Vísir - 04.07.1979, Blaðsíða 8
Mibvikudagur 4. júli 1979
8
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfó Guómundsson
Ritstjórar: Olafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guömundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjéri: Sigurður R. Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur:
Sióumúla 8. Sfmar 86411 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 llnur.
Askrift er kr. 3000 á mánuöi
innanlands. Verö I
lausasölu kr. ISO eintakið.
..prentun Blaöaprent h/f
Aukiö eftirlit 09 meira aöhald
Jafnframt þvi, sem auka þarf og styrkja matvælaeftirlitið f iandinu er þörf á aö fylgjast
vel meö, hvort reglur um innflutning matvæla, og þó einkum lagmetis, eru brotnar.
Heilbrigdiseftirlit ríkisins hef-
ur nú kært fjóra framleiðendur
lagmetis til ríkissaksóknara
fyrir meint brot á reglugerð frá
árinu 1976, sem f jallar um tilbún-
ing og dreif ingu matvæla og ann-
arra neyslu- og nauðsynjavara.
Þessi fyrirtæki eru á Akranesi,
Akureyri, í Keflavík og á Siglu-
firði.
Þessi viðbrögð eru eðlileg og
þörf í framhaldi af niðurstöðum
kannana á innlendu lagmeti, sem
hér hefurverið á markaði undan-
farið. Framleiðsluvara þessara
fyrirtækja hefur verið gölluð og
merkingum og öðrum upplýsing-
um á umbúðunum reynst mjög
ábótavant.
Því ber að fagna, að Heilbrigð-
iseftirlit ríkisins hefur beðið heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkurborg-
araðgera víðtæka könnun á bæði
innlendu og erlendu niðurlögðu
lagmeti, sem er á markaði í
Reykjavík og verður forvitnilegt
að sjá niðurstöður hennar.
Við umræður um eftirlit með
lagmetisframleiðslunni í fjöl-
miðlum hefur komið fram, að
ekki hefur komið fram skilning-
ur fjárveitingavaldsins á þörf
Heilbrígðiseftirlits rikisins fyrir
aukinn starfskraft til matvæla-
eftirlits, þótt löggjafarvaldið
hafi á undanförnum árum gert
stórauknar kröfur til matvæla-
eftirlits af ýmsu tagi.
Það er lýsandi dæmi um skiln-
ingsleysi þeirra sem ráða fjár-
málum þjóðarinnar, að ætla að-
eins einum starfsmanni Heil-
brigðiseftirlits ríkisins það hlut-
verk að annast eftirlit með mat-
vælaframleiðslu og sölu í land-
inu.
Auðvitað eiga heilbrigðiseftir-
litsmenn einstakra byggðarlaga
og heilbrigðisnefndir að hafa
hluta þessa eftirlits með hönd-
um, en það gefur auga leið, að
umsjónaraðili eftirlitsins af
hálfu hins opinbera verður að
hafa bæði mannafla og tækja-
kost til þess að geta sinnt eftirlit-
inu að gagni.
Stóraukin matvælaframleiðsla
og þá einkum fullvinnsla ýmissa
hráefnisflokka hin síðari ár
hefur kallað á aukið eftirlit, en
heilbrigðiseftirlitinu hefur ekki
verið gert kleift að veita þá þjón-
ustu.
Þegar gert var átak af hálfu
stjórnvalda til þess að koma fót-
um undir lagmetisiðnaðinn hér á
árunum og sérstakri sölustofnun
var komið á fót varð eftirlitið út-
undan, enda hefur gengið erfið-
lega að tryggja jöfn og stöðug
gæði þeirrar vöru, sem við höf-
um getað unnið markaði f yrir, og
bera bitur gaffalbitadæmi af
Rússlandsmarkaðinum þvf
vitni.
Eitt af því, sem bent hef ur ver-
ið á í sambandi við gölluðu lag-
metisf ramleiðsluna sem upp-
götvuð var á dögunum, er, að
framleiðendur hafi ekki kynnt
sér þau lög og þær reglugerðir,
sem í gildi eru um matvælaf ram-
leiðslu hér á landi — nema það sé
fyrirsláttur hjá framleiðendun-
um.
