Vísir - 04.07.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 04.07.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 4. júlí 1979 síminner 86611 Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1, Faxaflói, 2. Breiöafjörö- ur. 3. Vestfirðir. 4. Norður- land, 5. Norðausturland. 6. Austfirðir. 7. Suöausturland. 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Skammt út af Vestfjörðum er 992 mb. lægð og frá henni lægðardrag, austur um norð- anvert landið. Hiti breytist lit- ið: SV land, Faxaflói, SV mið og Faxafióamið: SV kaldi eða stinningskaldi, skúrir. Breiðafjörður og Breiða- fjarðarmið: S og SV kaldi, rigning fyrst og skúrir þegar liður á daginn. Vestfiröir og Vestfjarða- mið: Breytileg átt, viða rign- ing eða skúrir einkum sunnan til. N land og N mið: SV gola eða kaldi.skýjað en úrkomu- laust að mestu. NA land og NA mið: V gola eða kaldi.sumstaðar léttskýj- að. Austfirðir og Austfjaröa- mið: V og SV gola eða kaldi, vfða þokuloft á miðum eða á annesjum, en þokuloft til landsins. SA land og SA mið: V og SV gola eða kaldi, viða smá skúr- ir. veðriO hér og par Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri, skýjaö 8, Bergen, úrkoma i grennd 12, Kaup- mannahöfn, léttskýjað 14, ósló.léttskýjað 15, Reykjavik, skúrir, 6, Stokkhólmur skýjað 11, Þórshöfn, alskýjað 11. Veörið kl. 18 i gær: Aþena, heiðskirt 29, Berlfn, skýjað 17, Chicago, skýjað 25, Feneyjar.heiðskirt 19, Frank- furt, skýjað 18, Nuk.skýjað 5, London, mistur 21, Luxemburg, skýjað 16, Las Palmas, skýjað 22, Mallorka, hálfskýjað 22, Montreai, létt- skýjað 20, Paris.léttskýjað 20, Róm.skýjað 23, Malaga.skýj- að 23, Vin, rigning 13, Winni- peg, alskýjaö 25. LOKI SEQIR Þjóðviljinn spyr hvar tölvu- gögn VL manna séu geymd. Ætli þau séu ekki geymd á sama stað og undirskrifta- listar herstöðvaandstæðinga sem Ragnar Arnalds og fleiri gengust fyrir en siðan veit enginn hvar listarnir eru. Alvarlegar afleiðlngar vetrarrúningar: Mikiii llðrdauDi h|ð Fljútabændum „Fyrir utan lambadauðann, sem hefur verið mjög almennur i vor, má reikna með að tugir fullorðins fjár hafi drepist á þessu svæði”, sagði Jón ólafsson bóndi i Haganesi i Fljótum, þegar Visir hafði samband við hann í morgun. Jón kvaö bændur i Fljótum almennt hafa tekið upp þann sið að vetrarrýja féö, sem hefði þá kosti að meiri ull fengist, auk þess sem féö tæki betur fóöri og lömbin kæmu vænni af fjalli. Nú væri hinsvegar ljóst að taka þyrfti þessa vetrarrúningu til endurskoðunar, vegna þess ' að greinilegt væri aö féð þyldi ékki vorkulda á borð viö þann sem verið hefur I vor. Jón sagöi að það væri ekki aðeins kuldinn sem ylli þessum mikla fjárdauða, heldur mætti llka kenna um þeim miklu inni- stöðum fjárins sem væru honum samfara. „Það er ekki enn hægt að gera sér fyllilega ljóst það tjón sem bændur verða fyrir vegna vor- haröindanna, þvl búast má við þvi að rollur geldist og lömbin komi þvl rýr af fjalli”, sagði Jón og bætti við að þetta vor hefði verið með þeim eindæmum, að elstu menn myndu ekki annað eins. Vlsir hafði einnig samband viö Lúðvlk Asmundsson á Sigriðarstööum og tók hann mjög I sama streng og Jón, nema hvað hann sagðist ekki hafa trú á því að vetrarrúning skipti sköpum I sambandi við fjárdauðann. P.M. Óvist virðist hvort stjórnarflokkarnir verða sammála um aö bora frekar við Kröflu f bráð. Krafla enn á dagskrá: Alpýðuflokkurinn gegn frekari eorunum Þingflokkur Alþýðuflokksins hélt fúnd I gær og var þar meðal annars rætt um