Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 18

Morgunblaðið - 22.07.2001, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó Reuters SYLVESTER Stallone, sem fer með aðal-hlutverkið, framleiðir og skrifar handritað kappakstursmyndinni Driven er frumsýnd var nú um helgina, hóf sinn feril sem kvikmyndaleikari með litlum rullum í mestan- part heldur ómerkilegum bíómyndum. Þannig liðu ein fimm ár þar til hann ákvað að setjast sjálfur undir stýri og skrifaði handritið að hnefaleikadramanu Rocky árið 1976. Hann samdi um að fara sjálfur með aðalhlutverkið auk þess sem hann fékk hlutdeild í ágóða myndarinnar. Rocky var hetjusaga um fátækan hnefa- leikakappa sem sigraði heiminn og Rocky varð persónuleg hetjusaga Stallones um fátækan kvikmyndaleikara sem sigraði heiminn. Mynd- in er það besta sem Stallone hefur leikið í fyrr og síðar (fjórar síðri Rocky-myndir fylgdu í kjölfarið) og hún gerði hann að stjörnu á einni nóttu. Síðan þetta var, fyrir aldarfjórðungi, hefur Stallone átt bæði góða daga og slæma eins og gengur. Þekktasta hlutverk hans fyrir utan Rocky er án efa Rambó, hasarhetjan frá Víet- nam, en fyrsta myndin í Rambó-seríunni, First Blood, var öræfatryllir eins og þeir gerast bestir. Botninum náði leikarinn líklega með Staying Alive, framhaldi Saturday Night Fev- er (einungis leikstjóri), og Rhinestone. Hin síð- ari ár hafa hasarmyndir eins og þær sem Stall- one (og Schwarzenegger) er frægastur fyrir átt talsvert undir högg að sækja. Yngri leikarar eru að taka við og yngri leikstjórar ekki síður. Sly, eins og hann er oftlega kallaður, fæddist árið 1946 í New York og lærði leiklist í Miami í Flórída. Hann sneri aftur til New York og fékk einstaka smárullu á sviði utan Broadway auk þess sem hann lék í klámmynd sem síðar hlaut heitið The Italian Stallion eða Ítalski folinn. Svo vill til að fyrsta „alvöru“ kvikmynda- hlutverkið fékk hann hjá Woody Allen árið 1971 í mynd hans, Bananas. Það var mjög lítið hlut- verk að sönnu en Sly lék villing í neðanjarð- arlest, sem abbaðist upp á Woody. Hann fékk eitthvað stærri hlutverk í mynd- um eins og The Lord’s of the Flatbush, Death- race 2000, Farewell, My Lovely og Cannonball áður en Rocky kom til sögunnar. Eftir hana varð Stallone stórstjarna með öllu því sem fylgir. Honum gekk ekki sérlega vel að fylgja eftir velgengni Rocky með myndunum F.I.S.T. og Paradise Alley og hörfaði aftur á kjörlendi sitt þegar hann gerði Rocky II. Borgartryllir eins og Nighthawks eða fangadrama úr síðari heimsstyrjöldinni, Victory, gerðu lítið fyrir hann; það var eins og áhorfendur vildu aðeins sjá hann í hlutverki hnefaleikakappans. En hjálp var á næsta leiti. Stallone smellpassaði í hlutverk Rambós og gerðar voru í allt þrjár myndir með honum þar sem hann lék Víet- namhetjuna brjóstaberu. Þær, eins og Rocky- myndirnar, urðu verri eftir því sem þeim fjölg- aði og loks var framleiðslu þeirra hætt. Stallone hefur reynt að breyta ímynd sinni sem harðhaus kvikmyndanna og leikið í gam- anmyndum. Oscar var brokkgengur farsi og Stop! or My Mother Will Shoot endaleysa og Sly tók aftur til við hasarmyndirnar. Sú besta af myndum hans í þeim flokki frá síðasta ára- tug eða svo er Cliffhanger þar sem hann hékk á nöglunum utan í fjallshlíðum hvattur áfram af leikstjóranum finnska Renny Harlin en Harlin er einmitt leikstjóri Driven. Síðan þá hefur Stallone átt mjög á brattann að sækja eins og áður sagði. Myndir eins og The Specialist og Judge Dredd hafa lítið gert fyrir ferilinn. Síð- asta mynd hans, endurgerðin Get Carter, fékk afleita aðsókn. Hins vegar er Stallone greinilega tilbúinn að reyna nýjungar eins og löggu- myndin Cop Land sýndi en þar komu í ljós ósviknir leikhæfileikar Stallones í hlutverki löggunnar Freddy Heflins; gagnrýnendur gerðu það sem þeir sjaldnast gera, hrósuðu honum á hvert reipi fyrir verulega góðan leik. Stallone undir stýri Arnaldur Indriðason SVIPMYND 1) The Vikings (1958) Kirk Douglas er líkast til eini Ameríkumaðurinn sem leikið hefur víking svo að sannfærandi sé enda pólskur gyðingur. Afkomendum Gunnars og Grettis kemur ýmislegt í myndinni eflaust spánskt fyrir sjónir enda handritið engin Njála. Þegar öllu er á botninn hvolft er þó nokkuð vel af sér vikið af niðjum þýborinna Engilsaxa að sleppa stórslysalaust frá víkingamynd. Prýðisleikarinn Tony Curtis stóð sig vel að vanda og hefur einn manna komist upp með að leika víking með Brooklynhreim. Ernest Borgnine var vígalegur sem endra- nær og sómdi sér vel í hlutverki fornkappa. 