Vísir - 04.07.1979, Page 16

Vísir - 04.07.1979, Page 16
Kvikmynda- áhugamenn stofna hlutafélag - tii aö kynna og efla kvikmyndailstlna I undirbúningi er stofnun hluta- félags áhugamanna um kvik- myndalist og segir i fréttatil- kynningu frá þeim aö bak viö fé- lagiö sé stór hópur listamanna og listunnenda. „Hlutverk félagsins er aö kynna kvikmyndir og efla áhuga fólks á þessu ákveðna tjáningar- formi listarinnar, sem býr yfir þeim hæfileika að endurspegla þjóðfélagsástandið”, segir i frétt- inni. Skýrt er frá þvi aö félagið ætli einnig aö standa fyrir sýningum og útgáfu rita er varði kvikmynd- ir og styrkja og standa aö gerö kvikmynda og dreifingu þeirra. Skilyrði er þó að viðkomandi kvikmynd brjóti ekki i bága við meginhlutverk félagsins og ,,sé ekki gerð að innihaldslausri auð- lind” eins og það er orðað. Stefnt er að þvi að fyrsta verk- efni félagsins verði framleiðsla og dreifing á kvikmyndinni Sóley sem byrja á að kvikmynda um miðjan ágúst i siðasta lagi. Fé- lagiö hefur þegar með höndum vélar og filmu og annan útbúnað sem til slikra framkvæmda þarf. — Gsal. Ljðsálfa- og ylfinga- dagur aö úlfljótsvatnl - samelnað skátamðl Garðbúa sem haldlð var um helgina Skátamót var haldið aö Olf- ljótsvatni um siðustu helgi. Voru það skátar úr Garðbúum sem stóðu fyrir mótinu og buöu til þess skátum úr félögunum I Breiöholti, Arbæ og Seltjarnarnesi. A þessu móti var haldið upp átuttugu ára samstarf drengja- og kvenskáta ennfremur tiu ára afmæli félags- ins Garðbúa, en það er félag skáta i Smáibúðahverfi. Loks var þess minnst að þetta er tiunda hverfismót sem Garðbúar halda. Mótið hófst föstudag með fána- hyllingu, en siðan gengu fram tveir skátar mð kyndla og kveiktu eld i tunnu sem logaði fram eftir kvöldi. A sunnudeginum var haldinn ljósálfa- og ylfingadagur fyrir þá sem búa á suðvesturlandi. Dag- skráin var byggð upp með þetta i huga og eldri skátar kenndu ljós- álfum og ylfingum sem sóttu mót- ið þennan dag, fóru i ýmsa skáta- leiki og þrautir. Farið var i gönguferðir og skipt i hópa svo þátttakendur kynntust betur. En þetta mun vera fyrsta skipti sem flestir ljósálfanna og ylfinganna koma á skátamót. Deginum lauk með varðeldi að gömlum og góðum skátasið. — JM. Ferðafélag íslands efnir um næstu helgi eins og flestar aðrar til margvislegra ferða, bæði lengri og skemmri. A föstudaginn verður lagt af stað i fjórar ferðir, i Landmannalaugar og Þórs- mörk, en farið er til þessara staða vikulega. Einnig verður gengið yfir Fimmvörðuháls, sem er ein allra skemmtilegasta dagleið, sem hugsast getur hér á landi, og lika farið inn á Einhyrningsflatir og þaðan skoðað Markarfljóts- gljúfur og Lifrarfjöll. Einhyrn- ingur er fjall eitt sem blasir við frá Þórsmörk, ef staöið er upp á Valahnúki. Nafn sitt dregur hann af tindi einum sem stendur ofarl- í norðausturhliðinni og likist horni. Um helgina verða einnig farnar dagsferðir og á laugardaginn verður ferð i Bláfjallahella, sem eru norðan við skiðalöndin I Blá- fjöllum. Þar er að finna ótrúlega fagra dropasteina. A sunnudaginn verður farið á Kálfstinda, en þeir eru nokkuð brött móbergsfjöll milli Þingvalla og Laugarvatns. Einnig verður á sunnudaginn farið i Straumssel og Öttastaðar- sel sem eru i heiðinni suður af Straumsvik. — SS — Hérna er veriö aö tjaidskoöun, en hún felst I þvi aö kannaö er hvort allt sé i röö og reglu i tjöldunum. Aö lokinni fánahyliingu viö setningu skátamótsins gengu tveir skátar fram meö kyndla og kveiktu eld i