinga mætti nefna til sögunnar en þetta látið duga að sinni. Framkvæmdanefnd mótsins hefur komist að góða samkomulagi við Rík- isútvarpið og verða beinar útsend- ingar frá úrslitum í tölti, fjórgangi og fimmgangi meistara á sunnudegin- um. Þetta þýðir að þessi þrenn úrslit verða samfelld í dagskránni og geta því áhugamenn sem vilja koma og sjá aðeins það allra besta af mörgu góðu komið á mótsstað og staldrað við í einn og hálfan tíma. Ragnar sagði að vissulega gæti þetta sett örlitla pressu á keppendur í þessum úrslit- um því vel gæti svo farið að einn og sami keppandinn væri í þeim öllum. Með þessu væri verið að koma til móts við áhorfendur og sjónvarpið. Sagðist hann gera ráð fyrir að menn réðu við slíkar aðstæður ef upp kæmu. Hápunktar á hverjum degi Mikil áhersla verður lögð á mann- lífsþátt mótsins að sögn Huldu og nefndi hún fyrst til sögunnar veit- ingasöluna sem verður undir stjórn hins kunna veitingamanns Tómasar Ragnarssonar sem hefur mikla reynslu í því að gæla við bragðlauka fólks. Lögð verður áhersla á fjöl- breyttar og góðar veitingar svo eng- inn á að þurfa að líða fyrir hungurs sakir meðan á mótinu stendur. Á laugardagskvöldið verður boðið upp á 100 metra fljúgandi skeið þar sem skráð verður á staðnum. Skriðjöklar munu leika fyrir dansi í Harðarbóli, félagsheimili Harðar og verður húsið stækkað verulega með stóru tjaldi sem verður tengt við húsið. Á föstudagskvöldið er áætlað að fram fari B-úrslit í tölti en B-úrslit í öðrum greinum verða síðdegis á laugardegi. Þannig verða einhverjir hápunktar á hverjum degi. Þau Hulda og Ragnar sögðust bjartsýn á að í vændum væri gott mót þar sem reyndar væru ýmsar nýjar leiðir. Þetta væri fyrsta Ís- landsmótið sem einkaframtakið fengi að njóta sín. Framkvæmda- nefndin sem í eru, auk Ragnars, Ein- ar Ragnarsson, Hinrik Bragason, Tómas Ragnarsson og Vilhjálmur Skúlason hefur náð að fylkja að baki sér fjölmennum hópi fólks úr mörg- um hestamannafélögum sem að þeirra sögn hefur mikla reynslu í mótahaldi. Ragnars sagði málið ósköp einfalt; stefnt væri að því að halda bráðskemmtilegt mót og menn sem að því kæmu gerðu sér fulla grein fyrir því að það gerist ekki af sjálfu sér og væru meðvitaðir um þá ábyrgð sem á þeim hvílir til að svo verði. Ragnar sagði ennfremur að þau teldu sig mjög heppin að fá félags- svæði Harðar á Varmárbökkum. Þar sé aðstaða hin ákjósanlegasta og við- horf félagsmanna til mótahalds mjög jákvætt sem meðal annars kemur fram í geysigóðri þátttöku Harðar- félaga. Íslandsmótið á Varmárbökkum Mikill hugur og metþátttaka Morgunblaðið/Valdimar Íslandsmótið á Varmárbökkum er hið þriðja sem þar er haldið en hin tvö tókust með miklum ágætum. Nú er að sjá hvernig tekst til með einkaframtakið á þessum vettvangi. Allt stefnir í að haldið verði glæsilegt Íslandsmót á Varm- árbökkum um aðra helgi. Svo virðist sem metþátttaka verði á mótinu og mikill hugur er í framkvæmdarað- ilum að sem best takist til. Valdimar Krist- insson hitti Ragnar Tómasson og Huldu Gústafsdóttur á móts- stað og fræddist um hvað liði undirbúningi. FÉLAGSLÍF Sunnudagsferð 15. júlí kl. 8. Langavatnsdalur — Hreða- vatn. 5—6 t. ganga um hluta Hítarvatnsvegar. Kynnið ykkur spennandi helgar- og sumar- leyfisferðir framundan, m.a. Vatnsnesfjall með jeppadeild um helgina. Sjá heimasíðu: utivist.is Dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum helg- ina 14.—15. júlí. Laugardagur 14. júlí Kl. 13.00 Gjár og sprungur. Farið í Snóku og áleiðis inn í Stekkjargjá og til baka um Þing- götu. Fjallað verður um jarð- fræði og annað er tengist gján- um. Gangan tekur um 2—3 klst. Nokkuð klöngur og því góðir skór nauðsynlegir. Farið frá þjónustumiðstöð. Kl. 13.00 Leikið og litað í Hvannagjá. Dagskrá fyrir krakka á öllum aldri í Hvannagjá. Tekur um 1 klst. og farið frá þjónustumiðstöð. Sunnudagur 15. júlí Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Prestur séra Sigurður Árni Þórðarson, organisti Guðmundur Vil- hjálmsson Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu og náttúru. