Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 22.07.2001, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 17 Sly á kappaksturs- brautinni Sylvester Stallone skrifar handritið, fer með aðalhlutverkið og framleiðir Driven.  Gæðaleikstjórinn Philip Kaufman, sem síðast gerði Quills, er að undirbúa tökur á endurgerð Hitchcock- myndarinnar Suspicion, frá 1941. Þá fóru með aðal- hlutverkin stórstjörnurnar Cary Grant og Joan Font- aine, en leikararáðningar eru ekki hafnar í þá nýju. Mynd- irnar eru byggðar á spennu- sögunni Before the Fact, eftir Francis Iles, sem segir af ríkri, hlédrægri stúlku sem giftist manni eft- ir stutt og hraðsoðin kynni. Fyrr en varir hefur hún hann grunaðan um að hafa í hyggju að myrða sig. Kaufman í Hitchcock-glímu Kaufman; end- urgerir Hitchcock.  Nýjasta gamanmynd Johns Cusacks heitir Serendipity. Mótleikarar hans eru Kate Beckinsale (Perluhöfn), Jer- emy Piven og Molly Shannon en leikstjóri er Peter Chelsom. Cusack leikur mann sem er við það að kvænast en hann getur einhvern veginn ekki hætt að hugsa um nótt sem hann átti með konu að nafni Sara. Hann ákveður að leita hennar um alla New York en svo vill til að á sama tíma byrjar hún að leita hans. Cusak og Beckinsale Cusack í konuleit.  Final Fantasy: The Spirits Within, sem frumsýnd var vestur í Bandaríkjunum fyrir skemmstu, markar spor í kvikmyndasög- unni því hún er fyrsta bíómyndin sem er al- farið gerð í tölvum eins og um venjulega „leikna“ mynd væri að ræða. Aðalpersónurnar eru tölvuteiknaðar og þegar er farið að ræða það innan Columbia-kvikmyndavers- ins, sem dreifir myndinni, að gera fleiri myndir með „leikurunum“. Það yrði ekki framhald Final Fant- asy, sem er framtíðartryllir, heldur aðrar myndir um allt annað efni en með sömu teiknifígúrum. Fyrsta „leikna“ tölvumyndin Tölvuteikningar; úr Final Fantasy.  Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey er að ljúka við að semja um að taka að sér aðal- hlutverkið í myndinni The Life of David Gale, sem breski leik- stjórinn Alan Parker (Miss- issippi Burning) ætlar að leik- stýra. Tökur hefjast í september en myndin segir frá prófessor nokkrum sem er harður andstæðingur dauða- refsinga. Svo vill til að hann er sakaður um morð og dæmdur til dauða og áður en hann veit af er hann lentur á dauðadeild þar sem hann bíður aftöku. Á dauðadeildinni Dauðarefsingar; Kevin Spacey. ÆTLI það hafi ekki verið þegar ég varsópari í bíói vestur á Ísafirði, 11 eða 12ára gamall,“ segir Jón Steinar um hve- nær hann fékk kvikmyndabakteríuna. „Þá sá ég allar myndir nokkrum sinnum, líka þær bönnuðu, sem voru mikil forréttindi. Þetta var svona Cinema Paradiso-stemmning. Þá gengu myndir eins og Spaghettivestrar Sergios Leones og Ryans Daughter eftir David Lean, en það var fyrsta myndin sem snerti mig að hjartarótum og þar með í fyrsta sinn sem ég grét í bíó þegar hún kyssti krypplinginn. Síðan hef ég verið haldinn listabakteríu og vinna mín við kvik- myndir er eiginlega samtenging alls þess sem ég hef verið að gera. Ég er menntaður í mynd- list, grautaðist mikið í leiklist fyrir vestan, skrifaði meðal annars leikritið Hjálparsveitina, gerði líka leikmyndina og lék í því, svo skrifaði ég ljóð og smásögur – og allt þetta leiddi ófrá- víkjanlega til þess að ég fór að starfa við kvik- myndagerð.“ Fyrsta myndin sem Jón Steinar vann við sem leikmyndasmiður var Hvíti víkingurinn eftir Hrafn Gunnlaugsson. „Ég þótti laginn í höndunum sem leikmuna- og leikmyndasmiður og þegar ég hafði öðlast virðingu í faginu fór ég að hanna leikmyndir, bæði fyrir kvikmyndir og auglýs- ingar. Ég hef unnið talsvert við auglýsingar fyrir erlenda aðila, mikla og fræga leikstjóra eins og Wim Wenders. Og íslensku kvikmynd- irnar eru orðnar ansi margar.