Vísir - 29.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1979, Blaðsíða 8
Föstudagur 29. júnl 1979 8 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Oavlð Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Pál! Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 3000 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 150 eintakiö. ,,prentun Blaöaprent h/f A ríkið að reka Fríhöfnina? Fríhöfnin á Kef lavíkurf lug- velli hefurenn einu sinni komist í kastljós opinberrar umræðu í landinu, og að þessu sinni vegna deilu f jármálaráðuneytisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um ráðningakjör nokkurra sumarstarfsmanna. Við þessa deilu rif jast upp, að mörgu hefur verið stórlega ábótavant í starfsemi Frí- hafnarinnar. Gjaldeyrisskil verslunarinnar voru töluvert minni, en ætla mátti miðað við veltu fyrirtækisins og rýrnun var óeðlilega mikil svo nam tugum milljóna króna. Eins og hætt er við í ríkisrekn- um fyrirtækjum var ýmiskonar óreiða í rekstrinum, og er þess skemmst að minnast, að Vísir upplýsti síðastliðið haust, að sér- stakt aukagjald hefði verið lagt á vissar vörutegundir i Fríhöfn- inni umfram skráð verð. Þrátt fyrir allt hefur ríkissjóð- ur gífurlegar tekjur af rekstri Fríhafnarinnar vegna þeirrar aðstöðusem fyrirtækið hefur, en velta þess á síðasta ári var um 1.9 milljarðar króna. ( kjölfar þeirrar umræðu og gagnrýni, sem f ram hef ur komið á verslunina, hefur margt verið gerttil þess að koma rekstrinum á betri kjöl. Vissulega ber að meta það, en sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé hægt að gera betur? Lang eðlilegast væri, að ríkið byði út rekstur Fríhafnarinnar og fengi hann í hendur einkaaðil- um eða fyrirtækjum. Fordæmi eru fyrir því í Danmörku, en þar var fríhöfnin á Kastrup flugvelli boðin út á frjálsum markaði. Sú tilhneiging er alltaf fyrir hendi í ríkisreknum fyrirtækj- um, að ekki sé gætt fyllstu hag- kvæmni í rekstri. Stjórnendur ríkisfyrirtækja eiga ekki sömu hagsmuna að gæta og stjórnend- ur einkafyrirtækja. ( ríkisrekstrinum njóta menn ekki góðs af hugkvæmni sinni og dugnaði í sama mælí og I einka- rekstrinum. Stjórnendur ríkis- fyrirtækja bera ekki fjármála- lega ábyrgð og illa reknum ríkis- fyrirtækjum er haldið gangandi árum saman á meðan illa rekin einkafyrirtæki heltastúr lestinni. Þetta eru staðreyndir, sem reynslan hefur sýnt og sannað. í ríkisrekstrinum er fátt sem hvetur menn til þess að leggja sig fram við að bæta afkomu fyrirtækisins, en þeir sjá hag sín- um betur borgið með því að hreiðra um sig á ríkisjötunni. Þetta á við um flestöll ríkis- fyrirtæki jafnt Fríhöfnina sem önnur fyrirtæki. Það er ekki við einstaka menn að sakast, heldur er það fyrirkomulagið, sem býð- ur þessari hættu heim. Einkareksturinn er reistur á heilbrigðari grundvelli en ríkis- reksturinn. Til að réttlæta ríkis- rekstur þarf sérstakra rök- semda við i hverju tilviki. Verka- skipting milli ríkis og einstakl- inga þarf að vera skýrari en nú er. Því meiri sem ríkisumsvif in eru, þeim mun meiri hömlur eru settar á athafnafrelsi einstakl- inga. Fríhöfnin á Keflavíkurf lug- velli lýtur yfirstjórn utanrikis- ráðuneytisins. Það getur hvorki verið takmark í sjálfu sér fyrir ráðuneytiðað standa í verslunar- rekstri né verksvið þess. Ríkiðtelur sig ef laust ekki geta verið án þeirra tekna sem það hefur af Fríhöfninni. En með því að bjóða út verslunarleyf i þar til nokkurra ára, væri hægt að koma því þannig fyrir, að ríkis- sjóður fengi ekki minni tekjur af Fríhöfninni en hann hefur haft. Gústaf Nielssonskrifar grein I Visi 25. júni s.l. þar sem hann gerir athugasemd viö notkun á hugtakinu jafnrétti I forystu- grein VIsis frá 19. júnl s.i. Flest I grein hans er hreinn orðhengilsháttur og útúrsnún- ingar sem ómögulegt er aö elta ólar viö. En þó er ekki hægt aö láta hjá llöa aö fara nokkrum oröum um hvaö átt er viö, þegar rætt er um jafnrétti, til þess aö Gústaf geti I framtlöinni fylgst meö umræöum um þetta mál, sem hann virðist hafa svo mik- inn áhuga á. Lítum fyrst á fullyröingar Gústafs. Um jafnréttisbaráttu kvenna segir hann: „Eftir mln- um skilningi hefur þessi barátta ekkert með jafnrétti til handa konunni að gera. Hér er augljós en mjög útbreiddur hugtaka- ruglingur á