Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Vísir - 29.06.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 29.06.1979, Blaðsíða 14
VÍSIR Föstudagur 29. júnf 1979 Umsjón: Edda Andrésdóttir ÞJÖFINUM STOLH) Enn bólar ekkert á þvi aö Utvarpiö ætli aö senda Ut lestur Indriöa G. Þorsteins- sonar á sögunni Þjófur i Paradis. Höfundur var bUinn aö lesa alla söguna inn á band þegar lögbann var sett á flutninginn fyrir fjórum ár- um. Lögbanninu var hrundiö fyrir ali nokkru en ekki hefst lesturinn. Þaö skyldi þó ekki vera aö spólunum hafi veriö stoliö? BOMBUFRÉTT 1 Dagblaöinu er þvi slegiö upp aö sænskur knattspyrnu- þjálfari sé i leikmannaleit á tslandi. í fréttinni segir meö- al annars: „Dagblaöiö hefur eftir áreiöanlegum heimildum aö sænski þjálfarinn hefur simandmer og heimilisfang formanns Vikings, Jóns Aöalsteins Jónassonar.” Þetta er bombufrétt, ekki sist þegar á þaö er litið aö simanúmer Jóns Aöalsteins er I simaskránni ásamt heimiUsfangi. t Landshlaupi FKt á dög- unum hljóp aldraöur bóndi i Mývatnssveit, Illugi á Bjargi, siöasta spöUnn fyrir Mývetninga þar til Reykdæl- ir tóku viö. IUugi gengur viö staf og Reykdælir voru búnir aö hlaupa 30 kflómetra áöur en þeir tóku eftir þvf aö þeir hlupu meö stafinn hans IU- uga en ekki keflið. Svona sögur búa þeir tii á HUsavfk i gremju sinni yfir þvi aö ekki var hlaupið þar I gegn eins og upphaflega var gert ráö fyrir. sandkorn Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar HLAUPIÐ Þaö þykir sjáifsagt aö koma viö I Sögualdarbænum þegar feröafóik á leiö um Þjórsárdal. Fyrir skömmu var skólafólk á ferö um þess- ar slóðir og aö sjálfsögöu var ákveöiö aö skoöa bæinn. Þegar til kom reyndist þaö hins vegar ekki hægt. Astæö- an var sU aö rafmagnslaust var á þessum tima I Söguald- arbænum og engin leiö aö bregöa upp ljósi. ,,Þó kona fari ein á skemmti- staö, hefur hUn ekki þar meö stigiö fyrsta skrefiö til sam- fara”, segir danskur lögreglu- stjóri, Arne Suntrop, en hann hefír manna mest barist gegn þeirri viöteknu skoðun aö kona, sem fer ein Ut aö skemmta sér og er siðan nauögað, geti sjálfri sér um kennt. „Það er réttur konu að hafna samförum”, segir hann. „Burt- séö frá þvi' sem á undan er geng- iö. Eftir 30 ára starf aö nauög- unarmálum veit ég aö jafnrétti rikir ekki milli kynjanna er kemur aö þessum málum. Viö lifum I pungrottusamfélagi hvaö snertir nauðganir. Karlmanni er fyllilega heimilt að fara einn út að drekka. Geri kona það er þvi slegiö fóstu að hún sé i karlaleit. Veröi henni svo nauögað segir fólk aö hUn hafi boöið þvi heim.” Kossar skipta ekki máli Ame Suntorp heldur áfram: ,,Þó kona fari á skemmtistað, hitti karlmann, kyssi hann og keli, hefur hún eftir sem áöur rétt til aö neita samförum. Jafn- vel þó hún leyfi honum að fylgja sér heim eöa bjóöi honum inn i glas, kossa og keleri. NáttUr- lega gildir þaö sama um sam- kvæmi þar sem fólk drekkur máski einum of mikiö o.s.frv. Þó maöur og kona fari heim saman þýðir þaö ekki aö karl- menniö eigi nokkurn rétt á sam- förum. Þetta veröa karlmenn einfaldlega aö gera sér ljóst. Annars getur farið illa fyrir þeim.” Suntorp telur semsé aö konur bjóöi aldrei heim nauögunum. En hann varar konur viö að vera of einfeldningslegar. „Því jafnvel þó nauðgari sé dæmdur, þá situr konan eftir meö sárs- aukann. Ég hef séö margar kon- ur brotna niöur andlega eftir nauðgun. Annars vegar er nauögunin sjálf óendanlega niöurlægjandi og auömýkjandi og hins vegar er hin langa leið gegnum réttarkerfiö. Þaö er vitaö aö margar konur hrein- lega þora