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjón- ustu og tekur um 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. SMÁAUGLÝSINGAR FRÉTTIR mbl.is undan henni því þú óttaðist það mest í lífinu að enginn myndi hugsa um ömmu en ég vil segja þér að við reyn- um okkar besta en vitum að ekkert okkar kemst nærri því að fylla hið djúpa skarð sem nú hefur verið skilið eftir. En eins og segir eru vegir Guðs víst órannsakanlegir og því að hann skuli hafa hrifsað þig frá okkur nú, án þess að hafa gert nokkurt boð á und- an, munum við víst aldrei fá skýringu á. Það er svo sárt að fara niður á Sunnuhlíð og sjá allt sem þú hafðir gert fyrir umhverfi ömmu svo hún hefði það huggulegt og að sjá öll hús- in sem þú smíðaðir og gafst í Sunnu- hlíð til skrauts. Þú varst meira að segja búinn að koma þér upp vinnuaðstöðu í einu litla herberginu til að framleiða enn þá fleiri hús með gervigrasi ofan á, og það er sorglegt að þau muni ekki verða fleiri. Ég vona að þér líði vel og að þú sért búinn að hitta mömmu þína og pabba, fósturmóður og föður og alla þá sem þér þótti vænt um. Sjáumst á himninum, elsku afi minn, og láttu þér nú líða vel þangað til. Elsku afi, takk fyrir allt. Þín Signý Björg Sigurjónsdóttir. Afi minn, sæti afinn minn, nú ert þú stunginn af á einhverja sæl- uströnd í paradís okkur öllum til mik- illar armæðu. Þú sem varst svo ungur og sætur enn þá á unglingsárunum eins og þú hefðir gantast með sjálfur. Þegar ég horfði á þig á föstudaginn gat ég ekki annað en brosað, þú varst eitthvað svo prakkaralegur, mér datt í hug að þú værir bara að plata…. ég vonaði að þú værir bara að plata. Það eru sannkölluð forréttindi að vera í Valdaklíkunni miklu og alltaf hef ég verið stolt af þér, elsku afinn minn, því þú varst ótrúlegur dugnaðarfork- ur alltaf og afrek þín í lífinu eru lyg- inni líkust. Eitt mesta afrek þitt er að næla þér í svona fallega konu eins og hún amma mín er og að þið í samein- ingu hafið náð að búa til svona stóra hjörð af fallegu fólki sem nú stendur saman í sorginni yfir að hafa misst konunginn sinn. Afinn minn sem hef- ur alltaf verið til í að hjálpa okkur öll- um sama hvað bjátar á, alltaf tilbúinn að keyra okkur eða þjónusta okkur á einn eða annan hátt. Dyrnar að Álf- hólsveginum voru líka ávallt opnar fyrir hungruðum eða svefnþyrstum MK-ingum eins og mér, því auðvitað varð maður að borða, „svo að maður yrði stór og feitur eins og afi.“ Við höfum átt margar góðar stundir sam- an þar sem við höfum rætt margt, allt frá háralitunum til stjórnmála, það var alltaf svo gaman að ræða heims- mál við þig, þú hafðir svo fastmótaðar skoðanir á öllu. Því miður voru nokkrir hlutir sem ég átti eftir að gera með þér eins og til dæmis að taka þig í leðurjakkanum með mér í partý, ég hefði nú hrint því í fram- kvæmd hefði ég vitað að Guð og engl- arnir þörfnuðust þín svona snöggt. Það er svo sem ekkert skrýtið að Guð á himnum hafi viljað fá þig til sín, hann veit greinilega hversu frábær húmoristi þú ert og að þú bakar bestu jólakökur í heiminum. Ég veit bara að þegar ég kem upp til þín kem ég með leðurjakkann undir hendinni og við höldum partý og þú verður algjör töffari, en þangað til held ég áfram að sakna þín þarna, afagrísinn þinn. Kyss kyss, Sara Valný Sigurjónsdóttir. Okkur langar að þakka besta afa í heimi fyrir allt. Nú fáum við aldrei aftur skinkubrauð, ís og klaka hjá afa á laugardögum. Við skulum hjálpa mömmu að passa ömmu fyrir