ferðinni”. Gústaf fullyrðir að jafnrétti kynjanna sé náð vegna þess annarsvegar að kynjum sé ekki mismunaðaf dómstólum lands- ins og hins vegar vegna þess að ósanngjörn lagasetning tak- marki ekki rétt konunnar. Það er rétt hjá Gústaf . að þessi atriði bera vitni um jafn- rétti á þessu sviði. En þetta er ekki tæmandi skýring á hugtak- inu. 1 þvi liggur misskilningur hans. Það er aðeins smá áherslu- munur á oröunum jafnrétti og jafnstaöa, að ööru leyti ná þau yfir sama hugtak. Og ég sé ekki neina ástæðu til þess að taka upp hráa þýðingu á danska orö- inu „ligestiliing” i staðinn fyrir orð sem hefúr unnið sér fastan sess 1 málinu. Almennur skilningur Barátta kvenna, — og karla, fyrir þvi, að konum sé ekki mis- munaö vegna kynferðis þeirra er og hefur verið nefnd barátta fyrir jafnrétti kynjanna. Þó konum sé ekki formlega mismunað með lögum, er ekki þar meösagt, að jafnrétti sé náð neðanmáls og engin önnur mismunun eigi sér staö i þjóöfélaginu. Þvi siöur er hægt að segja, að jafnrétti kynjanna sé náð vegna þess ., aö þær hafi ekki veikari réttarstöðu gagnvart dómstól- um landsins en karlar. Þetta er sá skilningur sem al- mennt er lagöur í hugtakiö jafn- rétti. Jafnrétti milli kynja er ekki náö fyrr en mismunun á öllum sviðum þjóöfélagsins er úr sögunni. En við skulum renna frekari stoðum undir þennan skilning til að taka af allan vafa. Guðrún Erlendsdóttir lektor við lagadeild Háskóla íslands flutti erindi um jafnrétti kynj- anna á þingi norrænna lögfræð- inga 23. ágúst á siðasta ári. En Guðrún er jafnframt formaður Jafnréttisráðs á Islandi og full- trúi þess I samstarfshópi jafn- réttisráða á Noröurlöndum. Jafnrétti ekki komið á Erindi Guðrúnar var fram- saga um efnið: ,,A að lögfesta ákvæði um jafnrétti kynj- anna?” Það væri ekki ófróðlegt fyrir Gústaf að kynna sér notk- un hennar á hugtakinu jafnrétti en i niðurlagi erindisins segir hún: „Égtel, að almenn jafnréttis- lög muni hafamikiláhrif f þá átt að breyta viðhorfi almennings til jafnréttismála, sem ailir eru sammála að sé meginforsenda fyrir jafnrétti kynjanna. Lög- gjöf er alltaf leiðbeinandi og segir til um það sem rétt er og það sem er rangt. . . . Að minumati er það mik- ilvægast við slika jafnréttislög- gjöf, að hún mun hafa áhrif á og breyta viðhorfi manna til jafn- réttismála og á þann hátt flýta fyrir þvi, að allir menn, konur og karlar, standi jafnir aö vigi i þjóðfélaginu og hafi frjálst val um framtið sina. Fyrr en svo er, er jafnrétti ekki komiö á.” (Timarit lögfræðinga, nóvemb- er 1978 bls. 118—119. Leturbr. Visis). Viö skulum vona að Guðrún Erlendsdóttir hafi ekki orðið þarna uppvis að skilningsskorti og hugtakaruglingi eins og Gústaf telur höfund forystu- greinar Vísis hafa oröið. Þá væri augljóslega um „mjög út- breiddan hugtakarugling” að ræða! Lögin stuöla að jafn- rétti 1 umræddriforystugrein segir m.a. „Kvenréttindabaráttan er eðli sinu samkvæmt jafnramt barátta fyrir mannréttindum”. Þessa setningu telur Gústaf vera gott dæmi um mótsagna- kennda framsetningu. Ég vil þvi benda honum á að svipuð túlkun á eðli jafnréttis- baráttunnar kemur fram hjá Guðrúnu Erlendsdóttur I áður- nefndu erindi: „Menn voru komnir að þeirri niðurstöðu, að jafnréttikvenna ogfull þátttaka þeirralþjóöfélaginu er ekki ein- göngu kvenréttindamál heldur almenn mannréttindi.” Og fyrr I erindinu segir Guð- rún: „Þótt konur og karlar búi við sama lagalegan rétt á Norð- urlöndum þá skortir f raun mik- iðá,að jafnrétti kynjanna riki á ýmsum sviðum.” Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir í þessu sambandi að jafnréttislög eru ekki jafnréttið sjálft. Lögin eiga að stuðla að jafnrétti og eru sem slik mikils- verður áfangi í jafnréttisbarátt- unni. ,, Privat ”-skilningur Það sem Gústaf tekur sér fyr- ir hendur I þessari grein sinni, er að skýrgreina hugtakið jafn- rétti mjög þröngt samkvæmt „prívat”-skitaingi, sem hann leggur i orðiö. Á grundvelli þessarar skil- greiningar leyfir hann sér siðan aö væna þá sem nota hugtakið jafnrétti i viðari merkingu, - þeirri merkingu sem er viður- kennd af almenningi og fræði- mönnum, um skilningsskort hugtakaruglingog vöntun á rök- legri hugsun. Hann hefði mátt lita i eigin barm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.