Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 9
ferðalög
WARNER Brothers-kvikmynda-
framleiðslufyrirtækið opnaði
skemmtigarð í anda Disneyworld á
Ruhr-svæðinu í Þýskalandi fyrir
nokkrum árum. Batman og Bugs
Bunny eru mættir á svæðið í stað
Mikka músar en annars er stemmn-
ingin svipuð og hjá Disney. Fullt af
tækjum, allt hreint og fínt og nóg af
stöðum þar sem hægt er að fá sér
mishollt í svanginn.
Gamli rússíbaninn í „villta vestr-
inu“ er sá fyrsti sem var reistur úr
timbri í Evrópu að bandarískri fyr-
irmynd. Þar er þotið upp og niður á
80 km hraða. Brautin þykir sérstak-
lega spennandi og rússíbanaklúbbar
gera sér sérstaka ferð í Warner
Bros-garðinn til að prófa hann. Í vor
bættist nýtt hraðtæki við. Það er
kallaður strokleðrið (Eraser). Vagn-
arnir aka ekki á teinum heldur
hanga niður úr brautinni. Af öskr-
unum að dæma er ferð með því alveg
sérstök tilfinning.
Það eru tæki fyrir litla krakka í
sérstöku horni garðsins. Stundum
þarf á dálítilli þolinmæði að halda í
biðröðunum. Starfskona garðsins
sagði að það mætti alls reikna með
rúmri klukkustund í biðröð á sól-
björtum sunnudegi. – Þeir sem eru
lítið fyrir hraðskreið tæki geta farið í
bíó og séð búta sem voru klipptir úr
vel þekktum myndum eða brugðið
sér á skemmtun á silfurdollara barn-
um.
Warner Brother rekur garðinn
ekki lengur. Hann er nú hluti af Six
Flags-skemmtigarðakeðjunni sem
rekur Six Flags í Hollandi og Belgíu,
Bellewaerde-garðinn í Belgíu og
Walibi Schtroumpf, Walibi Rhones-
Alpes og Walibi Aquitaine í Frakk-
landi. Inngangurinn í Warner Bros.
Movie World kostar um 2.000 krón-
ur, fyrir fullorðna, um 1.000 kr. fyrir
börn sem eru 1 metri til 1,40 m. á
hæð. Krakkar minni en metri fá að
fara inn ókeypis.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
Oft er margt um manninn í skemmtigarðinum á Ruhr-svæðinu.
Hollywood í þýsk-
um skemmtigarði
Það er töluð þýska í skemmtigarðinum á Ruhr-svæðinu
í Þýskalandi en þrátt fyrir það segir Anna Bjarnadóttir
að yfirbragðið sé bandarískt.
www.movieworld.de Warner
Allee 1 – 46244 Bottrop-
Kirchhellen
ÍSLAND
LISTAVERK
ÁHÓTEL FLÚÐUM
Tíu listaverk eftir Tolla prýða nú
Hótel Flúðir, en þar hefur nýlega
verið gerður við hann samningur
um leigu á verkunum, segir í frétta-
tilkynningu.
ENGLAND
SÉRHANNAÐ HÓTEL
FYRIR UNGT FÓLK
Hilton-hótelkeðjan ráðgerir að
opna nýtt sérhannað hótel sem
höfða á til ungs fólk. Verður það á
Trafalgartorgi í London. Á hótelinu,
sem verður 129 herbergja, verður
80 manna veitingastaður sem sér-
hæfir sig í lífrænt framleiddum mat
og bar, þar sem fáanlegar verða yfir
100 tegundir af búrbon viskí.
NOTTING HILL-KARNI-
VALIÐ Í LOK SUMARS
Stærsta listahátíð Evrópu, Notting
Hill-karnivalið í London, verður
haldið 26.-27. ágúst. Hátíðin er sú
næststærsta sinnar tegundar í
heiminum, aðeins kjötkveðjuhá-
tíðin í Río de Janero er stærri. Fyrri
dagurinn verður tileinkaður börn-
unum en sá seinni fullorðnum en
meðal viðburða verða tónlistar-
atriði af öllum gerðum, skrúðgöng-
ur og hundruð sölubása þar sem
seldur verður framandi matur, list-
munir og handverk.
RÚSSLAND
BORGARFERÐ
TIL RÚSSLANDS
15 daga borgarferð er fyrirhuguð til
tveggja stærstu borga Rússlands,
Moskvu og St. Pétursborgar þann
12. september nk. Moskva verður
skoðuð undir leiðsögn Hauks
Haukssonar sem hefur margra ára
reynslu á þessum slóðum. Síðan
verður farið með járnbrautarlest til
gömlu höfuðborgar keisaraveld-
isins - Pétursborgar, þaðan verður
flogið með SAS til Kaupmanna-
hafnar á heimleiðinni. Allar nánari
upplýsingar í símun 848 44 29 og
554 06 66, skoðið www.austur.com
og sendið fyrirspurnir á bjarma-
land@strik.is
ÍSRAEL
FÁIR FERÐAMENN
TIL ÍSRAELS
Ferðamannaþjónustan í Ísrael
berst í bökkum um þessar mundir
vegna ofbeldisins í landinu síðustu
misserin. Peltours sem er stærsta
ferðaskrifstofa Bretlands, sem sér-
hæfir sig í ferðum til Ísraels, hefur
viðurkennt að sala á ferðum þang-
að sé ákaflega lítil.
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog
súrefniskremunum og segir að þau henti sér af-
skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al-
veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp-
runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er
heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A-
Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka
bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina
þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær-
andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst
hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir
öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin
Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn-
ar.“
Rósa Ingólfsdóttir
Rósa Ingólfsdóttir er
yfir sig hrifin