Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 40

Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                   !       # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á VORDÖGUM bárust mér þau gleðitíðindi að Björgvin Sigurbergs- son, Íslandsmeistari í golfi, ætlaði sér að gerast atvinnumaður í golfíþrótt- inni og reyna að komast inn á Evr- ópumótaröðina. Þar á hann heima, að mínu mati. Máli mínu til stuðning bendi ég á að Björgvin hefur unnið alla þá titla sem í boði eru á Íslandi og hefur ver- ið, að öðrum kylfingum ólöstuðum, bestur í nokkur ár. Þegar grein þessi er skrifuð er hann að gera það heldur betur gott með íslenska landsliðinu í Evrópu- keppninni, lék fjóra undir pari í for- keppninni og átti stóran þátt í því að Svíar voru lagðir að velli. Að sögn liðsstjóra landsliðsins kalla strákarn- ir í liðinu hann „kónginn“. Áform Björgvins eru að gerast at- vinnumaður nú strax eftir Evrópu- keppina og taka þátt í tveimur mót- um á sænsku mótaröðinni í júlí og æfa síðan og leika hér heima á lands- mótinu og á Toyota-mótaröðinni fram á haust og reyna síðan við Evr- ópumótaröðina. Ég hef notið þess að kynnast Björgvini, bæði sem félaga og sem keppnismanni í golfíþróttinni. Ég tel að það sé leitun að öðrum eins keppn- ismanni og kylfingi sem ann íþrótt- inni eins mikið. Björgvin hefur náð þeim árangri að vera þrisvar sinnum Íslandsmeist- ari bæði í höggleik og holukeppni. Fjórum sinnum hefur hann verið stigameistari Íslands og þrisvar golf- maður ársins. Árið 2000 var hann val- inn kylfingur ársins. Þessum árangri hefur Björgvin náð samhliða mikilli vinnu og það erf- iðisvinnu, húsasmíði. Björgvin hefur því oft þurft að æfa sig þreyttur hing- að til. Það væri mjög gaman að sjá hvað hann kemst langt í golfíþróttinni ef hann fær tækifæri til að helga sér íþróttina án þess að þurfa að vinna með og hafa fjárhagsáhyggjur og tel ég að hann ætti að komast mjög langt þar sem hann hefur allt til að bera, hæfileika, að vera vel studdur af fjöl- skyldu sinni og góður drengur. En Björgvin þarf aðstoð til að geta helgað sig íþróttinni og þess vegna er þessi grein skrifuð, til að biðla til allra kylfinga á landinu sama í hvaða klúbbi þeir eru og hvar á landinu sem þeir eru að rétta honum hjálparhönd. Það getum við gert annaðhvort með að leggja peninga inn á reikning 400733 í Sparisjóði Hafnarfjarðar eða með því að hafa samband við framkvæmdastjóra golfklúbbs Keil- is, Ágúst Húbertsson, en hann mun útskýra nokkra möguleika í þessu sambandi. Upphæðin þarf ekki að vera mikil á hvern einstakling en munið að margt smátt gerir eitt stórt. Með tilkomu Björgvins munu sennilega fjórir íslenskir kylfingar berjast við það að komst inn á Evr- ópumótaröðina í haust. Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Már Sigurðsson og Kristinn Bjarnason sem ætlar að reyna við amerísku mótaröðina. Því fyrr sem einhver íslenskur kylfingur nær að brjóta ísinn því betra. Það mun koma okkur öllum til góða á einhvern hátt og m.a. koma ungir kylfingar til með að sjá að það er hægt og er ég alveg viss um að það mun bæta árangur íslenskra meist- araflokkskylfinga í framtíðinni. Ég þekki það sjálfur að hafa þurft að hætta við áform mín að komast inn á Evrópumótaröðina eftir að hafa rétt misst það að komast inn, vegna peningaleysis og reyndar hafa tveir aðrir mjög góðir kylfingar þurft að gera það sama. Látum það ekki verða hlutskipti Björgvins Sigurbergssonar. Með golfkveðju. SIGURÐUR PÉTURSSON golfkennari. Áskorun til kylf- inga og annarra velunnara golfsins Frá Sigurði Péturssyni: ÉG er einn af fjölmörgum Íslending- um sem finnst gaman að ferðast um eigið land með fellihýsi og nú nýverið ferðaðist ég um Vestfjarðakjálkann í hreint ógleymanlegri ferð. Hins vegar er þjónusta á tjald- stæðum landsins oft af skornum skammti og stundum veit maður hreinlega ekki fyrir hvað maður er að borga. Eitt besta tjaldstæði sem ég hef komið á (og hef ég ferðast víða) reyndist vera á Tálknafirði. Þar er þjónusta til mikillar fyrirmyndar. Á tjaldstæðinu er heitt og kalt vatn, rafmagnsstaurar eru dreifðir um svæðið þannig að hægt að vera sí- tengdur við rafmagn en það er mjög óvíða á landinu og skortir sárlega. Þá er þarna fullkomin þjónustumiðstöð með öllu sem við kemur ferðamann- inum. Þar eru fullkomin eldhús með öllum búnaði, þvottavélar, þurrk- aðstaða og margt fleira. Ekki skemmir fyrir að sundlaugin er við hliðina á tjaldstæðinu. Mér finnst að tjaldstæðaeigendur, margir hverjir, megi taka sig á og bæta þá þjónustu sem boðið er uppá, þó auðvitað séu mörg tjaldstæði til fyrirmyndar í þessum efnum. Ferða- lög landans um eigið land njóta vax- andi vinsælda með bættum ferða- búnaði, og það að hafa aðgengi að rafmagni fyrir fellihýsaeigendur sem og aðra verður sífellt brýnna. En aðdáunarvert finnst mér að finna eitt besta tjaldststæði landsins hjá litlu sveitarfélagi á Vestfjörðum. Það lýsir dugnaði og krafti þeirra Tálknfirðinga. SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Einibergi 23, Hafnarfirði. Áfram Tálknfirðingar Frá Sigurði Þ. Ragnarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.