Vísir - 28.06.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 28.06.1979, Blaðsíða 23
23' VÍSIR Fimmtudagur 28. júní 1979. útvarp sjónvarp Umsjón: Friörik Indriöason Úlvarp I kvöld kl. 20.10 HAMINGJUDUAR Leikritið „Hamingjudagar” er eftir A.N. Ostrovskij. Leikstjóri er Benedikt Arnason, en þýðing- una gerði Óskar Ingimarsson. 1 aðalhlutverkum eru m.a. Gestur Pálsson, Guðrún Þ. Stephensen, Briet Héðinsdóttir, Herdis Þor- valdsdóttir og Rúrik Haraldsson. Leikritið var áður flutt 1965 og tekur rúman klukkutima i flutn- ingi. Eins og I svo mörgum leikritum Ostrovskij er gert grin aö embættismönnum. Hér veröur pöstmeistari i li'tilli borg Uti á landi skotspónn hans. Póst- meistarinn hefur ekki hreint mjöl I pokanum, og þegar háttsettur embættismaður er væntanlegur ,til þess að rannsaka málið, og ýmislegt sem miður hefur farið i héraðinu, horfir til vandræöa. En Sandieov póstmeistari á tvær dætur sem eru ekki allar sem þær eru séðar. Aleksandr Nikolajevitsj Ostrovskij fæddist I Moskvu árið 1823. Hann stundaði lögfræöinám um tima en starfaði siðan við verslunardómstól Moskvuborgar. Tæplega þritugur missti hann starfið vegna leikrits þar sem farið var niðrandi orðum um kaupmannastéttina. Eftir það vann Ostrovskij fyrir sér með rit- störfum. Hann skrifaði alls um 50 leikrit, og mun „Óveðrið” (1860) vera þeirra þekktast. Honum iæt- ur vel að lýsa margvislegum manngerðum en stórbrotin eru verk hans ekki. Hann lést árið 1886. Auk „Hamingjudags” hefur útvarpið flutt eftir hann leikritin „Mánudagur til mæðu 1963 og „Dagbók skálksins” 1976. lítvarp I kvöld kl. 21.30 - ÞNðji 09 síöasti átangi Þeir félagar Jón og Tómas Einarsson leggja leið sina aö þessu sinni fram meö Hliðarfjalli og um Selvog. Á þessu svæði er margt forvitnilegt að sjá í jarö- sögusvæðisins.M.a.HeiðinHá en þar er stærsta dyngja á Reykja- nesi en frá henni hefur runnið um 6,5 ferkilómetra stórt hraun. A þessu svæði er einnig Leitar- hraun. Það hefur runnið austan frá Bláfjöllum, og kemur úr yngstu dyngju svæðisins, um þaö bil 4600 ára gamalt. Angi af þvi hefúr runnið alla leið út í Elliða- vog og hafa Rauðhólar myndast úr þessu hrauni á leiðinni. Jón j5nsson jarðfræðingur, leiðsögumaður I þættinum I kvöld. Áferð meðJóni Jðnssyni jarðfræðingi Helga Stephensen, kynnir þáttar- ins „Lagið mitt”. Útvarp I dag kl. 17.20 Þetta er siðasti þátturinn, sagði Helga Þ. Stephensen, kynnir i samtali við Visi, og ég hef ekki heyrt neitt um framhald á þess- um þáttum. Börnin, öll undir 12 ára, hafa veriö mjög dugleg við aö skrifa þættinum, sérstaklega börn úti á landsbyggðinni. Þetta hafa veriðsvona 3(M0 bréf á viku, en dettur svolítið niður í sumar- leyfum og frlum og sum 6-7 ára börn skrifa bréfin sin sjálf. Vinsælasta hljómsveitin er HLH-flo kkurinn. Það er alveg óákveðið hvernig framhaldiöverður á þessum þátt- um, sagði Gunnvör Braga um- sjónarmaður barnaefnis i út- varpi. Hins vegar verður lesin saga fyrir börn i stað þáttarins tii að byrja með. Málið liggur fyrir útvarpsráði en þeir hafa svo mikið að gera að ákvörðunar er ekki að vænta bráðlega. Börn og unglingar hafa verið mjög afskipt I hlustendakönn- unum útvarpsins. Það er helst að gera þessar kannanir fyrir þau i skólum til að vita hve mikið er hlustað á svona þætti og helst að drif a 1 þvi þar sem nú er barnaár. útvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan. 15.00 M iödegis tón leika r: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.20 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvcldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35. Dagiegt mái Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 tslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Hamingjudag- ur” eftir A N. Ostrovsky Aður útv. 1965. Þyðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Benedikt Arna- son. Persónur og leikendur: Ivan Scharitsj Sandirov, póstmeistari, Gestur Páls- son. Olga nikolajevna Sandirovna, kona hans, Guörún Þ. Stephensen. Lipotsjka og Nastia, dætur þeirra, Briet Héðinsdóttir og Herdis Þorvalds- dóttir.Vasilij Sergejavitsj Nivin, læknir, Rúrik Haraldsson.Pjotr Stepanovitsj Ivanov, ungur embættism., Helgi Skúla- son. Michalenko, póstekill, Klemenz Jónsson. Borgar- stjórinn, Jón Aðils. 