Vísir - 29.06.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 29. júnl 1979
4
AUGLÝSING
um aðalskoðun bifreiða í
lögsagnarumdœmi Reykjavíkur
í júlímánuði 1979
/Wánudagur 2.
Þriöjudagur 3.
Miðvikudagur 4.
Fimmtudagur 5.
Föstudagur 6.
Mánudagur 9.
Þriðjudagur 10.
Miðvikudagur ll.
Fimmtudagur 12.
Föstudagur 13.
Ull R-43201 til R-43400
Úlí R-43401 til R-43600
úli R-43601 til R-43800
Úlí R-43801 til R-44000
Úlí R-44001 til R-44200
Úlí R-44201 til R-44400
Úlí R-44401 til R-44600
Úlí R-44601 til R-44800
Úlí R-44801 til R-45000
Úlí R-45001 til R-45200
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar
sínar til bifreiöaeftirli+s ríkisins, Bíldshöfða 8
og verður skoðun framkvæmd þar alla virka
daga kl. 08:00-16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi
skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Viðskoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja
fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki
f yrir því að bif reiðaskattur sé greiddur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé í gildi.
Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer
skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald-
mælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald
á hverjum tíma. A leigubifreiðum til mann-
flutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sér-
stakt merki með bókstafnum L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn
sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og
bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar
næst.
Bifreiöaeftirlítiö er lokað á laugardögum.
Stöður sólfrœðingo,
félagsróðgjafa og sérkennara
eru lausar við sálfræðideildir skóla í Reykja-
vík.
Umsóknarfrestur framlengist og skulu um-
sóknir hafa borist til Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur fyrir 16. júlí n.k.
Fræðslustjóri.
Blaðberar
óskast
Lambastaðahverfi (1. júli)
Flókagata (l.júli)
Afleysingar:
Kaplaskjólsvegur (2. júli)
ifsgata (1. júli)
eðri-Hverfisgata
Nökkvavogur (29. júni)
Skipasund (1. júli)
DIÚDVIUINN
Siðumúla 6, sími 8 13 33
Xi
Khomeini trúarleiötogi undirbýr stjórnarskrá þar sem forseti fær nær ótakmarkaö vald. Sjálfur mun
hann líklega setjast á forsetastól.
valdalaka trúarlelðloganna:
Afturhvarf tll miöalfla
Draumur trúarleiðtoga i íran um stjórnarfar
byggt á kenningum hinnar helgu bókar múhameðs-
trúarmanna Kóraninum, virðast nú vera innan
seilingar. Aðeins fimm mánuðum eftir að keisaran-
um var steypt af stóli er undirbúningur stjórnar-
skrárinnar kominn vel á veg.
Trúarleiötogarnir hafa töglin
oghagldirnarí iandinu. Khomeini
viröist ekkert vera á þeim buxun-
um aö stiga af valdastóli. Llkur
eru til þess að hann geri sjálfan
sig aö forseta, þegar stjórnar-
skráin er komin i höfn. Hann situr
I hinni helgu borg Qom. Þaðan
stjórnar hann undirbúningi aö þvi
að trúarleiðtogarnir fái alfarið
völdin I sinar hendur.
Harðstjórn og einveldi
Ekki eru allir á eitt sáttir meö
vinnubrögð hins 79 ára gamla
trúarleiötoga. Hópar sem studdu
hann i byrjun hafa nú gagnrýnt
hann fyrir þá stefnu sem bylting-
in hefur tekið. Þeir ásaka Kho-
meni um að stefna að harðstjórn
og einveldi, þar sem frjáls
skoðanamyndun er sett út i ystu
myrkur.
Mest hefur borið á gagnrýni frá
félögum i nýstofnaðri þjóöarfylk-
ingu. Þó þeir nefni ekki nafn Kho-
meinis I sambandi viö þá gagn-
rýni sem þeir hafa látið frá sér
fara, þá hafa þeir verið harðorðir
i garð þeirra aðgeröa sem komið
hafa fram i dagsljósið undanfar-
ið.