áframhaldandi boranir við Kröfluvirkjun. Að sögn Arna Gunnarssonar alþingismanns leggst yfirgænf- andi meirihluti þingflokksins gegnþviaðveittverðimeirafé til virkjunarinnar á meðan ekki er komin ró á svæöið. Árnisagöiað þó svo aö aðstand- endur Kröfluvirkjunar segðu sig styðjast við visindalegar athug- anir er sýni aö sú hola er nú ætti aö bora væri á svokölluöu rólegra svæöi þá væru aðrir visindamenn á öndverðum meiði. Arni taldi aðra virkjunarmögu- leika bæði eðlilegri og betri val- kosti og nefndi i þvl sambandi þriðja áfanga Laxárvirkjunar og Bessastaðaárvirkjun. —GEK Kveiki l sköianum? Mikinn og svartan reyk lagöi skemmdir urðu I lofti og þak- frá nýbyggingu Fjölbrautaskól- pappa. Lögregluvakt var á staðn- ans I Breiðholti er slökkviliðið var um I nðtt og er rannsókn málsins kvatt þangað um klukkan hálf nlu ekki lokiö en ekki er óhugsandi að i gærkvöldi. Tókst fljótlega að um ikveikju hafi verið aö ræöa. slökkva eldinn en töluverðar Sv. G. Akært 09 dæmt í hundamálum Um þessar mundir hafa veriö til dómsmeöferöar I sakadómi Reykjavikur 6 mál sem risiö hafa vegna hundahalds I borginni. Dómar hafa verið kveðnir upp I 5 þessara mála en sjötta málinu er enn ólokiö. í þeim málum sem lokið er hafa eigendur hundanna I öllum tilfellum verið sakfelldir en ekki hefur verið krafist refsingar vegna brotanna, en þess má geta aöhámarksrefsing vegna brots af þessu tagi er eitt þúsund króna sekt. Upphaflega komu þessi mál til sakadóms með heimild saksókn- ara um að þeim yrði lokiö með dómsátt, en voru þá endursend embættinu með þeirri athuga- semd að um ástandsbrot væri aö ræða sem enn stæði yfir, það er að segja viökomandi hundar væru enn I vörslu eigenda sinna innan borgarmarkanna. Ákærði sak- sóknari þá i málunum. —GEK Fannst látinn á Laugavegi Laust eftir klukkan fimm I stéttinni fyrir utan. Lögreglan • morgun var lögreglan kvödd aö telur liklegt að maðurinn hafi húsi við Laugaveg, þar sem ung- fallið af þaki hússins. ur maður hafði fundist látinn á Sv.G. Viöræöunum um Jan Mayen-loðnuna er nii haldiö áfram milli Gröndals og Frydenlunds, en að þessu sinni simleiðis. Bein ifna miin Grifn- dals og Frydenlunds Utanrikisráðherrar Islands og Noregs ræðast nú daglega viö I sima út af Jan Mayenmálinu svo- kallaöa og nú siðast snemma i morgun. Að sögn Harðar Helga- sonar, ráðuneytisstjóra I utan- rikisráðuneytinu, hefur enn ekk- ert veriö ákveðið með framhalds- viðræður á milli landanna, en verið er að reyna að finna ein- hvern viöræðuflöt á málinu. —SS— Matrelöslumenn: Hafna 3% kauphæKkun Félag matreiðslumanna kemur saman til fundar á morgun til að taka ákvörðun um aðgeröir eftir að slitnaði upp úr samningavið- ræðumjum kjör þeirra,við for- svarsmenn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda. Matreiðslu- menn hafa hafnað boöi sam- bandsins um 3% grunnkaups- hækkun og farið fram á gerðar- dóm um kjör sin, og hittust deilu- aðilar hjá sáttasemjara I fyrra- dag til að ræða þessi mál. Að sögn Hólmfriðar Árnadótt- ur, framkvæmdastjóra Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda, var sambandið reiöubúið að fallastá að ákvörðunum kjör yrði skotið til gerðardóms en hins veg- ar ekki á þau skilyrði, sem mat- reiðslumenn settu. „Þeir kröfðust þess að fleiri atriði kjara- samninganna yrðu sett I gerö en við gátum sætt okkur viö, og einnig kom upp ágreiningur um, hvernig staðið skyldi að gerð- inni”, sagði Hólmfrlöur. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.