þig. Við söknum þín, afi. Þín barnabörn, Sigurður Skúli og Brynja Pálína. Hann afi er dáinn, undirbúningur fyrir hátíð á Höfn var í fullum gangi þegar sú sorgarfrétt barst úr Kópa- voginum að hann afi væri dáinn. Af hverju, afi hringdi kvöldið áður og eins og alltaf hafði hann ekki áhyggjur af sér heldur öðrum. Amma var búin að vera veik og hann vildi láta okkur vita af því. Alltaf hugsaði hann um alla hina, hann var aldrei veikur aðeins mis- jafnlega hress. Alltaf fylgdist afi með öllu sem um var að vera hjá okkur, hvernig gengi í skólanum, fótboltanum og tónlistinni. Ef það var fótboltaleikur mátti bóka að afi hringdi til þess að fá fréttir og eftir skólaslit þurfti að skýra frá frammistöðunni. Afi sá síðan um að koma fréttunum á framfæri við alla hina á höfuðborgarsvæðinu og amma var vel upplýst um lífið hjá okkur. Jón Guðni spurði á leiðinni frá Höfn: „Get ég samt ekki hringt í afa, hefur hann ekki síma?“ Svona var honum eðlilegt að tala við afa sinn í síma um það sem honum lá á hjarta. Nokkur undanfarin haust, nema það síðasta kom afi með ömmu í heimsókn til okkar á Höfn og var þá farið með honum í berjamó inn í Geitafell m.a. Afa þótti gaman að tína ber og bjó til sultur og saft úr þeim aðföngum sem hann náði í. Síðasta haust kom afi ekki í þessa ferð, en þá fórum við og tíndum ber fyrir afa og sendum honum. Vorum við þó heldur lélegir berjatínarar, en þegar afi var með okkur hljóp hann um eins og hann eflaust hefur gert forðum daga í Aðalvík. Elsku afi, þú sem varst alltaf svo hress. Þú hugsaðir vel um alla og allir voru velkomnir inn í líf þitt. Eins og hjá öllum komu erfiðir dagar, en aldrei sá maður hjá þér að þeir væru eitthvað erfiðir. Þú varst alltaf glaður þegar við komum og líka þegar við fórum. Út af því að við vorum alltaf velkomin aftur. Elsku afi, að lokum viljum við þakka allar samverustundirnar sem við áttum með þér, þakka fyrir alla dagana sem við vorum hjá þér á Álf- hólsveginum, þar sem engum var í kot vísað með matföng, heimabakað- ar jólakökur og kleinur. Elsku amma, þú sem hefur misst svo mikið, megi Guð varðveita minn- ingu afa í huga þér eins og minning hans lifir alltaf í huga okkar og hjarta. Hulda Rós, Valdís Ósk, Jón Guðni, mamma og pabbi, Höfn Hornafirði. Á þönum inn og út og alltaf að flýta sér en gaf sér samt alltaf stund til þess að spjalla við okkur barnabörn- in. Þannig minnumst við afa Valda. Hann var Íslandsmeistari í vitleysu, að eigin sögn, og kannski var það rétt að vissu leyti því hann var alltaf að segja brandara og grínast. Það var alltaf bros sem tók á móti okkur á Álfhólsveginum og við fund- um að þar vorum við alltaf velkomin. Við fórum ekki þaðan út nema alveg að springa eftir afabrauð, sem var hans sérgrein og frægt um víðan völl, og ekki má gleyma soðna fiskinum sem var sá besti í bænum. Hann sagði alltaf að við ættum að borða svo að við yrðum stór og feit eins og afi. Hann var alltaf tilbúinn að stökkva til ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það var að skutla til tannlæknis, mamma föst á Kringlumýrarbrautinni með bilaðan bíl eða ef það vantaði mjólk á heimilið, það var alltaf sagt „já ég kem“ og hann lét ekki bíða eftir sér. Afi vissi alltaf hvernig okkur gekk í skólanum, í tónlistinni, á hlaupa- brautinni, í sundlauginni og á íþrótta- vellinum. Hann fylgdist grannt með og sá til þess að öll fjölskyldan fengi að vita hvað hinir voru að gera. Þann- ig var hann. Elsku afi, við vitum að þó við sjáum þig ekki þá fylgist þú með okk- ur og passar okkur. Þú ert alltaf best- ur. Þín Gróa Margrét, Þórunn Vala, Júlíus og Stefanía. VALDIMAR KRISTINN VALDIMARSSON  Fleiri minningargreinar um Valdimar KristinValdimarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.