tunnu, sem brann fram eftir kvöldi. Margvíslegar ferðir á vegum Fí vegna ástar sinnar á Leslie, ást- ar sem hann veit að hann fær ekki fullnægt. Hann reynir að fá þessa ást gegnum dóttur Leslie (Carol Baker) en bæði er aldursmunurinn of mikill og hún of skynsöm til þess að láta glepjast af honum. Myndin greinir vel frá kyn- þáttafordómum þessa fylkis á þessum tima. Hinir undirokuðu eru í þessu tilfelli mexikanar en mexikanar sækja mjög til Texas og Californiu i atvinnuleit. Á þessum tima skipti það ekki máli hvort maðurinn var rikur eða fátækur mexikani. Honum var allstaðar sýnd sama fyrir- litningin. Mjög mikið hefur verið rætt og ritað um James Dean. Hann varð nokkurskonar goðsögn eftir dauða sinn. Sá orðrómur gekk lengi að hann væri ekki látinn heldur hefði aðeins af- myndast i bilslysi þvi sem hann lést i. Þetta virðist vera nokkuð rikt eðli i Bandarikjamönnum að neita þvi sem staðreynd er einhver sem orðinn er vinsæll deyr. Má nefna sem dæmi Kennedy og Bruce Lee. Fjöldi aðdáendaklúbba spratt upp og Warner Brothers voru að drukkna i pósti stiluðum á hann. Þessar vinsældir átti Dean öðru fremur að þakka hlutverki sinu i myndinni „Rebel without a cause” en þar lék hann yngri fulltrúa kynslóðabilsins sem fjölmiðlar höfðu nýlega upp- götvað á þeim tima. En hvernig maður var James Dean? Þvi svarar William C. Mellor kvikmyndatökumaður Giant: „Hann var ungur maður sem skotist hafði til frama án aðvör- unar, án undirbúnings venju- legur ungur Bandarikjamaður en ráðvilltur i lifinu og enn ekki aðlagaður frama, auöi og aðdá- endabréfum”. FI Itisinn/Giant Leikstjóri: George Stevens Handrit: Fred Guiol og Ivan Moffat eftir skáldsögu Ednu Ferber Tónlist: Dimitri Tiomkin Aðalhlutverk: Itock Hudson, Elisabet Taylor, James Dean og Caroli Baker. Myndin fjallar um Benidict fjölskylduna og er henni fylgt eftir i þrjá ættliði. Bick Benidict (Hudson) er á ferð i austur- rikjunum, og hittir hann þar Leslie (Taylor) þau giftast og flytur hann hana á búgarð sinn i Texas. Þar er fyrir Jett (Dean) kúreki með eigin meiningar um stöðu sina i þjóðfélaginu. Mynd- in greinir svo frá samskiptum þessara persóna. Þótt þetta hafi verið siðasta mynd Dean og hann orðinn kwikmyndir Texti: Friörik Indriöason, blaöamaöur nokkuð þekktur á þessum tima snýst þungamiðja myndarinnar ekki um hann. Ef segja á að ein- hver persóna eigi myndina þá er það Elisabet Taylor. En hún stelur senunni og stingur henni I rassvasann á reiöbuxunum sin- um. Rock Hudson kemst stór- slysalaust frá sinu hlutverki og Mercedy Mc Cambridge er at- hyglisverð i hlutverki hinnar harðsoðnu systur Bicks. Hlutur Deans er stærstur i fyrrihluta myndarinnar og stendur hann sig þar með ágæt- um, en þar leikur hann einmitt Elisabet Taylor og James Dean i hlutverkum slnum I myndinni. mann á sinum eigin aldri. í seinni hlutanum er hann leikur eldri mann virkar hann veikt, en það getur veriö förðuninni að kenna, (Hudson á við svipaö vandamál að striða), eða þvi að annar leikari var látinn tala inn á myndina það sem Dean segir I seinnihlutanum. Aðal þema myndarinnar er fylkið Texas á þessum tfma. Myndin setur fram sem and- stæöur gamla timann land- búnaðinn, en fulltrúar hans eru Bick og Leslie gegn iðnvæðing- unni, hér i formi oliuiðnaðar en fulltrúi hans er Jeff. Þrátt fyrir að Jeff risi úr sárustu fátækt til hæstu hæða auðsins er hann ekki ánægður yíir írama sinum SÍÐASTA MYND JAMES DEAN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.