2) The Long Ships (1963) Mörgum hefur eflaust brugðið þegar þeir sáu að Sidney Poitier lék í víkingamynd en Poitier er dökkur á brún og brá. Sá ágæti leikari Richard Widmark leit hins vegar út eins og hver annar Borg- firðingur og sómdi sér vel með mungát og reiddan brand í hendi. Myndin var samstarfsverkefni Breta og Júgóslava svo vík- ingablóðið rann ekki beinlínis í æð- um höfunda. Jack Cardiff var að þessu sinni fenginn til þess að leik- stýra myndinni og bjargaði því sem bjargað varð. Sjálfur sagði Poitier að myndin hefði verið svo slæm að það væri hól að kalla hana stórslys. 3) Erik the Viking (1989) Eiríkur er úr smiðju þeirra Monty Python-manna en Terry Jo- nes hafði veg og vanda af gerð myndarinnar. Jones er miðalda- fræðingur og leikstýrði Monty Pyt- hon and the Holy Grail. Enginn kvikmyndamaður hefur náð anda miðalda eins vel og Jones gerði í þeirri mynd þótt undarlegt megi virðast. Auk þess fær Jones prik fyrir að láta Mickey Rooney leika afgamlan víking. Rooney gæti allt eins verið frændi Richard Wid- marks enda eru þeir líklega báðir ættaðir úr Borgarfirðinum. 4) The Norseman (1978) Lee Major, sem fór með aðal- Jónas Knútsson SATT OG LOGIÐ Fjórar af þessum fimm víkingamyndum eru til í raun og veru en sú fimmta hvergi nema í þessari grein. Hver þeirra er það? hlutverkið hér, gerði garðinn fræg- an þar sem hann skældist í rauðum samfestingi í sjónvarpsþáttum sem nefndust „Sex milljón dala mað- urinn“. Leikur hans varð þó aldrei metinn til milljóna. Þó eru bjórar í myndinni. Nokkrum góðum leik- urum bregður fyrir í aukahlutverki. Leikstjórinn nær skemmtilegum myndskeiðum milli þess sem sögu- persónurnar opna munninn. Besta replikan hlýtur að vera þegar vík- ingarnir stíga af skipsfjöl í nýja heiminum og Auðmundur forvitri segir: „Hér vottar hvergi fyrir sið- menningu.“ Þótt myndin hafi orðið fáum Bandaríkjamönnum hvatning til að lesa allar Íslendingasögurnar má segja höfundum myndarinnar til málsbóta að hún var aldrei bein- línis leiðinleg. 5) Grettir the Destroyer (1972) Margir ættu að muna eftir þeim ágæta Trinitybróður Bud Spencer. Myndin var tekin í ítölsku ölp- unum. Því mætti gera skóna að höfundar hafi ekki verið þaulkunnir Grettlu en einhver miðaldafræð- ingur eða landflótta Íslendingur hafi skeytt nokkrum skrýtlum úr sögunni við handritið til mála- mynda eftir að spagettímennirnir klömbruðu saman handritinu yfir rauðvínsflösku, eða -kassa. Bar- dagatækni Spencers var ekki forn- söguleg en hann lumbraði á hverj- um fjandmanninum á fætur öðrum með berum höndum og brá aldrei brandi alla myndina. Gervi Gláms var afleitt. Per Oscarsson fór aftur á móti á kostum í hlutverki draugs- ins og bjargaði næstum því mynd- inni. Reuters Kirk Douglas, hér með syni sínum Michael, lék í The Vikings á sínum tíma. SVAR: 5 ÞESSAR vikurnar fer teikni-myndin Shrek sigurför umheiminn. Það þættu ekki sér- stakar fréttir ef hún væri framleidd af Walt Disney-veldinu. Öðru nær, þessi eldhressa fjölskyldumynd, sem hvarvetna hefur hlotið bestu dóma, er gerð af DreamWorks, og það sem meira er, undir handleiðslu Jeffreys Katzenberg, sem áður fyrr stjórnaði teiknimyndadeild Disney (var m.a. hugsuðurinn á bak við The Lion King, stærsta smell þess frá upphafi). Ekki nóg með það, heldur gerir Shrek góðlátlegt grín að hefð- bundinni, og að margra mati staðn- aðri framleiðslu Disneyrisans, sem til skamms tíma „átti“ þennan markað með húð og hári. Hvort tveggja fer eflaust í taug- arnar á Michael Eisner, æðsta manni Disney, sem var ábyrgur fyr- ir brottför Katzenbergs frá fyr- irtækinu um miðjan níunda áratug- inn. Sem kunnugt er stofnaði