Þá virðast eigendur lagmetis-
verksmiðjanna ekki hafa gert sér
grein fyrir því að fyrir þremur
árum tók gildi reglugerð um
merkingar matvæla, sem þeim
var þá gert að hlíta, en máttlaust
eftirlit hefur orðið til þess að
sumir þeirra hafa getað snið-
gengið þessar merkingarreglur
fram á þennan dag.
En svo þarft sem það er að
veita framleiðendum lagmetis
hér á landi aðhald með auknu
eftirliti og kærum eins og þeim
sem nef ndar voru hér að f raman
þá ætti einnig að fylgjast náið
með innf lutningi lagmetis hingað
til lands.
Nýleg dæmi eru um stórgallað
erlent lagmeti, alltað þriggja ára
gamalt, sem hér er á markaði.
Eftirlit með slíkum innflutningi
þarf að herða og beita viðurlög-
um við brotum á reglum um inn-
flutning og dreifingu slíkrar
framleiðslu, sem varla getur tal-
ist mannamatur.
12. lanflsdíng LÍF:
Vilja fá felldan niður sölu-
skatt af notuðum frímerkjum
Landssamband islenskra fri-
merkjasafnara hélt fyrir stuttu
12. landsþing sitt I Álftamýra-
skólanum f Reykjavik.
A þinginu var kosin ný stjórn
sambandsins og var Sigurður R.
Pétursson kjörinn formaður,
Sigurður P. Gestsson varaform-
aður, Háifdán Helgason ritari
og Gunnar Rafn Einarsson
gjaldkeri.
I samtali við VIsi sagði ný-
Sigurður R. Pétursson
formaður L.l.F.
kjörinn formaöur samtakanna
Sigurður R.Pétursson , aö aðal-
markmið Landssamtakanna
væriað breiða lit frimerkjasöfn-
un og koma á framfæri upplýs-
ingum þar aö lútandi. Sagöi
Siguröur að mikil áhersla væri
lögð á að halda sambandi við
hina ýmsu klúbba sem starf-
ræktir væru úti á landi og við
sambönd frimerkjasafnara er-
lendis.
„Eitt af aðalbaráttumálum
samtakanna um þessar mundir
kvað hann vera að fá felldan
niður söluskatt af notuðum fri-
merkjum. Sagði hann að á meö-
an núverandi ástand héldist
óbreytt þá sætu Islendingar ekki
við sama borð og útlendingar á
frimerkjauppboöum hérlendis.
Aö sögn Sigurðar þurfa útlend-
ingar ekki að greiða söluskatt af
frlmerkjum sem þeir kunna að
festa kaup á hér og taldi hann
þetta geta leitt til þess að fágæt
frimerki hyrfu úr landi til safn-
ara erlendis.
I tengslum viö þing L.I.F. var
haldin frimerkjasýningin Frl-
merki 79. úrslit I samkeppnis-
deild sýningarinnar hafa nú
verið tilkynnt og hlaut Frank C.
Mooney silfurverðlaun fyrir
safn sitt af númerastimplum og
Jón Halldórsson fyrir safn sitt
af 20 aura frimerki frá 1925 með
Frá þingi sambandsins I Alftamýrarskóla.
margs konar stimplum og eins
heilum bréfum.
Silfrað brons fengu Ib Schock
fyrir sérsafnsittfrá tslandi, Jón
Aðalsteinn Jónsson fyrir tvær
fyrstu útgáfur danskra frl-
merkja og Torben Jensen fyrir
hluta af sérsafni frá Islandi
1944-1974.
Brons hlutu Helgi Gunnlaugs-
son, Engel Angberg, Jóhann
Guömundsson, ólafur Ellasson,
Guömundur Ingimundarson,
Stig österberg, Jón Egilsson,
Kristján Runólfsson og W.C.
Sommer fyrir islensk frlmerki
og margs konar stimpla og bréf.
— GEK.