Stuðningsmenn á laun-
um
Liðsmenn Khomeinis viröast
ekki vera vandir að meðölum
þegar andstæðingar þeirra eiga i
hlut. Nýlega var haldinn fundur
Þjóðarfylkingarinnar. Stuðnings-
menn Khomeinis leystu fundinn
upp. Þarna voru komnir ungir
menn sem allir báru spjöld með
mynd Khomeinis. Fundarmenn
sögðu að þarna hefðu verið á ferð
menn sem hefðu þegið laun frá
stuðningsmönnum Khomeinis
fyrir að leysa upp fundinn.
Trúarleiðtoginn er sagður lita
hornauga alla andstöðu meðan
verið er að vinna að stjórnar-
skránni, og tryggja valdastööu
trúarleiðtoganna.
„Þeir sem halda fundi til að
gagnrýna islam eru að reyna að
ýta trúarleiðtogum til hliðar. Þeir
eru óvinir rikisins”, sagði Kho-
meini á fundi með stuðnings-
mönnum sinum nýlega. „Við vilj-
um ekki stjórnarfar eins og i
Sovétrikjunum og á Vesturlönd-
um. Byltingarmenn helltu út blóði
sinu fyrir islam.”
„Kennimennirnir eru
hinir útvöldu leiðtogar.”
Khomeini hefur ritað um
stjórnskipun byggða á trúarkenn-
ingum múhameðstrúarmanna,
meðan hann var i útlegöinni I
Iraq. Þar segir hann að hinir
raunverulegu stjórnendur séu
kennimennirnir og þvi verði
stjórnartaumarnir að vera i hendi
þeirra. Þeir eigi ekki að vera i
höndum þeirra sem ekki þekki
kennisetningar islams og þurfi si-
fellt að vera að leita á náðir
kennimannanna til að afla sér vit-
neskju.
Margsinnis hefur trúarleiðtog-
inn Khomeini þrumað yfir hópum
manna og boðað ágæti kenni-
mannanna. Þeir einir geti stjórn-
að af visku. Þeir einir geti leitt
þjóðina á rétta braut.
Samkvæmt kennisetningum
múhameðstrúarmanna, þá eru
konur ekki eins réttháar og karl-
ar. Nýlega héldu þær útifund i
höfuðborginni Teheran til að mót-
mæla frelsissviptingu sinni. Þær
fá ekki að gegna embættum t.d.
dómara i landinu, samkvæmt
kennisetningunni. Fundinum var
hleypt upp af stuðningsmönnum
Khomeinis, sem allir voru karl-
kyns.
Þeir sem gagnrýnt hafa kom-
andi stjórnarfar I Iran segja það
afturhvarf um margar aldir. Það
eigi eftir að draga langan dilk á
eftir sér að afhenda trúarleiö-
togunum alfarið völdin.
Minnihlutahópar risa
upp
Kúrdar i Iran sem oft hafa
reynt að brjótast til sjálfstæðis
hafa lýst þvi yfir að þeir séu ekki
tilbúnir að taka við þvi stjórnar-
fari sem koma skal. Kúrdar til-
heyra Sunni trúarhópnum innan
islam, en fjölmennastir eru þeir
sem tilheyra Shia trúarbragða-
hópnum. Þeir vilja ekki sætta sig
við að Sunni verði gert lægra und-
ir höfði.
Ef trúarleiðtogarnir halda
áfram á sömu braut endar það
með borgarastyrjöld i landinu,
segja gagnrýnendur valdhaf-
anna.
En ef fram fer sem horfir þá er
liklegt að Khomeini verði búinn
að koma sér I forsetastól sam-
kvæmt nýju stjórnarskránni I
september. Vald hans er nær
ótakmarkað. Hann getur sent
þingið heim hvenær sem hann
lystir og lýst striði á hendur
hverjum sem er.
BORGINAl
SÍMII
85060Í