“ En hvað ein- kennir góða kvikmynd í augum Jóns Steinars? „Fyrir mig er það sagan sem verið er að segja, hvort hún grípi og haldi manni frá upphafi til enda. Nýlegt dæmi er Memento eftir Christ- opher Nolan þar sem áherslan er á handritið og söguna, en þar sem ég fæst sjálfur við að skrifa handrit og hef stúderað þá hlið kvikmynda- gerðarinnar mjög mikið er kannski eðlilegt að myndir með góðu handriti heilli mig mest. Memento er skyld dogmamyndunum í allri vinnslu, enda fellur það vel að efninu. Hins veg- ar finnst mér Lars von Trier ekkert spennandi, hann virðist bara fremja list listarinnar vegna og er frekar ótrúverðugur og tilgerðarlegur. Ég þoldi til dæmis ekki Dancer in the Dark af því sagan var svo billeg og óraunsæ. En upp- áhaldsleikstjóri minn í gegnum tíðina hefur verið Terry Gilliam og uppáhaldsmyndin er Bra- zil. Og eins og flestir í faginu held ég upp á Leone og Kurosawa og á seinni árum Mike Leigh og Ang Lee. Mér þykir jákvæð sú þróun að myndir virðast vera meira farnar að snúast um fólk en einhverjar flugeldasýningar sem þó eru enn alltof mikið stundaðar í Bandaríkjunum; hryll- ingur eins og Pearl Harbour þar sem maður situr í þrjá tíma og reytir hár sitt og skegg og skynsemi manns er svo misboðið að maður er ekki samur í langan tíma á eftir.“ En sem starfandi kvikmyndagerðarmaður á Íslandi er Jón Steinar ánægður með þróunina á síðustu árum. „Fagmennskan er orðin svo miklu meiri, og það er farið að viðurkenna kvikmyndagerð sem alvöru vinnu, til dæmis af stjórnvöldum en án velvilja og stuðnings þeirra væri þetta náttúrlega ekki hægt. Íslenskar myndir eru þar af leiðandi orðnar betri tækni- lega séð og líka metnaðarfyllri, menn hugsa stórt. En það er alltaf sama villimennskan að búa til bíó, hvar sem er í heiminum.“ Sagan skiptir mestu máli Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Steinar Ragnarsson er 42 ára gamall. Hann lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann árið 1980. Hann hefur unnið sem leikmyndasmiður og -hönn- uður við fjölda íslenskra kvikmynda, á seinni árum til dæmis Fíaskó, Engla al- heimsins og Ikingut, þar sem hann skrif- aði líka handritið. Um þessar mundir er Jón Steinar m.a. að skrifa eigið kvik- myndahandrit með styrk frá Kvikmynda- sjóði – vinnutitill: Skuggar og er að sögn höfundar „dramatísk samtímasaga um ranga forgangsröðun lífsgilda – en endar samt vel.“ Jón Steinar Ragnarsson gat ekki orðið annað en kvikmyndagerðarmaður. Þegar Svíar búa til bún-ingamynd er maður við þaðað deyja, þegar Danir gera það fær maður sér blund og þeg- ar Norðmenn gera það gengur maður út úr kvikmyndahúsinu. Ég veit ekki hvað þetta er með okkur Skandinavana. En það er eins og að því þyngri og því dekkri sem myndirnar eru því betra sé það. Hamsun og Strindberg og hvað þeir nú heita. Menn án kynlífs og konur í vaðmálspilsum og þung- lyndiskasti. Þetta er svo tilfinn- ingalaust – eins langt frá Ítalíu og maður kemst. Svo situr maður bara þarna og horfir á hestvagna rúlla inn og út úr mynd. Þetta er skelfilegt. Þetta á ekkert skylt við kvikmyndalist. Þetta er bara leiðinleg tímasóun.“ En nú er eins gott að Ole taki ekki of stórt upp í sig, því í lok síðasta mánaðar lauk hann þriggja mánaða upptökum í Norður-Noregi, u.þ.b. 150 km fyrir norðan heimskautsbaug, á dýrustu kvikmynd í Skandinavíu til þessa. Þetta er I am Dina, 19. aldar drama eftir bók Herbjørg Wassmo, Dinas bog, kostnaðaráætlun um 1.500 milljónir ísl. króna. „Ég segi ekki að Dina sé and- stæða þessara mynda, en það sem ég reyni að segja er að nú skulum við gera búningamynd með sögulega réttri leikmynd og fínum búningum. Við setjum þetta allt upp – og svo gleymum við því. Það sem er áhugavert er það sem gerist í andlitum leik- aranna. Allt annað er bara hismi,“ segir Ole, sem hefur feng- ið sænsku leikkonuna Maríu Bonne- vie í titilhlutverkið og Gérard Dep- ardieu leikur einnig stórt hlutverk. Bæði trúa þau á leikstjórnarhæfi- leika Bornedals til þess að rífa myndina úr viðjum venjulegra búningamynda og að mati Dep- ardieus er Ole mjög hæfileikaríkur. „Hann veit alltaf hvað hann vill. Og það eru ekki allir í þess- um bransa sem vita hvað þeir vilja – það get ég sagt þér. Hann á bjarta framtíð fyrir sér sem leikstjóri. En það vissi ég fyrir, annars hefði ég ekki sagt já við því að vera með í jafn stóru og áhættusömu verkefni og Dina er.“ Svo er bara að sjá hvort Borne- dal heppnast að gera bún- ingamynd þar sem við hvorki sofnum, deyjum úr leiðindum né göngum út. Það kemur í ljós á kvikmyndahátíðinni í Berlín í byrjun næsta árs, en þar verður I am Dina opnunarmynd. SKANDINAVÍSKAR búningamyndir eru ömurlegar,“ segir Ole Bornedal leik- stjóri, sem m.a. er þekktur fyrir að hafa gert „Nattevagten“. Bornedal hæfi- leikaríkur; franski leikarinn Depardieu. Sigurður Sverrir Pálsson Kaupmannahöfn Skandinavískar búningamyndir Páll Kristinn Pálsson KVIKMYNDIR OG ÉG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.