21.15 Frá tónleikum á vegum Tónkórsins á Fljótsdals- héraði. I Egilsstaöakirkju 16. april I fyrra. Ruth L. Magnússon syngur lög eftir Pál Isólfsson, Arna Thorsteinsson Bantock og H’ándel. Pavel Smid leikur á pianó. 21.30 A ferð með Jóni Jónssyni jarðfræðingi, — þriðji og siðasti áfangi. Tómas Einarsson leggur leið sina með Jóni fram með Hliðar- vatni og um Selvóg. 22.00 Sinfóniuhljómsveit islands ieikur I útvarpssal 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Afangar Umsjónarmenn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Laxveiði og timburmenn Nú er margur á faraldsfæti. Menn á tslandi vita vel að nauö- synlegt er að vera handfljótur ef þeir ætla að ná I skottiðá sumr- inu. Sumir nota Islenska sumar- ið til að koma sér fyrir I iöndum sem hafa sumar lengsta hluta ársins. Aðrir nýta það betur. Strax I febrúar-mars fara lax- veiðimenn að huga að útbúnaði sinum og ölium þeim mörgu tól- um og græjum sem þeir hafa með sér I veiðitúra I byggðum og óbyggðum og brúka þá fæst. Við flestar bestu árnar er þétt búss- aður bakkinn. Þar sem áður voru 6—8 stangir eru nú 10 eða 12. Þar geta menn þvi auðveld- lega fengiö annarra flugu i höf- uðið og bestu veiðistaðirnir eru naumt skammtaðir, þvl hver maður vill sinn skammt og þvi enginn tlmi handa laxinum að jafna sig eftir bægsiagang frá- farandi veiðimanns, þegar sá næsti kemur aðvifandi. Siðan er laxinum kennt um ef hann er ekki I tökustuði þegar veiði- mönnum meö vandfengin og dýr veiöileyfi hentar. Það er ekki gott við þessu aö gera. Aður var veiöiréttareig- endum ekki greitt svo stórt sem nú er gert fyrir stæði viö bakk- ann. En þegar tækifærum hefur fækkað annars staðar i heimin- um hafa böndin með agnið á endanum borist hingað og reit- ingur er til af mönnum erlendis sem halda að þeir séu að plata veiðileyfi út úr iandanum fyrir siikk, er sá teiur sig vera að okra á útlendingnum eins og hann lifandi getur, þegar hann hefur af þeim upphæðir sem á ekki að nefna við neinn nema flugmenn, ef afstýra á hjartaá- falli. En þrátt fyrir að bakka- bræður standi þétt við árnar svo laxinum ofbýður og skattfram- töl séu ekki almenn vlsbending um að islendingar eigi fyrir veiðileyfum þá komast færri að en vilja. Enda er von um góða laxveiöi I sæmilegum félags- skap einsog vitaminsprauta beint I æð fyrir þá sem haldnir eru veiöináttúru. Og þótt stórlaxar sporðlausir sprengi upp veiðileyfin fyrir okkur hinum, þegar þeir sækja i hina spyrðtu félaga sina, þá höfum við sjaldan neitað flotinu þegar erlendur alvörupeningur er I boði. Og sumir vilja með sérstökum sköttum auka tekj- urnar af útlendingum enn meir en nú er, og þykjast um leið vilja fækka verudögum þeirra við Islenskar ár. Minnir þaö óneitanlega á hvern fjármála- ráðherrann eftir annan sem segist vona að hækkun hans á áfengi, sem gerð er til að auka tekjur rikissjóðs, verði til þess að menn kaupi og drekki minna af þvi. En þegar sumir fara I sólar- lönd, aðrir i lax og enn aörir út I garð að reita arfa, þá fara smið- ir út i Viðey. Og af þvl að prófessor Sigurður Llndal hefur „rangar” skoðanir á gangi kjaramála, er hann alóhæfur maður, ekki slst sem leiösögu- maður og timburmenn setja hann stoltir úr þvl embætti og liggja ekki á afrekinu. Þar sannast enn, að styttra er I fas- ismann I mörgum en bestu menn myndu nokkru sinni trúa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.