Katzenberg DreamWorks í fram- haldinu, ásamt David Geffen og Steven Spielberg. Eisner er um- deildur maður, engin frýr honum vits né hæfileika en hann þykir ein- ráður um of og hafa margar ákvarð- anir hans þótt draga dám af per- sónulegum frekar en hagkvæmnisástæðum. Allt er þetta rakið í The Keys to the Kingdom, óvenju opinskáinni og safaríkri bók sem kom út á síðasta ári. Höfund- urinn er Kim Masters, einn af rit- stjórum Time, og annar höfundur Hit and Run: How Jon Peters and Peter Guber Took Sony For a Ride in Hollywood einnar skemmtileg- ustu bókar sem út hefur komið um hið ótrúlega baksvið kvikmynda- heimsins. The Keys to the Kingdom er lítið síðri lesning. Munurinn er sá að hér er fjallað um bráðsnjallan, útsmog- inn fjármála- og framkvæmdamann, þeir Guber, þó einkum og sér í lagi Peters, voru nánast hrappar, snjallir hrappar að vísu, sem komust áfram sökum heppilegra kringumstæðna og stundum ósvikins glópaláns. Ekkert slíkt er að finna á yfirveg- aðri framabraut Eisners, allt frá því hann komst í ábyrgðarstöðu hjá ABC-sjónvarpsstöðvunum. Eisner hóf störf í skemmtanaiðnaðinum sem undirtylla hjá CBS, seint á sjö- unda áratugnum. Síðan má segja að ferill hans sé ævintýri líkastur. Eftir ráðningu sem dagskrárstjóri og framleiðandi hjá CBS, er engu lík- ara en þessi fyrrum hlédrægi, þriðji ættliður þýskra gyðinga sem settust að í New Jersey um 1880, sé ramm- göldróttur. Hjá CBS kom hann á laggirnar Laverne & Shirley, Happy Days, og fleiri þáttum sem áttu eftir að verða feikivinsælir. Þaðan lá leið- in til Paramount, dvöl hans þar var samfelld sigurganga þar sem hann barðist persónulega fyrir tilurð met- aðsóknarmynda á borð við Raiders of the Lost Ark. Til ársins 1984 hafði Eisner staðið í skugga Barrys Diller, eins kunn- asta harðjaxls í kvikmyndaheim- inum, hvar hann fékk viðurnefnið Killer Diller. Masters lýsir því hvernuig Diller hafði hemil á skap- gerðargöllum Eisners og hélt hon- um á strikinu. Síðan hélt Diller til Fox en Eisner hvarf á braut til að taka við stjórnartaumum kvik- myndaframleiðslu Disney. Þar mót- aðist hann mjög af Frank Wells, æðsta manni veldisins, sem líkt og Diller, kunni að gjörnýta hæfileika Eisners og berja á brestina. Wells féll frá ’94, um svipað leyti fékk Eisner hjartaáfall. Eisner var ekki fyrr kominn á ról en hann grunaði Katzenberg, nán- asta samstarfsmann sinn um græsku, og vísaði honum á dyr. Nú var enginn til að slá á fingur hans og Masters heldur áfram að lýsa ýms- um, undarlegum ákvörðunum hans frá þeim tímamótum. Svo virðist sem Eisner sé gallaður snillingur, hann þjáist af yfirgengilegu sjálfs- áliti, samfara síauknu ofsóknaræði. Brottrekstur Katzenbergs kostaði ekki aðeins Disney hundruð milljóna í skaðabætur, heldur sjá þeir á bak einum sínum besta manni, fyrr og síðar, sem farinn er að velgja ris- anum undir uggum. Þá vakti brott- rekstur Eisners á Michael Ovitz, eftirmanni Katzenbergs, einnig óhemju athygli og þótti bera vott um einræðislegt stjórnarfar í herbúðum Músahússins – The Mouse House, líkt og Disney er oft kallað af keppi- nautum þess. Bakgrunn þessara atburða og valdaferil Eisners, rekur Masters af glöggu innsæi og með góðra manna hjálp, í leiðinni kynnumst við dag- legum rekstri, hinum fjölbreytileg- ustu vandamálum, heimsþekktum persónum, fáum virkilega að virða fyrir okkur þá hlið draumaverk- smiðjunnar sem annars stendur lok- uð sauðsvörtum almúganum. Lyklarnir að dýraríkinu Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDABÆKUR Umdeildur maður; Eisner með Mikka mús. Eftir Kim Masters William Morrow. New York, 2000. 469 bls. Stallone er fæddur árið 1946 í New York og lærði leiklist í Miami. Hann lék m.a. í klámmynd sem hlaut nafnið Ítalski folinn eftir að hann varð frægur fyrir Rocky en fyrsta „alvöru“ hlutverkið fékk hann í mynd Woodys Allens, Ban- anas, árið 1971. Ferill Stallones hefur ver- ið talsvert brokkgengur en hann fer með aðalhlutverkið, skrifar handritið að og framleiðir kappakstursmyndina Driven, sem frumsýnd var um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.