ekki aö tilkynna nauöganir, vegna dóms sam- borgaranna. En ef tekst aö kveða niöur sönginn um eigin sök konunnar, er nokkru náö.” Dómur samfélagsins ,,Þó viö i réttinum gerum hvaö við getum til að vernda fórnarlamb nauögara eru ótelj- andi dæmi um aö litið sé niöur á konu sem verður fyrir sliku. Þaö er bent á hana á götu, hún baktöluð o.s.frv. Hún verður fyrir gifurlegum sálfræöilegum þrýstingi.” Arne Suntorp er þekktur fyrir aö ganga hart fram i nauögun- armálum. Hann bendir á aö ekki séhægtað likja ofbeldis- og nauögunarglæpum saman viö t.d. rán og þjófnaöi. „Þar má bæta fórnarlambinu skaðann. En ekkert getur bætt manneskju sem hefur veriö ör- kumluð skaöann. Sama á við um konu sem hefur brotnað niöur viö nauögun. Tökum til dæmis konu sem gerist afhuga karl- mönnum eftir nauðgun. Þá hef- ur veriöeyðilagt þaö sem fagurt er og eölilegt i samskiptum karls og konu. Árás á li'f og likama eru alvarlegir hlutir. Þvihef ég lögin min megin ef ég er dómharöur i nauögunarmál- um” segir Arne Suntorp. Karlmenn, stillið ykk- ur!! En veröur einhvern tima unnt aö útrýma nauögunum? ,,Þaö er erfitt aö segja. Sem betur fer er þaö aöeins litill hluti karlmanna sem tekur upp á þvi að fara aö haga sér einsog skepnur. Karlmenn veröa aö 1 kvikmyndum eru nauðganir oft notaöar til þess aö undirstrika of- beldi, og er karlmaöurinn þá oftast I hlutverki nauögarans. læra að stilla sig þó þeir gerist æstir I návist konu. Við erum menn, engar skepnur. Karl- menn veröa að hætta að li'ta á konur einungis sem kynferöis- verur. Þaö er m.a. spurning um uppeldi. I þvi sambandi má minna á þessa heimskulegu popptexta sem ganga út á aö segi stúlka nei, þá meini hún jú.” Ekki koma allar nauöganir fyrir dómstóla. Arne Suntorp segir ætiö vera nokkuö um falskar nauögunarkærur og í þvi tilviki er þaö saksóknara aö ákvaröa hvort sannanir eru nægar. „En dóms verður aö vænta i þeim málum sem koma fyrir rétt. Veröi nauögarinn sýknað- ur, hlýtur konan dóm samfé- lagsins. Þvi er mikilvægt að til- kynna nauögun eins fljótt og auöið er, svo sannanir fari ekki forgöröum.” Þrælalif kvenna A Helsingjæyri, þar sem Arne Suntorp ræöur rikjum, eru nauðganir afgreiddar með for- gangshraöii. Hann telur þaö fyrirbyggjandi aðgerðir. ,,Þó tryggja verði nauðgaran- um réttláta málsmeðferð, þá veröur fyrst og fremst aö hugsa um fórnarlömbin. Ég tel t.d. að margar konur séu nánast þræl- aráheimilum sinum, viðlika og viö sáum i „Rótum”. Þær eru lamdar af eiginmönnum sinum, þröngvaö til samfara o.s.frv. í réttarsalnum hef ég tekið eftir aö verjendur, f jölmiðlar og allur almenningur dæmir konur hart fyrir að þær hafi leyft sér aö haga sér einsog karlmaður, fara ein á skemmtistað o.þ.h. Þaö verður aö útrýma þeim hugsunarhætti að ekki sé hægt að nauöga konu, nema hún vilji það sjálf, a.m.k. innst inni. Slikt er löngu afsannaöur þvætting- ur.” VIKUENDANUM! ...oghelgln erkomin! Helgarblað Vísis er rúsínan okkar enda hefur það þegar skapað sér sérstöðu á blaðamarkaðnum. Það kemur út sérhvern laugardag, smekklegt og efnismikið, fullt af frísklegum greinum og viðtölum til lestrar yfir helgina. Áskrift að Vísi tryggir þér eintak stundvíslega sérhvern virkan dag og svo rúsínuna í vikuendanum: Helaarblaðið. Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Vísi \ Nafn Heimilisfang Sími Nauðganir aldrei sðk kvenna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 144. Tölublað (29.06.1979)
https://timarit.is/issue/249492

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. Tölublað (29.06.1979)

Aðgerðir: